Morgunblaðið - 04.10.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.10.1994, Qupperneq 1
64 SÍÐUR B 225. TBL. 82. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þróunarríki og iðnríki deila hart á IMF-fundi í Madrid Mikil aðstoð við Rússland araarnrýnd Madrid. Reuter. ^ WS ÞRÓUNARRÍKIN stóðu upp í hárinu á ríku iðnþjóðunum í fyrsta sinn í manna minnum á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, í Madrid um helg- ina. Var tekist á um áætlun sjóðsins um mikla aðstoð við Rússland og önnur fyrrverandi sovétlýðveldi en þróunarríkin eru óánægð með þá miklu athygli, sem kommónistaríkin fyrrverandi njóta hjá helstu íðnríkjunum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er 50 ára um þessar mundir og hafði verið búist við, að fundurinn í Madrid yrði aðallega eins konar afmælisfagnað- ur. Það kom því á óvart þegar fulltrú- ar þróunarríkjanna snerust gegn iðn- ríkjunum. Iðnríkin, sem eru að reyna að koma böndum á fjárlagahallann hjá sér, vilja, að Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn auki aðstoðina við ríkin í aust- urvegi í gegnum sérstakan kerfis- breytingasjóð en tii þess þarf sam- þykki 85% fulltrúanna. Áhyggjur iðnríkja Þróunarríkin snerust hins vegar gegn þessu og settu sem skilyrði, að sjóðurinn yki íjárstreymi til allra aðildarlandanna, þar á meðal þeirra sjálfra. Vildu þau, að sjóðurinn léti af hendi rakna 50 milljarða dollara í sérstökum dráttarréttindum en þau eru nokkurs konar gjaldmiðill hans. Segja má, að með þeim búi hann tii peninga úr loftinu einu saman. Iðnríkin hafa áhyggjur af seðla- prentun af þessu tagi og tóku því tillöguna ekki í mái. Niðurstaðan varð svo sú, að enginn fékk það, sem hann vildi, heldur var ákveðið að auka fastalán sjóðsins en þau fá ríki, sem beita sér fyrir umbótum í efna- hagslífinu. Deilan milli þróunarríkjanna og iðnríkjanna snýst líka um framtíð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en sum þau fyrrnefndu viija að hann þróist upp í eins konar alheimsseðlabanka, sem búi til peninga með sérstökum drátt- arréttindum til að örva efnahagslífið. Reuter Myndir af Estoniu á hafsbotni Læsingar á stefnishluta brugðust Turku. Reuter. MYNDIR sem teknar voru af flaki fetjunnar Estoniu síðla á sunnudag, sýna að stefnishluti skipsins hefur losnað af. Á blaðamannafundi í gær sagði nefnd sem rannsakar slysið að við það hefði sjór flætt inn í skipið og sökkt því. Læsingar á stefnishluta hefðu bilað og um eins metra op væri á milli efri brúnar innri hlera og falsins sem sjór hefði flætt inn um. Eigendur skipafélagsins Estline, sem gerði út Estoniu, létu í gær í ljós efasemdir sínar um hönnun skipsins er þeir tilkynntu að stafn- hlerar Vironiu, feijunnar sem tæki við hiutverki Estoniu, yrðu soðnir aftur. Sagði útgerðin, að ákvörðun- in hefði verið tekin í framhaldi af slysinu og öðrum óhöppum sem orðið hefðu á sænskum og finnskum feijum á Eystrasalti. Þriðji vélstjóri Estoniu, sem lifði slysið af, kvaðst í gær hafa heyrt þung högg í skipinu áður en það sökk, hljóð líkt og þegar öldur skyllu á því. Þessi hljóð hefðu hins vegar skekið allt skipið og verið undarleg. Fram kom hjá rannsóknarnefnd- inni, að stefnishlutinn, sem lyft er í höfn, hefði ekki fundist enn. Fyrirtækið Silja Line rekur feijur er sigla.á milli Helsinki og Stoíck- hólms. Ákveðið var í gær að sjóða aftur stafnhlera feijanna. ■ Ómsjármyndir af flaki /19 Forsetakjör í Brasilíu Ráðist til atlögu gegn haítískum lögreglumönnum Öryggisráðgjafi Cedras í bandarískri vörslu ÞING- og forsetakosningar voru í Brasilíu í gær og benti allt til, að markaðshyggjumaðurinn Fernando Henrique Cardoso yrði næsti forseti. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun naut Cardoso fylgis 46% kjósenda en næstur honum kom vinstrisinn- aður öldungadeildarþingmaður, Luiz Ignacio Lula da Silva, með 22%. Cardoso er þjóðfélagsfræð- ingur að mennt og var í útlegð þegar herforingjar fóru með völd í landinu en þótti standa sig afburða vel í embætti efna- hagsmálaráðherra fyrr á árinu. Hann var einn af forystumönn- um Jafnaðarmannaflokksins þegar hann var stofnaður 1988 en þykir hafa færst nær miðju stjórnmálanna síðan; varafor- setaefni hans er úr hægriflokki. Á myndinni eru stuðningsmenn Lula í Sao Paulo vongóðir og kátir í gær þrátt fyrir skoðana- kannanirnar. Poi*t-au-Prince, New York. Reuter. BANDARÍSKIR hermenn réðust í gær inn í höfuðstöðvar helstu hreyf- ingat' stuðningsmanna herforingja- stjórnarinnar á Haítí. Bandaríkja- menn handtóku fyrr um daginn Romeo Haloun, öryggismálaráð- gjafa Raouls Cedras, leiðtoga herfor- ingjastjórnarinnar, og hann var fluttur í bandarískt herskip við strönd landsins. Aðgerðirnar eru lið- ur í heitum aðgerðum Bandaríkja- manna til að afstýra mannskæðum átökum áður en Jean-Bertrand Ar- ist.ide, útlægur forseti, snýr aftur til Haítí. Ekkert mannfall varð í árásinni á höfuðstöðvarnar. Hermennirnir voru vopnaðir vélbyssum og beittu skrið- drekum í árásinni. Þeii' afvopnuðu níu haítíska lögreglumenn sem voru sendir á vettvang og þyrlur flugu yfir svæðinu. Óbreyttir borgarar, sem fylgdust með atburðinum, fögn- uðu ákaft aðgerðum Bandaríkja- mannanna. Um 40 manns munu hafa verið handteknir og mikið af vopnum og fíkniefnum gerð upptæk í aðgerðum á íjórum stöðum í Poit-au-Prince. Alls telja Bandaríkjamenn sig nú hafa komist yfir 4.000 af á að giska 30.000 skotvopnum í eigu einstakl- inga á Haítí með því að bjóða 50 Bandaríkjadollara, tæplega 3.500 krónur, fyrir hveija byssu. „Helstu þorparar" Romeo Haloun er bandarískur rík- isborgari af haítískum ættum og hefur stjórnað sérsveit hermanna sem ætlað er að vernda Cedras. Bandarískur embættismaður í Port- au-Prince sagði að Haloun kynni að verða frámseldur til Bandaríkjanna. Hann hefði fyrirskipað sveit sinni að afvopna embættismann banda- rísku fíkniefnalögreglunnar á Haítí og liðsmenn hans hefðu einnig lagt hendur á kanadískan embættis- mann. Margir stuðningsmenn Aristides fóru aftur í felur í gær eftir handtök- una af ótta við að vopnaðir liðsmenn herforingjastjórnarinnai' myndu leita þá uppi. „Þessir menn svífast einskis. Þeir eru til alls líklegir," sagði atkvæðamikill stuðningsmaður Aristides áður en hann flúði frá heimili sínu. Hugh Shelton, yfirmað- ur bandarísku hersveitanna á Haítí, Reuter BANDARÍKJAHERMAÐUR rekur á undan sér haítískan lögreglumann í handjárnum. sagði að bandaríski herinn hefði handtekið fjóra af „helstu þorpur- um“ landsins undanfarna fjóra daga. Bandarískui' hermaður varð fyrir byssuskoti í bardaga í bænum Les Cayes í suðurliluta landsins í fyrri- nótt. Maðurinn er ekki í lífshættu, en þetta er í fyrsta sinn sem banda- rískur hermaður særist í skotbar- daga á Haítí eftir að liðið kom á vettvang.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.