Morgunblaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Aætlun um ísjakaflugbraut skotin í kaf London. The Daily Telegraph. ÁÆTLANIR Breta um að byggja risastóran flugpall úr ís til að geta haldið uppi vörn- um fyrir flutningaskip í heimsstyijöldinni síð- ari, voru skotnar í kaf af Bandaríkjamönnum, að sögn Kanadamanns sem hefur rannsakað örlög ísjakaáætlunar- innar. Hún var hugar- fóstur sérviturs fjöl- fræðings, Geoffreys Pyke, sem var einn af þremur vísindaráðgjöf- um Louis Mountbatt- ens lávarðar, náfrænda konungs og eins af æðstu mönnum breska flotans. Pyke kynnti áætlun sína í 35.000 orða skýrslu árið 1942 þar sem hann færði rök fyrir því að ís hent- aði betur en steypa eða stál þar sem hann væri ódýr og auðveldur í fram- leiðslu. „ísskipið" sem hann sá fyr- ir sér, var 1.200 m á lengd, 90 m á breidd og tæplega 30 m hátt. Fullyrti Pyke að það mætti ein- angra og kæla ísinn nóg til þess að hann bráðnaði ekki og að þykk- ir veggimir myndu draga mjög úr áhrifum tundursskeytis, yrði skotið á hann. Sagt er frá áætluninni j bók eft- ir Lome Gold, hjá Rannsóknarráði Kanada, „Kanadíska Habbakuk- áætlunin". Mountbatten lávarður mun hafa verið heillaður af hug- myndinni en þó er efast um að hann hafi lesið alla skýrslu Pykes, enda hefur síðari hluta hennar ver- ið líkt við vísindaskáld- sögu. Kynnti Mount- batten hugmyndina fyrir Winston Churc- hill forsætisráðherra í desember 1942. Nefnd var stofnuð undir forystu lávarðar- ins og verkefnið fékk heitið „Habbakuk“, en það nafn hafði Pyke gefið hugmynd sinni. I árslok 1942 var rannsóknarverkefnið komið í fullan gang og tveimur mánuðum síð- ar höfðu skipafram- leiðendumir J T Thornycroft og Co komist áð þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að verkefnið væri einstaklega athyglisvert, væm ýmis ljón á veg- inum. Gerð vom próf í Kanada, þar sem ísjaka, sem var einn fimmtugasti af stærð flugbrautarinnar, var fleytt á Patricia-vatni í Jasper-þjóð- garðinum. Var jakinn á tréramma og með kæliútbúnaði. Á sama tíma höfðu bandarískir vísindamenn komist að því að best væri að nota efni sem þeir nefndu pykrít í höfuð- ið á Pyke en pykrít var úr tijá- mauki og ís. Bretar sáu sér ekki fært að gera fiugbrautina og leituðu til Banda- ríkjamanna með hugmynd sína. Þeir höfðu hins vegar uppi eigin áætlanir um byggingu hefðbund- inna stálbrauta og vora undirtektir litlar. Bretar gáfust því upp á hug- mynd Pykes í janúar 1944. Mountbatten lávarður ERLENT GORDON Brown, fjármálaráðherra í skuggaráðuneyti breska Verkamannaflokksins. Reuter Verkanmimaflokkuriim boð- ar fjárfestingu og hagvöxt Blackpool. Reuter. HÓFSÖM stefna í efnahagsmálum var kynnt á þingi breska Verka- mannaflokksins í Blackpooi í gær og er vonast til, að hún leggi grunn- inn að sigri flokksins í næstu þing- kosningum. Leiðtogar flokksins lögðu um leið áherslu á, að þótt hann fikraði sig inn á miðjuna í þessum efnum væri ekki verið að segja skilið við hugsjónina um þjóð- félagslegt réttlæti. „I stað vítahrings efnahagslegra mistaka, atvinnuleysis og hárra skatta viljum við stuðla að aukinni fjárfestingu, hagvexti, bættri heilsugæslu og annarri opinberri þjónustu," sagði Gordon Brown, talsmaður Verkamannaflokksins í efnahagsmálum og hægri hönd Tony Blairs, leiðtoga flokksins. í síðustu viku kynnti Brown áætl- anir, sem eiga að breyta því áliti, að flokkurinn sé samnefnari fyrir óhóflegan íjáraustur til félags- og velferðarmála, sem síðan sé tekinn aftur með háum sköttum, einkum á þá efnameiri. í kosningunum 1992 kaus meðaltekjufólkið íhaldsflokk- inn af ótta við skattahækkanir kæm- ist Verkamannaflokkurinn til valda en Brown vill snúa þessu dæmi við með því að flokkurinn lýsi yfir, að aukin útgjöld til velferðarmála verði að byggja á hagvexti og auknum þjóðartelq'um. Vonast hann til, að það verði þá íhaldsflokkurinn, sem fái á sig skattastimpilinn. Brown sagði hins vegar, að Verkamanna- flokkurinn vildi afnema ýmis skatt- fríðindi hátekjufólksins. Robin Cook, talsmaður Verka- mannaflokksins í iðnaðarmálum, sagði að Verkamannaflokkurinn myndi stöðva yfirtöku fýrirtækja sem ekki þjónaði hagsmunum al- mennings, kæmist hann til valda. Cook sagði að það væri hlutverk verðbréfamarkaðarins að byggja upp iðnfyrirtæki en ekki kaupa upp hlutabréf í þeim til þess eins að koma öllum eignum þeirra í verð. VænÉaitlegÉ í nýjum umbúðum: Sama góða súkkulaðikexið ✓ Aður: Sími641005-6 Sjábu hlutina í víbara samhcngi! Ný bók um ástir Díönu sögð ómerkilegur subbuskapur Meintur elskhugi sagður vera í fjárhagskröggum London. Daily Telegraph. Reuter. TALSMENN bresku hirðarinnar sögðu að bók, sem út kom í gær og á að fjalla um ástir Díönu prins- essu og fyrrum ofursta í breska hernum, væri ómerkilegur subbu- skapur. Lögmenn prinsessunnar hvöttu almenning til þess að kaupa ekki bókina og láta þannig í ljós fyrirlitningu á þeim sem reyndu að gera sér erfiðleika í hjónabandi Díönu og Karls prins að féþúfu. Mikil leynd_ hvfldi yfir útkomu bókarinnar, Ástfangin prinsessa, og var talið að útgefendurnir, Blo- omsbury Press, vildi með þvi koma í veg fyrir að prinsessan fengi sett lögbann á útgáfuna. Kom bókin í verslanir í gær og rann út eins og heitar lummur. Höfundur bókarinnar, Anna Pasternak, sem er frænka Boris Pasternaks, höfundar sögunnar Dr. Zhivago, þvertók fyrir það að gróðahyggja hefði ráðið því að meintur elsknugi Díönu, James Hewitt, hefði ákveðið að segja frá sambandi þeirra. Hefði vakað fyrir honum að frásögnin, sem öll er í 3. persónu, yrði geðfelld og samúð- arfull í garð Díönu. í bókinni er því haldið fram að ástir hafi tekist með Díönu og Hewitt árið 1986 og samband ANNA Pasternak með eintak af bókinni Ástir prinsessu. James Hewitt Kynni tókust með Díönu og Hewitt er hann var liðsmaður riddaraliðssveitar sem heldur vörð um bresku konungsfjölskylduna. Vinátta þeirra óx er Hewitt fékk það hlut- verk að kenna Díönu þeirra hafi staðið fram á árið 1991. Hafi þau elskast í Kensington-höll- inni, á sveitarsetri Díönu og Karls prins í Highgrove, við sundlaugar- barminn á heimili foreldra Díönu og á heimili móður Hewitts í De- von. Lýst er fyrstu ástarfundum þeirra í Kensington-höllinni og því haldið fram að upp frá því hafi þau verið reglulega saman um helgar sem liðið hafi hjá í „taumlausri sællífísþoku." að sitja hest. Hann var skriðdrekastjóri í Persaflóastríðinu og hermt er að Díana hafi skrifað honum mörg bréf þangað. Pastern- ak söguritari sagðist hafa lagt trúnað á frásögn Hewitts af ástar- sambandi þeirra Diönu er hann sýndi henni bréfin. í kröggum Sambandið fór í hundana í mars er Hewitt, sem er 36 ára, gortaði af vináttu þeirra í viðtali við Daily Express í mars sl. Kallaði hann yfir sig útskúfun úr hemum og vinir hans og kunningjar sneru við honum baki. Er hann sagður hafa átt í miklum fjárhagskröggum og leitt er að því getum að það ásamt útskúfuninni hafi orðið til þess að hann ákvað að segja allt af létta um samband þeirra Díönu og græða á öllu saman. Fyrrum kunn- ingi hans, þingmaðurinn Sir Nichol- as Bonsor, sagði I gær að Hewitt væri „mesti drullusokkur“ sem hann hefði kynnst á lífsleiðinni. Breskir fjölmiðlar vom undirlagð- ir af frásögnum um bókarútkomuna í gær og fyrradag. Þar var sagt að Hewitt gæti fengið allt að þijár milljónir punda, eða ríflega 320 milljónir króna, í sinn hlut. Hann fer huldu höfði en blöðin sögðust hafa heimildir fyrir því að hann dveldist á búgarði í Argentínu. Vinstriblað hneykslað Sérfræðingar í stjórnlagarétti sögðu að fræðilega væri hægt að saka Díönu og Hewitt um landráð reyndust fullyrðingar hans réttar. Málshöfðun af því tagi væri þó ólík- leg. Viðurlög við landráðum í Bret- landi er dauðarefsing. Bresk léttmetisblöð snerust Dí- önu til varnar. Jafnvel vinstri- mannablaðið Daily Mirror, sem fjandskapast hefur út í drottningar- hirðina, sagði: „Hann er viður- styggilegt kvikindi. Það væri of vel sloppið að hýða hann með hesta- svipu.“ i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.