Morgunblaðið - 02.10.1994, Page 15

Morgunblaðið - 02.10.1994, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER1994 B 15 Mestur ÞÓ LUTHER Yandross hafi verið kallaður mesti (og besti) poppsöngvari síðustu ára vestan hafs kannast líklega fáir við hann hér á landi. Nú siglir loks inn á vinsælda- lista lag sem hann syngur með Mariah Ca- rey og kominn tími til að íslendingar leggi við hlustir. Luther Vandross hefur verið að í rúman áratug og sent frá sér níu breiðskífur sem allar hafa selst í bílförmum og til að mynda byrjaði tíunda platan, Songs sem kom út í síðustu viku, listaveru sína í Bret- landi í efsta sæti. Luther, sem kallaður hef- ur verið Pavarotti poppsins, hefur haft það fyrir sið að láta gamlar lummur fljóta með endurgerðar á plötun sínum. Þegar hann lagði drög að Songs kviknaði hins vegar sú hugmynd að stíga skrefið til fulls; hafa á plötunni eingöngu þrautreynd uppáhaldslög, þar á meðal lög eftir Crosby, Stills & Nash, Robertu Flack, Lionel Richie, Supremes, Arethu Franklin og Burt Bacharach. EIN efnilegasta rokksveit Skotland er Glasgow- sveitin Dawson, sem er væntanleg hingað til lands í vikunni. FIRE- félagsskapurinn flytur sveitina inn, sem heldur tvenna tónleika. Dawson er frá Glasgow og þykir ein kraft- mesta rokksveit Skota Skota rokk með pólitíska krassandi texta. Sveitin er nokkuð við aldur, hefur starfað í tæp átta ár, en haldið sig í framlinu rokksins alla tíð, sent frá sér nokkrar smáskífur og þijár breið- skífur. Dawson leikur 6. októ- ber í Tveimur vinum og 7. í Menntaskólanum við Hamrahlíð. I Tveimur vin- um hita upp fyrir sveitina Maus og Plastic, en í MH Stilluppsteypa og Curver. Morgunblaðið/Sverrir Þróttmiklir Þrír Utangarðsmenn. skífu sína. Að sögn liðs- manna sveitarinnar er plat- an fjölbreytt verk en þó samfellt. Gegnumsneitt eru lögin þyngri, en þeir segja að á milli sé léttara efni. Væntanlega plötu kynnir Jet Black Joe í Rósenberg- kjallaranum næstkomandi fimmtudag og föstudag; á fimmtudag verður platan leikin fyrir boðsgesti með myndbandssýningu, en á föstudag verða tónleikar. manna- plata ÞAÐ þykir frétt til næsta bæjar að Utangarðsmenn gefa út plötu, enda langt síðan sveitin lagði upp laupana. Á næstunni er þó væntanleg breiðskífa frá sveitinni sem á eru áður óútgefnar tónleika- upptökur. Utangarðsmenn fóru í Skandin- avíuför vorið 1981. Sveitin var venju frem- ur þróttmikil á þessari síðustu tónleikaferð, en upptökurnar voru gerðar í klúbb í Sví- þjóð 15. júni 1981. Þeir Bubbi Morthens og Danni og Micael Pollock brugðu sér í Sýr- land í vikunni til að búa upptökurnar undir útgáfu, en alls verða fimmtán lög á disknum sem Smekkleysa gefur út. Þeir segja að lengi hafi staðið til að gefa þetta út, enda hafi aldrei tekist að fanga kraftinn í Utan- garðsmönnum í hljóðveri. Þeir segjast hafa eytt tón- leikadeginum á lögreglu- stöð í Stokkhólmi og þurft að bæta sér það rækilega upp áður en þeir fóru á svið og fyrir vikið sé þetta besta plata Utangarðs- manna. rokksins ÍRSKA söngkona Sinéad O’Connor er helst þekkt fyrir það að binda bagga sína ekki sömu hnútum og samferðar- mennirnir. Síðustu ár má segja að hún hafi frekar verið alræmd en alþekkt, en ný plata ætti að bæta.hag hennar svo um munar. Fyrir stuttu sendi Sinéad frá sér breiðskífu með frumsömdu efni nánast eingöngu, en með flutu líka lög eins og útgáfa hennar af Nirv- ana-laginu No Apologies. Undanfar- ið hefur mikið borið á baráttukon- unni og um leið á ráðvillta eldhug- þannig er það á þlötUhni nýju. Gagnrýnendur hafa keppst við að lofa hana fyrir fjölbreytni og þó þar megi finna vafasama Samviska Sinéad O’Connor hefur átt erfiða daga. pólitík, verður því ekki neitað að Sinéad O’Connor á fáa sína líka í söngmenntinni, þegar hún kemst í tæri við gott iag og nær að gæða það lífi og tilfmningu. Á plötunni nýju er nóg af tilfinningum, meira en nóg á köflum, en alltaf er hún áheyrileg og oft ögrandi; einskonar samviska rokksins. Platan ber heitið Universal Mother og eins og áður er getið hafa ýmsir kvartað yfir því að pólitík Sinéad sé lítt ígrunduð og full öfgakennd. Enginn frýr henni þó hæfileika og segja má að oft sigri umhúðirnar innihaidið; þ.e. iðulega dregur frábær tinfinninga- ríkur söngurinn og hugmyndarík útsetningin athyglina frá klénni pólitík í texta og gerir að verkum að platan er besta verk Sinéad hingað til. IDTAIII ICTP Hver er klœbskeri keisarans? Rokk mn- armr ættar PLÖTUJÓLIN nálgast óð- um og þar á meðal eru margar sveitir sem eru að láta á sér kræla á plasti í fyrsta sinn. Ein þeirra er hljómsveitin Kol, sem er snemma á ferð í jóiaslagn- um, því plata hennar kom út í síðustu viku. Kol er kvintett, en fyrir svörum um sveitina varð Hlynur Guðjónsson gítarleik- ari og lagasmið- ur. Hann segir að piatan hafi verið tekin upp á skömm- um tíma. eftir Áma Matthiasson „Við lentum að vísu í vand- ræðum þegar trommuleik- arinn hætti í miðjum klíð- um og svo bættust við nokkur lög, en við vorum klárir á því hvað við vild- um,“ segir Hlynur og bætir við að þeir félagar séu af- skaplega ánægðir með nið- urstöðuna; hljómur sé til að mynda betri en þeir áttu von á og allur frágangur til fyrirmyndar. Kol leikur rokk annatTar ættar en helst hefur heyrst hér á landi undanfarin misseri og Hlynur segist telja það sveitinni tvímæia- laust til tekna að vera öðru- vísi, fólk leggi þá væntan- lega frekar við hlustir. Þó hljómsveitin sé tveggja ára gömul hefur hún lítið sést á sviði, en Hlynur segir að tími hafí verið kominn á að gefa út Áhyggjulausir Liðsmenn Koia. plötu; það hafi verið komið mikið lagasafn og útgáfan hafí staðið til í rúmt ár. „Við ákváðum að gera þetta sjálfir og vinna heimavinnuna okkar áður en að upptökum kæmi,“ segir Hlynur, „og við erum búnir að leggja töluverða vinnu í að undirbúa tón- leikahald með nýjum út- setningum og ýmsum til- færingum til að allt gangi betur upp á sviðinu,“ segir hann, en útgáfutónleikar Kola voru á Sólon íslandus síðastliðinn fimmtudag. „Það gengur rólega að bóka tónleika, enda ekki nema von því fáir kannast við nafnið," segir Hlýnur, „en við höfum ekki áhyggj- ur af því. Frægðarsólin er ekki að blinda okkur, það skiptir öllu að hafa gaman af þessu." Utan- garðs- Samviska Ljósmynd/Börkur Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Skífur MARGUR bíður spenntur eftir plötuflóði haustsins, og þar _ verður margt hnýsilegt. Þar á meðal eru breiðskífur Birthmark og Jet Black Joe. Birthmark er sprottin úr Orange Empire, en lengi stóð til að skipta um nafn og þegar kom að því að gefa út fyrstu breiðskíf- una, var ekki eftir neinu að bíða. Sú kemur út í okt- óberlok og Birthmark- menn segja hana saman- safn laga frá fimm ára ferli; einskonar safn bestu laga. Þyngra og kraftmeira Jet Black Joe lauk fyrir skemmstu við þriðju breið-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.