Morgunblaðið - 02.10.1994, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 02.10.1994, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1994' B 9 Á undanförnum árum hefur Björgvin verið afkastamikill upptökustjóri og framleiðandi hljómplatna, en þær eru nú hátt í 200 talsins, hljómplöturnar, sem hann hefur komið nálægt með einum eða öðrum hætti. Með honum á myndinni er Óskar Páll upptökumaður i Stúdíó Sýrlandi. söng gamalt lag sem Haukur heitinn, frændi hans, sem ég hef alltaf haft mikið dálæti á, hafði hljóðritað á sjötta ára- tugnum „Stína, ó Stína“. Það hefði Bubbi ekki gert fyrir tíu árum og þetta minnir okkur kannski á að allt er breyting- um háð. Raunar hef ég aldrei skilið hvaða tilgangi það þjón- ar að gera lítið úr ákveðnum tónlistarstefnum fyrir það eitt að þær njóta vinsælda. Sjálfur hef ég alltaf reynt að gera mér far um að meta þá að verðleikum sem á undan koma í þróuninni, ég hef til dæmis alltaf borið virðingu fyrir Ragga Bjarna og því sem hann stendur fyrir.“ Rekinn úr Brimkló Björgvin var einn af stofn- endum hljómsveitarinnar Brimklóar, snemma á áttunda áratugnum, en var fljótt rek- inn vegna ágreinings við fé- laga sína um vinnubrögð. „Ég vildi reka bandið sem atvinnu- hljómsveit, en þeir vildu bara vera í þessu sem hobbýi. Ég var frekur og erfiður í sam- starfi á þessum árum og þeir ráku mig. Fljótlega upp úr því fór ég að vinna með Gunna Þórðar, Rúna Júl og Engilbert Jensen í Hljómum og út úr því kom platan Hljómar ’74, en hún virkaði ekki, þótti of þung. En þarna hófst samstarf okkar Gunnars Þórðarsonar, sem hefur staðið nær óslitið síðan. Seinna var Brimkló svo endurreist, gaf út margar plötur og naut óhemju vin- sælda. En í millitíðinni bjó ég í Englandi um tveggja ára skeið, reyndi að „meika“ það með Change, gerði plötur með „ðe Lónlí Blú Bojs“ að ógleymdum vísnabókarplöt- unum með Gunna Þórðar, en sú fyrri varð söluhæsta plata á íslandi frá upphafi til þessa dags.“ Björgvin hefur oft tekið þátt I forkeppni „Júróvision" hér heima en aldrei yerið val- inn sem fulltrúi íslands í keppninni þótt ósjaldan hafi hann verið nærri því. Hann hefur hins vegar náð langt í ýmsum söngvakeppnum er- lendis, til dæmis á írlandi. Þegar ég spyr hann út í þetta stendur hann upp til að sækja meira kaffi og ég fæ á tilfinn- inguna að hann vilji eyða tal- inu. En varðandi „Júróvision- keppnina" er það athyglisvert að mörg þeirra laga, sem Björgvin söng í forkeppninni, hafa lifað lengur en lögin sem unnu. En látum það liggja á milli hluta. Morgunblaðið/RAX i „gumbó" meó Dominó Þegar rætt er um Björgvin Halldórsson vill það oft gleym- ast að söngurinn er ekki það eina sem hann hefur fengist við um dagana. Síðustu árin hefur hann verið afkastamikill upptökustjóri og gildir þar einu hvort hann vinnur með rokktónlistarfólki eða óperu- söngvurum. Hann stjórnaði upptökum á hljómplötum Kristjáns Jóhannssonar, þar sem Lundúnasinfónían og Konunglega Fílharmoníu- sveitin voru fengnar til að annast undirleikinn. Hann stjórnaði upptökum á fyrstu sólóplötu Diddúar, sem vænt- anleg er á markað innan skamms, og í rauninni er .allt of langt mál að telja upp allar þær hljómplötur sem hann hefur stjórnað upptökum á, eða komið nálægt með ein- hveijum hætti. Þær eru hátt í 200 talsins. Við nefnum að- eins eina þeirra, „Kom heim“, sem Björgvin vann fyrir Krossgötur á síðasta ári og hann segir að skipi á vissan hátt sérstöðu í huga sér. „Ég hef sjaldan fengið önnur eins Sjá næstu síðu Björgvin Halldórsson við styttu Einars skálds Bene- diktssonar á Miklatúni. Á minni myndinni má sjá unglingaskarann úr Tóna- bæ ásamt hljómsveitinni Ævintýri við styttuna sum- arið 1969, en atvikið þótti fréttamatur og olli hneyksl- an. Nýtt á íslandi! VITUND kynnir ' MELROSE Nýjungar í kennslu- gögnum m.a. um: Sköpunargáfu - Breytingar Hvatningu Þjónustu við viðskiptavini Veita starfsmönnum möguleika Gæði Sími620086 Minnum á Málstofu Melrose í Norræna húsinu 3. okt. kl. 9-13. Kynnin Richard Roxburgh. Verð kr. 1.500,- Hárgreiðslustofan, Miðvangi 41, sími 654250 WFLLA 1BJU gtmgi þér hwaö viö upjs ó að bjóöa. stentíur yfír í oktöher og nóvemtíer. uerið ueiKomin storfsfólk cormen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.