Morgunblaðið - 02.10.1994, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER1994
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNUA UGL YSINGAR
Markaðs- og
þjónustufulltrúi
Nýja sendibílastöðin hf. óskar að ráða mark-
aðs- og þjónustufulltrúa. Við leitum að aðila
með menntun og/eða reynslu í markaðssetn-
ingu og með góða bókhaldskunnáttu.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist stjórn Nýju sendibíla-
stöðvarinnar, Knarravogi 2, 104 Reykjavík,
fyrir 12. október nk. merktar:
„MARKAÐSFULLTRÚI“.
Bakari óskast
Laust er til umsóknar starf bakara í stórmörk-
uðunum þar sem bakað er á staðnum.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt,
eiga gott með að umgangast fólk og vera
snyrtilegur í umgengni.
Umsóknum skal skila eigi síðar en föstudag-
inn 7. október til símamóttöku Myllunnar,
þar er hægt að fá umsóknareyðublöð.
Brauð hf., Skeifurmi 18.
(P
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Talmeinafræðingur
Talmeinafræðingur óskast á Dagvist barna
tímabundið vegna forfalla.
Starfið felst í greiningu og ráðgjöf v/barna
með mál- og talgalla á leikskólaaldri. Unnið
er í nánu samstarfi við sálfræðinga og annað
fagfólk.
Nánari upplýsingarveita Jóhanna Einarsdótt-
ir yfirtalmeinafræðingur, og Málfríður Lor-
ange, forstöðumaður, í síma 27277.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277.
Skipasala -
sölumaður
Fasteigna- og skipasala óskar eftir sölu-
manni skipa. Eingöngu aðili með reynslu og
þekkingu á skipum og sjávarútvegi kemur til
greina.
Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf
sendist afgreiðslu Mbl. fyrir kl. 16 föstudag-
inn 7. okt. nk., merktar: „Skipasala - 7511
Lögfræðingur
Umsvifamikil fasteignasala í Reykjavík óskar
eftir að ráða lögfræðing.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst. Starfsreynsla er ekki skilyrði.
Umsóknarfrestur er til og með 7. október nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
Afleysinga- og ráðningaþjónusta
Lidsauki hf. W
Skólavörðustig la - 101 Reykjavlk - Sfmi 621355
Rafeindaverk-
fræðingur/rafeinda-
tæknifræðingur
óskast til starfa við Veðurstofu íslands.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður
Tækni- og athugunarsviðs Veðurstofunnar,
Bústaðavegi 9, Reykjavík.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, og meðmælum ef
fyrir hendi eru, skal senda til Veðurstofunnar
ekki síðar en 20. október nk.
Vesturbyggð
Byggingafulltrúi
Staða byggingafulltrúa í Vesturbyggð er laus
til umsóknar.
Um er að ræða mjög áhugavert og krefjandi
starf í nýju sameinuðu sveitarfélagi á sunnan-
verðum Vestfjörðum. Gerð er krafa um
tæknimenntun samkvæmt byggingalögum.
Umsóknarfrestur er til 12. október 1994.
Allar nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri í
síma 94-1221.
Bæjarstjóri.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI
Yfirmaður
mötuneytis
Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði óskar að ráða
yfirmann mötuneytis frá 15. október nk. eða
samkvæmt nánara samkomulagi. Um er að
ræða ráðningu til eins árs í fyrstu og skilyrði
er að viðkomandi sé fagmenntaður mat-
reiðslumaður, hafi reynslu af stjórnunarstörf-
um og sé áhugasamur.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri,
Guðjón S. Brjánsson, í vs. 94-4500 og í hs.
94-4660.
it
ST. JÓSEFSSPlTALI
LANDAKOTI
Læknaritari
%
Laus er til umsóknar 75% staða læknaritara
við göngudeild augndeildar. Staðan veitist
nú þegar.
Aðeins umsækjendur með löggildingu sem
læknaritarar koma til greina.
Umsóknir skulu sendarÁsu Björgvinsdóttur,
læknaritara, sem jafnframt veitir upplýsingar
í síma 18181.
Sauðárkrókskaupstaður
Leikskólakennarar
Sauðárkrókskaupstaður auglýsir eftir leikskóla-
kennurum til starfa á leikskólum bæjarins.
Um er að ræða bæði heila og hálfa stöðu
deildarstjóra og aðstoðardeildarstjóra.
Sauðárkrókur er skemmtilegur, ört vaxandi
bær í sögufrægu héraði, þar sem m.a. er
verið að endurnýja og byggja við eldri leik-
skóla.
Nánari upplýsingar gefa leikskólastjórar;
Helga, sími 95-35496 og Herdís, sími
95-35945.
Umsóknarfrestur er til 10. október nk.
Umsóknir berist undirrituðum á Bæjarskrif-
stofu, Faxatorgi 1, 550 Sauðárkróki.
Bæjarstjóri.
Sérfræðingur
Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði
að Keldum óskar eftir sérfræðingi til starfa
við verkefnin „erfðatækni fiska" og „erfða-
fræði ónæmiskerfis fiska“. Verkefnin eru
styrkt af Rannsóknasjóði Rannsóknarráðs
og Vísindasjóði til eins árs í senn. Krafist
er kunnáttu í erfðatækni og/eða sameinda-
erfðafræði. Nánari upplýsingar veitir Ólafur
S. Andrésson í síma 674769-118.
Umsóknir sendist fyrir 23. október til Til-
raunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði
að Keldum v/Vesturlandsveg, 112 Reykjavík.
Sölumaður -
rafmagnsvörur
Heildsala með rafmagnsefni leitar að starfs-
manni til að annast sölu á rafmagnsefni.
Starf: Sala á rafmagnsefni til húsbygginga.
Hæfileikar: Þekking á verktakastarfsemi og
byggingavinnu.
Traustvekjandi framkoma og frumkvæði við
efnissölu. Nokkur tungumálakunnátta.
Umsóknum skal skila til afgreiðslu Mbl.
merktum: „Rafmagnsefni - 15713“ fyrir 6.
október nk.
S T E I K H Ú S
Framreiðslunemar og aðstoðarfólk óskast í sal.
Upplýsingar eru veittar á staðnum, Baróns-
stíg 11 a, milli kl. 15 og 17 mánudaginn
3. október 1994.
Aðalgjaldkeri
Við embætti sýslumannsins á Patreksfirði
er laus til umsóknar staða aðalgjaldkera.
Að svo stöddu er um að ræða afleysingar í
13 mánuði og við það miðað að störf hefjist
eigi síðar en 1. nóvember 1994.
Starfsumsóknir ásamt upplýsingum um fyrri
störf skulu berast fyrir 10. október 1994.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði,
27. september 1994.
Barnagæsla
Óskum að ráða barngóða „ömmu“ til að
gæta drengjanna okkar sem eru á aldrinum
5 og 8 ára frá kl. 8-13 fimm daga vikunnar.
Einnig er um létt heimilisstörf að ræða.
Æskilegt er að viðkomandi hafi yfir bíl að
ráða.
Upplýsingar um umsækjanda sendist til af-
greiðslu Mbl. merktar: „Reyklaus - 10767“.
Atvinna
Vegagerðin óskar eftir að ráða bifvélavirkja
eða vélvirkja á vélaverkstæðið á Reyðarfirði.
Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf
berist til skrifstofu Vegagerðarinnar á Búðar-
eyri 13, 730 Reyðarfirði, eða Borgartúni 5,
105 Reykjavík fyrir 12. október 1994.
Upplýsingar veittar í síma 97-41171 (Her-
bert), eða 91-631562 (Ásgeir).