Morgunblaðið - 02.10.1994, Síða 7

Morgunblaðið - 02.10.1994, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1994 B 7 í bíóhúsum um allan heim. Einnig er hluti af skýringunni sá að kvik- myndir í Evrópu njóta mikilla styrkja þessi árin í samkeppninni við Banda- ríkin. Styrkirnir hafa leitt til þess að kvikmyndagerðarmenn þurfa ekki að hugsa jafnmikið um markaðinn og áður. Þetta er tímabundið ástand og á meðan það varir á að nota tím- ann til að finna markaði fyrir einfald- ar og aðgengilegar sögur sem snerta áhorfendur tilfinningalega — þar sem boðskapurinn er skýr öllum aldur- hópum, hvar sem er í heiminum. Vegna þess hve myndin er vel styrkt get ég leyft mér meiri fag- mennsku og vandaðri vinnubrögð. Það er oft verið að skipta myndum í sölulegar myndir og listrænar. í þessari mynd reyni ég að þurrka þessa skiptingu út. Ég reyni að höfða til dómgreindar og skynsemi áhorf- enda en tek tillit til þess að ég fram- leiði vöru sem fólk vill sjá. Þó er ég ekki að raða saman bellibrögðum, eltingarleikjum, eldsvoðum og bar- dögum, heldur nota dramatískar lausnir." Frá bók í mynd Skýjahöllin byggist á vinsælli barnabók sem margir þekkja og hafa lesið og Þorsteinn sagðist hafa beitt þeirri aðferð við leikstjórnina að segja söguna frá bæjardyrum barns- ins og stækka heiminn umhverfis það. „Fullorðna fólkið er allt í eidra kantinum. Fólk um tvítugt eru karlar og kerlingar. Litanotkunin vísar einnig til skynjunar barnsins og er takmörkuð við ákveðna tóna, en hrein myndbygging látin vinna með kjarna sögunnar. Leikurinn er eins ýktur og hægt er án þess að fara út fyrir raunsæið. Einfaldleikinn var látinn sitja í fyrirrúmi. Málið var að einfaida söguna eins og kostur var með áhorfendahóp hennar í huga svo hún yrði skýr og markviss á tjaldinu og að efni myndarinnar væri á hreinu. Það er svolítið kostulegt að ég lærði heimildarmyndagerð sem sýnir oftast raunveruleikann sem hver KYNLEGIR kvistir; Flosi Olafsson í uppnámi. GILDI vinnunnar; Emil aðstoðar Gísla Halldórsson. áhorfandi les sína merkingu úr. Nú geri ég leiknar myndir þar sem sag- an er búin til og reyni að hafa hana eins skýra og kostur er til að gefa upp hvaða merkingu áhorfandinn á að leggja í hana. Þegar ég var að læra var söguþráður eitthvað sem engu máli skipti. Nú skiptir sögu- þráðurinn öllu. Þannig er maður kominn í hring. Vonandi að það sé þroskamerki." Þorsteinn hélt áfram: „En einfald- leikinn er hins vegar ekkert einfaldur í framkvæmd. Tökurnar stóðu í 11 vikur. Efnið sem við stóðum uppi með nægði í tveggja tíma mynd en í klippingunni erum við búin að þjappa efninu í 85 mínútur. Þetta er leiðin að einfaldleikanum. — Sástu þá ekki eftir því sem þú hentir? „Nei, ég hef aldrei séð eftir því. Á meðan myndin batnar á klippiborðinu sér maður ekki eftir því sem maður hendir, alveg sama hver kostnaður- inn hefur verið við að ná því. Mér finnst myndin nákvæmlega eins og hún á að vera.“ Teiknimynd Inní Skýjahöllina er skeytt næst- um tveggja mínútna löngum teikni- myndum sem unnar voru á þremur stöðum í Evrópu. Aðalhöfundurinn, Wenzel Kofron, vann í Frankfurt, teiknimyndavinnslan fór fram í Berl- ín og handavinnan var unnin í Búda- pest. Þorsteinn leitaði í ævintýra- teikningar Muggs eftir fyrirmyndum handa Kofron að vinna eftir, en teiknimyndafígúrurnar eiga sér einn- ig fyrirmyndir í sögupersónum myndarinnar og eru raddirnar í teiknimyndinni einnig raddir leikar- anna. Myndin er tekin í Ólafsfirði, á Blönduósi, í Langadal og í Reykjavík og nágrenni og hófust tökur í ágúst í iyrra. Ekkert kvikmyndaver er til á Islandi enn sem komið er og leystu Skýjahallarmenn vandann með inni- tökur þannig að þeir innréttuðu tvo leikfimisali og breyttu í myndver. „Það var ekkert vandamál, en erlend- is þykir þetta stórfurðuleg aðstaða. Mestu skiptir að fagmennska í kvik- myndum er orðin alveg sambærileg við það sem gerist erlendis. Starfsemi eins og kvikmyndagerð passar vel í íslendingseðlið. Þetta er átaksvinna unnin í skorpum og svo er frí. Það á vel við veiðimannaþjóðfélag eins og ísland.“ Nú er um áratugur síðan Þorsteinn sendi frá sér sína síðustu bíómynd, Atómstöðina, og hann segir að mesta framförin á þessum tíma i kvik- myndagerðinni lúti að skipulagningu og undirbúningi. „Þá vorum við að byggja UPP kvikmyndagerð og það var sérstaklega skipulagningin sem klikkaði. Það skiptir máli þar sem koma 30 manns að vinna saman að ekkert vanti svo allt geti gengið snuðrulaust. Eftir að hafa gert tvær bíómyndir áður þekkir maður gildi skipulagsins." Næsta mynd Fjórða myndin er í undirbúningi. Hún heitir Utlendingurinn og er gerð eftir frumsömdu handriti Þorsteins. Hann langar til að taka hana næsta sumar. Sagan segir af tveimur ung- mennum sem eru á leið úr sveitinni í borgina í leit að fé og frama eins og gengur en komast að því að það er ekki eins einfalt að yfirgefa heima- hagana og þau hugðu; þeir toga í ungmennin með sögu sinni, fortíð og jafnvel landslagi en Þorsteinn segir að landið eigi sjálft að vera næstum eins og ein persóna myndar- innar. Hann segist vera að leita að flármagni og er í sambandi við þrjá framleiðendur í Þýskalandi, Dan- mörku og Noregi en allt byggist á styrk úr Kvikmyndasjóði eins og venja er. Þegar samtalið fór fram var hann á leið til Þýskalands að hitta fulltrúa frá sjónvarpsstöðum í Evrópu. „Þegar maður er kominn á skrið getur ekkert stoppað mann. Það er best að geta gert hvetja myndina á fætur annarri.“ ÚTIHÁTÍÐ í Húnaveri; Emil og Sigurður Sigurjónsson. • Símí 91 - 87 34 34 • Fax 91 - 67 45 51 Pantið haustvörulistann frá Grahns Fötin okkar fást í stærðum allt að C60/XXXXL Við gefum þér kost á að velja... ...það sem þig langar í, óháð stærð þinni eða vexti. Enginn annar en Grahns býður svo mikið úrval stærða. ...Það ábyrgjumst við. STÆRÐ 38-60 SVARSENDING GRAHNS INT. MAILORDER PÓSTHÓLF 12048 132 REYKjAVÍK Heimilisfang Svæðisnúmer/STAÐUR Póstsendið seðilinn, Grahns greiðir burðargjaldið. Nafn J á takk, sendið mér Grahns pöntunarlistann ókeypis Má Iáta ófnmerkt í póst Burðargjaldið greiðist af viðtakanda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.