Morgunblaðið - 04.10.1994, Side 35

Morgunblaðið - 04.10.1994, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 35 SIGTRYGGUR HALLGRÍMSSON + Sigtryggur Hallgrímsson fæddist í Reylq'avík 30. júlí 1929. Hann varð bráðkvaddur 24. september síð- astliðinn. Sigtrygg- ur var annar í röð- inni af fjórum börn- um hjónanna Hall- gríms Sigtryggs- sonar og Kristínar Sigurðardóttur. Hallgrímur var fæddur að Gils- bakka í Eyjafirði en ólst upp á Möðru- völium í Hörgárdal. Hann hóf ungur störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri og eftir að hann flutti til Reylqavíkur starfaði hann alia tíð hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufé- laga. Hann var einn af stofn- endum Karlakórs Reykjavíkur. Kristín var dóttir Sigurðar Jónssonar fyrrverandi ráð- herra frá Ystafelli í Suður-Þin- geyjarsýslu. Systkini Sigtryggs eru Sigurður verkfræðingur í Kenýa, kvæntur Arönku Bug- atsch og eiga tvo syni; Vigdís menntaskólakennari í Sunds- vall í Svíþjóð, gift Lars Gustav Nilsson og eiga einn son; og Þorsteinn verkfræðingur í Reykjavík, kvæntur Margréti Ásólfsdóttur og eiga þau tvö börn. Árið 1956 kvæntist Sig- tryggur Ragnhildi Jónsdóttur frá Nýjabæ á Seltjarnarnesi, f. 1929, d. 1985. Hún var dóttir hjónanna Jóns Guðmundssonar ÁRIÐ 1956 kom Sigtryggur Hall- grímsson fyrst inn í líf mitt. Það ár kvæntist hann uppeldismóður minni, Ragnhildi Jónsdóttur. Við bjuggum í Nýjabæ á Seltjarnar- nesi. Ég var þá á sjötta ári, eflaust' þijóskur og eigingjarn. Alla vega fannst mér koma hans óæskileg. Hann hafði komið og tekið mömmu frá mér og Jónda, tæplega þriggja ára bróður mínum. Sigtryggur kunni þó lagið á þess- um óstýrláta strák. Hann sannfærði mig um það að hann væri í raun stórfrændi minn. Amma mín, Hólm- fríður Jónsdóttir, og afi hans, Sig- urður Jónsson, stórbóndi og ráð- herra frá Ysta-Felli, Suður-Þingeyj- arsýslu, voru systkini. Við Sig- tryggur vorum ekki aðeins þre- menningar. Við vorum líka komnir af „höfðingjakyni". Smátt og smátt byijaði strákur að meta þennan nýja mann í lífi sínu. Hann kenndi mér að reima skóna mína og að telja upp að tutt- ugu. Fljótlega stækkaði líka systk- inahópurinn. Fyrr en varði vorum við orðin stór og samheldin fjöl- skylda. Upp í huga mér kom ótal myndir um góða og gleðilega daga. Ferðalög á sumrin vítt og breitt um landið. Kvöldstundir, er Sigtryggur þýddi og las fyrir okkur myndasög- ur, úr dönsku blöðunum Familien Journal, Hjemmet og Anders" And. Einnig las hann fyrir okkur íslensk- ar sögur, enda bókhneigður og víð-. lesinn maður. Ungum var okkur kennt að fara með kvöldbænirnar okkar. Á laugardagskvöldum var dansað og sungið, eftir lögum úr Ríkisútvarpinu. Svona gæti ég lengi talið, það er margra góðra stunda að minnast. Sigtryggur var verkmaður góður. Upp úr 1960 var ráðist í stórvirki. Reist var heljarmikið hús á Vailar- braut 15. Sigtryggur var í þeirri uPPbyggingu allt í öllu. Öll verk- færi léku í höndum hans, skóflan, hamarinn, sögin og rörtöngin. Árin á Vallarbraut eru í huga mér góð ár. Ár uppeldis og uppbyggingar. Það var oft glatt í þessari ævintýra- höll okkar systkinanna. Húsið sjálft bauð líka upp á það. Sérkennilegt í laginu, á þeirra tima vísu. Á háa- loftinu var farið í feluleiki. Þar fyr- ir neðan lærðum við og sváfum. endurskoðanda frá Stóra-Hofi í Rang- árvallasýslu og Bryndísar Guð- mundsdóttur frá Nýjabæ. Er Sig- tryggur og Ragn- hildur giftust varð Sigtryggur fóstri Ingólfs Árna Jóns- sonar, f. 1950, frá Einarsstöðum í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, og Guðmundar Jóns Helgasonar, f; 1953, sonur Ragnhildar og Helga Gíslason- ar. Saman eignuðust Sigtrygg- ur og Ragnhildur fjögur börn: Vigdísi, f. 1956, búsett í Kanada, Ragnhildi Björgu, f. 1957, Kristínu, f. 1961, búsett í Danmörku, og Hallgrím, f. 1965, búsettur í Bandaríkjun- um. Barnabörnin eru orðin tíu og barnabarnabörnin þrjú. Sig- tryggur lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum vorið 1950. Aðeins 22 ára hætti hann við háskólanám sitt til að gerast verslunarstjóri og síðar fram- kvæmdastjóri hjá Gefjuni- Iðunni Kirkjustræti 8. Undir sljórn Sigtryggs óx og dafnaði fyrirtækið og varð að stórri fataverksmiðju við Snorra- braut. Síðar starfaði Sigtrygg- ur hjá Rafha í Hafnarfirði og einnig var hann framkvæmda- stjóri Stálfélagsins hf. í nokkur ár. Utför hans fer fram frá Fossvogskirlqu í dag. Svo kom hæðin þar sem við borðuð- um. Neðst var stofan, þar var dans- að og sungið. í bílskúrnum voru sett upp leikrit og haldnar tomból- ur. í garðinum var sandkassi, þar voru byggðir kastalar. Jú, þetta var ævintýrahöllin okkar. Árin liðu. Jón afi í Nýjabæ dó og Bryndís amma veiktist. Við flutt- um þá aftur í Nýjabæ. Bryndís amma dó þá skömmu síðar. Við systkinin urðum eldri. Smátt og smátt fórum við að festa ráð okk- ar, stofnuðum okkar eigin heimili. Jóndi kvæntist Lilju, Ingi kvæntist Hönnu, þau slitu samvistum síðar. Dísa giftist Gvendi og þau fluttu síðar til Kanada. Systa giftist Kidda, Stína giftist Sigga og fluttu síðar til Danmerkur. Sigtryggur og mamma Ragnhildur og Diddi litli voru orðin ein eftir heima. Þau fluttu reyndar síðar frá Nýjabæ að Eiðistorgi 3. Enn liðu ár. Mamma Ragnhildur veiktist í kringum árið 1980. Veikindi hennar jukust ár frá ári. Hinn 28. júlí 1985 kvaddi hún okkur í hinsta sinn. Þrátt fyrir mik- il veikindi var hún alltaf stolt og dugleg, vann verk sín heima og á vinnustað, miklu meir en kraftar hennar leyfðu. Hún hafði alltaf áhyggur af öllum og öllu nema sjálfri sér, bjartsýn og kjarkmikil fram á síðasta dag. Þá um haustið flutti Diddi til Bandaríkjanna, til móðursystur okkar, Ingu, og henn- ar fjölskyldu. Diddi fór þar í nám. Fyrir tæpu ári síðan kvæntist hann líka, henni Krissie. Sigtryggur stóð nú einn eftir heima. Sigtryggur, þetta áttu að vera fátækleg minningarorð um þig. Um líf þitt og starf. Hvers er að minn- ast? Jú, það er margs að minnast. Ég man eftir dugmiklum og vel liðnum verslunar- og framkvæmda- stjóra fataverksmiðjunnar Gefjun- ar. Fyrstur var hann mættur til vinnu og fór síðastur heim. Ég minnist hans þó enn frekar er hann var framkvæmdastjóri Stál- félagsins nr. 2 árin 1984-1986. Þar var hugrakkur hugsjónamaður við stjórnvölinn. Hugsjón hans var þá það mikil, að hann lagði allt undir er hann átti. Ég var sammála hon- um um þetta þjóðþrifamál. Safna brotajárni vítt og breitt um landið, bræða járnið og valsa það, svo úr yrði steypustyrktaijárn. Við Islendingar erum stundum seinheppnir. Við flytjum hráefnin okkar allt of oft óunnin úr landi og látum aðrar þjóðir fullvinna þau. Síðan flytjum við vöruna heim full- unna í neytendaumbúðum. Þannig fór einnig um þennan draum okk- ar. Það er alltaf sárt að sjá góða hugsjón deyja og hverfa. Nú hafa nýir menn tekið þennan draum að sér. Vonandi farnast þeim vel. Allt það andstreymi er Sigtrygg- ur gekk í gegnum á þessum árum, reyndi mjög á hann. Hann gekk ekki lengur heill til skógar. Við sem þekktum hann og umgengumst vissum það. „Það er erfitt að beij- ast baráttuvilja þrotinn, brotið stolt er verra en hungrið og þorstinn." (Bubbi Morthens.) Nú er of seint að iðrast, að hafa ekki stutt þig betur. Við vissum að skref þín urðu lengri og lengri síð- ustu árin. Það er komið haust og sumarið er horfið. Við getum þó huggað okkur við minninguna um þær góðu stundir, er við áttum með þér síðastliðið sumar. Ég átti von á símtali frá þér laug- ardagsmorguninn 24. september. Þú hringdir ekki, Sigtryggur, til að biðja mig um að sækja þig. Við sem ætluðum öll systkinin hér heima að hitta þig og eiga saman dagstund. Stína var nýkomin til íslands frá Danmörku og við ætluðum öll að hittast og borða saman um kvöldið. Síminn hringdi samt, konurödd, mér ókunn, en þó innijeg, tjáði mér að þú hefðir dáið um nóttina. Þú hefðir gengið til hvílu kvöldið áður glaður og fullur tilhlökkunar. Sárt? Já. Er samt ekki gott að sofna glað- ur í hinsta sinn? Upp í hug mér koma nú ótal myndir, allar sögurnar þínar, sög- umar um bernskuna þína, uppvöxt- inn og skólaárin, þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar í góðra vina hóp, hafðir alltaf frá miklu að segj^. Bókhneigður og söngelskur, vars't í Karlakór Reykjavíkur og Selkórn- um. Svona mætti lengi telja. Sér- staklega minnist ég allra bílanna þinna, þeir voru víst 29, ef ég man rétt. Mér finnst því vel við hæfl að þú munir fara í þína síðustu öku- ferð í „eðalvagni" - Cadillac. Áttir þú ekki einn slíkan á yngri árum? Jú. Svo voru sögurnar um öll ferða- lögin þín, jafnt innanlands sem og ferðir þínar til þjóðlandanna 17, er þú sóttir heim. Ég mun sennilega sakna þinna föstu símahringinga tii mín. Þær voru reglubundnar. Klukkan 10.10 um helgar og klukkan 17.20 eða 21.50 á virkum dögum. Ég gat stillt klukkuna eftir þeim. Það var alltaf tilefni fyrir þessum símhringingum þínum. Þú vildir vita allt um börnin þín sex, barnabörnin tíu og bama- barnabörnin þijú. Þú vildir ekki gleyma neinum. Spurðir mig oft hver ætti afmæli næstu daga. Þú varst alltaf gjafmildur maður. Þó lífið leiki okkur stundum grátt, er oft betra að gefa en að þiggja. Ég vil að lokum þakka Sig- tryggi, fóstra mínum og stórf- rænda, samfylgdina í gegnum árin. fíriófinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Ég veit að hans uppáhaldsskáld var frændi hans Jónas Hallgrímsson. í huga mér kemur samt ljéð Guð- mundar Guðmundssonr, Þrek og tár: Hvað þá? - gráta gamla æskudrauma, gamla drauma, bara’ óra og tál. Láttu þrekið þrifa stýristauma, það er hægt að kljúfa lífsins ál. - Kemur ekki vor að liðnum vetri? Vakna’ ’ei nýjar rósir sumar hvert? Voru hinar fyrri fegri, betri? Felldu’ ei tár, en glðð og hugrökk vert. Þú átt gott: Þú þekkir ekki sárin. Þekkir ei né skilur hjartans mál. Þrek er gull, en gull eru líka tárin, pðleg svölun hverri þreyttri sál. Stundum þeim, er þrekið prýddi’ og kraftur þöpl, höfug féllu tár um kinn. En sama rósin sprettur aldrei aftur, þótt önnur fegri skreyti veginn þinn. Ingólfur Árni Jónsson. Sigtryggur er dáinn. Þegar ég heyrði orðin í símanum, var hugur- inn um leið kominn 40-50 ár aftur í tímann, þegar við áttum báðir heima á Hringbrautinni. Oft hitt- umst við á hveijum degi. Gengum suður Kaplaskjólsveginn að Hjalla- landi og um fjörurnar á Seltjarnar- nesinu og ræddum um alla hluti milli himins og jarðar. Við vorum Qórir sem héldum hópinn, Sigurður Hallgrímsson, bróðir Tryggva (svo var hann venjulega kallaður á þeim árum), Hörður Þorleifsson og ég, sem þetta rita. Það er erfitt að gera öðrum ljóst hve mikinn þátt góðir félagar á uppvaxtarárunum eiga í gæfu hvers einstaklings síðar á ævinni. Ég tel mig hafa átt því láni að fagna. Sig- tryggur var ári yngri en við hinir, sem allir vorum jafnaldrar, en hann var snemma tekinn í hópinn og fylgdi okkur í hverju, sem við tókum okkur fyrir. Á þeim árum var sumarvinna nokkuð vel borguð og fórum við tvisvar allir saman í eftirminnileg ferðalög. Eitt var útilega við Reykjahlíð í Mývatnssveit. Fórum við þaðan í rútubíl að Dettifossi með viðkomu í Ásbyrgi. Gengum við síðan frá Dettifossi að Gríms- stöðum á Fjöllum og fengum okkur feijaða yfir Jökulsá og gengum síð- an að símalínunni að Reykjahlíð, þar sem við höfðum skilið tjaldið eftir. Við vorum bæði þreyttir og svangir, þegar við komum í Náma- skarð. Hin ferðin, sem við fórum, var vikuútilega á Arnarvatnsheiði. Ferðin var eftirminnileg, en það hittist svo illa á, að það var rigning alla vikuna, sem ekki mun óvenju- legt á þeim slóðum, nema einn dag, sem veitti okkur dásamlegt útsýni. Vináttan hélst um mörg ár, þótt samverustundunum fækkaði. Leiðir okkar lágu ekki saman ekki oft saman á fullorðinsárunum vegna fjarlægðar í búsetu, en við fylgd- umst hvor með öðrum og þótti mér mjög vænt um að fá kort frá honum á síðastliðnum vetri. Mörg voru sporin, sem við geng- um saman á æskuárunum og margt spjallað - en leiðir skildu og langt á milli í mörg ár. Nú er Tryggvi farinn á undan okkur félögunum. Þökk fyrir vináttuna og félagsskap- inn. Algóður Guð gefi þér eilífan frið.^ Ásgeir Ingibergsson, Alberta,. Kanada. Æskuvinur er látinn. Við Sig- tiyggur vorum nánir vinir frá 5-6 ára aldri. Þegar leið á starfsævina sáumst við sjaldnar, eins og geng- ur, þegar menn hafa stofnað heim- ili og fara að sinna fjölskyldu. Æskuár okkar voru eftirminnileg. Við vorum mikið saman fjórir félag- ar, Sigtryggur og Sigurður, eldri bróðir hans, og Ásgeir Ingibergs- son. Auk daglegs samneytis og gönguferða, þar sem allt var rætt sem tilheyrði mannlegu samfélagi, fórum við á táningaárunum í langar ferðir, t.d. fótgangandi um Hóls- fjöll til Mývatns og á Arnarvatns- heiði. En lífið var ekki aðeins af- þreying og leikur. Á sumrin var alltaf farið út í atvinnulífið og þá var ekki slegið slöku við. Sigtyggur og félagar tóku að sér ýmsa verk- takavinnu, meðal annars að grafa grunn að íjölbýlishúsi við Gnoðar- vog með skóflur einar í höndum. Hann vann um tíma við uppskipun hjá Eimskip, ók flutningabifreið milli Reykjavíkur og Akureyrar og var eitt sumar bensínbílstjóri hjá ESSO. Alltaf var hann fullur at- hafnasemi og hlaðinn krafti. Hann var sérlega glæsilegur ungur maður og átti gott með að umgangast fólk. Ungur kvæntist hann Ragnhildi Jónsdóttur frá Nýjabæ á Seltjarnar- nesi, en hún lést 1985. Syrgði hann hana mjög og náði sér ekki eftir það áfall. Á svona stundu, þegar vinur hverfur yfir móðuna miklu, ótíraa- bært, hrannast minningarnar upp, áleitnar en ljúfar og án enda. Megi vinur minn hvíla í friði og ástvinum hans sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Hörður Þorleifsson. + Konan mín, MARGRÉT GUÐFINNSDÓTTIR, Völusteinsstræti 8, Bolungavík, andaðist á kvennadeild Landspítalans mánudaginn 3. október. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurgeir Sigurðsson. Móðir okkar, ÁGÚSTA INGVARSDÓTTIR, Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis á Brávallagötu 48, Reykjavík, lést að kvöldi hins 1. október sl. Börnin. + Móðir okkar, systir, tengdamóðir, amma og langamma, GEIRLAUG ÓLAFSDÓTTIR frá Reynisvatni, lést 1. október í Landspítalanum. Fyrir hönd aðstandenda, Ásdfs Halldórsdóttir, Hreinn Bjarnason, Þórir Ó. Halldórsson, Hrafnhildur Hannesdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.