Morgunblaðið - 04.10.1994, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Jóhanna Sigurðardóttir leggur fram frumvörp um skattamál
Forsætisráðherra telur
samþykkt krata gallaða
Vill stofna
skattadómstól
JÓHANNA Sigurðardóttir hefur lagt fram nokkur lagafrumvörp á
Alþingi sem miða að því að auka eftirlit og herða viðurlög við
skattsvikum. Þar á meðal leggur Jóhanna til að stofnaður verði
sérstakur héraðsdómur í skatta- og bókhaldsmálum.
Stefnu-
ræða flutt
í kvöld
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
flytur stefnuræðu sína á Alþingi
í kvöld klukkan 20.30. Ræðunni
og umræðum um hana verður
sjónvarpað og útvarpað í Ríkisút-
varpinu.
Forsætisráðherra hefur 30 mín-
útur til að flytja ræðu sína. Þing-
flokkarnir hafa 20 mínútur hver
til umráða í fyrri umferð umræðna
um stefnuræðuna en 10 mínútur
í þeirri síðari. Jóhanna Sigurðar-
dóttir, sem er utan þingflokka, fær
15 mínútra ræðutíma á milli um-
ferðanna tveggja.
Ekki lá fyrir í gærkvöldi hveijir
yrðu fulltrúar stjómmálaflokk-
anna í umræðunum eða í hvaða
röð þeir flyttu ræður sínar.
Samkvæmt frumvörpum Jóhönnu
skulu mál sem skattrannsóknar-
stjóri tekur til rannsóknar sæta
meðferð opinberra mála. Heimilt
verði að sekta þann sem skýrir af
ásetningi eða af hirðuleysi villandi
frá einhveiju sem skiptir máli varð-
andi tekjuskatt, eignarskatt eða
virðisaukaskattskýrslu. Sektirnar
verði frá þrefaldri til tífaldrar þeirr-
ar upphæðar sem skipta máli.
Einnig er í frumvörpunum gert
ráð fyrir að sekta megi þá sem
gefa rangar upplýsingar um skatt-
framtöl eða virðisaukaskattskýrslur
annarra. Þessar sektir verði frá tvö-
faldri til fjórfaldrar þeirrar upphæð-
ar sem máli skiptir, þó aldrei lægri
en ein milljón.
Jóhanna leggur einnig fram þing-
sályktunartillögu um að nefnd end-
urskoði viðmiðunarreglur um reikn-
að endurgjald vegna eigin atvinnu-
reksturs eða sjálfstæðrar starfsemi.
í greinargerð tekur Jóhanna undir
það sjónarmið, sem fram kom í
skattsvikaskýrslunni svonefndu á
síðasta ári, að ótækt sé með öllu
að viðmiðunarreglur þær sem not-
aðar hafi verið séu mun lægri en
meðallaun launþega í sömu starfs-
greinum.
Morgunblaðið/Kristinn
JÓHANNA Sigurðardóttir, sem nú er utan flokka, hlýðir á um-
ræður á þingi í gær ásamt Svavari Gestssyni, Alþýðubandalagi.
Ráðherrar hafa 83,7
millj. ráðstöfunarfé
RÁÐHERRAR ríkisstjórnarinnar hafa samtals 83,7 milljónir króna í
ráðstöfunarfé samkvæmt fjárlagafrumvarpi 1995. Hveiju ráðuneyti er
úthlutað ákveðinni upphæð sem ráðherra ráðstafar hveiju sinni, til ein-
staklinga, samtaka og heimila. Upphæðin er óbreytt frá núgildandi fjár-
lögum. Þá hefur ríkisstjórnin 100 milljónir króna til slíkrar ráðstöfunar
í fjárlagafrumvarpi 1995 og er það sama upphæð og í ár.
Upphæð ráðstöfunarfjár ráð- ráðherra, 6 milljónir, Davíð Odds-
herra er misjöfn eftir stærð og son, forsætisráðherra, Jón Baldvin
umfangi ráðuneytanna. Hæsta
upphæðin er hjá menntamálaráð-
herra, sem hefur 18 milljónir
króna til ráðstöfunar. Ráðherra
dóms- og kirkjumála, heilbrigðis-
og tryggingamála og iðnaðar hafa
8 milljónir hver yfir að ráða. Sex
milljónir eru til ráðstöfunar hjá
ráðherrum landbúnaðar og fjár-
mála. Forsætisráðherra, utanríkis-
ráðherra, félagsmálaráðherra og
samgönguráðherra hafa 5 milljón-
ir hver, umhverfisráðherra 3,7 og
sjávarútvegs- og viðskiptaráð-
herra 3 milljónir hver.
Sighvatur hefur yfir 19
milljónum að ráða
Hannibalsson utanríkisráðherra
og Guðmundur Árni Stefánsson
félagsmálaráðherra 5 milljónir
hver og lestina rekur Össur Skarp-
héðinsson, umhverfisráðherra,
sem getur tekið ákvörðun um fjár-
veitingar til einstaklinga, samtaka
og heimila fyrir samtals 3,7 millj-
ónir króna.
Ráðstöfunarfé einstakra ráðherra
skv. Frumvarpi til fjárlaga 1995
Sighvatur Björgvinsson
Olafur G. Einarsson
Halldór Blöndal
Þorsteinn Pálsson
111
|11
6 Friðrik Sophusson
Davíð Oddson
Guðmundur Árni Stefánsson
Jón Baldvin Hannibalsson
3,7, Össur Skarphéðinsson
Alþingi tekur til starfa á ný eftir sumarleyfi
Salome endurkjörin
Þar sem ráðherrar fara gjarnan
með fleiri en eitt ráðuneyti skipt-
ist ráðstöfunarfé þeirra þannig:
Sighvatur Björgvinsson hefur
samtals 19 milljónir til ráðstöfunar
í ráðuneytum heilbrigðis- og
tryggingamáia og iðnaðar og við-
skipta. Olafur G. Einarsson hefur
18 milljónir í menntamálaráðu-
neytinu, Halldór Blöndal 11 millj-
ónir samtals í ráðuneytum land-
búnaðar og samgangna, Þorsteinn
Pálsson 11 milljónir í ráðuneytum
dóms- og kirkjumála og sjávarút-
vegs, Friðrik Sophusson, fjármála-
SALOME Þorkelsdóttir þingmaður
Sjálfstæðisflokks var endurkjörin
forseti Alþingis við upphaf þing-
fundar í gær með 43 atkvæðum en
11 þingmenn skiluðu auðu.
Valgerður Sverrisdóttir þing-
maður Framsóknarflokks var kjörin
1. varaforseti, Gunnlaugur Stefáns-
son þingmaður Alþýðuflokks 2.
varaforseti, Guðrún Helgadóttir
þingmaður Alþýðubandalags 3.
varaforseti, Sturla Böðvarsson
þingmaður Sjálfstæðisflokks 4.
varaforseti, Kristín Einarsdóttir
þingmaður Kvennalista 5. varafor-
seti og Pálmi Jónsson þingmaður
Sjálfstæðisflokks var kjörinn 6.
varaforseti. Þetta eru sömu menn
og gegndu þessum störfum á síð-
asta þingi.
Nýr formaður efnahags-
og viðskiptanefndar
Fastanefndir Alþingis verða að
mestu óbreyttar frá síðasta þingi.
Halldór Asgrímsson formaður
Framsóknarflokks hefur þó hætt
störfum bæði í efnahags- og við-
skiptanefnd þar sem hann var for-
maður á síðasta þingi, og í sjávarút-
vegsnefnd en tekur þess í stað sæti
í utanríkismálanefnd þar sem Stein-
grímur Hermannsson fyrrverandi
formaður flokksins átti áður sæti.
Finnur Ingólfsson tekur sæti Hall-
dórs í efnahags- og viðskiptanefnd
en Jóhannes Geir Sigurgeirsson
tekur við formennsku í nefndinni.
Ingibjörg Pálmadóttir tekur sæti
Halldórs í sjávarútvegsnefnd.
Þá tekur Guðrún. Halldórsdóttir
þingmaður Kvennalistans sæti Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur borg-
arstjóra í þeim nefndum sem hún
sat í á síðasta þingi. En Guðrún tók
í sumar við af Ingibjörgu Sólrúnu
sem þingmaður Kvennalistans.
Ekki
endanleg
afgreiðsla
FORSÆTISRÁÐHERRA telúr það
galla á niðurstöðu Alþýðuflokksins
varðandi málefni Guðmundar Árna
Stefánssonar, félagsmálaráðherra,
að málið skuli ekki afgreitt endan-
lega. Búast megi við að það skjóti
aftur upp kollinum þegar Ríkisend-
urskoðun hafi lokið við gerð skýrslu
sinnar.
Þetta kom fram í fréttum ríkis-
fjölmiðlanna á laugardagskvöld, en
Morgunblaðinu tókst ekki að ná
tali af Davíð Oddssyni, forsætisráð-
herra í gær. í fréttum Ríkissjón-
varpsins á laugardagskvöldið sagði
forsætisráðherra aðspurður hvað
hann teldi vera afgreiðslu á málinu:
Ekki ljóst hvað
Ríkisendurskoðun á að gera
„Ég hefði talið það niðurstöðu í
málinu ef Alþýðuflokkurinn hefði
komist að þeirri niðurstöðu að
greinargerð félagsmálaráðherrans
væri fullnægjandi og gæfi ekki til-
efni til neinna viðbragða af hálfu
þingflokksins varðandi ríkisstjórn-
arsetu hans eða þá hin ákvörðunin
að það væri hollara fyrir flokkinn,
félagsmálaráðherrann og ríkis-
stjórnina að hann viki úr henni
vegna þessara atburða sem þarna
hafa átt sér stað. Þetta hefði verið
niðurstaða og þá endanleg hvað
þetta mál varðar en nú er málinu
vísað til Ríkisendurskoðunar og mér
ekki alveg ljóst hvað Ríkisendur-
skoðun á að gera í málinu. Það er
dálítið flókið.“
Málinu haldið opnu
Síðar sagði forsætisráðherra
einnig: „Þetta finnst mér óþægilegt
að málinu skuli vera haldið opnu
um lengri tíma, ég held að það sé
vont fyrir félagsmálaráðherrann og
vont fyrir Alþýðuflokkinn ög vont
fyrir ríkisstjórnina að halda málinu
opnu með þessum hætti. Ég sagði
þetta við bæði utanríkisráðherrann
og félagsmálaráðherrann að ég teldi
þetta vera óþægilegt að flokkurinn
skyldi ekki komast að endanlegri
niðurstöðu í málinu."
-----» ♦ ♦---
Kosið til sveitarstjórna
á tveimur stöðum
Kjörsókn
var ágæt
KJÖRSÓKN var um 88% í tveimur
kosningum til sveitarstjórnar sem
fram fóru á laugardag í Stykkis-
hólmsbæ og á Hólmavík, en endur-
taka þurfti kosningarnar frá því í
vor vegna formgalla.
í Stykkishólmi fékk listi sjálf-
stæðismanna og óháðra 405 at-
kvæði og fjóra menn kjörna, B-listi
Framsóknarflokks fékk 193 at-
kvæði og tvo menn kjörna og H-
listi Vettvangs fékk 144 atkvæði
og einn mann kjörinn. Þetta eru
mjög svipuð úrslit og í kosningunum
í vor. Á kjörskrá yoru 820 manns
og greiddu 767 kjósendur atkvæði
eða 88,2%. Auðir seðlar voru 21
og fjórir ógildir.
Á Hólmavík voru 343 á kjörskrá
og greiddu 298 atkvæði. Atkvæði
féllu þannig að L-listi framfarasinn-
aðra borgara fékk 140 atkvæði og
þijá menn kjörna, H-listi almennra
borgara fékk 79 atkvæði og einn
mann kjörinn og N-listi framboðs
sjálfstæðismanna og óháðra 74 at-
kvæði og einn mann kjörinn. 5 seðl-
ar voru auðir og ógildir.
i
i
I
I
\
i
I
I
I