Morgunblaðið - 04.10.1994, Page 17

Morgunblaðið - 04.10.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ A C O ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 17 __________________VIÐSKIPTI_________________ Rekstrarafkoma Flugleiða batnaði um 400 milljónir Tapið um 93 milljón- ir fyrstu sjö mánuðina REKSTRARAFKOMA Flugleiða fyrstu sjö mánuði þessa árs batnaði verulega frá sama tímabili í fyrra. Þannig nam rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda alls 442 milljónum samanborið við 283 milljónir í fyrra. Eftir fjármagns- liði nam tap félagsins af reglulegri starfsemi alls 76 milljónum en var 468 milljónir á sama tíma í fyrra og er því alls um að ræða 392 milljóna bata á reglulegri starfsemi. Þennan rekstrarbata má einkum rekja til verulegrar fjölgunar farþega, spam- aðar í rekstri og hagstæðra vaxtakj- ara. Óreglulegir liðir voru félaginu hins vegar mun óhagstæðari fyrstu sjö mánuði ársins en í fyrra og nam heildartap Flugleiða því 93 milljónum fyrstu sjö mánuðina samanborið við 79 milljóna tap árið áður. Tvær ástæður eru einkum fyrir því að batn- andi rekstrarafkoma skilar sér ekki í betri heildarniðurstöðu. í fyrsta lagi er munur á misvægi gengis og verð- lags 228 milljónir króna sem fært er til gjalda. Þetta má rekja til þess að flugvélaeign félagsins er endur- metin miðað við gengi dollars. Þessi eign er töluvert hærri í bókum félags- ins en skuldir í dollurum og hefur gengislækkun dollars á þessu ári því óhagstæð áhrif á áfkomuna að þessu leyti. I öðru lagi nýtur félagið ekki tekju- skattsskuldbindingar á þessu ári sem skilaði 180 milljóna tekjufærslu í sjö mánaða reikningsskilum árið 1993. A móti koma aðrir óreglulegir liðir sem skila tekjufærslu að fjárhæð 62 milljónir en þar er einkum um að ræða bata á afkomu dótturfélaganna Kynnisferða og Úrvals-Útsýnar. Handbært fé frá rekstri fyrstu sjö mánuði ársins nam alls 1.025 millj- ónum sem var 184 milljónum hærri fjárhæð en á sama tímabili á síðasta ári. Veltufjárstaðan batnar um 412 milljónir. Sjö mánaða uppgjör Flugleiða sýn- ir glögglega þær miklu sveiflur sem verða á afkomu félagsins innan árs- ins. Þannig var heildartap fyrstu þijá mánuði ársins 963 milljónir. Á öðrum ársfjórðungi var 231 milljónar hagnaður og í lok júní var tapið því 732 milljónir. I júnímánuði einum vai- hagnaður að flárhæð 639 milljónir en einnig er gert ráð fyrir verulegum hagn- aði í ágúst og september. Stefnt að hagnaði á árinu Markmið Flugleiða er að skila hagnaði á þessu ári. Ennþá þykir þó of snemmt að fullyrða um að það náist þrátt fyrir góðan hagnað yfir sumarmánuðina og töluvert betri bókanir út þetta ár en í fyrra. Staða dollarans mun hafa mikil áhrif á heildarniðurstöðuna vegna þess að eignir og skuldir eru endur- metnar með hliðsjón af gengi hans, að sögn Einars Sigurðssonar, for- stöðumanns upplýsingadeildar. Fyrstu sjö mánuði ársins voru far- þegar Flugleiða í millilandaflugi tæp- lega 432 þúsund og hafði fjöigað um 28% frá fyrra ári. Farþegar í innan- landsflugi voru rúmlega 151 þúsund og hafði fjölgað um 0,5% frá sama tímabili árið 1993. Sætanýting Flugleiða hefur verið töluvert betri á þessu ári en í fyrra og batnaði sætanýting um 7,3-7,4 prósentustig í júlí og ágúst. Vatnsþolnar Má möta og mála Bæklingur á íslensku HÚSASMIÐJAN Súðarvogur S:687700 Hafnarfjörður S:6501 OO f/A A C O ■ ACO • ACO ■ ACO COmPAOL m fra © TÖIVUP aca SlMI: 91-627333 ■ FAX: 91-628622 i , SKIPHOLT117 • 105 REYKJAVÍK jOÖtA"/ Einfaldlega Weetcrb/x Myldu það bara ■ ef þú vilt brjóta upp línurnar Hoilt rir mömmu rir unglinginn - kjarni málsins! Fislétt en samt gróft og hollt fyrir meltinguna. Weetabix - hjartans mál!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.