Morgunblaðið - 04.10.1994, Page 12

Morgunblaðið - 04.10.1994, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Líflegt á slóðum sjóbirtings TVEIR stórir úr Svartá undir lok veiðitímans, 12 og 13,5 punda. SJÓBIRTINGSVEIÐITÍMINN er í algleymingi um þessar mundir og fregnir herma að meira sé af þeim ágæta fiski í ám sunnanlands og vestan heidur en hin seinni ár. Gallinn er bara sá að veiði er iokið í þeim ám þar sem mest er um hann fyrir vestan, s.s. í Alftá, Grímsá og Þverá. Eitthvað hefur reyst upp af birtingi í Laxá í Kjós, en iítið í Eliiðaánum og Leirvogsá þar sem sjóbirtingsdagar á neðstu svæðunum taka við af laxveiðitím- anum á haustin. Sunnanlands hefur fregnast af ágætri veiði í Grenlæk neðanverð- um, Hrauni, Vola og Hólsá. Þá fréttist fyrir skömmu af veiði- mönnum sem voru tvo daga í Tungufljóti í Vestur-Skaftafells- sýslu og fengu 14 sjóbirtinga. Sá stærsti var 15 pund og auk þess voru 12 og 13 punda fiskar í aflan- um. Flestir hinna 4 til 7 pund. Nokkrar lokatölur Lokatölur úr ánum seytla inn á borð. 276 laxar veiddust í Álftá á Mýrum, sá stærsti 17 punda hrygna sem veiddist í Lambafossi á síðustu mínútum síðasta veiði- daginn. Þeir sem lokuðu ánni fengu 11 laxa og á fimmta tug sjóbirtinga. Veiddir sjóbirtingar voru næstum jafn margir og lax- amir. Þeir voru flestir frá tæpu pundi og upp í 2 pund, en dijúgur reytingur af stærri físki, allt að 5 punda. Síðustu daga veiðitímans komu stórar sjóbirtingsgöngur í ána og svo er að sjá að þarna sé á ferðinni á sem stæði undir fram- lengingu á veiðitíma, sérstaklega í ánni neðanverðri. Korpa gaf 337 laxa sem er furðu gott miðað við hversu ræfils- leg áin varð í hinum löngu þurrk- um sumarsins. Rann varla vikum saman. Raunar heyrðust ljótar sögur úr Korpu. Ein var á þá Ieið að veiðimaður einn hafi „veitt“ 16 laxa, en einungis bókað fjóra. Allt hafi verið húkkað enda hafi heima- tökin sums staðar verið hæg, tals- vert magn af laxi og lítið vatn. Laxá á Ásum er sem fyrr með lang bestu veiðina þegar miðað er við magn á hverja dagsstöng. Lokatölur urðu 795 laxar sem þykir lítið í þeirri verstöð, en er engu að síður feiknagott. Veiði- tíminn var þó mun lengri en fyrr, eða þrír og hálfur mánuður í sam- ræmi við nýja reglugerð. Þrír 20 punda fiskar voru stærstir, allir veiddir snemma á veiðitíma, einn í Mánafossi og tveir í Kóka. Haffjarðará var góð í sumar, 650 laxar veiddust, sem er nokkru yfir meðalveiði. Stærsti laxinn var 20 punda, veiddur seint á veiði- tíma. Grútleginn hængur sem hefði verið allnokkru þyngri nýr úr sjó. Morgunblaðið/Kristinn Kiwanismenn flytja TÍMAMÓT urðu hjá Kiwanis- hreyfingunni sl. laugardag, þeg- ar höf uðstöðvar hennar voru fluttar. Kiwanisfélagar söfnuð- ust saman við gamla Kiwanis- húsið í Brautarholti 26 og gengu í fylkingu með fána og merki á lofti að nýja húsinu á Engjateigi. AKUREYRI Samkomulag um skólaskipan í Skútustaðahreppi samþykkt Foreldrar ábyrgjast rekst- ur skólasels á Skútustöðum Björk, Mývatnssveit - Meirihluti sveitarstjórnar Skútustaðahrepps hefur samþykkt samkomulag um skólaskipulag skólaárið 1994- 1995. I samkomulaginu kemur fram að foreldrar úr suðurhluta Mývatnssveitar bera sjálfír ábyrgð á skólagöngu barna sinna í 1. til 7. bekk. Til þess fá foreldrar skóla- húsnæðið að Skútustöðum til af- nota endurgjaldslaust til 31. maí 1995 en greiði heiming kyndingar- kostnaðar og rafmagnsnotkun utan fastagjalds og sjá um ræst- ingu. Húsnæðinu verði skilað hreingerðu og skemmdir bættar sem ekki falla undir eðlilegt við- hald. Tilhögun þessi leiði hvorki til minni eða meiri útgjalda fyrir sveitarsjóð en orðið hefðu miðað við að öll kennála færi fram í Reykjahlíð. Starfsemin á Skútu- stöðum fellur undir faglega um- sjón Grunnskóla Skútustaða- hrepps og er að því leyti starfrækt sem skólasel við skólann án ábyrgðar sveitarstjórnar og skóla- nefndar. Rekstrarsljórn ber ábyrgð Foreldrar barna sem nýta kennslu á Skútustöðum skipta með sér rekstrarstjórn sem hefur með höndum reikningshald og fjárreið- ur og ber ábyrgð á aðbúnaði í skólaselinu. Kennslugögn og bún- „ÞAÐ ER ljóst að þetta er klúður í kerfinu, dæmi um að menn hafí ekki talað saman og ég vona að þetta verði til að svona vinnubrögð heyri sögunni til,“ sagði Bragi V. Bergmann formaður íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrarbæjar um bókun ráðsins vegna félags- miðstöðvar í Síðuskóla. Fram kemur í bókuninni að bæjarstjórn hafi á síðasta ári sam- þykkt að veija hálfri milljón króna til að innrétta sal félagsmiðstöðv- arinnar, smíða sófa og búa til af- drep fyrir plötusnúða. Flýta átti verkinu vegna afmælis skólans síðastliðið vor. Hönnuður var feng- in til verksins, en þrátt fyrir skýra bókun og einfaldleik málsins eins og segir í bókun ráðsins var nú í september ekki farið að vinna í því. Akureyringur vann 8,7 millj. í lottóinu AKUREYRINGUR fékk tæplega 8,7 milljónir króna í Lottóinu síðast- liðið laugardagskvöld, en hann hafði ekki gefið sig fram við ís- lenska getspá síðdegis í gær. Miðinn var keyptur í Nætursölunni við Strandgötu kl. 13 mínútur yfir átta, eða rétt fyrir lokun. Vinningstölur voru 7, 12, 18, 25 og 33 og bónustalan var 13. Einn var með allar tölur réttar og hlýtur því 8.671.835 krónur í vinning. Sjö voru með fjórar tölur og bónustölu og fá rúmar 100 þúsund krónur í sinn hlut. Sjá um akstur, mötuneyti, gæslu og laun vegna fé- lagsstarfa aður í eigu Grunnskóla Skútu- staðahrepps sem ekki þarf á að halda í Reykjahlíðarskóla að mati skólastjóra fylgir húsnæðinu. Rekstrarstjórn skuldbindur sig til að sjá um rekstur á þeim búnaði og endurnýjun sem er umfram eðilegt viðhald. Kennslugögn og búnað sem að mati skólastjóra og kennara þarf til viðbótar vegna kennslu á Skútustöðum sér rekstr- arstjórn um eftir getu og á sam- svarandi hátt og sveitarstjórnin enda verði hann eign rekstrarfé- lagsins. Framlag úr jöfnunarsjóði Rekstrarstjórn sér um skóla- akstur, rekstur mötuneytis, gæslu akstursnemenda og greiðslu launa vegna félagssstarfa. Til að standa straum af kostnaði þessu samfara greiðir Skútustaðahreppur rekstr- arfélaginu framlag sem hann fær úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna þeirra barna sem verði í námi á Skútustöðum. Vegna óhag- kvæmni sem skiptingin veldur í Þijár milljónir í bókun íþrótta- og tómstunda- ráðs segir að aðilar innan bæjar- kerfisins hafi tekið málið í sínar hendur án vitundar þess, fram- kvæmdastjóra og forstöðumanns félagsmiðstöðvanna. Bygginga- deild bæjarins tók við teikning- unni, segir í bókuninni, og þar þótti hún ófullnægjandi. Hönnuði var fengin hún að nýju og falið það verkefni að hanna sal félags- miðstöðvarinnar nánast frá grunni, m.a. var búið að hanna ljósa- og hljóðkerfi í miðstöðina sem þó var til fyrir. Reikningur fyrir hönnunarvinnu hljóðaði upp á 250 þúsund kr. og talið er að framkvæmdir samkvæmt nýrri teikningu kosti um þijár milljónir. „íþrótta- og tómstundaráð hef- ur ekki í hyggju að nýta sér hinar nýju og ítarlegu teikningar. Það hefur heldur ekki í hyggju að leggja í framkvæmdir upp á rúmar þijár milljónir króna í sal félags- miðstöðvarinnar í Síðuskóla enda yrði svo umfangsmikil fram- kvæmd gersamlega úr takti við það sem gert hefur verið í hinum félagsmiðstöðvum bæjarins,“ segir í bókun ráðsins og jafnframt er þar tekið fram að með henni vilji ráðið tryggja að það verði ekki krafíð um greiðslu fyrir síðari hönnun verksins. „Það er skoðun Iþrótta- og tómstundaráðs að Ákureyrarbær hafi annað við fjár- muni sína að gera en að kasta þeim á'glæ með þessum hætti þó svona tvíverknaður kunni að vera atvinnuskapandi,“ segir í bókun- inni. akstri 8. til 10. bekkjar úr suður- hluta sveitarinnar mun rekstrarfé- I lag Skútustaðaskóla annast hann. Óskað verður eftir að fræðsluskrif- stofa útfæri skiptingu á jöfnunar- sjóðsframlaginu. Framtíðarlausn Skipaður verður starfshópur sem hefur það verkefni að gera úttekt á skólaskipulagi sem boðið er í Skútustaðahreppi, nýtingu I skólahúsnæðis og gera ábendingar | um það sem betur má fara með hag skólastarfs og nemenda í huga. Óskað verði tilnefningar frá menntamálaráðuneyti og fræðslu- skrifstofu í starfshópinn með heimamönnum. Starfshópurinn á að skila áliti fyrir 1. mars 1995. Á fundinum samþykkti meiri- hluti sveitarstjórnar einnig eftir- | farandi bókun: „Sveitarstjórn | bendir á að allt starf Grunnskóla Skútustaðahrepps fer nú fram í nýja húsinu við Reykjahlíð eins og samþykkt sveitarstjórnar frá 18. ágúst sl. kveður á um. Sveitarstjórn vill jafnframt árétta að ef einhveijii' íbúar Skútu- staðahrepps sætta sig ekki við það námsframboð sem boðið verður skólaárið 1995-1996 mun hún ekki hafa forgöngu um lausn á ^ því. Nægur tími gefst nú til að I gera viðeigandi ráðstafanir í þeim | efnum fyrir viðkomandi aðila.“ Leiði Sveins föður Nonna fundið í Akur- eyrarkirkj ugarði Zontakonur setja stein | á leiðið ZONTAKLÚBBUR Akur- eyrar hefur látið setja legstein á Ieiði Sveins Þórarinssonar, föður rithöfundarins og jesú- ítaprestsins Jóns Sveinssonar, Nonna. Það eru nokkur ár síðan Zontasystur fóru að spyijast fyrir um legstað Sveins, sem fæddist árið 1821 í Krílakoti í Kelduhverfi og lést í Nonnahúsi á Akureyri 16. júlí árið 1869. Með dyggri aðstoð Dúa Björnssonar, kirkjugarðsvarðar tókst að fínna leiðið. Það er syðst í Akureyrarkirkjugarði svo til beint upp af Nonnahúsi. Sveinn er sá eini af fjölskyld- unni sem á legstað á Akur- eyri, hún dreifðist víða um lönd og eiga öll hin legstað í útlöndum. Sigríður móðir Nonna flutt- ist til Kanada og lést þar 84 ára gömul árið 1910. Tvö yngstu systkini hans, Sigríður Guðlaug og Friðrik fluttust einnig til Kanada og bjuggu þar. Elsta systirin, Björg eða Bogga sem oft er minnst á í Nonnabókunum fluttist til Kaupmannahafnar og lést þar aðeins 28 ára gömul árið 1882. Ármann, Manni sem gjarnan er nefndur í sömu andrá og Nonni var við heim- spekinám í Belgíu þegar hann veiktist af berklum og dó 23 ára að aldri árið 1885. Nonni lést í Köln 15. október 1944 og hlaut legstað í Melaten kirkjugarði þar í borg þannig að í haust eru 50 ára frá dauða hans. Innrétting í félagsmiðstöð tvíteiknuð með umtalsverðum kostnaði Ekki framkvæmt eftir nýrri teikningu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.