Morgunblaðið - 04.10.1994, Qupperneq 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR UIMGLINGA
- sagði HaraldurGuðmundsson úrTBR,
unglingameistari í badminton
Gaman að byvja
afluraðspila
eflir sumarfrí
„ÉG hef unnið Orra áður og hann mig. Þetta var ágætur leikur
hjá okkur og góður miðað við hvað lítið er liðið af tímabilinu er
maður í ágætri þjálfun. Þetta er ellefta árið mitt í badminton og
ég tími ekki að hætta þó mikið sé að gera í skólanum, því þetta
er svo skemmtilegt. Svo er alltaf gaman að byrja aftur eftir sum-
arfrí," sagði Haraldur Guðmundsson sem um fyrri helgi varð
Unglingameistari pilta í Reykjavík með sigri á Orra Erni Árnasyni.
Umrætt mót var það fyrsta í
vet.ur en flestir bytjuðu æf-
ingar fyrir einum mánuði. „Sjálf-
sagt væri betra að grípa í spaðann
yfir sumartímann og einu sinni í
viku væri nóg til að halda sér við.
Ég stefni að því að komast í mitt
besta form í nóvember og stefni svo
að því að komast í undir átján ára
liðið sem fer á Evrópumótið," sagði
Haraldur sem eins og aðrir spilarar
XBR æfa undir stjórn Jónasar Hu-
ang sem einnig þjálfar landsliðið.
Jónas fæddist í Kína en hefur þjálf-
að hér á landi undanfarin ár og er
íslenskur ríkisborgari. í fyrra voru
þessir hópar með sérþjálfara en
Jónas sér nú einn um alla þjálfun.
Mikið af mistökum
„Þetta var barningur, við vorum
ekki nógu öruggar og gerðum mik-
ið af mistökum,“ sagði Margrét
Dan Þórisdóttir úr TBR sem sigr-
aði bæði í einliðaleik stúlknaflokks-
ÚRSLIT
Unglingameistaramót
Reykjavíkur
Úrslitaleikir
Piltar og stúlkur:
Haraldur Gúðmundsson - Orri Öm Áma-
son 15:11, 15:13.
Margrét Dan Þórisdóttir - Magnea Magn-
úsdóttir 11:4, 11:5.
Bjöm Jónsson/Sveinn Sölvason - Orri
Öm Ámason/Haraldur Guðmundsson 20:14
og 18:14.
Erla Hafsteinsd./Magnea Magnúsdóttir -
Áslaug Hinriksd./Ágústa Arnard. 15:5,
15:6.
Orri Árnas./Margrét Dan - Sveinn Sölv-
-as./Erla B. Hafsteinsd. 18:13, 7:15 og
18:16.
Drengir og telpur
Magnús Ingi Helgason - Pálmi Sigurðs-
son 15:5 og 15:8.
Ása Antonsdóttir - Eliy Ingvarsdóttir
11:6, 9:11 og 11:7.
Magnús I. Helgason/Pálmi Sigurðsson -
Hallgrímur Arnarson/Ingóffur Ingólfsson
15:6, 15:3.
Magnea Gunnarsd./Magnús I. Helgason
- Hrand Atlad./Pálmi Sigurðsson 15:9, 15:6
Sveinar og meyjur
Helgi Jóhannesson - Elvar Guðjónsson
11:2 og 11:4.
Katrin Atladóttir - Aldís Pálsdóttir 11:2
ins og í tvenndarleik. Tvenndar-
leikurinn var reyndar æsispennandi
og stóð yfir í klukkutíma áður en
að Margrét og Orri Árnason náðu
að hala inn síðasta stigið í oddalot-
unni gegn Sveini Sölvasyni og Erlu
B. Hafsteinsdóttur. Erla tók undir
það að þær væru ekki komnir í sitt
besta form. „Við höfum æft í einn
mánuð og það er ekki nóg. Við
vorum'óörugg og uppgjafirnar voru
slakar hjá okkur.“
KR-strákarnir urðu Haustmeistarar í fjórða fiokki A-liða með sigri á Val í úrslitaleik.
Haustmótinu að Ijúka
KIMATTSPYRNUVERTÍÐINNI
hjá yngri flokkum er nú senn
að Ijúka en þegar er lokið
keppni i flestum flokkum á
Haustmótinu í knattspyrnu en
mótið er opið Reykjavíkurfélög-
unum.
Fram sigraði Leikni 1:0 í úrslita-
leik A-liða í sjötta flokki
drengja. Pjölnir sigraði hjá B-liðum
með sigri á KR í úrslitaleik, Fylkir
sigraði Fjölni 2:1 hjá C-liðum og
ÍR-strákarnir sigruðu hjá D-liðum
með því að sigra Fjölni eftir víta-
spymukeppni.
Víkingur sigraði í A-liði 5. flokks
en liðið bar sigurorð af Fram í úr-
slitaleik. KR sigraði bæði hjá B-
og C-liðum þessa aldursflokks og
lagði Þrótt að velli í báðum úrslita-
leikjunum.
KR varð sigurvegari A-liða í
fjórða flokki, liðið lagði Val að velli
2:1 eftir framlengdan leik og Fylk-
ir sigraði Fjölni í leik B-liðanna.
Haustmótinu er lokið í þriðja
flokki kvenna en ekki tókst að afla
upplýsinga um úrslit. Keppni í,öðr-
um flokkum lýkur á næstu dögum.
Morgunblaðið/Frosti
SIGURVEGARAR á Unglingameistaramóti Reykjavíkur sem haldið var um fyrri helgi.
KNATTSPYRNA
Þrír marka-
kóngar frá
Blönduósi
TÍU drengir og tvær stúlkur
fengu viðurkenningu frá Knatt-
spyrnusambandinu fyrir góða
knatttækni en keppni i knatt-
þrautum sem nefnt hefur verið
Markakóngur KSÍ hefur staðið
yfir í allt sumar og notið mikilla
vinsælda, sérstaklega á lands-
byggðinni. Athygli vekur að af
þeim tólf einstaklingum sem
hlutu viðurkenningu komu þrír
drengir frá Blönduósi en þeir
leika með Hvöt.
Þau tólf sem fyrir valinu urðu
sýndu listir sínar í leikhléi á
landsleik íslands og Svíþjóðar á
Laugardalsvelli fyrir skömmu, en
þau eru: Hjalti Jóhannsson, Kristó-
fer Þór Pálsson og Finnur Karl
Vignisson, allir frá Hvöt á Blöndu-
ósi, Jóhann Sveinbjörnsson frá
Hugin á Seyðisfirði, Pálmi Pálma-
son Völsungi Húsavík, Grétar Rafn
Steinsson KS Siglufirði, Guðlaugur
Andri Axelsson Skallagrími Borg-
arnesi, Þorsteinn Gestsson Tinda-
stól á Sauðárkróki, Hulda Harðar-
dóttir ÍR Reykjavík, Anna Linda
Ágústsdóttir IR, Helgi Ólafsson og
Ásgeir Jóhannsson úr Leikni
Reykjavík.
Drengjalandslið næsta árs undirbúið:
Úrlökumót haldið
í Grindavík
Morgunblaðið/Frímanna Ólafsson
HVER VEIT nema hér séu á ferðinni framtíðarlandsliðsmenn.
Talið frá vinstri, Jóhann Aðalgeirsson, Pálmar Guðmundsson
og Jón Guðmundsson, frá Grindavík.
og 11:3.
Helgi Jóhannesson/Elvar Guðjónsson -
Gunnlaugur Sölvason/Agnar Hinriksson
15:6, 15:1.
Katrín Atlad./Aldís Pálsd. - Ágústa Niels-
eij/Eva Petersen 15:4 og 15:9.
Hnokkar og hnátur
Birgir Haraldsson - Baldur Gunnarsson
11:6 og 11:6.
Birgir Haraldss./Leifur Sigurðsson - Sturla
Friðrikss./Hilmar Foss 15:0, 15:0.
Birgir Haraldss./Ragna Ingólfsd. - Bald-
ur Gunnarss./Tinna Jlelgad. 15:8, 15:9.
Tátur
Ragna Ingólfsdóttir - Hrafnhildur Ás-
geirsdóttir 11:7 og 12:9.
Ragna Ingólfsd./Hrafnhildur Ásgeirsd. -
Lára Hannesdóttir/Halldóra Elín Jóhannsd.
15:1 og 15:11.
Boðhlaupsmet
Ranglega var sagt frá því á slðustu ungl-
ingasíðu að kvennasveit hefði sett íslands-
met í 4x100 m boðhlaupi á norrænu ungl-
ingalandskeppninni sem fram fór í Hudd-
inge í Svíþjóð. Hið rétta er að íslandsmet
í flokki 19-20 ára setti karlasveitin en
hún var skipuð þeim Ólafi Traustasyni og
Bjama Þór Traustasyni úr FH, Ármenn-
ingnum Hauki Sigurðssyni og Jóhannesi
Marteinssyni úr ÍR. Sveitin hljóp á 42,27
sekúndum en fyrra metið var 43,32 sett
fyrir fimm áram.
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið
gætu verið kenniorð KSÍ sem
safnaði saman 80 drengjum á aldr-
inum 14 og 15 ára
[-fíniQnfl i Grindavik í siðasta
Ólafsson mánuði. Þar var
skrifar frá haldið úrtökumót
Gríndavfk fynr þessa drengi
sem konia til með að skipa drengja-
landslið Islands á næsta ári.
Yfírumsjón með landsliðum ís-
lands hefur Ásgeir Elíasson lands-
liðsþjálfari en Gústaf Björnsson
aðstoðarþjálfari var í Grindavík til
aðstoðar. „Við erum að byija með
drengjalandsliðið fyrir næsta ár.
Hér eru 6 lið, 80 strákar, af öllu
landinu sem við skoðum og veljum
síðan hóp úr til að æfa áfram. Kerfi
okkar byggir á 5 trúnaðarmönnum
um allt land sem hafa valið stráka
til að spila og þeir gista einnig sam-
an hér í Grindavík.
„Þetta gefur strákunum líka al-
mennan áhuga og að hafa eitthvað
til að hlakka til. Tíminn er notaður
til að skoða veikar og sterkar hliðar
hjá hveijum og einum og það er
síðan lagt á herðar þeirra sjálfra
að vinna með heima þannig að við
erum einnig að hvetja til æfinga
utan venjulegra æfinga hjá heima-
félögunum þannig og undirstrikum
það að hver verður að skila sínum
þætti þó liðið komi fram sem hóp-
ur. Þá má ekki gleyma því að knatt-
spyrna er hópíþrótt og við eflum
félagsandann með því að vera sam-
an á þennan hátt,“ sagði Gústaf
við Morgunblaðið.
Gústaf lét mjög vel að allri að-
stöðu í Grindavík til knattspyrnu-
iðkunar en einnig var spilað í Njarð-
vík og Vogum.