Morgunblaðið - 04.10.1994, Page 21

Morgunblaðið - 04.10.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 21 Prinsessa Benedikte heimsækir Reykjavík EINAR, Helga, Zbigniew, Richard, Sigrún og Beth. Glæsileg byrjun hjá Kamm- ermúsíkklúbbnum TÖNLIST Bústaðakirkja Kammermúsík Beth Levin píanó, Sigrún Eðvalds- dóttir 1. fiðla, Zbigniew Dubik 2. fiðla, Helga Þórarinsdóttir lágfiðla, Richard Talkowsky knéfiðla, Einar Jóhannesson klarinetta. 2. október. MEÐ þessum flytjendum var kannske engin furða að um fram- úrskarandi tónleika yrði að ræða, faglega og um leið áhrifamikla, en þó aðeins kannske því ekki er gefið að góðir einleikarar nái saman í samspili þar sem ólíkir einstakling- ar, með ólíkar listrænar niðurstöður kannske stríða um völdin. Vitanlega fann maður fyrir því að framsetning og svar var ekki alltaf eins hugsað, eða formað, en stuðaði mann sjald- an, svo frjáls flýgur listin þegar trútt er talað. Tvö verk voru á efnisskránni, það fyrra eini kvintett (að ég held) Ro- berts Schumanns, op. 44, er hann ■ og frá þeim tíma sem Schumann stóð í kontrapúntískum hugleiðing- um, gerði þó nokkrar tilraunir í þá átt og bregður þessu einmitt fyrir hér t.d. i síðasta þættinum. Fyrsta þátt kvintettsins byijuðu þau af miklum krafti, eins og þau vildu hremma áheyrendur strax á fyrstu töktunum og líklega tókst það þótt Sigrún yfirspilaði kannske ofurlítið í byrjun, var örlítið of há i tóninum stundum í fyrsta þættin- um, en svo aldrei meir og átti eftir að skila oft dýrlega fallegu spili síðar. Nokkuð hafði maður á tilfinning- unni að skapheitur og ágætur píanóleikari hópsins væri aðalmót- andi kvintettsins, með miklar dínamískar andstæður og um of var píanóið áberandi í fyrsta þættinum. Hinn þekkti annar þáttur kvint- ettsins var frábærlega fallega flutt- ur og það gneistaði af skersóinu. Síðasti þátturinn var einnig mjög vel spilaður, en maður velti fyrir sér hvort ekki þyrfti að vera örlítið léttara yfir honum? Klarinettukvintett J. Brahms, skrifaður sex árum fyrir dauða hans, er sterk, alvarleg og endalaus músík og hér leyfir Brahms sér að enda á hægum tilbrigðaþætti og lætur sér nægja að kalla hann „Con moto“. Hér er það tónlistin ein sem máli skiptir, „mitt er að yrkja, ykk- ar að skilja“. Margt er hér sem bendir til tveggja síðustu sinfónía hans nr. 3 og 4, endalausar fléttur og úrvinnsla í fyrsta þætti, Adagio- ið, sem hvisl byijuðu þau og með þessum sorgaróði náðu þau djúpt inn í hjörtu áheyrenda. Þó get ég ekki að því gert að Einar fannst mér ekki ná Brahms á klarinettið, ekki fyllilega, sóló eða ekki sóló - en í stíl, hver nóta í skölunum þarf að vera Brahms, engin tilviljun, ekkert ég, kannske var það bara mér sem fannst þetta og að hafa heyrt Einar sannari stílnum. En með tónleikum þessum bætti Kammermúsíkklúbburinn enn einni rósinni við tilvist sína. P.s. Eitthvað mun ég hafa komið klaufalega orðum að því sem ég vildi sagt hafa í sambandi við um- sögn um „Nýja söngvara" í Valdi örlaganna. Þar sem ég tala um píanóspil hljómsveitarinnar átti ég við að veikt spil nyti sín nú úr hljóm- sveitargryfjunni, hvað það ekki hefði gert áður. Ég hef tekið eftir að margir hafa misskilið þetta, sem eðlilegt er og haldið að ég ætti við leik á hljóðfærið píanó. Ragnar Björnsson Leikþátt- ur um sifjaspell FYRIRHUGAÐ er að sýna leikþátt- inn „Þá mun enginn skuggi vera til“ eftir Björgu Gísladóttur og Kolbrúnu Érnu Pétursdóttur á vinnustöðum og hjá félagasamtök- um á höfuðborgarsvæðinu, einnig að fara með hann í leikferðir út á landsbyggðina. Leikþátturinn, sem tekur 30 mínútur í flutningi, var sýndur á Nordisk Forum í Finn- landi í ágúst sl. og fékk hann góð- ar viðtökur þar, segir í kynningu. Leikþátturinn fjallar um sifja- spell og afleiðingar þess. Hann gefur áhorfendum kost á að auka skilning sinn á þessu viðkvæma málefni, sem er eitt best varðveitta leyndarmál í samfélagi okkar og svartur blettur á siðmenntuðu þjóð- félagi. Eina persóna leiksins er kona, sem gerir upp fortíð sína við óvenjulegar aðstæður, rifjar upp atburði úr æsku og lýsir áhrifum þeirrar reynslu sem hún varð fyrir. Konuna leikur Kolbrún Erna Pét- ursdóttir. Leikþáttur til sýninga á vinnustöðum Leikþátturinn hentar vel til sýn- ingar f kaffitímum eða í lok vinnu- dags á vinnustöðum og á fundum hjá félagasamtökum. Það er von aðstandenda sýningarinnar að tak- ast megi að auk umræðu um sifja- spell, orsakir þess og afieiðingar, því fræðsla og upplýst umræða er grundvöllur þess að forða megi börnum og unglingum frá lífs- reynslu sem getur valdið þeim óbætanlegu tjóni. Rétt er að geta þess, að sýningin er ekki við hæfi barna. Menningar- og fræðslusamband alþýðu og Stígamót standa að sýn- ingunni ásamt Kolbrúnu Ernu Pét- ursdóttur og Björgu Gísladóttur. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir og hún sá jafnframt um leikmynd og búninga ásamt Kolbrúnu og Björgu. Menningar- og fræðslusamband alþýðu sér um sölu á leikþættinum og eru allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni. í TILEFNI af menningarvikunni Dönskum haustdögum 8. til 16. október heimsækir prinsessa Bene- dikte Reykjavík. Prinsessan kemur mánudaginn 10. október og verður tvo daga í borginni. Prinsessa Bene- dikte mun meðal annars taka þátt í opnun sýningar á dönskum skart- gripum, vefnaðar- vöru og húsgögn- um. Hún mun einnig vera meðal heiðursgesta há- tíðarsýningar í ís- lensku óperunni þriðjudagskvöldið 11. október. Dagskráin þar saman- stendur af söng Pro Arte-kórsins, lestri leikkonunnar Bodil Udsen úr bókmenntaverkum H.C. Andersens og Karenar Blixen, og leik Kammer- sveitar Reykjavíkur á verki eftir Carl Nielsen. --------* * *------- ■ ÚT ER komin hjá Hljóðbóka- gerð Blindrafélagsins nýjar hljóðbækur. I faðmi ljóssins eftir Betty J. Eadie og Curtis Taylor. Sigurður Hreiðar þýddi og les ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur. Urvalsbækur Frjáls fjölmiðlun hf. gefur prentuðu bókina út á þessu ári sem segir frá einni mögnuðustu dauðareynslu fyrr og síðar. Hljóð- bókin er á þrem snældum og kostar 1990 kr. ■ Draugar vilja ekki dósagos eftir Kristínu Steinsdóttur. Höf- undur les. Vaka-Helgafell gefur út prentuðu bókina árið 1992. Bók- in segir frá ungir stúlku sem flytur í gamalt timburhús í Hafnarfirði þar sem hún kynnist draugnum Móra. Bókin er á þrem snældum og kostar 1690 kr. M Laxdæla saga. Silja Aðal- steinsdóttir les útgáfu Máls og menningar frá 1989. Laxdæla saga er á fimm snældum og kostar 2480 kr._ Utgefandi er Hjóðbókagerð Blindrafélagsins. Islenska einsöngslagið TONLIST Gcrðubcrg FYRIRLESTUR, EIN- SÖNGUR OG LJÓS MYNDASÝNING Fyrirlestur Jón Þórarinsson, Olöf Kolbrún Harðardóttir og Jón Stef- ánsson flytja einsöngslög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Sunnudagur 2. október. AÐ SEMJA lag, er svipað því að setja saman vísu og eru fræði- menn sammála um að einföld tón- setning á texta hafi fylgt málfars- þróuninni frá upphafi því þá steig maðurinn þau fyrstu spor að gera sig skiljanlegan með myndun alls konar hljóðeftirlíkinga. Söngurinn mun hafa verið mikilvægur þáttur í þróun tungumála og er því jafn- vel haldið fram, að söngurinn hafi komið fyrr fram en hið eiginlega talmál. Þjóðlög og gömul alþýðu- tónlist var fyrrum búin til af ómenntuðu söngfólki en með menntun og vaxandi kunnáttu í smíði hljóðfæra, risu upp hópar sérlærðra tónlistarmanna, fyrst taldir galdramenn, er náðu síðar eða um og eftir miðaldir fullum starfsréttindum að jöfnu við iðmð- armenn. Islenska einsöngslagið er tema tónlistarhátíðar sem opnuð var að Gerðubergi sl. sunnudag, þar sem ráðgerðir eru tónleikar og erindi um þenna þátt í menningu okkar íslendinga. Jón Þórarinsson tón- skáld reið á vaðið og rakti í inn- gangserindi sínu þróun einsöngs- lagsins á Islandi og lagði áherslu á, að hljóðfæraeign landsmanna hafi i raun markað þau skil, er sönglagagerð náði því stigi að sam- in voru eiginleg einsöngslög. Þarna var píanóið mikilvægt og benti Jón á að líklega hafi Árni Beinteinn Gíslason orðið fyrstur til að semja tónverk að þeirri gerð, sem flokkað er sem einsöngslag, þ.e. sönglag með sjálfstæðum undirleik, forpili, millispili og eftirspili og ritað á þremur nótnastrengjum. I fróðlegu erindi rakti Jón lauslega sögu ein- stakra frumkvöðla, taldi upp helstu verk þeirra og það sem vitað er um frumflutning einstakra verka. Sveinbjörn Sveinbjörnsson hefur nokkra sérstöðu meðal íslenskra frumkvöðla á sviði tónsmíði og eftir hann liggja mörg einsöngslög, sem allir þekkja, auk annarra tón- verka. Það fór vel á því að hefja þessa tónlistarhátíð með flutningi laga eftir Sveinbjörn og féll það í hlut Ólafar Kolbrúnar Harðardótt- ur og Jóns Stefánssonar. Af þeim níu lögum sem flutt voru, er aðeins eitt sem undirritað- ur man til að hafa heyrt, nefnilega Sprettur (Ég berst á fáki fráum). Flest lögin eru upprunalega samin við enskan texta bg bera mjög sterkan svip af enskri salontónist frá því um aldamótin. Tvö laganna eru samin við texta vestur- íslenskra ljóðskálda. Ensku söng- lögin eru um margt vel samin en það vantar í þau þann frískleika og frumlegu tónskipan, sem finna má t.d. í Spretti og því raun skiljan- legt, að þessi lög hafa ekki náð til þjóðarinnar. Flutningur Ólafar og Jóns var góður og þó sérstaklega i Spretti, sem venjulega hefur verið_ flutt af karlsöngvara. Eins og Ólöf til- greindi, hafa konur í æ ríkara mæli stundað hestaíþróttir hin síð- ari árin og tími til kominn að kon- ur eigni sér þetta snjalla söngverk. í húsakynnum Gerðubergs hefur verið komið fyrir fróðlegri ljós- myndasýningu og er þar margt skemmtilegt að sjá en sjálf sýning- in var opnuð af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra. Næstu sunnudaga munu verða haldnir tónleikar, þar sem reynt verður að gera íslenska sönglaginu nokkur skil en nú hafa þeir félagar Jónas og Trausti lagt fram lista nokkurra þúsunda sönglaga og eru þeir sem þennan lista hafa séð, sammála um að hér sé um að ræða merkileg verk, er trúlega eigi eftir að nýt- ast til rannsókna á sögu þessara menningarumsvifa. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.