Morgunblaðið - 04.10.1994, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Dómsmálaráðherra:
P&S efast um að rými sé fyrir tvo aðila í rekstri GSM-kerfis
Auglýsa ætti eftir
fleiri rekstraraðilum
INNAN Pósts og síma gætir efa-
semda um að innlendi markaðurinn
rúmi tvo rekstraraðila að GSM-
símkerfi, að sögn Kristjáns Indr-
iðasonar, aðstoðarframkvæmda-
stjóra fjármálasviðs P&S, en fyrir-
tækið Nat hf. hyggst sækja um
leyfi til að reka GSM-símkerfi í
samkeppni við P&S.
„í stofnuninni er það sjónarmið
ríkjandi, að þegar opnað er fyrir
leyfisveitingar á rekstri GSM-kerf-
is sem er afar takmörkuð tekjulind
og aðeins viss fjöldi getur stundað,
sé ekki óskynsamlegt að ráðuneyt-
ið auglýsi eftir hugsanlegum
áhugaaðilum um rekstur GSM-
kerfis. Okkur fínnst ekki eðlilegt
að sá fyrsti sem biður um leyfí fái
það, heldur beri að leita eftir fleiri
aðilum í einhvers konar ígildi út-
boðs,“ segir Kristján.
Póstur og sími myndi ekki svara
slíkri auglýsingu að sögn Krist-
jáns, þar sem stofnunin er þegar
með leyfi og byijuð að reka GSM-
kerfi.
Samkeppnisaðilar sitji við
sama borð
„Við erum að ræða um kerfí sem
er mjög dýrt í uppbyggingu og við
höfum takmarkaðan fjölda mögu-
legra áskrifenda að þjónustunni.
Hins vegar er of snemmt að vera
með fullmótaðar skoðanir á áform-
um annarra sem hyggja á rekstur
GSM-kerfis, við vonum einungis
að teknar verði skynsamlegar
ákvarðanir. Við erum að ganga inn
í veröld þar sem meiri eða minni
samkeppni gætir, þannig að hugs-
anleg samkeppni frá þessum aðil-
um er ekki í andstöðu við okkur
og við óttumst hana alls ekki, eink-
um þar sem við væntum þess að
samkeppnisaðilar sitji við sama
borð. Póstur og sími þarf að reka
kerfi sem nær til alls landsins, sem
þýðir dýrari og meiri fjárfestingu,
og við teljum að ef aðrir rekstrar-
aðilar koma hár inn, verði þeim
gert að geta boðið þjónustu sem
nær einnig til alls landsins. Við
lítum til þjóðhagslegrar hag-
kvæmni og slíks, og óvíst að ís-
lenskar aðstæður beri kostnað við
tvö kerfí. Samkeppni getur að vísu
leitt til lækkunar á vérði þjón-
ustunnar en við höfum einnig dæmi
um að óheft samkeppni getur virk-
að öfugt, því ekki lifa allir hana
af,“ segir Kristján.
Kostnaður við uppbyggingu
GSM-kerfís Pósts og síma er ekki
endanlega ljós, að sögn Kristjáns,
en talan 1,5 milljarðar hafi verið
nefnd með mjög miklum fyrirvara.
Starf flugumferðarstjóra
6 af 102 ráðnir
eftir hæfnispróf
EPTIR ströng hæfnispróf verða 6 af 102 um-
sækjendum um starf flugumferðarstjóra ráðnir
til starfsins.
Aðeins 33 af 102 standast lágmarkskröfur
valnefndar og sækja þeir ítarleg viðtöl, þreyta
sálfræði-, einbeitingar- og skipulagspróf, um
þessar mundir. Ellefu umsækjendur komast á
sjö mánaða grunnnámskeið og 6 til 8 verða
valdir til náms á tilteknum vinnustað. Þar tekur
við um eins árs nám ti! fyrstu deildarréttinda.
AIIs geta flugumferðarstjórar þurft að ná sex
slíkum réttindum. Námið tekur því 4 til 6 ár.
Flugumferðarstjórar á íslandi eru um 100
og hefur þeim ekki fjölgað síðustu árin þrátt
fyrir aukna flugumferð. Heistu ástæður fyrir
endurnýjun í stéttinni er að hámarksaldur var
fyrir nokkru lækkaður úr 68 til 70 árum í 60
til 63 ár.
Atvinnurekendurí Brussel
Breytingar á
EES vefjast
fyrir mönnum
Sveinn Hannesson
Um 20 forystumenn
úr íslensku atvinnu-
lífi fóru til viðræðna
við forystumenn og embætt-
ismenn Evrópusambandsins
í Brussel í síðustu viku til
að kynna sér hvernig best
sé fyrir ísland að haga sam-
skiptum við ESB í framtíð-
inni. Vinnuveitendasam-
band íslands, Samtök iðnað-
arins og Verslunarráð stóðu
fyrir ferðinni. Sveinn Hann-
esson, framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins, sagði
að ferðin hefði verið mjög
gagnleg.
„Tilgangur ferðarinnar
var að kynna sér Evrópu-
sambandið og það sem það
stendur fyrir. Þessi þrenn
samtök eru að vinna að út-
tekt á stöðu íslands í um-
heiminum. Það snýr mest að Evr-
ópusambandinu, en einnig að
GATT og NAFTA. Við erum að
taka saman heilmikla skýrslu um
þessi mál og ferðin var farin til
að kynna okkur þessi mál.“
- Er í þessarí skýrslu ætlunin
að komast að ákveðinni niður-
stöðu um hvort ísland eigi að
sækja um aðild að ESB?
„Nei, við leggjum aðaláherslu
á hlutlausa og fordómalausa skoð-
un á þessum málum út frá sjónar-
miðum atvinnulífsins. Þessi ferð
er sama eðlis. Seinna í þessum
mánuði verður síðan haldin ráð-
stefna um þessi mál. Ég svara
ekki fyrir hin samtökin, en Sam-
tök iðnaðarins líta svo á að þau
verði að taka afstöðu til þess hvort
ísland eigi að sækja um aðild að
ESB. Þessi ferð er liður í því að
undirbyggja þá ákvörðun okkar.“
Gagnleg ferð
- Var þetta gagnleg ferð að
þínu mati?
„Já, hún var það. Við voru
heppnir að því leyti að við hittum
marga menn sem okkur fannst
fróðlegt að ræða við. Ég held að
óhætt sé að segja að menn hafí
verið margs fróðari eftir þetta.
Við ræddum fram og aftur um
sjávarútvegsmálin. Þau mál eru
mjög flókin. Við hittum m.a. menn
frá sjávarútvegsdeildinni, sem
tóku þátt í samningunum við
Noreg og eru sérfræðingar í sam-
bandi við kvóta, sjávarútvegs-
stefnu sambandsins, efnahagsleg
tengsl, kvótahopp og fleira. Mér
fannst þeir raunar gefa í skyn við
okkur að menn væru orðnir dálít-
ið þreyttir á þessari
sjávarútvegsumræðu
íslendinga. íslending-
ar eru alltaf að spyrja
sömu spurninganna,
um hvort þeir geti
fengið undanþágu frá sjávarút-
vegsstefnunni og annað. Það kom
fram hjá þeim að þjóðir sem hafa
gengið í ESB hafa fengið tíma til
að laga sig að reglum sambands-
ins, en ekki öfugt. Þegar menn
fara fram á frávik frá reglunum
eru þeir í reynd að fara fram á
viðbætur við reglurnar. Svíar,
Norðmenn og Finnar sömdu um
það sem kallað er heimskauta-
landbúnaður. Þetta var eitthvað
sem var ekki til í reglum ESB
áður og er því viðbót. Akvæði um
heimskautalandbúnað felur hins
vegar ekki í sér undanþágu frá
landbúnaðarstefnu ESB.“
ESB horfir til austurs
- Var eitthvað í þessum við-
ræðum sem kom þér á óvart?
► Sveinn Hannesson er fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnað-
arins og nýkominn frá Bruss-
el, en þangað fór hann til að
kynna sér Evrópusambandið
og hvernig hægt er að haga
samskiptum þess og Islands í
framtiðinni. Sveinn, sem er 44
ára gamall, lauk stúdentsprófi
frá MR1970 og prófi frá við-
skiptadeild Háskóla íslands
1974. Sveinn hóf störf hjá
Landssambandi iðnaðar-
manna 1975. Hann varð dejld-
arstjóri hjá Iðnaðarbanka ís-
lands 1980 og framkvæmda-
stjóri Lýsingar 1987. Arið
1992 varð Sveinn fram-
kvæmdastjóri hjá Félagi ís-
lenskra iðnrekenda og fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnað-
arins á síðasta ári.
„Það kom mér dálítið á óvart
þessar vangaveltur manna um að
það fari eftir hraðanum í þróun
A-Evrópu hversu mikil áhersla
lögð verði á að endurskipuleggja
stofnanir sambandsins. Það gæti
alveg eins verið að þessi ríkjaráð-
stefna, sem allir eru að horfa á
með mikilli eftirvæntingu, dragist
á langinn eða klári ekki að gera
breytingar á stofnunum ESB. Það
myndi hugsanlega þýða frestun á
inntöku nýrra þjóða eitthvað fram
yfir aldamót. Það er yfirlýst
stefna að ESB muni á komandi
árum stækka til austurs, en jafn-
framt viðurkenna menn að löndin
í A-Evrópu eru ekki tilbúin efna-
hagslega til að fara inn. Menn eru
því að velta fyrir sér að A-Evrópu-
ríki taki upp reglur
ESB í áföngum, hugs-
anlega verði farin ein-
hvers konar EES-leið.
Menn telja jafnframt
að þróunin kunni að
ráðist af öryggismálum í austri."
- Þið hafið væntanlega eitt-
hvað rætt um EES-samninginn
og framtíð hans?
„Mikið af tíma okkar fór í að
ræða hvernig við gætum breytt
samningnum um Evrópskt efna-
hagssvæði I það horf að hann
gæti gengið upp og gagnast okk-
ur áfram. Það er ljóst að EES er
sú lausn sem við verðum að búa
við um nánustu framtíð. Á vegum
EFT'A starfar eftirlitsstofnun og
dómstóll og ef við verðum einir
eftir í EFTA verðum við í því hlut-
verki að hafa eftirlit með sjálfum
okkur og dæma í eigin málum.
Það virðist vefjast fyrir þeim
embættismönnum sem við töluð-
um við hvernig best sé að breyta
þessu."
Framtíð ESB
ræðst af þró-
uninni í austri