Morgunblaðið - 04.10.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 19
Myndir teknar af flaki Estonia í Eystrasalti
Ómsjár sýna stóran
hlut nærri flakinu
Talið að um stafnhlera ferjunnar sé að ræða
Stokkhólmi, Turku. Reuter.
NEFND sem vinnur að rannsókn á flaki feijunnar Estonia, sagði í gær
að stefnishluti skipsins hefði losnað og að við það hefði sjór fossað inn
í ferjuna. Þetta komi m.a. fram á myndbandi sem tekið var af skipinu.
Leitarskip sneri í gær til hafnar í Finnlandi með um 15 klukkustunda
myndbandsupptökur af feijunni Estonia, þar sem hún liggur á um 70
metra dýpi. Þá sýna ómsjármyndir af flakinu stóran hlut sem er fáein-
um metrum þar frá. Giskað er á að það sé stafnhlutinn.
Að sögn þeirra sem rannsaka flak
Estonia tókust myndatökumar af
flakinu vel. Omsjá var notuð til að
staðsetja flakið og þá kom einnig í
ljós stór hlutur nærri því. Sögðust
rannsóknarmenn sem kvikmynduðu
flakið ekki hafa séð hann. Einungis
hefði verið hægt að mynda fáeina
fermetra í einu og ekki hefði verið
farið langt frá flakinu. Sænskir
rannsóknarmenn telja að stefnis-
hlutinn hafi fallið af skipinu.
Boðin bárust seint
Finnar viðurkenndu í gær að um
hálf klukkustund hefði liðið frá því
að neyðarkall barst frá Estonia til
Finnlands þar til fregnir af því
bárust til sænsku strandgæslunnar.
Segist formaður rannsóknarnefnd-
ar slyssins ekki vita hver ástæða
þessa sé.
Gallar í fleiri ferjum
Svíar, Finnar, Danir og Norð-
menn hafa fyrirskipað rannsókn á
stafnhlerum feija sinna í kjölfar
slyssins og hafa þegar komið í ljós
minni háttar gallar á þeim búnaði
á mörgum skipanna. Verður skipt
um læsingar á mörgum skipanna,
svo að þeim verði læst með hand-
afli. Mjög hefur verið gagnrýnt að
ein ferjanná sem sem tók þátt í
björgunaraðgerðunum í síðustu
viku, hélt áfram siglingum þrátt
fyrir að stefni hennar væri skemmt.
Þá var haft eftir Stena Sealink-
útgerðinni að ekjufeija hennar sem
fór á rnilli Svíþjóðar og Bretlands
í síðasta mánuði, hefði siglt þá leið
þrátt fyrir að áhöfn skipsins vissi
að læsing á stafnhlera hefði klippst
í sundur. Feijan hefur nú verið
tekin til skoðunar.
Talið er að það taki vikur, jafn-
vel mánuði að bera kennsl. á lík
þeirra farþega sem hafa fundist,
um 100 talsins. Nú þegar hefur
tekist að bera kennsl á nokkur lík
er ólíklegt er talið að það takist
með öll þeirra. Um eitthundrað
manns vinna við að bera sarnan
líkin og upplýsingar um þá í.ém
saknað er.
Islensk kona tekur sæti á sænska þinginu
Kosningar í Slóvakíu
„Var alveg óvið-
búin þessu“
„ÉG ER komin til
Stokkhólms en sálin er
enn heima á Gotlandi,"
sagði Ingibjörg Sig-
urðardóttir, sem tekur
í dag sæti á sænska
þinginu. Ingibjörg var
fyrsti varamaður Jafn-
aðarmanna á Gotlandi
og tekur sæti á þingi
þar sem annar þing-
manna flokksins á
eynni er talinn af en
hann var farþegi um
borð í ferjunni Estoniu,
sem fórst á Eystrasalti
í síðustu viku.
Ingibjörg fer inn á
þing sem varamaður
en hún segir að búist sé við að
þeir sem enn er saknað af Estoniu
verði formlega lýstir látnir innan
mánaðar vegna trygginga ofl. Þá
rnuni hún að öllum líkindum verða
annar þingmaður Got-
lands á þingi, í stað
Klas Görans Larsons.
„Þetta er erfitt núna
en maður verður samt
að halda áfram. Ég var
ekki viðbúin þessu og
það tekur því tíma áð
setja sig inn í hlutina.
Nýir þingmenn verða
settir á námskeið til að
kynna þeim starfsað-
stöðuna og svo kemur
fljótlegaí ljós við hvaða
málaflokka ég mun
starfa. Ég óskaði eftir
því að vinna að málum
atvinnulausra en það
er óvíst að ég fái þá
ósk uppfýllta,“ segir Ingibjörg. Fjöl-
skylda hennar verður áfram búsett
á Gotlandi og vonast Ingibjörg til
þess að geta verið heima allar helg-
ar en í Stokkhólmi í miðri viku.
Ingibjörg
Sigurðardóttir
Litlar líkur
á sterkri
sljórn
Bratislava. Reuter, The Daily Telegfraph.
VLADÍMÍR Meciar, fyrrverandi
forsætisráðherra Slóvakíu, hóf í
gær viðræður um myndun nýrrar
stjórnar eftir að flokkur hans vann
stórsigur í þingkosningum á föstu-
dag og laugardag. Takist Meciar
að mynda nýja stjórn þykir ólíklegt
að hún verði langlíf.
Flokkur Meciars, Hreyfing fyrir
lýðræðislegri Slóvakíu (HZDS),
fékk 35% atkvæða í kosningunum,
25 prósentustigum meira en næst-
stærsti flokkurinn. Sameiginlegt
val, kosningabandalag undir for-
ystu kommúnistaflokksins fyrrver-
andi, Flokks lýðræðislegra vinstri-
manna, fékk aðeins 10,4%, en hafði
18% fylgi samkvæmt síðustu skoð-
anakönnunum. Ungverski borgara-
flokkurinn, flokkur ungverska
minnihlutans, fékk 10,2%, en ólík-
legt er að hann verði með í næstu
stjórn.
Reuter
INDVERJI sem grunur leikur á að hafi sýkst af plágunni biður
þess að vera tekinn inn á sjúkrahús í Nýju Delhí.
Plágan á Indlandi
talin vera í rénun
N>ju Delhí, Surat. Reuter, The Daily Telegraph.
PLÁGAN á Indlandi virtist í rén-
un í gær og sjúkrahús leyfðu
yfir 200 sjúklingum að fara heim
úr sóttkví..
Indverskir embættismenn
sögðu í gær að enginn hefði lát-
ist af völdum plágunnar siðasta
sólarhringinn og færri kæmu á
sjúkrahús með einkenni hennar,
háan hita, hósta og bijóstverki.
Indversk heilbrigðisyfirvöld
segja að 50 manns hafi látist af
völdum plágunnar, 48 í borginni
Surat í vesturhluta landsins og
tveir í Nýju Delhí.
Síðdegis á sunnudag voru
4.059 manns á sjúkrahúsum með
einkenni plágunnar. Rannsókn á
hluta af 500 sjúklingum, sem eru
í sóttkví í Nýju Delhí, leiddi hins
vegar í ljós að 90% sjúklinganna
höfðu ekki smitast af plágunni,
heldur voru með algenga kvilla
eins og flensu og lungnakvef.
Jitendra Tuli, talsmaður Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar í Nýju Delhí, sagði að ind-
versk heilbrigðisyfirvöld hefðu
hafið vel skipulagða herferð til
að stemma stigu við útbreiðslu
plágunnar. „Á fimmtudag eða
föstudag ættum við að vita fyrir
víst hvort tekist hafi að halda
henni í skefjum,“ sagði hann.
Læknar í Surat gagnrýndu
hins vegar yfirvöld og sögðu þau
reyna að gera lítið úr útbreiðslu
plágunnar vegna efnahagslegra
áhrifa hennar, til að mynda á
ferðaþjónustuna. Læknarnir
sögðu að þeim hefði verið hótað
uppsögnum ef þeir veittu fjöl-
miðlum upplýsingar um pláguna
án heimildar. Þeir telja að allt
að 150 manns hafi látist af völd-
um plágunnar í Surat, en ekki
48 eins og yfirvöldin segja.
Olíunni
dælt úr
Bliicher
Dröbak. Reuter.
OLÍUBORPALLUR hefur verið
fluttur inn í Oslóarfjörð og er von-
ast til, að með honum verði unnt
að koma í veg fyrir olíumengun frá
þýska herskipinu Blucher, sem
sökkt var í síðasta stríði.
Pallinum hefur verið komið fyrir
ofan skipið þar sem það liggur á
hvolfi um 30 km fyrir sunnan Ósló.
Norðmenn sökktu Bliicher, sem var
12.200 tonn og eitt af stærstu her-
skipum Hitlers, þegar Þjóðverjar
réðust inn í Noreg og fórust með
því 600 manns. Liggur flakið á 80
metra dýpi og er olían farin að leka
úr geymunum, um 50 lítrar á dag.
Opið virka daga frá kl. 14:00 - 22:00
laugardaga og sunnudaga frá kl. 14:00 -19:00.
Við hvetjum sjálfstæðisfólk til þess að líta inn, kynna
sér störf og viðhorf Sólveigar og taka með sér
kynningarefni til frekari dreifingar.
Með kjöri Sólveigar í 3ja sæti stuðlum við að sterkum
D-lista í vor.
Skjaldborg
stuðningsmanna
SÓLVEIGAR
PÉTURSDÓTTUR
er að V egmúla 2
S. 881380 og 881382
■Nýtt!
ABT - BAÐÞILJUR
■■■■■■■■■■■■■■■■Dj
'k&'kik'k
Stórglæsilegar
amerískar flísa-
baðþiljur í miklu
úrvali á hreint
ótrúlega lágu
verði!
Stærð: 122 x 244 cm
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar
í Ármúla 29.
9
Þ. Poigrímsson & Co.,
Ármúla 29, 108 Rvík., s. 91-38640 - 91-686100