Morgunblaðið - 02.10.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.10.1994, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bestu myndirnar í samkeppni World Press Photo sýndar í Kringlunni Full ástæða fyrir Islendinga að taka þátt SÝNING á verðlaunamyndum í samkeppni World Press Photo var opnuð í Kringlunni í gær. Til þessa hafa verðlaunamyndirnar hangið uppi í Listasafni ASÍ ár hvert, eða frá 1984, en í fyrra var afráðið að halda hana í Kringlunni. Kari Lundelin einn af stjórnendum World Press Photo segir Kringluna ákjósanlegan stað þar sem þangað komi fjöldi manns og margir stoppi til þess að skoða. Þannig nái myndirnar til fleiri en þeirra sem hugsanlega myndu gera sér sér- staka skoðunarferð í sýningarsal. Við opnunina kom fram að stefnt væri að því að efla þátttöku íslenskra ljósmyndara í samkeppn- inni og segja aðstandendur hennar fulla ástæðu til því fleira sé mynd- efni en stríðshörmungar og slys. Að sýningunni standa Kringlan, Hans Petersen og DV en hún er þekktasta samkeppni í heiminum á sviði fréttaljósmyndunar. Alls bárust 22.775 myndir 2.439 fréttaljósmyndara frá 93 löndum til keppni og var mynd Larrys Towells af drengjum með trébyss- ur á Gazasvæðinu vaiin fréttaljós- mynd ársins. En að mati alþjóðlegrar dóm- •mm. AÐSTANDENDUR World Press Photo skoða mynd ársins að mati barna. Páll Stefánsson auglýs- inga- og sölustjóri DV, Kari Lundelin einn stjórnenda World Press Photo, Hildur Petersen fram- kvæmdastjóri Hans Petersen og Einar I. Halldórsson framkvæmdasljóri Kringlunnar. - MYND árs- ins að mati alþjóðlegrar dómnefndar níu barna. nefndar níu barna á aldrinum 11-13 ára var mynd ársins svart- hvít ljósmynd af litlum dreng að safna rusli. Situr hann í tröllvöxn- um ruslahaug á Filippseyjum, sem hýsir 3.500 ijölskyldur og gjarnan gengur undir heitinu Reykjafell, eða „Smokey Mountain". Völdu börnin úr 300 myndum sem flokk- aðar höfðu verið niður eftir við- fangsefnum; daglegt líf, íþróttir, náttúrulíf og markverðar fréttir. Til þessa hafa íslenskir ljós- myndarar og starfsbræður þeirra frá Norðurlöndunum ekki tekið mikinn þátt í samkeppninni og sagði Kari Lundelin að íslenskir ljósmyndarar svöruðu því gjarnan til að hérna gerðist ekkert nógu merkilegt sem hægt væri að mynda og senda í samkeppnina. Þetta kvað Lundelin misskilning því landið og búskaparhættir, svo dæmi væru tekin, byðu upp á óþijótandi uppsprettu myndefnis. Nefndi hann sem dæmi að íslensk landslagsmynd hefði eitt sinn fengið tilnefningu en ljósmyndar- inn hefði hins vegar verið þýskur. Sýningin stendurtil 15. október. R AD AUGL YSINGAR Lundaball Félag Vestmanneyinga á Suðurnesjum heldur hið árlega Lundaball í félagsheimilinu Festi, Grindavík, laugardaginn 8. okt. nk. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur fyrir dansi. Upplýsingar hjá eftirtöldum aðilum: Bíbí sími 92-27260, Brynja sími 92-27177, Hebbs sími, 92-68294, Jón sími 92-11452, Erla sími 92-13167, Eiríkur sími 91-667358. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Úgerðarmenn línuskipa athugið Eigum til sölu beitningavélasamstæðu frá Mustad í fyrsta flokks ástandi á frábæru verði. Samstæðan er notuð en vandlega uppgerð og yfirfarin. Verðið á niðursettri samstæðu gæti verið ca 5.0 millj. Atlas hf., Borgatúni 24, 105 Reykjavík, sími 621155, fax 616894. Athugið - athugið Hrannast bókhaldið ófrágengið upp? Vantar þig mann sem merkir og færir bókhald þ.m.t. launabókhald, gerir VSK skýrsluna, vinnur fjárhagsáætlanir o.fl.? Ef svo er, þá er ég rétti maðurinn. Hafirðu áhuga leggðu nafn og síma inn á afgreiðslu Mbl. merkt: „Þjónusta - 15711“ fyrir 10. október. Sma auglýsmgar I.O.O.F. 10 = 17^1038 = □ GIMLI 5994100319 I Fjhst. I.O.O.F. 3 = 1761038 = F.L. □ HELGAFELL 5994100319 IVA/ §Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Flóamarkaöur hjá Hjálpræðis- hernum, Kirkjustræti 2, þriðju- dag 4. október og miðvikudag 5. október frá kl. 10-18. Komið og gerið góð kaup. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. Félag austfirskra kvenna Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn mánudaginn 3, október kl. 20.00 á Hallveigarstöðum. Myndasýning úr sumarferðalag- inu. Frá Sálar- rannsókna- félagi íslands Breski miðillinn Dorothy Toole verður með einkafundi hjá félaginu 3.-22. október. Hún er mjög góður sambands- og sannanamiðill og notast einnig við blóm og lita- borða í einkafundum sínum. Hún býður einnig uppá heilun og mun vera með skyggnilýsingafund fljótlega. Bókanir í símum 18130 og 618130. Stjórnin. VEGURINN rtv <1 n v Knstið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Á sunnudag: Morgunsamkoma kl. 11.00. Brotning brauðsins. Kvöldsam- koma kl. 20.00, Eiöur H. Einars- son prédikar. Allir velkomnir. „Drottinn Guð er styrkur minn!“ Hab. 3.19. Ungt fólk með hlutverk lýÍSt YWAM - island Samkoma í Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20.30. Halldóra Ólafs- dóttir prédikar. Mikill söngur, lofgjörð og fyrirbaenir. „Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta menn- irnir gert mér?''. Heb. 13:6. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma og sunnu- dagaskóli kl. 11.00. Allir velkomnir! Sjónvarpsút- sending á OMEGA kl. 16.30. Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guðmundsson, miðill, heldur skyggnilýsingafund mið- vikudaginn 5. október 1994 kl. 20.30 í Akoges-salnum, Sigtúni 3. Húsið opnað kl. 19.30. Miðar seldir við innganginn. JL Nýja . \ / postulakirkjan, Vv\ \// Islandi, l ér Ármúla 23, 108 Reykjavík Guðsþjónusta sunnudag kl. 11.00. Ritningarorð: „Það er vilji Guðs að þér verðið heilagir". (1. Þess. 4.3). Peter Tage, safnaðarprestur þjónar. Verið hjartanlega velkomin! Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður Hafliöi Kristinsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Andý Arbuthnot frá Englandi. Barnagæsla. Allir hjartanlega velkomnir. Fjölskyldusamkoma kl. 11. Sven og Ragnheiður stjórna og tala. Hjálpræðissamkoma kl. 20. Sven Fosse talar. Mánudag kl. 16 heimilasamband. Anna Guðrún Jónsdóttir talar. Allir velkomnir. fomhjólp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Dorkas-konur sjá um sam- komuna með fjölbreyttum söng og vitnisburðum. Stjórnandi er Ásta Jónsdóttir. Kaffi aö lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Aðalstöðvarl KFUMog KFUK Holtavegi 28 Gott líf með Guði. Lokasam- koma í samkomuröðinni. ( dag kl. 16.30 er samkoma fyrir alla. Ræðumaður er Ragnar Gunn- arsson. Barnagæsla og barna- stundir á sama tíma. Við von- umst til sð sjá þig í dag. AuMnvtika 2 • Kópayoaur Sunnudagur: Almenn sámkoma í dag kl. 16.30. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Hver laug þessu að þér? Námskeið fyrir blekkta og svekkta. Lífefli - gestalt. Sátfræðiþjónusta, Gunnars Gunnarss., simi 641803. Svölurnar halda félagsfund í Síðumúla 25 (ath. breyttan fundarstað) þriðjudaginn 4. október kl. 19.30. Pökkun jólakorta. Kaffi- veitingar. Mætum allar. Stjórnin. Hallveígarstig 1 • sími 614330 Dagsferð sunnudag 2. okt. kl. 10.30 Lýðveldisgangan árið 1984. Brottför með rútu frá Ingólfs- torgi. Verð kr. 1600/1800. Myndakvöld 6. okt. Á þessu fyrsta myndakvöldi vetrarins verða sýndar myndir frá tveimur sumarleyfisferðum, bakpokaferð frá Hvítanesi að Hveravöllum og ferð um Fjalla- baksleið syðri. Sýningin hefst kl. 20.30 í Fóstbræðraheimilinu við Langholtsveg og að venju mun kaffinefnd sjá um glæsilegt kaffi- hlaðborð. Ferðir um næstu helgi 8.-9. október: Fimmvörðuháls og haustlitaferð í Bása. Sunnudaginn 9. okt. kl. 10.30: Dagsferð um Hengilssvæðið. Útivist. Kristniboðsfélag karla, Reykjavík Fundur verður í Kristniboðssaln- um, Háaleitisbraut 58-60, mánu- dagskvöldið 3. október kl. 20.30. Skúli Svavarsson hefur Biblíu- lestur. Allir karlmenn velkomnir. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 68253 =• Sunnudagsferðir 2. okt. 1. Kl. 10.30 Selvogsgata, göm- ul þjóðleið. Gengið um Grinda- skörð niður í Selvog. Mjög góð og skemmtileg gönguleið sem allir ættu að kynnast. Verð l. 200,- kr. 2. Kl. 13.00 Selatangar, fjöl- skylduferð. Gömul verstöð miðja vegu milli Grindavíkur og Krýsuvíkur. Margt að skoða m.a. fornminjar er minna á útræði fyrri tíma, refagildrur og sér- stæðar klettamyndanir. Verð aðeins 1.000 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, austanmegin, og Ferðafélags- húsinu, Mörkinni 6. Einnig stansað v/kirkjugarð, Hafnar- firöi. Helgarferðir næstu helgar 7.-9. sept.: 1. Haustlitaferð i Núpsstaðar- skóga. 2. Hrafntinnusker - Laugar (fyrsta helgarferð í nýja skálann). Sunnudagsferðir 9. október: Kl. 10.30 Kálfstindar - Kálfsgil. Kl. 13.00 Þingvellirfhaustlitum: Hrauntún - Skógarkot. Gerist félagar og elgnist árbók- ina glæsilegu „Ystu strandir norðan Djúps". Nánari uppl. á skrifst., Mörkinni 6. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.