Morgunblaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ __________HM í BRIDS LOKIÐ Aðalsteínn og Bjöm enduðu í 16. sætínu BRIPS Albuqucrquc HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í BRIDS 16. septcmber-1. október. BJÖRN Eysteinsson og Aðalsteinn Jörgensen stóðu sig best af íslensku pörunum sem kepptu í úrslitum heimsmeistaramótsins í tvímeHn- ingi. Þeir enduðu í 16. sæti af 78 pörum í úrslitunum eftir mjög jafna spilamennsku. Heimsmeistaramót- inu lauk á laugardagskvöld. Jakob Kristinsson og Matthías Þorvaldsson enduðu í 33. sæti eftir miklar sveiflur. Þeir byrjuðu vel í úrslitunum og voru í 7. sæti eftir tvær fyrstu umferðimar. í þriðju lotunni gekk þeim illa og þeir duttu í 18. sætið en í fjórðu lotunni hopp- uðu þeir upp í 6. sætið. í fímmtu og síðustu lotunni gekk. aftur illa og þeir enduðu í 33. sæti. Karl Sigurhjartarson og Þorlákur Jónsson enduðu í 42. sæti en þeir voru lengi í kringum 20. sætið. í heild var frammistaða íslensku par- anna góð og það er enn einn gæða- stimpillinn á bridsíþróttina á Islandi að eiga þrjú pör í úrsiitunum. Heimsmeistarar í tvímenningi urðu Pólveijamir Marek Szym- anowski og Marcin Lesniewski. Þeir em báðir atvinnumenn í brids og heimsþekktir spilarar. Szym- anowski var í pólska liðinu sem keppti til úrslita við íslendinga í Yokomama og Lesniewski er núver- andi Evrópumeistari í sveitakeppni og blönduðum tvímenningsflokki. Pólverjamir háðu harða baráttu við Bob Hamman og Michael Rosen- berg frá Bandaríkjunum. Og úrslit- in voru ekki Ijós fyrr en dómnefnd mótsins hafði fjallað um kæm Pól- veijanna gegn sænsku þari. Svíarn- ir höfðu unnið geim og fengið 620 en keppnisstjóri dæmdi spilið tapað og Pólverjunum 100. En dómnefnd- in var ekki jafn viss í sinni sök. Hefði hún dæmt Svíunum í vil hefðu Bandaríkjamennimir unnið mótið, en eftir langa fundi ákvað dóm- nefndin að skipta keppnisskorinni fyrir +620 og -100 á milli paranna og það nægði Pólverjunum til sig- urs. Dómnefndin kom einnig við sögu í viðureign Pólverja og Svía í undan- úrslitum sveitakeppninnar um Ros- enblumbikarinn fyrr í vikunni. í leiknum kom í ljós að Pólveijarnir Balicki og Zmudzinski vom að spila aðra útfærslu af sagnkerfi sínu en þeir höfðu áður skilað inn til móts- stjómarinnar. í tveimur spilum höfðu þeir komið inná sagnir á 1 grandi, sem þýddi annað en opin- bera kerfíð þeirra sýndi. í báðum þessum spilum græddu Pólveijamir vel, en keppnisstjóri dæmdi bæði spilin ógild og Pólveij- ana að auki í stigasekt. Dómnefnd mótsins fjallaði síðan um málið og staðfesti úrskurð keppnisstjóra. Hún bannaði einnig Baiicki og Zmudzinski að spila meira í undan- úrslitunum á þeirri forsendu að um þaulreynda keppisspilara væri að ræða og því væri brot þeirra gegn mótsreglunum ekki afsakanlegt. Þrátt fyrir þetta áfall unnu Pólveij- arnir leikinn með 20 stiga mun en töpuðu síðan úrslitaleiknum fyrir Bandaríkjamönnum. Þetta var svo lokastaðan í tví- menningnum: 1. Lesn.-Szym., Póll. 55,48% 2. Hamman-Rosenb., Band. 55 23% 3. Kirchhoff-Maas, Holl. 54,09% 4. Kowalski-Rom., Póll. 53,94% 5. Lévy-Mouiel, Frakkl. 53,87% 6. Herbst-Herbst, ísrael 53,73% 7. Katz-Weinstein, Bandar. 53,56% 8. Boyd-Robinson, Bandar. 53,52% 9. Berkowits-Cohen, Band. 53,06% 10. Murthy-Roy, Indlandi 52,88% 16. Aðalsteinn-Bjöm, 51,98% 33. Jakob-Matthías 50,88% 42. Karl-Þorlákur 49,83% Vestur til hjálpar íslensku kvennapari tókst ekki að komast í úrslit heimsmeistara- mótsins í tvímenningi kvenna. En Hjördís Eyþórsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir komust í undanúrslit og vora nálægt því að ná í úrslitin. Þetta spil v.akti athygli breska ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 3^- blaðamannsins Tonys Gordons og hann skrifaði um það í mótsblaðið: Norður ♦ 8742 V 843 ♦ Á1093 ♦ 42 11 ♦ ÁDG1095 Suður ♦ ÁKG93 V ÁG6 ♦ KD2 ♦ K7 Hjördís og Ljósbrá enduðu í 4 spöðum og vestur spilaði út hjarta- níu. Hjördís drap drottningu aust- urs með ás en þegar hún tók spaða- ás henti vestur háu laufi. Nú vora góð ráð dýr, því til að vinna spilið varð að spila tvisvar spaða gegnum austur og síðan að hjartagosanum, en innkomur í blindan vora af skornum skammti. Svo Hjördís ákvað að láta andstæð- ingana hjálpa til. Þar sem vestur átti öragglega laufás eftir laufakall- ið spilaði hún laufakóng í 3. slag. Vestur tók ás og drottningu, og spilaði sig út á hjarta, þar sem sem hann vildi ekki opna tígullitinn. Þegar austur tók hjartakóng og spilaði meira hjarta á gosa sagn- hafa var fyrsta hindranin frá. Hjördís spilaði nú litlum tígli og þegar vestur fylgdi með litlu svín- aði Hjördís tíunni. Þegar hún hélt gat hún spilað spaðaáttu, drepið tíu austurs með gosa, spilað tígulkóng inn á ás og svínað aftur spaða. Hefði vestur stungið upp tígulgos- anum hefði spilið farið niður. Guðm. Sv. Hermannsson Austur ♦ D1065 *KD7 ♦ 765 ♦ 863 Vestur ♦ - ♦ 10952 ♦ G84 Haustvörurnar eru kornnar ebe£ Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfátnaður Nýbýlavegi 12. sími 44433 FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUQVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI RAD AUGL YSINGAR Sjómamiafélag Reykjavíkur Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 11. október kl. 17.00, á Lindar- götu 9. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur. UTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir til- boðum í verkið „Ölkelduhálssvæði, vegur og borplan". Verkið felst í að leggja 3,8 km vinnuveg af Hellisheiði að fyrirhuguðu borstæði Hitaveitu Reykjavíkur á Ölkelduhálssvæði og byggja þar upp borplan. Helstu magntölur eru: Jöfnun undir burðarlag 25.000 m. Burðarlag 16.000 m. Verkinu skal lokið 25. nóvember 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 12. október 1994, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REVKJAVIKURBORGAR Frikirkjuveiji 3 Sinn 25800 ÚT B 0 Ð »> Eftirfarandi útboð er til sölu eða afhending- ar á skrifstofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, Reykjavík: Útboð nr. 10049 stýrileggir, belgleggir, kransæðaþræðingaleggir, æðaþræð- ingaleggir, leiðarar og innsetningarslíð- ur (ptca guiding catheters, ptca and pta ballon dilatation catheters, coronary angiographic catheters, diagnostic vasc- ular catheter^, guide wires and introduc- er sets). Opnun 18.11. 1994 kl. 11.00/EES. Gögn seld á kr. 1.000,- m/vsk., nema ann- að sé tekið fram. EES: Útboð auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Við vekjum athygli á að útboðsaugiýsingar birtast nú einnig í ÚTBOÐA, íslenska uppiýsingabankanum. Æ* RÍKISKAUP ^SSy Ú t b o i t k i I a árangril BORGARTÚNl 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 9 1-26844, BRÉFASÍMI 9 I-626739 NAUBUNGARSALA Uppboð UppboA munu byrja á skrifstofu embættisins, Miðstræti 18, Nes- kaupstað, föstudaginn 7. október 1994 kl. 14.30, á eftirfarandi eign: Gilsbakki 1, Neskaupstaö, þingl. eig. Finnbogi Birgisson, gerðarbeiö- endur Byggingarsjóður ríkisins, Lífeyrissj. starfsm. ríkisins og Lífeyr- issjóður Austurlands. Sýslumaöurinn í Neskaupstað, 30. september 1994. □ Hamar 5994100419 - I Fjh. IOOF Rb.4 = 1441048 - □ FJÖLNIR 5994100419 I Fjhst. FRL. ATK. □HLÍN 5994100419 IV/V - 2 Frl. Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guðmundsson, miðill, heldur skyggnilýsingafund mið- vikudaginn 5. október 1994 kl. 20.30 í Akoges-salnum, Sigtúni 3. Húsið opnað kl. 19.30. Miöar seldir við innganginn. FERÐAFÉLAG ® ÍSIANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Helgarferðir8.-9. október a. Kl. 8.00 Haustlitaferð f Þó'rs- mörk. Siðasta haustlitaferðin í ár. Góð gisting í Skagfjörðs- skála. Gönguferðir við allra hæfi. b. Kl. 8.00 Dalakofi-Hrafn- tinnusker-Laugar (ný ferð). Fyrsta helgarferð í skálann nýja f Hrafntinnuskeri. Gengið frá Dalakofa á laugardeginum og í Laugar á sunnudeginum, skemmtilegar leiðir, 4 klst. göng- ur. Ferðin er í samvinnu við Alls- nægtaklúbbinn. c. Kl. 20.00 Haustlitaferð í Núps- staðarskóga 7.-9. október. Uppl. og farm. á skrifst. Mörk- inni 6, pantið tfmanlega. Gerist félagar og eignist árbókina glæsilegu „Ystu strandir norð- an Djúps“. Hún er innifalin i árgjaldi kr. 3.100. Ferðafélag Islands. AD KFUK Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30 í aðal- stöövunum við Holtaveg. Fund- arefni í umsjón stjórnar. Allar konur velkomnar. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Samvera fyrir eldri safnaðar- meðlimi i dag kl. 15.00. Allir hjartanlega velkomnir. 52 071 § Hallveigarstig 1 •sími 614330 Myndakvöld 6. október Á þessu fyrsta myndakvöldi vetrarins verða sýndar myndir úr tveimur sumarleyfisferðum: frá bakpokaferð um Kjöl og ferð um Fjallabaksleiö syðri. Sýningin hefst kl. 20.30 í Fóstbræöra- heimilinu við Langholtsveg og að venju mun kaffinefnd sjá um glæsilegt kaffihlaðborð. Allir velkomnir. Lengri ferðir 8.-9. október; Yfir Fimmvörðuháls Gengið frá Skógum á laugardag upp í Fimmvörðuskála. Á sunnu- dag er síðan haldiö niður i Bása. Síðasta gangan yfir Fimmvörðu- háls á þessu ári. Haustlitaferð í Bása Litadýrðin á Goðalandi og f Þórs- mörk er í hámarki. Gist eina nótt í Básum. Nánari uppl. og miðasala á skrifstofunni. Útivist. Dalvegi 24, Kópavogi Þriðjudagur 4. október: Samkoma kl. 20.30. Andy Arbut- hnot þjónustar. Lofgjörö, prédik- un, fyrirbænir. Kraftur f nafni Jesú Kristsl. Allir hjartanlega velkcrr.nir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.