Morgunblaðið - 02.10.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.10.1994, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ ■ Tveir breskir leikstjórar senda frá sér nýjar myndir í haust sem þeir gerðu fyrir bandarísk kvikmyndaver. Peter Medak („The Krays“) leikstýrði „Pontiac Moon“ með Ted Danson og Mary Steenburgen í aðalhlutverk- um en myndin segir af föður og syni sem halda í ferðalag og mamman heldur loks { humátt á eftir þegar hún er borin út af heimilinu. Þá hefur Chris Menges („A World Apart"), sem áður var kvik- myndatökumaður, gert „Sec- ond Best“ með William Hurt í aðalhlutverki en myndin ger- ist í þorpi í Wales og segir af einhleypum manni sem tek- ur upp á því að ættleiða dreng.' MAnnar breskur leikstjóri, Richard Attenborough er einnig með annan fótinn vestra. Hann leikur jólasvein- inn í endurgerð jólamyndar- innar frægu „Miracíe on 34th Street" en nýja handrit- ið er eftir John Hughes (Al- einn heima). Attenborough mun hafa spurt vin sinn Ste- ven Spielberg hvort hann ætti að leika jólasveininn — hann bar ábyrgð á hversu jólasveinalega Attenborough leit út í Júragarðinum — og Spielberg aftók það með öllu. „Aldrei," sagði höfðinginn en bætti svo fljótlega við að maður ætti náttúrlega aldrei að segja aldrei og eftir því fór greinilega Attenborough. ■ Væntanleg er ný mynd frá bandaríska leikritaskáldinu David Mamet, sem m.a. skrifaði handritið að Hinum vammlausu. Hún heitir „Ole- anna“ og segir frá háskóla- kennara sem sakaður er um kynferðislega áreitni. í BÍÓ Urvaiið í bíóhúsunum hefur verið ágætt undanfarnar vikur. í spennumyndadeiidinni hafa þijár myndir verið mest áberandi: Sannar lygar er lyginni líkust á lokasprettinum, Umbjóð- andinn er best heppnaða myndin sem byggist á bókum Johns Grishams og Keanu Reeves er nýja hasarmyndahetjan í Leifturhraða, sem er ótrúlega spennandi og rétt að byrja þegar mað- ur heldur að hún sé búin. Af gamanmyndunum er mest varið í Blaðið, sem segir frá sólarhring í lífi stórblaðs í New York og kemur skemmti- lega inná daglegan rekstur dagblaðs. Fjögur brúðkaup og jarðarför hefur notið óhemju vin- sælda og er vel að þeim komin. I listrænu deild- inni býður Regnboginn loksins upp á frönsku myndina Alla heimsins morgna eftir Alain Corneau og þótt eintakið sé gatslitið er myndin frábær. Af barnamynd- um er íslenska myndin Skýjahöllin sú sem allt snýst um en einnig er Þumalína með íslensku tali í Sambíóunum. Voðakvendi í New York; Fiorentino í „The Last Seduction". SIÐASTA TÆLINGIN John Dahl heitir banda- rískur leikstjóri sem gert hefur tvær myndir fyrir Sig- uijón Sighvatsson hjá Propaganda Films, „Kill Me Again“ og „Red Rock West“. Hann hefur nú sent frá sér nýja spennumynd sem heitir „The Last Seduction" eða Síðasta tælingin og hefur komið talsvert á óvart, jafn- vel verið líkt við „Blood Simple". Sagt er að hún sé besta mynd Dahl til þessa. Síðasta tælingin er ekki gerð á vegum Propaganda en er með Lindu Fiorentino, Peter Berg og Bill Pullman í aðalhlutverkum og segir frá voðakvendi einu og gufunni eiginmanni hennar í New York. Hún hefur fengið hann til að stela fyrir sig lyfjum og selja og flýr hann með peningana til smábæjar þar sem hún snarar annan mann til að losa sig við sín fornu tengsl. Sambíóin hyggjast sýna myndina í haust. xxxxxKVIKMYNDI^vxxv /Hverju eigum vid von áf HAUSTMYND- IRNARÍ HOLLYWOOD NÚ ÞEGAR sumarið er á enda í kvikmyndahúsunum vestra er tími haustmynd- anna að renna upp ogþeirra mynda sem frumsýndar verða í kringum jólin. Þær eru væntanlegar hingað til lands í lok ársins og uppúr áramótum en á meðan við bíðum er hér forsmekkurinn að því sem koma skal. Með aðalhlutverkin fara Tom Cruise, Schwarzenegger, Woody Allen, Robert De Niro, Jodie Foster, Demi Moore, Michael Douglas, Robert Altman og sá bekkur allur. Talsvert er gert út á hryllingsbókmenntirn- ar og leikur Cruise blóðsugu í Viðtali við vampíru er bygg- ist á sögu Anne Rice (hún gerir hand- ritið) og sá írski Neil Jordan leik- stýrir. Myndin var í 17 ár á teikniborð inu og vandamálin sem komu upp við gerð henn- ar voru ýmisleg; River Pho- enix lést og Christian Slater kom í hans stað og hinum smávaxna Cruise þótti vand- ræðalegt þegar fréttist að hann var í sérstaklega upp- hækkuðum skóm í atriðunum á móti Brad Pitt en Cruise leikur vampíruna Lestat sem gerir hinn unga Louis (Pitt) eilífan. Schwarzenegger verður pabbi í gamanmyndinni „Junior" og það sem meira er; hann er sá sem verður óléttur af völdum móðurinn- ar, Emmu Thompson, og fæðir bamið. Aldrei hefur keisaraskurðurinn komið í betri þarfir. Danny De Vito fer með eitt hlutverkanna og Ivan Reitman leikstýrir svo útkoman er glasa- fijóvgunarútgáfan af „Twins“. Fyrir þá sem finnst það of hrollvekjandi að sjá Arn- ald í fæðingarstólnum er Robert De Niro í hlutverki skrímslis Frankensteins góð- ur valkostur. Kenneth Bra- nagh leikstýrir„Mary Shel- ley’s Frankenstein" og mun hann ber að ofan vera tal- vert meira áberandi en De Niro, sem enginn þorir að hugsa um hvernig bjó sig undir hlutverkið. Branagh og De Niro lágu yfir krufn- ingsbókum og hönnuðu gervi skrímslisins úr dauðum lík- amspörtum. Jodie Foster leikur konu eftir Amald Indriðason Bíttu mig, elskaðu mig; Tom Cruise í Viðtali við vampíru undir stjóm Neils Jordans. Ekkert káf á kontórnum; Douglas og Demi í Afhjúpun undir stjórn Barrys Levinsons. Segðu pabbi!; Emma Thompson og Schwarzeneg- ger í „Junior", gamanmynd Ivans Reitmans. sem alin er upp í afskekktum fjallakofa í „Nell“ en Robert Altman hyggst gera það sama við hátískuheiminn í „Pret-a-Porter“ og hann gerði við Hollywood í Leik- manninum. Woody Allen reynir að hressa uppá feril- inn með „Bullets Over Broadway" þar sem John Cusack, Rob Reiner og Dianne Wiest fara með aðaL hlutverkin. í Afhjúpun káfar Demi Moore um_allt á Mich- ael Douglas, sem aldrei fær nóg af snarbijáluðu kven- fólki, og hún kærir hann fyrir áreitni. Barry Levinson leikstýrir og er á síðustu dropunum eftir tvær mis- heppnaðar myndir í röð. Frakkinn Luc Besson hefur gert sína fyrstu bandarísku bíómynd, „The Professional" og sjálfsagt hafa stælarnir ekkert minnkað; Gary Old- man hressir uppá hana. Sly Stallone og Sharon Stone leika saman í „The Special- ist“. Áhorfendur hafa hlegið að rúmsenunum þeirra á prufusýningum en leikstjóri er Perúmaðurinn Luis Llosa. Aðdáendur Tommy Lee Jones geta séð hann í ham í einu af fáum aðalhlutverk- um sínum í ævisögulegu myndinni „Cobb“, enn einni íþróttamyndinni frá Ron Shelton, í þetta sinn um fyrstu amerísku hafnabolta- hetjuna, Ty Cobb. Jack Nich- olson og Anjelica Huston leika saman í „The Crossing Guard“ undir leikstjóm Se- ans Penns og sá gamli góði Paul Newman leikur á móti Jessicu heitinni Tandy í „Nobody’s Fool“. Ilmurinn af Yvonne Ein eftirminnilegasta myndin á Kvikmynda- hátíð Listahátíðar árið 1991 var „Monsieur Hire“ eða Gluggagægirinn eftir franska leikstjórann Patrice Leconte. Hann hefur nú sept frá sér nýja mynd sem heitir „Le parfum d’Yvonne" eða Ilmur- inn af Yvonne. Hún er byggð á smásögu Patrick Modiano „Villa Triste" og gerist árið 1962. Hún rekur ástarævintýri þriggja iðjuleysingja þar sem 4.000 hafa séð End- urreisnarmanninn þeir njóta lífsins í frönskum ferða- mannabæ. Einn er ungur og upprenn- FRANSKT ást- andi rithöfundur araevlntýrl; úr nýkominn Úr stríð- myndLeconte. inu í Alsír, Yvonne dreymir um að verða fræg kvikmyndastjama og Victor er hommi sem dreymir um að verða partur af iistalífinu. Með aðalhlutverk fara Je- an-Pierre Marielle, sem leikur í Öllum heimsins morgnum, Sandra Majani og Hippolyte Girardot. Alls höfðu um 4.000 manns séð gamanmynd- ina Endurreisnar- manninn með Danny De Vito 'í Laugarásbíói eftir síðustu helgi. Þá höfðu 7.500 séð „Ser- ial Mom“, 2.500 barna- myndina Apaspil og spennu- myndin Dauðaleikur byijaði nokkuð vel um síðustu helgi að sögn Magnúsar Gunnars- sonar í Laugarásbíói. Næsta mynd bíósins er Sýnd á næstunni; leik- ararnir í „Corrina, Corr- ina“. „Escape from Absolom" með Ray Liotta en hún verð- ur einnig í Stjörnubíói. Síðan verður „The Mask“ með Jim Carrey frumsýnd 14. októ- ber. Eftir það koma m.a. myndirnar „Corrina, Corr- ina“ með Liotta og Whoopi Goldberg í leikstjórn Jessie Nelson,„Even Cowgirls Get the Blues" eftir Gus Van Sant og breska gaman- myndin „A Good Man in Africa“ með Sean Connery í leikstjórn Bruce Beres- fords.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.