Morgunblaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐAVERÐ KR. 500 FYRIR
BÖRN INNAN 12ÁRA.
Stórmyndin ÚLFUR (Woif)
DÝRIÐ GENGUR LAUST.
Vald án sektarkenndar. Ást án skilyrða. Það er
gott að vera ... úlfur! Jack Nicholson og
Michelle Pfeiffer eru mögnuð I þessum nýjasta
spennutrylli Mike Nichols (Working Girl, The
Graduate). Önnur hlutverk: James Spader, Kate
Nelligan, Christopher Plummer og Richard
Jenkins.
„Úlfmaðurinn endurvakinn og settur í fyrsta
flokks umbúðir Hollywood-snillinga. Sjálfsagt
stendur varúlfsgoðsögnin í mörgum, þar fyrir
utan er Úlfur afar vönduð í aila staði og
Nicholson í toppformi".
★★★ S.V. Mbl.
★★★ Eintak
★★★ Ó.T. Rás2
Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.20.
B.i. 16 ára.
GULLÆÐIÐ
(City Slickers II)
Wliðaverð 400 kr.
Sýnd kl. 11.
AMANDA-VERÐLAUNIN 1994
BESTA MYND NORÐURLANDA
SÝND KL. 5, 7 og 9.
★ ★★★★ STJÖRNUBÍÓLÍNAN ★★★★★
Sími 991065.
Verð kr. 39,90 mínútan. „Flóttinn frá Absolom"-getraun. 70
vinningshafar verða dregnir út miðvikudaginn 5. okt. og fá
miða á forsýningu myndarinnar „Flóttinn frá Absolom"
fimmtudagskvöldið 6. okt. Einnig fá 3 heppnir vinningshafar
mánaðarkort í líkamsrækt hjá World Class.
llr dagbók lögreglunnar í Reykjavík
190 ökumenn
fá mál skráð í
ökuferilsskrá
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
KALLA þurfti til tækjabifreið slökkviliðs á sunnudagskvöld
svo hægt væri að ná ökumanni út úr bifreið, sem ekið hafði
verið aftan á strætisvagn á gatnamótum Seljaskóga og Engja-
sels. Ekki urðu teljandi meiðsl á fólki.
Á TÍMABILINU 30. september
til 3. október eru 559 færslur í
dagbók lögreglunnar. Hlutfalls-
lega flest málin eru tengd ölvun
eða áfengisneyslu með einum eða
öðrum hætti. Um heimilisófrið
var að ræða í 3 tilvikum, 32 háv-
aðatilvik, 9 innbrot, 11 þjófnaðir,
11 líkamsmeiðingar, 12 skemmd-
arverk, 10 rúðubrot og 2 mál
vegna bruggunar.
Alls voru 45 ökumenn kærðir
fyrir of hraðan akstur og um eitt
hundrað öðrum var gefín áminn-
ing vegna hraðaksturs. Ástæða
þótti jafnframt til að kæra 47
aðra ökumenn fyrir ýmis önnur
umferðarlagabrot. Allir þessir
190 ökumenn fá mál sín skráð í
ökuferilsskrá og ekki er ólíklegt
að athuga þurfi feril einhverra
þeirra nánar. Einn þeirra var
kærður fyrir að aka á 80 km
hraða á Miklubraut, þar sem
leyfilegur hámarkshraði er 60
km, á laugardagsmorgun. Aðeins
13 mínútum seinna var hann
kærður fyrir að aka á móti rauðu
ljósi á gatnamótum Háaleitis-
brautar og Kringlumýrarbrautar
á 95 km hraða. Þar er einnig
leyfilegur hámarkshraði 60 km.
26 árekstrar og 9
umferðarslys
Á tímabilinu var tilkynnt um
26 árekstra og 9 umferðarslys til
lögreglu. Á föstudag missti öku-
maður vald á bifreið sinni á
Laugavegi við Mjölnisholt með
þeim afieiðingum að bifreiðin lenti
á umferðarmerki og valt. Öku-
maðurinn var fluttur á slysadeild.
Síðdegis meiddist farþegi lítils
háttar eftir árekstur tveggja bif-
reiða í Skeifunni og flytja þurfti
bam á slysadeild eftir að það hafði
orðið fýrir reiðhjóli á Suðurlands-
braut. Þá var farþega af bifhjóli
ekið á slysadeild eftir að þijú ung-
menni höfðu fallið af því á Dælu-
stöðvarvegi. Á föstudagskvöld fór
farþegi á slysadeild eftir árekstur
tveggja bifreiða á gatnamótum
Stekkjarbakka og Breiðholts-
brautar. Tveir farþegar voru flutt-
ir á slysadeild eftir árekstur
tveggja bifreiða á Vesturlandavegi
við Nesti á sunnudag. Síðdegis á
sunnudag fann ökumaður til
eymsla eftir árekstur tveggja bif-
reiða á Miklubraut við Lönguhlíð.
í öllum tilvikum virtist vera um
minni háttar meiðsl að ræða.
Sýnum fyrirhyggju
Á næstu dögum mega öku-
menn búast við hálku eða ísingu
á götum borgarinnar. Reynsla
fyrri ára er sú að fyrsta hálkudag-
inn reyni ökumenn að fara var-
lega en þrátt fyrir það verða fjöl-
mörg óhöpp. Koma vetrarins er
óumflýjanleg. Það er. einungis
spurning hvenær. Nauðsynlegt
er að ökumenn búi ökutæki sín
miðað við aðstæður og hugi sér-
staklega að vetrarhjólbörðunum.
Reynslan er að þann dag, sem
fyrsta hálkan myndast á götunum
eða sjá má far í fyrsta snjóinn
þyrpist fólk með bifreiðar sínar á
hjólbarðaverkstæði með tilheyr-
andi töfum og óþægindum. Allir
koma á sama staðinn á sama
tíma. Af hveiju ekki að sýna fyr-
irhyggju og ganga í þau verk á
meðan tími er til?
Unglingar með skotvopn
Á föstudagskvöld var bifreið
stolið frá sendli, sem yfirgefið
hafði bifreiðina með vélina í
gangi. Bifreiðin fannst yfirgefin
á laugardagsmorgun á Vatns-
endavegi.
Aðfaranótt laugardags veittist
maður að konu á gangi í Álfta-
mýri. Maðurinn náði af henni
veski og hljóp síðan á brott. Eng-
in verðmæti voru í veskinu.
Aðfaranótt sunnudags voru
tveir drengir handteknir eftir inn-
brotstilraun í söluturn við Gnoð-
arvog. Þeir hafa áður komið við
sögu slíkra mála hjá lögreglu.
Á laugardag var tilkynnt um
að skothvellir hefðu heyrst í
Sundunum. Þegar lögreglan kom
á vettvang voru tveir unglingar,
14 ára ög 16 ára, með skotvopn
undir höndum. Hafði sá yngri
hleypt af tveimur haglaskotum á
gosflöskur. Lagt var hald á hagla-
byssuna og riffil.
Olvaðir unglingar
Talsvert bar á unglingum í
miðborginni á föstudags- og laug-
ardagskvöld. Fyrra kvöldið og um
nóttina voru 17 unglingar færðir
í unglingaathvarf íþrótta- ogtóm-
stundaráðs. Haft var samband
við foreldra þeirra og þeim gerð
grein fyrir stöðu mála. Afrit af
skýrslum um einstök atvik verða
send barnaverndaryfirvöldum. Á
laugardagsnótt þurfti lögreglan
að hafa afskipti af 10 einstakling-
um undir 16 ára aldri. I flestum
tilvikum var um drukkna ungl-
inga að ræða.
Næsta sameiginlega umferðar-
átak lögreglunnar á Suðvestur-
landi verður dagana 10. til 17.
október nk. Að gefnu tilefni verð-
ur athyglinni að þessu sinni sér-
staklega beint að ungum öku-
mönnum en tölulegar upplýsingar
sýna að þeir eiga hlutdeild í hlut-
fallslega mörgum umferðaróhöpp-
um og -slysum á hveiju ári. Mark-
miðið er að fá unga ökumenn til
þess að gera sitt til að fækka
megi slysum í umferðinni.
Bruggun upprætt
Tvö bruggmál komu upp um
helgina. Á fyrstu níu mánuðum
ársins hafði lögreglan í Reykjavík
haft afskipti af 26 framleiðslu-
málum ólöglegs áfengis á starfs-
svæði sínu. Á sama tímabili árið
1993 voru þeir 21 en 6 árið 1992.
Ástæðan er ekki endilega sú að
framleiðslustöðum hafi fjölgað í
umdæminu, heldur hefur mark-
visst verið unnið að því að hafa
uppi á þeim og uppræta.
>/úfcJ;*i^/Lif/;i
| I 1 7
Frumsýnd í Regnboganum
og Borgarbíói, Akureyri á föstud.
Forsýning á mibvikudag
MORE
10 rtísklingar
k 1.110,-
l
\#
BGÐEIND
Austurströnd 12
Sími 612061 • Fax 612081
Sjábu
hlutina
í víbara
samhcngi!