Morgunblaðið - 02.10.1994, Page 3

Morgunblaðið - 02.10.1994, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. GKTÓBER 1994 B 3 Lengi hefur verið landlægt á íslandi að gefa ekki upp sölu- eða kaupverð á reiðhesti. Kunnugir segja mér að verð á reiðhesti innanlands sé frá 100 þúsund krónum og allt upp í milljón eða meira. Góður taminn hestur kosti alla vega á annað hundrað þúsund krónur. Tamningar stór atvinnugrein Að gera fola í stóði að góðum reið- hesti kostar vitanlega bæði fé og fyrirhöfn. Enda tamningar orðin stór atvinnugrein á íslandi. Sumir temja sjálfir en flestir láta hesta a.m.k. í frumtamningu. Bændur ráða gjarn- an tamningamann og er eftirspum eftir þeim og tamningastöðvar eru um allt land. Mér var sagt að í Skaga: firði væru þær allt að 40 talsins. í hverri stöð má gera ráð fyrir að séu 2-3 tamningamenn. Þetta er orðin veruleg atvinnugrein og tamninga- menn víða. í félagi tamningamanna eru um 100 manns. Kostnaður við að temja hest í einn mánuð mun vera 25 þúsund krónur. Fyrir fjög- urra mánaða tamningu, sem varla má minna vera fyrir góðan fola, kost- ar tamningin orðið 100 þúsund krón- ur. Við Hólaskóla er nú rekin tamn- ingabraut, þar sem tamningamenn geta fengið menntun. Sú menntun er bæði munnleg, skrifleg og verk- leg. Því má skjóta hér inn í að frá 1973 hefur ríkið rekið uppeldis- og tamningastöð fyrir stóðhesta í Gunn- arsholti. í fyrstu voru verðandi stóð- hestar yfirleitt í eigu stöðvarinnar sjálfrar, en nú orðið yfirleitt í eigu einstaklinga og félagasambanda. Óhætt mun að fullyrða að starf- andi séu á annað hundrað tamninga- menn. Á Reykjavíkursvæðinu og nálægum bæjum munu vera um 60 tamningamenn í starfi, sumir allan ársins hring eða frá því í janúarbyij- un og fram í ágúst. Er við höfðum samband við Sigurbjöm Bárðarsson var hann að koma frá Bandaríkjun- um, þar sem hann var að kenna hjá bandarísku hestamannafélagi og hafði námskeið í reiðmennsku á ís- lenskum hestum. Kvaðst hann gjam- an nota haustið til að kenna hér heima og erlendis. { reiðkennslunni eru eitthvað færri, en hún tengist á vissan hátt bæði tamningunni og erlendu hestafólki. Innan Félags tamningamanna er listi sem nefnist reiðkennarar b, sem á eru eitthvað yfir 30 manns. Til kennslu þurfa menn réttindi. Fyrst tekið próf inn í félagið til að temja, síðan tekið próf til að mega kenna, sérstakt til að vera leiðbeinandi og kenna bömum og fullorðnum. Þá bætt á meiri réttindaprófum í b- og a-flokki. Sigrún Sigurðardóttir, reið- kennari, sem er með reiðnámskeið, segir gífurlegan fjölda sem þátt taki í slíku námi. Sjálf er hún með nám- skeið hér heima á íslandi frá janúar til júní og á haustin kennir hún erlend- is. Var t.d. nú að fara til Þýskalands til að kenna hópi sem var í hestaferð á íslandi í sumar. Erlendis eru mest helgamámskeið, á eigin hestum eða leigðum hestum. Á íslandi tekur hún 6-8 manns í 10 tíma og var með 9 slíka hópa sl. vetur, sem í voru allt frá 5 ára bömum og upp í fólk á sextugsaldri. Verðið fyrir slíkt nám- skeið er 3.800 kr. fyrir börn og 4.500 fyrir fullorðna. Af þessu dæmi má sjá að kennsla er talsverð atvinnu- grein í hestamennskunni og mjög ört vaxandi eftirspum um leið og hestum og hestafólki fjölgar, að því er hún segir. Mikió kynbótastarf Eftirsókn íslenskra og erlendra hestamanna í íslenska reiðhestinn byggist auðvitað á því að vel sé til vandað í ræktun og meðferð hestsins, enda hafa orðið gífurlegar framfarir á undanfömum árum. Kynbótastarfið er orðið ákaflega umfangsmikið. Sýn- endur kynbótahrossa og þeir sem tengjast ræktuninni eru orðnir á ann- að þúsund. Búnaðarfélag íslands er opinber ábyrgðaraðili kynbóta hrossa jafnt sem annars búfénaðar á ís- landi. Tveir hrossaræktarráðunautar em þar í starfi, Þorkell Bjamason og Kristinn Hugason, og hafa þeir veitt fomstu dómum kynbótahrossa um allt land, annast skráningu undaneld- ishrossa og séð um að skýrslur hafi verið haldnar um notkun og afkvæmi kybótahesta hjá hrossaræktarsam- böndunum, auk alls kyns vottorða- vinnu. Hefur sú starfsemi vaxið mjög og em þeir í ferðum um allt land. Dómum hefur fjölgað mjög mikið og era 2.000 hross dæmd á ári hveiju og fá einkunnir. Hrossakjötsútflulningur til Japans Félag hrossabænda er einskonar stéttarfélag þeirra sem framleiða líf- hross og hrossakjöt. Kjötframleiðslan hefur staðið í stað á íslandi, enda mikið kjötframboð. Því var ráðist í að finna markaði erlendis fyrir hrossakjöt og nú em árlega flutt um 100 tonn til Japans, sem fyrir fæst mjög gott verð. Þessi 100 tonn gefa gróft reiknað um 50 milljónir króna, að sögn Halldórs Gunnarssonar. Þá fá bændur um 30 milljónir, 15 miilj- ónir fara í flugfragt og 15 milljónir koma í hlut sláturleyfishafa. Til Jap- ans er flutt svonefnt pistólukjöt, þar sem um 50% fara í afskurð og flutti Kjötumboð Goða út 42.232 tonn, en SH 55 tonn, um helming pistólikjöt en helming af unnu kjöti sl. ár. Kvaðst Halldór ákaflega ánægður með að sölumiðstöðin stæði að út- flutningi á kjötinu, sem sé alger nýjung, en þeir séu með á sinni könnu mjög færa sérfræðinga í útflutning- sviðskiptum. Erlendis er mjög al- gengt að sami aðili annist sölu á kjöti og fiski. Hrossakjötið til Japans hefur skilað fullu verði til allra aðila. Þarna er um að ræða kjöt, sem flog- ið er með ferskt til Japans og þess vegna verður að slátra og flytja á markað jafnt og þétt allan ársins hring, að lágmarki 30 hross vikulega til að viðhalda markaðinum. Slátrað er á fjórum stöðum í öllum lands- fjórðungum tvisvar í viku. Það veitir töluverða vinnu, því kjötið er unnið hér á landi í kjötvinnslunum. Þetta er unnið með öðru og má ætla að í sláturhúsunum komi þar að 15-20 manns. Engin önnur búgrein skilar jafn góðu verði til bænda. Fæst 10% meira verð fyrir þetta útflutta kjöt. Þarna er um að ræða kjöt af full- orðnu. Erlendis er folaldakjöt óþekkt og fer það á innlendan markað. Það alvarlega ástand, sem nú er á kjöt- markaðinum, hefur orðið til þess markaðsverð kjötsins hefur lækkað og mun innanlandssalan vera um 600 tonn. Áður höfðu bændur tekjur af blóði úr fylfullum hryssum til hormóna- framleiðslu og það mun vera rétt að byija aftur eftir stöðvun og lofar góðu um að nú þegar það er aftur komið í gang verði hægt að vinna meira úr því. Binda menn miklar vonir við þennan útflutning í framtíð- inni. Þá hafa verið seldar húðir og fást 100-120 kr. fyrir kílóið, en hrosshár sem fyrr var nýtt er nú ekki mikið notað, nema í minjagripa- gerð og listiðnað. Þúsundir útlendinga i hestaferdum Hestar og hestamennska hefur í framhaldi af aukinni hestamennsku innanlands og kynningu erlendis haft gífurlegt aðdráttarafl á erlenda ferðamenn. Óhætt að tala um sprengingu á fáum árum, sagði Bolli Gunnarsson hjá íshestum þegar við ræddum við hann um skipulegar hestaferðir, en íshestar eru þar um- svifamiklir. Um 2.000 manns tóku í sumar þátt í vikuferðum og lengri hjá þeim einum, en fleiri koma þar við sögu, svo sem Arnbjörn á Arnar- vatnsheiði og Eldhestar í Hvera- gerði, svo þeir stærsu séu nefnir. Má ætla að í ferðum á hestum taki þátt 4.500-5.000 manns á ári og að fólk sem bregður sér á bak yfir sum- arið sé ekki undir 10 þúsund manns, en þá meðtaldir þeir sem leigja hesta í nokkra klukkutíma eða hluta úr degi. í ferðunum hjá íshestum eru yfir 90% útlendingar, en íslendingum fjölgar þó. Löngu ferðirnar þjappast því mjög á hinn stutta ferðamanna- tíma, sex vikna háannatíma í júlí og SJÁ NÆSTU SfÐU CLIO Einn allra besti bíllinn í sínum verðflokki „Ekkert er svo gott að það geti ekki orðið betra" höfðu hönnuðir Renault að leiðarljósi þegar ákveðið var að bæta enn við kosti Renault Clio, þessa margverð- launaða afbragðs bíls, sem nú er kominn á markað betri en áður, þótt hann sé að grunni til sami bíllinn. Ný og fallegri afturljós, nýjir hliðarlistar, breytt grill, betur mótuð framsæti með bættum og stillan- legum höfuðpúðum og endurbætt innrétting er meðal þess sem prýðir hinn nýja Clio. Og síðast SYNING 95 -ARGERÐ- UM HELGINA! en ekki síst: betri styrkingar í hliðum og kippibelti. Aksturseiginleikar Renault Clio eru ósviknir, hann liggur afburða vel og er gangviss, öruggur og sparneytinn. Það er sama hvar borið er niður, aðrar bíltegundir í þessum verðflokki hafa ekkert fram yfir Renault Clio í samspili vecðs og gæða. Komdu á sýninguna um helgina og reynsluaktu þessum glæsilega og stórskemmtilega bíl. VERÐ FRA KR. 1.049.000,- M/ RYÐVÖRN OG SKRÁNINGU OPIÐ FRÁ KL.12 -17 LAUGARDAG OG SUNNUDAG CLIO stærri en sýnist! Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1 • Reykjavík • Sími 876633 RENAULT -fer á kostum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.