Morgunblaðið - 04.10.1994, Side 34

Morgunblaðið - 04.10.1994, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÓLÖF SIG URJÓNS- DÓTTIR + Ólöf Siguijóns- dóttir var fædd í Keflavík 4. októ- ber 1923. Hún lést í Grensádeild Borg- arspítalans 28. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigur- jón Pálsson verka- maður, f. 12. ágúst 1896 í Keflavík, d. 15. ágúst 1975 í Reykjavík, og Helga Finnsdóttir kjólameistari, f. 28. september 1895 á Stóru-Borg, Austur-Eyja- fjallahreppij d. 25. apríl 1989 í Reykjavík. Olöf var fjórða í röð sex systkina. Hin eru: Finnur, f. 14. nóvember 1919, Sigurjón Helgi, f. 14. nóvember 1919, d. 24. desember 1936, Henný Dagný, f. 29. apríl 1922, Pálína Þuríður, f. 17. júní 1931 og Jóhanna Kristín, f. 31. maí 1935. 8. júni 1946 giftist Ólöf eftirlifandi eiginmanni sínum, Helga Eiríkssyni, fv. aðalbók- ara, f. 13. febrúar 1922 á Sand- ÓLÖF tengdamóðir mín lést hinn 28. september sl. - á afmælisdegi móður sinnar. Hún verður jarðsett á afmælisdegi sínum því hún hefði orðið 71 árs í dag. Þó Ólöf hefði ekki verið heilsuhraust síðustu árin og oft átt við vanheilsu að stríða, bar andlát hennar óvænt að. Hún hafði í ágúst hlotið slæmt lærbrot og gengist undir talsverða aðgerð. Hún var svo komin á Grensásdeild Borgarspítalans og stundaði þar sjúkraþjálfun af dugnaði og ósér- hlífni og ætlaði sér að komast aftur heim sem fyrst. Virtist hún vera að ná sér og var óbuguð og sagðist bara þurfa að læra aftur að tylia í fótinn og þá yrði hún aftur orðin fær í flestan sjó. Hún var nú sem endra- nær vongóð og virtist geta sigrað næstum hveija raun. Hún hafði allt- af mikið andlegt þrek hún Ólöf, hún lét fátt buga sig og vildi standa meðan stætt var, svo notuð séu hennar eigin orð. En að morgni mið- vikudagsins 28. september var lífi hennar lokið. Hún fékk hægt og frið- sælt andlát. Eftir sitja nú hnípnir ættingjar og sjá á bak góðri konu, elskulegri móður, ömmu, langömmu og tengdamóður. Ólöf fæddist í Keflavík en ólst upp í Reykjavík og leit alltaf á sig sem Reykjavíkurstúlku. Ólöf ólst upp á kreppuárunum og settu þau ár mark sitt á líf hennar og lífsviðhorf. Hún var ekki nema 14 ára þegar hún fór að vinna fyrir sér í vist hjá ókunnug- um til að létta undir með foreldrum sínum. Helga móðir hennar sagði einu sinni við mig þegar við vorum að ræða um þessi ár að það hefði verið erfitt að senda dætur sínar svo snemma út að vinna og sagði mér þá að á meðan hún fékk að hafa hana Ólu hjá sér „þá fannst mér ég Afritanar- stöðvar meö hugbunaði frá kr. 25.000,- ♦BGÐEIND- Austurströnd 12. Sími612061.Fax612081 v_____________________/ felli í _ Öræfum. Börn Ólafar og Helga eru: Sigrún Dúfa, læknaritari, f. 25. október 1942, gift Gunnari Karls- syni; Eiríkur f. 29. apríl 1947, for- stöðumaður, kvæntur Þórunni Kristinsdóttur; Sig- urjón, f. 13. júní 1949, meðferðar- fulltrúi, kvæntur Vilhelmínu Har- aldsdóttur; Ingólf- ur, f. 1. mars 1957, starfsmaður og söngvari; Jón, f. 23. febrúar 1959, vélaverk- fræðingur, kvæntur Sigrúnu Grétu Magnúsdóttur og Anna Sigríður, f. 1. ágúst 1963, söngv- ari, gift Enrico Bascarin. Af- komendur Ólafar og Helga eru nú 23 talsins. Ólöf vann ýmis störf utan heimilisins. Síðustu tíu árin vann hún sem aðstoðar- stúlka tannlækna á vegum Reykjavíkurborgar, lengst af í Öskjuhlíðarskóla. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í dag. geta allt, hún var svo úrræðagóð og viljug að allt virtist léttara meðan hún var heima“, sagði sú góða kona. Ólöf var róttæk í stjórnmálaskoð- unum. Hugsjónin um jafnrétti allra manna var henni hugstæð og aldrei fór neitt á milli mála hvern hug Ólöf bar til verkalýðsstéttanna og sjómanna enda var hún komin af sjómönnum og verkamönnum og þekkti kjör þeirra frá þvi hún var að alast upp hér í Reykjavík á kreppuárunum. Faðir hennar var sjómaður og verkamaður og hún mundi vel atvinnuleysisárin þegar fullfrískir heimilisfeður fengu ekki vinnu, oft vegna stjórnmálaskoðana. Hún talaði oft um þessi erfiðu ár og gleymdi þeim aldrei. Þau kröppu kjör, sem verkamannafjölskyldur bjuggu við á þessum árum, fátækt- in, allsleysið og óréttlætið settu mark sitt á þetta fólk. Ólöf giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Helga Eiríkssyni, árið 1946. Á þessum árum eftir stríðið var á margan hátt erfitt að byija að búa. Varla var húsnæði að fá fyrir ungt, fátækt fólk en með dugnaði, spar- semi og mikilli vinnu tókst þeim að eignast íbúð í Karfavogi 60. Þau voru ein af frumbyggjunum í því hverfi og bjuggu þar í 15 ár. Árið 1962 keyptu þau sér hús í Efsta- sundi 90 þar sem þau bjuggu í tæp 30 ár en höfðu nýverið keypt sér minni og þægilegri íbúð í Grænuhlíð- inni eða G7, eins og við kölluðum það, og þar ætluðu þau að eyða ell- iárunum. Ólöf og Helgi voru góð hjón og voru ungu fólki sannar fyrir- myndir í hvívetna. Þau áttu fallegt og menningarlegt heimili og ólu börnin sín upp í góðum siðum og bera þau merki þess að hafa alist upp hjá þessu greinda og víðsýna fólki. Ólöf var mörgum góðum kostum gædd og var um margt mjög eftir- minnileg og sérstök kona. Hún var víðsýn og fordómalaus, hafði yfir sér heimskonubrag og yfir henni var svolítið sérstakur stíll. Hún var ailt- af smekklega klædd og vel til höfð. Svo var hún vel að sér, las mikið og fylgdist með öllu sem efst var á baugi og hafði skoðanir á flestu. Hún var gædd miklu andlegu þreki og virtist fátt geta bugað hana hvort sem það voru hennar eigin veikindi eða önnur áföll sem hún þurfti að mæta á lífsleiðinni. Bjartsýn og reif LEGSTEINAR H6llUHfiflUNI 14, HfiFNRRFIRÐI, SÍMI 91-652707 var hún oftast og hafði ætíð hnyttin tilsvör á hraðbergi, þar sem það átti við og hitti oft þann fyrir sem henni fannst gefa tilefni til. Ungt fólk átti hún sérstaklega gott með að um- gangast. Hún gat vel sett sig inn í hugarheim þeirra ungu og skildi þau vel. Vinir barna hennar tóku við hana tryggð og heimsóttu hana oft og barnabörnin hennar urðu afar hænd áð þessari skemmtilegu ömmu sinni og hún var sniðug eins og Ólöf dótturdóttir hennar sagði oft. Oft voru fjörlegar samræður við eldhús- borðið þegar þetta unga fólk kom í heimsókn til þeirra Ólafar og Helga og mikið rætt um mál sem voru efst á baugi hveiju sinni og sagðar sög- ur. Ólöf var sagnabrunnur um atvik frá liðnum dögum, sem yngra fólki var ókunnugt um, og hún var bæði stálminnug og fróð og vel greind var hún þessi kona. Ég kom inn í þessa ijölskyldu fyrir tæpum 20 árum, feiminn sveitapiltur. Þau hjónin tóku mér af einstakri elskusemi og meðfæddri kurteisi og hafa fáar óskyldar mann- eskjur verið mér jafn góðar og Ólöf og Helgi og átti ég þar vini í stað. Þegar ég kynntist Ólöfu, var hún hún komin á miðjan aldur og ég dáðist að þeim dugnaði og áræði sem bjó í þessari fíngerðu konu. Hún lét sér fátt fyrir bijósti brenna og má til gamans geta þess að ótrauð lærði hún á bíl og tók bílpróf þegar hún var um fertugt. Ólöf vann úti með sínu stóru heimili mestan hluta ævinnar. Hún var sístarfandi, saum- aði og pijónaði og hafði til að bera listrænt handbragð við flest það sem hún tók sér fyrir hendur. Hefði Ólöf verið að ung stúlka í dag og átt kost á að mennta sig, tel ég víst að hún hefði lagt fyrir sig einhverskon- ar listnám. Nú hefur Ólöf Iokið farsælli lífs- göngu sinni. Hún skilur eftir sig sex ágæt börn sem voru hennar stolt og gleði í lífinu og elskulegan eigin- mann sem sér nú á eftir sinni góðu konu og sínum besta vini. Ég minnist góðrar konu og kveð hana með söknuði. Gunnar Karlsson. í lífi hverrar fjölskyldu er ákveð- ið akkeri, ættfaðir eða móðir. Ef einhver hefur verið slíkt akkeri í okkar íjölskyldu var það Óla amma, sem nú er dáin. Þó hún sé farin, getur enginn tekið frá okkur minn- inguna og hennar minnumst við sem ærlegar ættmóður. Óla amma var húmoristi, húman- isti og síðan en ekki síst sósíalisti. Ef einhver hefur kennt mér að greina rétt frá röngu í stjórnmálum og skoða öll mál á gagnrýninn hátt, þá voru það hún og Helgi afi. Hvort sem komið var í heimsókn í eldhús- ið hjá Helga afa og Ólu ömmu, yfir kaffi, hist í ættarveislum eða bara hist, var stutt í hláturinn og húmorinn sem hún var ríkulega gædd. Það er gegnum gangandi dálítið sérstök gamansemi í fjölskyldunni, gert mikið grín hvort að öðru og hlegið svolítið að óförum hvors ann- ars. Alltaf var jafn gaman að kotn- ast að uppsprettunni sjálfri, Ólu ömmu, og sjá og finna að vissir hlutir eru okkur í raun í blóð born- ir því þá undirstrikast tengslin, blóðböndin, hvað best. Mikið er búið að hlæja að Finni bróður mínum, sem man það manna best, þegar matardiskur sem afi hafði sett út í glugga, í kælingu, datt niður og mölbrotnaði en þá voru afi og amma að passa mig og Helga bróður á meðan mamma var að eiga Finn á Fæðingarheimilinu. Eða þá þegar amma kom storm- andi inn á fæðingardeildina að heimsækja fyrstu langömmu börnin og vék sér að fyrsta starfsmanni og tilkynnti að hér væri komin „langamma tviburanna“ og vildi fá að sjá börnin. „Hvaða tvíbura?" spurði starfsmaðurinn, þar sem nokkrar tvíburafæðingar eru í gangi hverju sinni. Að svona smá- skotum og sögum hefur verið hleg- ið. En þó stutt sé í hláturinn og grínið þá rýrir það ekki festu akk- ersins nerna síður sé og í mínum huga var Óla amma þetta akkeri. Festa Ólu ömmu í lífinu var Helgi afi, maðurinn hennar og börnin sex sem sjá nú á eftir lífsglaðri og skemmtilegri konu, móður og fé- laga. Fyrir hönd okkar barnabarn- anna tíu og barnabarnabarnanna sjö langar mig að senda þér þessi orð: Vor hinsti dagur er hniginn af himnum í saltan mar. Sú stund kemur aldrei aftur, sem einu sinni var. Því okkur var skapað að skilja. Við skiljum. Og aldrei meir. Það líf kemur aldrei aftur, sem einu sinni deyr. (Halldór Laxness) Baldvin Loftsson. Þegar leiðarlokin eru staðreynd, leitar hugurinn ti! upphafsins, þ.e. fyrstu kynna okkar Ölu. Það var vorið 1946 að báðir bræður mínir komu að Bjarnanesi með brúðir sín- ar til þess að láta föður okkar gifta sig. í fyrstu var ég ekki laus við feimni við þessar fallegu stúlkur, en það tók fljótt af. Það er alls ekki sjálfgefíð að tengdum fylgi vinátta en það gerðist í þessu tilfelli. Með þakklæti og söknuði hugsa ég til þeirra fjölmörgu stunda sem við Óla deildum bæði blíðu og stríðu. Þegar ég hugsa um Ólu sé ég hana ævinlega fyrir mér umkringda börnum og unglingum sem hún átti auðvelt með að laða að sér með elskulegu og glettnu viðmóti. Einnig veit ég að hún var óspör á að leið- beina bömum sem áttu í einhveijum örðugleikum við nám. Sjálf átti hún ekki kost á langri skólagöngu eins og títt var um þá sem ólust upp á kreppuárunum við þröngan kost. Þrátt fyrir það er óhætt að segja að Óla hafí verið vel menntuð. Þar hjálpaðist að góð dómgreind og lest- ur fjölbreyttra bókmennta m.a. á ensku og norðurlandamálum. Þó Óla og Helgi byggju á ýmsum stöðum og alltaf væri gott að koma til þeirra, er mér ofarlega í huga tímabilið sem þau bjuggu í Karfa- voginum. Þar áttu þau sitt fyrsta heimili. Þar myndaðist sérstakt samfélag meðal frumbyggjanna þarna í Vogunum, fólk kynntist og samgangur var mikill, enda var oft glatt á hjalla. Á þessum árum var Óla fyrst og fremst húsmóðir sem bar tak- markalausa umhyggju fyrir börnum sínum sem smátt og smátt urðu sex. Síðar meir þegar börnin voru vaxin úr grasi stundaði Óla stöðugt vinnu utan heimilisins, lengst af aðstoðarmaður tannlækna, síðast í Öskjuhlíðarskóla, éða svo lengi sem heilsan leyfði. Árin sem hún gekk ekki heil til skógar voru orðin býsna mörg, enda er mér kunnugt um að hún var til- búin að kveðja lífið. Nokkrum dög- um áður en hún dó töluðum við þannig um dauðann í léttum tón en þó i fullri alvöru. Dauðastríð slapp hún við, hún átti það skilið, svo oft var hún búin að finna mikið til. Óla mín, mann- og dýravinur, þakka þér fyrir allt og allt. Við Guðjón vottum þér, Helgi minn, og allri fjölskyldunni samúð okkar. Kristín Eiríksdóttir. RAFN KJARTANSSON + Rafn Kjartans- son var fæddur í Reykjavík 27. sept- ember 1935. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 24. september. Foreldr- ar hans hétu Ásta Ágústsdóttir og Kjartan Filipuss og eru þau bæði látin. Rafn var kvæntur Vilborgu Guðjóns- dóttur og átti með henni fjögur börn, sem eru Óskar, Ásta Karen, Kjartan og Sverrir. Rafn og Vilborg slitu samvistum. Rafn átti þrjá bræð- ur, Þorvald, Ágúst og Hauk sem nú er látinn. Síðastliðinn 20 ár var Rafn í sambúð með Kristínu Þorleifsdóttur. Útför hans fer fram frá Dómkirkj- unni í dag. NOKKUR kveðjuorð til þín, Rabbi minn, eins og við vinir þínir kölluð- um þig. Margar ánægjustundir átt- um við, ég og fjölskylda mín, með þér gegnum þau 20 ár sem þið systir mín áttuð saman. Það er svo margs að minnast þegar maður kveður vin eftir öll samveruárin sem ekki er hægt að tíunda hér, en er geymt í huganum. Hugrekki þitt og æðruleysi í þín- um erfiðu veikindum var með ein- dæmum. Ekki varstu á því að gef- ast upp fyrir manninum með Ijáinn. Þú sagðir alltaf við systur mína: Stína mín, þetta kemur allt, ég fer bráðum að fitna aftur og vinna hjá Gústa bróður, en hann reyndist bróður sínum sannur vinur í veikind- um hans. Stína systir mín, ég og fjölskylda mín vott- um þér innilega samúð okkar, mikið varstu góð og umhyggjusöm við Rabba þinn í veik- indum hans, enda var ávallt mikill kærleikur og gagnkvæm vinátta milli ykkar. Kærar þakkir til hjúkrunarfólks á Borgarspítalanum á deild A4 og sérstakar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning frá Heimahjúkrun krabba- meinsfélagsins. Ég votta börnum hans og fóstur- dóttur, Ingibjörgu, mína innilegustu samúð. Pálína Þorleifsdóttir. Æskufélagi minn, Rafn Kjart- ansson, er horfinn yfir móðuna miklu. Kom það ekki á óvart því hann hafði átt _ við vanheilsu að stríða alllengi. Eg ætla mér ekki að rekja lífsgöngu Rafns heldur minnast fáeinum orðum á þau sam- skipti sem við áttum í æsku. Á stríðsárunum bjó Rabbi á Smiðjustíg 5 og ég í nágrenninu. Það var allstór hópur stráka sem bjó í þessu hverfi. Sjónvarp var þá óþekkt fyrirbæri og strákahópurinn því alltaf í fótbolta eða skylmingum með trésverðum. Einnig var fallin spýta vinsæl. Leiksvæðin voru oft róluvellir, túnið hjá dr. Helga Pét- urs og safntúnið við Lindargötu þar sem umdeilt hæstaréttarhús er nú byggt. Árið 1946 stofnuðum við íþrótta- félag í hverfinu og var Rabbi einn af stofnfélögunum. Félag þeetta var starfandi í nokkur ár og tók Rabbi þátt í flestum greinum, t.d. kúlu- varpi, hlaupum, stangarstökki o.fl. Þá tíðkaðist götukeppni í fótbolta og var hverfisliðið allsterkt. Oftast var keppt við KR-inga á Framnes- vegsvelli og hart barist. Rabbi átti þijá bræður, Haukur, sá næstelsti, er látinn, en eftirlif- andi eru Þorvaldur og Ágúst. Heimilið á Smiðjustígnum var mjög lítið í fermetrum talið og það kom að því að Rabbi fékk herbergi í risinu. Að sjálfsögðu var oft strákafans í herbergi Rabba og allmikið fjör og hávaði. Eins og oft verður í samskiptum manna slitnaði sambandið og hver fór í sína áttina og þekki ég lífsgöngu Rabba lítið hin síðari ár, en þó grunar mig að æskuárin hafi verið hans mestu hamingjuár. Að lokum vil ég þakka Rafni fyrir öll þau æskuár sem við áttum sanan og vona að minningin um góðan dreng verði öllum aðstand- endum huggun harmi gegn. Theódór Óskarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.