Morgunblaðið - 02.10.1994, Page 8
8 B SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
SÚ SAGA gekk í eina
tíð að íslenskir ungling-
ar brytu í sér framtenn-
ur til að líkjast átrúnað-
argoði sínu, Björgvini
Halldórssyni. Þetta var
á „poppstjörnutímabil-
inu“ sællar minningar
og síðan hefur mikið
vatn runnið til sjávar.
Sjálfur á Björgvin að-
eins sársaukafullar
minningar um þetta
tannbrot. „Atvikið átti
sér stað í skólasundi
þegar ég var unglingur.
Við vorum í eltingarleik
á sundlaugarbarminum
og ég rann til og skall
beint á andlitið. Eg man
það bara að þetta var
ofboðslega sárt,“ segir
hann þegar við rifjum
upp söguna um brotnu
tönnina. „Annars held
ég að þetta hafi verið
orðum aukið, að krakk-
amir væru að mölva í
sér tennumar. Eg hef
að minnsta kosti aldrei
séð þetta fólk sem á að
hafa brotið í sér tennur
til að líkjast mér. En
það var nú svo margt
skrifað og skrafað á
þessum árum og ekki
allt sannleikanum sam-
kvæmt. En hver veit?“
Björgvin Halldórsson segist standa á ákveónum tímamótum
á tónlistarferli sinum. Nú sé kominn tími til aó loka hringnum.
Sveinn Guó|énsson ræddi vió hann um árin sem lióin eru frá
því hann hljóóritaói fyrsta lag sitt og litríkan feril í aldarfjóróung.
♦
rið 1969 var mikið
umbrotaár á hinum
ólíklegustu sviðum
mannlífsins. Bandaríkjamenn
sendu mannað geimfar til
tunglsins og súpergrúppan
Blind Faith var stofnuð í Bret-
landi svo tvö dæmi séu nefnd.
Fyrmefnda atvikið markaði
tímamót í sögu mannkynsins,
en hið síðara olli straumhvörf-
um í lífi Björgvins Halldórs-
sonar. Hann var þá farinn að
syngja með hljómsveitinni
Flowers og þótti lofa góðu í
bransanum. En þegar súp-
ergrúppuáhrifín frá Bretlandi
bárust til íslands flosnaði
Flowers upp í samruna við
Hljóma frá Keflavík og úr
varð hljómsveifln Trúbrot.
Björgvin þótti hins vegar of
ungur og óreyndur til að taka
þátt í svo „heavy“ pælingum
og hann stofnaði hljómsveit-
ina Ævintýri, ásamt tveimur
úr Flowers sem ekki komust
í Trúbrot, þeim Siguijóni Sig-
hvatssyni og Amari Sigur-
bjömssyni og þeir fengu til
liðs við sig Birgi Hrafnsson
úr Pops og Svein Larsson úr
Bendix. Ævintýri fór að spila
fyrir yngri krakkana í
Tónabæ, en Trúbrot réri á
önnur og þyngri mið.
Og það var einmitt þetta
sama ár sem popphátíðin
mikla var haldin í Laugardals-
höllinni. Tónabæjarliðið íjöl-
mennti og Bjöggi í Ævintýri
var kosinn poppstjama ársins.
Á einni nóttu varð Björgvin
átrúnaðargoð íslenskra ung-
linga og vinsælli en dæmi voru
um í sögu íslenskrar dægur-
tónlistar. { framhaldi af því
var honum boðið að syngja inn
á plötu og fyrir valinu varð
erlent lag með íslenskum
texta, „Þ6 líði ár og öld“, en
undirspilið var fengið erlendis
frá. Það eru sem sagt liðin
25 ár, eða fjórðungur úr öld,
síðan þetta gerðist og upp á
það heldur Björgvin Halldórs-
son nú, með söngskemmtun á
Hótel Islandi, sem hefst um
næstu helgi. Ennfremur verða
gefnar út tvær geislaplötur,
sem hafa að geyma 40 laga
úrval af vinsælustu lögum
Björgvins frá löngum og litrík-
um ferli í dægurtónlistar-
bransanum.
„Á þessari söngskemmtun
lít ég yfir dagsverkið sem
dægurlagasöngvari og þama
verður farið f um 70 lög, frá
blómatímanum og til dagsins
í dag. Og það er gaman að
geta sagt frá því, að vinur
minn Kristján Jóhannsson
verður heiðursgestur á frum-
sýningunni og mun væntan-
lega taka með mér nokkur
lög. Með þessari sýningu er
ég í rauninni að loka hringn-
um. Ákveðnu tímabili á ferli
mínum er þar með lokið og
ég get farið að fást við eitt-
hvað nýtt. Mig langar til að
gera öðruvísi plötur en ég hef
gert fram að þessu. Hvemig
útfærslan á þeirri tónlist verð-
ur á svo eftir að koma í ljós,
en ég er fullur af hugmynd-
um,“ segir Björgvin.
Sleipur i ensku
Við erum stödd á skólaballi
í Flensborg um miðjan sjöunda
áratuginn. Skólahjjómsveitin
Bendix er að spiía og fyrir
framan sviðið er renglulegur
strákur sem þeir kannast við,
Bjöggi á Álfaskeiðinu, sonur
Halldórs togaraskipstjóra
Baldvinssonar og konu hans
Sigríðar Þorleifsdóttur. Bjöggi
er að setja út á textana og
framburðinn hjá þeim félögum
S Bendix. Það fer dálítið S taug-
amar á þeim, en þeir vita upp
á sig sökina og það verður
úr að Björgvin er fenginn til
að skrifa upp fyrir þá textana.
En á næstu æfíngu fer Björg-
vin líka að setja út á sönginn
hjá þeim. „Lögin eru ekki al-
veg rétt hjá ykkur, strákar,"
segir hann. „Nú, syngdu þetta
þá sjálfur," segja þeir. Daginn
eftir koma þeir til hans og
bjóða honum í bandið.
„Það hafði aldrei hvarflað
að mér að fara í hljómsveit.
Ég hafði þó frá blautu bams-
beini haft mjög gaman af allri
tónlist, fylgdist vel með rokk-
inu og þegar Baldi bróðir fór
að spila með hljómsveitum í
Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði
fékk ég stundum að bera fyr-
ir hann magnarann. Svo komu
Bltlamir og Stones og maður
hreifst með eins og allir ung-
lingar á þessum árum. Ég var
nokkuð sleipur í ensku, hlust-
aði mikið á Kanann og horfði
á Kanasjónvarpið hjá frænku
minni. Ég lagði mig fram um
að læra textana og þess vegna
pirraði það mig þegar strák-
amir fóru ekki rétt með þá
og voru með alls konar „flyr-
um og flarum" innskot til að
redda sér. Fyrsta lagið sem
ég söng opinberlega með
Bendix var bítlalagið „Penny
Lane“, ef ég man rétt, en ég
gæti ekki sungið það í dag.
Er löngu búinn að gleyma
textanum."
Framtíóin ráöin
Um leið og Björgvin steig
fyrst á svið með Bendix var
framtíð hans ráðin. „Það var
engin leið til baka. Þetta hel-
tók mig gjörsamlega. Ég hafði
heldur ekki gert nein sérstök
plön fyrir framtíðina. Það kom
aldrei til tals á mínu heimili
að ég ætti að verða sjómaður
eins og pabbi. Ég fór í Iðnskól-
ann til að læra „viðhald skrif-
stofuvéla", en hugur fylgdi
ekki máli og ég hætti. Mér
finnst, þegar ég lít til baka,
að ég hafi verið heppinn. Ég
held að söngurinn sé það sem
ég geri best. Ég er ekki viss
um að ég hefði orðið eins
vandvirkur í viðgerðunum. í
söngnum hefur mér líka tekist
að sameina áhugamál og
vinnu og það er ekki svo lítils
virði. Ég held ég myndi ekki
breyta til þótt ég ætti þess
kost að hverfa 25 ár aftur í
tímann. Ég myndi kannski
standa öðruvísi að ákveðnum
hlutum og breyta áherslum,
en þegar á heildina er litið
hefði ég fetað þessa sömu
slóð. Það eina sem ég sé eftir
er að hafa ekki verið duglegri
við að semja sjálfur.“
(Það skal hins vegar upp-
lýst hér, þótt ekki hafi farið
hátt, að Björgvin hefur samið
fjölda laga, sem vinsæl hafa
orðið í flutningi hans sjálfs
og annarra og má þar nefna
Riddari götunnar, 1 útvarpinu
heyrði ég lag, Vertu ekki að
plata mig, og Skýið, sem
Björgvin samdi við texta Vil-
hjálms heitins Vilhjálmssonar
og eru þá aðeins örfá nefnd.)
Ég las þaó i Samúel
Þegar poppstjömuævintýr-
ið stóð sem hæst var Björgvin
mikið á milli tanna fólks.
Hann var líka frakkur og lét
ýmislegt flakka í hita leiksins
enda hafði ímynd töffarans
verið troðið upp á hann, þótt
hann væri í raun ekki annað
en krakki. Hann varð skot-
spæni ákveðinna fjölmiðl-
unga, sem reyndu að gera lít-
ið úr honum og slíta úr sam-
hengi það sem hann sagði, eða
eins og segir í Brimklóar-slag-
aranum landsfleyga: „Hann
sagði allt af létta, en þegar
þú lest það þá virkar það al-
veg fatalt...“ - Því hefur ver-
ið haldið fram að textinn hafi
verið saminn með þessa fjöl-
miðlareynslu Björgvins í huga,
en hann þvertekur fyrir það:
„Þetta er nákvæm þýðing
úr erlendu lagi, „I read it in
Rolling Stone“, þótt kannski
megi finna einhvern samhljóm
með því sem ég upplifði í þess-
um fyrstu viðskiptum mínum
við fjölmiðla. Ég tók hins veg-
ar þessi skrif ekki svo alvar-
lega, þótt mér hafi kannski
einhvern tíma sámað, enda
voru það bara ákveðnir menn,
sem ég virtist fara 5 taugamar
á. Samskipti mín við fjölmiðla
hafa síðan, nær undantekn-
ingalaust, verið mjög góð. En
við í Ævintýri vorum dálítið
teknir fyrir út af þeirri stefnu
okkar að spila svokallað vin-
sældapopp. Það þótti miklu
fínna að vera „progressive"
eins og Trúbrot og Náttúra.
Svipuð viðhorf komu svo upp
tíu ámm seinna með pönkinu,
þegar Bubbi söng um „löggilta
hálfvita sem hlustuðu á HLH
og Brimkló“. Sfðan hefur
Bubbi mýkst vemlega og í
sumar unnum við saman að
gerð plötu, þar sem Bubbi