Morgunblaðið - 02.10.1994, Side 24
24 B SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ísland
er landið
EINS og sjá má er aðstreymi fólks nokkurt í Tónlistarhúsið.
FRÁ opnun íslenzku menningardaganna í Árósum. Borgarstjóri
Árósa, Thorkild Simonsen, og Ólafur G. Einarsson.
ÞEGAR þetta er skrifað eru íslenzk-
ir menningardagar á suðupunkti í
Árósum, en þeir hófust mánudaginn
26. september og lýkur sunnudag-
inn 2. október.
Norræna húsið hefur veg og
vanda af framtakinu, sem á að
minna borgarbúa á 50 ára lýðveldis-
afmæli íslendinga, og er myndar-
lega að verki staðið, því að flestar
listgreinar eru kynntar. Leikhús,
myndlist, byggingarlist, tónlist,
kvikmyndalist, bókmenntir, list-
hönnun, — og jafnvel matarlist er
sett á stall. Auk þess eru ýmsir
aðrir dagskrárliðir í gangi, sem
ekki heyra beinlínis undir listir, öllu
frekar mannleg samskipti.
Og eins og Danir orða það, má
heyra, nema og jafnvel bragða ís-
lenzka listmenningu vikuna út.
Haft var og á orði í dagblöðum, að
listhúsið Profílen hafí þjófstartað
með því að opna sýningu fjögurra
málara og þriggja grafíklistamanna
laugardaginn 24. september, og
má það kannski til sanns vegar
færa, en fyrir vikið var skammtur-'
inn ekki eins stór_og yfirþyrmandi
opnunardaginn.
Á mánudeginum var mikið um
að vera í ráðhúsi borgarinnar, en
þá var menningarveizlan formlega
opnuð með sýningunni „Gullaldar-
listamennirnir" eins og það er orðað
í kynningarskrá, ennfremur sögu-
sýning í máli og myndum og sýnis-
hornum af íslenzka þjóðbúningnum.
Frumlega var staðið að fram-
kvæmdinni, á þann veg að á tröppu-
pallinum fyrir framan húsið, tóku
á móti gestum fjórir íslenzkir gæð-
ingar og uppábúnir knapar með ís-
lenzka fánann á lofti, og var það
skemmtileg og uppörvandi sjón.
Forstjóri Norræna hússins, K.
Torben Rasmussen, var fyrsti ræðu-
maður og var mál manna að hann
hafí talað á dönsku gullaldarmáli.
Borgarstjórinn Thorkild Simonsen
tók næstur til máls, og þarnæst
voru hátíðahöldin formlega opnuð
af menntamálaráðherra Ólafí G.
Einarssyni. Seinna um kvöldið voru
svo sérstakir opnunartónleikar í
Tónlistarhúsinu, þar sem Erling
Blöndal Bengtson lék á selló við
undirleik Ninu Kavtaradze, og á
eftir íslenzkur veizlumatur.
Rýninn hefur lengi langað til að
kynnast slíkum menningarhátíðum
íslendinga í útlandinu í sjón og
raun, og sá sér leik á borði er hann
millilenti \ Kaupmannahöfn á Ieið
V2
ísland
E R t A N D E T
FORSÍÐA kynningarrits um
menningardagana.
heim frá Kína, — framlengdi dvöl-
inni um nokkra daga og brá sér til
Árósa.
Að sjálfsögðu lagði hann áherslu
á að kynna sér myndlistina og skoða
sig um í borginni, þar sem svo
margt er að sjá af perlum danskrar
byggingarlistar, og væntanlega
munu svo réttir aðilar greina frá
öðrum dagskrárliðum. Sé hægt að
nota skilgreininguna þjófstart, sem
í þessu tilviki var að sjálfsögðu
danskur húmor, má minna á að
staðið hefur yfir sýning á íslenzkri
byggingarlist í Arkitektaskólanum
frá 3. september. Um er að ræða
yfirlit frá 17. öld til dagsins í dag,
og er hún í senn skilvirk og vel
fyrir komið. Hins vegar var dálítið
erfítt að fínna sýningarrýmið, sem
var bakatil í byggingunni, og leiðin
þangað í engu merkt, sem er
óvenjulegt í þessari borg þar sem
maður var hvarvetna að rekast á
skilti er vísuðu veginn til hinna
aðskiljanlegustu safna. Kom ég þar
á sunnudagseftirmiðdegi í fýlgd
Hrafnhildar Schram listsögufræð-
ings, og við lá að við héldum að
lokað væri daginn þann er við loks
fundum réttu leiðina. Dvöldum í
drjúga stund á staðnum, enda sýn-
ingin vel þess virði, en tókum vel
eftir því að við vorum allan tímann
alein í salarkynnunum, og vorum
svo nokkra stund að kalla á vett-
vang starfsmann er gat útvegað
okkur sýningarskrána, sem eins og
allt við framkvæmdina var vel úr
garði gerð, þó kápumyndin væri
nokkuð fráhrindandi. Eðlilega
fahnst okkur sýningin þó verð-
skulda meiri aðsókn, betri kynningu
og umfram allt skilmerkilega veg-
vísa á staðinn.
Eigendur listhússins Profilen,
sem eru tveir menn á besta aldri,
virðast hafa dijúgan áhuga á að
kynna íslenzka myndlist, og þætti
mér eðlilegt að réttir aðilar komi á
móts við þá, því ekki er of mikið
um slíkan áhuga í útlandinu. Hins
vegar er brýn nauðsyn til að kynna
sem flestar hliðar íslenzkrar mynd-
listar á erlendum vettvangi. Þeir
félagar gerðu sér ferð til landsins
á sl. ári til að kynna sér íslenzka
myndlist af sjón og raun.
Hin rúmgóðu og ágætu húsa-
kynni voru prýdd málverkum þeirra
Svavars Guðnasonar, Þorvaldar
Skúlasonar, Tryggva Ólafssonar,
Jóns Reykdals og Braga Ásgeirs-
sonar, ásamt grafík eftir Hafdísi
Ólafsdóttur, Margréti Birgisdóttur
og Ragnhildi Ragnarsdóttur. Sýn-
ingin var vel sett upp, en hins veg-
ar var sýningarskráin vægast sagt
hin búralegasta, og minnti á prent-
verk í Austur-Evrópu á árum áður.
Aðalframkvæmdin var að sjálf-
sögðu sýning gullaldarlistamann-
anna í Ráðhúsinu, sem samanstóð
af málverkum þeirra Jóns Stefáns-
sonar, Kjarvals, Þorvaldar Skúla-
sonar, Nínu Tryggvadóttur og Júlí-
önu Sveinsdóttur, ásamt högg-
myndum eftir Einar Jónsson. Mynd-
verkin voru vel valin, og íslenzku
stuðlabergssúlurnar í salnum lyftu
upp stemmningunni. Hins vegar
réðu menn ekki við hluta af innra
skipulagi sýningarinnar, sem gerði
það að verkum að helmingur mál-
verkanna naut sin ekki sem skyldi,
þannig að fæstir gestanna við opn-
unina vissu af þeim, og hætta er á
að þau fari fram hjá þorra manna.
En þetta var skipulag gestgjafanna
og því varð ekki hnikað með jafn
litlum fyrirvara.
Hins vegar naut sögusýningin,
sem var í sama sal og byggðist
mest á ljósmyndum, sín mun betur,
og það er trúa mín að hún muni
vekja sýnu mesta athygli enda um
viðamikinn fróðleik að ræða, sem
trúa mín er að forvitni veki hjá
mörgum. Einkum held ég að mynd-
irnar frá hernámsárunum muni
vekja athygli, því að þetta er sá
hluti íslenzkrar nútímasögu sem ég
hygg að útlendir þekki minnst, en
þyki mjög forvitnilegur. Undarlegt
hve landinn hefur verið tregur að
kynna þetta tímaskeið, sem olli án
efa mestu hvörfum í íslenzku þjóð-
félagi frá upphafi byggðar.
í Tónlistarhúsinu er sýning á
nútíma íslenzkri listhönnun, sem
áður var uppi í safninu í Sönder-
borgarhöll. Að henni er mjög vel
staðið og sýningarskráin framúr-
skarandi handhæg og skilvirk, þótt
æskilegt hefði auðvitað verið að
myndimar af verkunum hefðu verið
í lit. Sýningin undirstrikar uppgang
íslenzkrar listhönnunar á undan-
gengnum árum, og hér er skiptir
miklu að við höldu vöku okkar og
styðjum við bakið á listafólkinu með
því að kynna verk þess sem víðast.
Hárrétt er almennt staðið að
kynningu íslenzkrar listhönnunar
með því að senda jafnan fagmann
á staðinn til að fylgjast með uppsetn-
ingu gripanna, og auðvitað má alls
ekki senda neinar mikilsháttar list-
sýningar úr landi án þess að slíkir
fylgi þeim eftir og hafí úrslitavald
um uppsetningu þeirra. Og eins og
í beinu framhaldi af listhönnunar-
sýningunni var kynning Danska
bankans gegnt ráðhúsinu á framúr-
skarandi glerlist þeirra Sigrúnar Ó.
Einarsdóttur og Sören S. Larsens.
Tónlistarhúsið er mikil og glæsi-
leg bygging, og hefur verið svo vel
rekið að hagnaður er á viðamikilli
starfseminni, og upp er að rísa við-
bótarbygging við það. Hér er um
fjölnota menningarhöíl að ræða.
Eins og fram hefur komið, var
íslenzk listsýning __ í smáborginni
Brovst í nágrenni Álaborgar á Jót-
landi fýrr í sumar, og var hún flutt
til Árósa í tilefni hátíðarinnar, og
er til húsa í AMC-byggingunni við
höfnina.
Sýningin í Brovst fékk mjög upp-
örvandi dóma í dagblöðunum, í senn
héraðsblöðum sem Jyllands Posten,
svo og blöðum í Álaborg. Mun það
vafalaust hafa komið ýmsum sýn-
endum á óvart, því þeim þótti upp-
setning sýningarinnar frekar slök.
Ekki sá ég sýninguna þar, en mér
fannst uppsetning hennar í Árósum
þunglamaleg og húsnæðið erfitt til
sýningahalds. Eins og fram hefur
komið eru sýnendur Baltasar,
ásamt þeim Dröfn Friðfínnsdóttur,
Karólínu Lárusdóttur, Guðbjörgu
Lind, Helgu Magnúsdóttur, Krist-
jönu Samper, Björgu Þorsteinsdótt-
ur og Söru Vilbergsdóttur.
Loks er sýning á íslenzkri nú-
tímagrafík í bókasafninu í Aby, sem
er í einu úthverfi borgarinnar og
átti hún að vera þverskurður af
afmælissýningu félagsins í Nor-
ræna húsinu fyrr á árinu. Er til kom
var sérstaklega valið á hana, og
virðist minni áhugi hafa verið á
þátttöku vegna þess að myndirnar
skyldu afhentar innrammaðar.
Geldur hún þess og einkum fyrir
fjölskrúðuga flóru innrömmunar,
sem gerir hana sundurlausari en
ella. Rauðir múrsteinsveggir hins
fallega bókasafns eru heldur ekki
ákjósanlegasti kostur fyrir slíka
sýningu og myndir á skilrúmum
njóta sín ólíkt betur.
Hér hefur einungis verið greint
lítillega frá einstökum listviðburð-
um, en ég mun koma nánar inn á
þann vettvang sem nefnist „List-
kynningar í útlöndum“ í Sjón-
menntavettvangi innan tíðar.
Bragi Ásgeirsson
Kuldaskór - frábært verð
Skóverslun Kópavogs Sunli
Stærö: 31-41.
Loöfóöraöir.
Litir: Svartir,
brúnir, dökkgrænir.
stsendum samdægurs
Drengjakór Laugarneskirkju
Undirbúningsdeild kórsins auglýsir eftir duglegum
drengjum á aldrinum 8-10 ára.
Boðið er upp á kennslu í söng, raddþjálfun og
tónfræði. Kennt erápriðjudögum frá kl. 17.30-18.30.
Með Drengjakórnum starfar öflugt foreldrafélag.
Getum einnig bætt við drengjum 10—13 ára í altrödd
Drengjakórsins.
Áhugasamir hringi í síma 641380 (Friðrik)
eða í Laugarneskirkju, sími 889422.