Morgunblaðið - 04.10.1994, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 15
FRETTIR
Héraðsdómur Reykiavíkur sýknar ríkissjóð
Lög um bifreiðagjöld
standast stjórnarskrá
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur sýknað ríkissjóð af kröfum
Jónasar Haraldssonar lögfræðings,
sem krafðist endurgreiðslu á bif-
reiðagjaldi, þar sem hann taldi að
gjaldtakan samrýmdist ekki stjóm-
arskránni. Jónas hefur ákveðið að
áfrýja málinu til Hæstaréttar.
Forsaga málsins er sú, að Jónas
á Chevrolet-bifreið, árgerð 1979.
30. mars sl. greiddi hann með fyrir-
vara bifreiðagjöld fyrir tímabilið 1.
janúar til 30. júní, samtals rúmar
9.000 krónur. Þá greiddi hann sömu
upphæð fyrir síðari hluta ársins,
einnig með fyrirvara. Jónas benti
á, að sér væri gert að greiða 20%
af verðmæti bifreiðarinnar í bif-
reiðagjald, en til samanburðar
greiddi eigandi jafnþungrar nýrrar
4 milljóna króna bifreiðar sömu
upphæð, sem þá næmi 0,5% af verð-
mæti. Jónas sagði að skatt bæri að
leggja á eftir eðlisrökréttum og
málefnalegum sjónarmiðum miðað
við verðmæti þess sem skattlagt
væri. Skattháttur þessi samrýmdist
ekki 67. grein stjórnarskrárinnar
um friðhelgi eignarréttarins.
Raunhæft að miða við þyngd
Sjónarmið ríkissjóðs fyrir réttin-
um voru þau, að ef bifreiðar ættu
að vera skattandlag yrði að leggja
til grundvallar einhvern mæli-
kvarða, til dæmis kaupverð eða
þyngd. Kaupverð gæti ekki talist
réttari mælikvarði þar sem afföll
af bifreiðum væru talsverð. Raun-
hæfara væri að miða við þyngd, þar
sem eðli gjaldsins mætti rekja til
afnota. Með þessu væri ekki vikið
frá viðurkenndum skattlagning-
arsjónarmiðum og ákvæði 67. grein-
ar stjórnarskrárinnar segði ekkert
hvernig haga ætti álagningu lög-
festra skattstofna. Sömu sjónarmið
W1
Skjótvirkur stíflueyðir
Eyðir stíflum
fljótt
• Tuskur
• Feiti
• Lífræn efni
• Hár
• Ðömubindi
• Sótthreinsar
einnig lagnir
One Shot fer
fljótt að stíflunni
af því að það er
tvisvar sinnum
þyngra en vatn.
Útsölustaðir:
Bensinstöðvar
og helstu ~ '
byggingavöruverslanir.
Dreifing: Hringás hf.,
sími 677878-fax 677022
Tilbúinn
stíflu
eyðir
I sambandi vib neytendur
frá morgni til kvölds!
- kjami málsins!
giltu um alla bifreiðaeigendur og
enginn væri tekinn út úr.
Dómarinn, Jón Finnbjörnsson,
sagði bifreiðagjaldið leggjast að
stofni til á eigendur allra skráðra
bifreiða í landinu. Gjaldið væri ekki
að neinu leyti miðað við verðmæti
og yrði ekki fallist á það með Jónasi
að bundið væri í stjómarskrá að slík-
ir skattar skuli ævinlega miðaðir við
verðmat á þeim munum sem skatt-
lagðir væra. Þá væri fjárhæð skatts-
ins ekki svo há að hann fæli í sér
almenna eignaupptöku. Lög um bif-
reiðagjöld brytu því ekki í bága við
67. grein stjómarskrárinnar.
HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ
Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð?
Viltu margfalda afköst í námi um alla framtíð?
Viltu lesa meira af góðum bókum?
Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju?
Ef svar þitt er jákvætt, skaltu skrá þig strax á næsta hraðlestrar-
námskeið sem hefst fimmtudaginn 13. október nk.
Skráning í símum 64 21 00 og 64 10 91
HRAÐ^ESTFIARSKOUNN
Það er margt sem aðrir bflar
eiga sameiginlegt með Peugeot 306.
Þak
Framrúða
Spegill
4 dekk
ARGERÐ 1995 KOMIN
Þér fínnst kannski eins og allir bílar í
dag séu eins. En ef þú lítur aðeins í kringum
þig í stað þess að fljóta með straumnum sérðu að
til er bíll sem er ekki eins og allir hinir. Bíll
sem er öðruvísi. Bíll sem sem sker sig úr fyrir
fágað yfirbragð sitt og góða hönnun. Bíll sem
þú ert alltaf öruggur í. Bíll með eiginleika sem
þú finnur hvergi annarsstaðar. Bíll sem þú
nýtur að aka, hvert sem er, hvenær sem er.
PEUGE0T. A SER ENGAN LÍKA!
Þessi bíll er Peugeot. Peugeot á vissulega
margt sameiginlegt með öðrum bílum, en hann
skarar einnig framúr í mörgu. Peugeot er eins og
sniðinn fyrir íslenska vegi. Mjúkur, stöðugur,
sparneytinn og sætin eru frábær. Hvað kostar þá
að veraöðruvísi? Minna en ekkert.
Hvernig líst þér t.d. á glæsilegan, vel búinn
PEUGE0T 306 Á KR. 1.088.000
PEUGEOT
Nýbýlavegi 2, Kópavogi, sími 42600.