Morgunblaðið - 04.10.1994, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK
SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓir 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Hlaup hafið í Þjórsárjökli sem er sprunginn og byrjaður að skríða fram
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HLAUPIÐ er í miðhluta jökulsins. Helsta einkenni þess er gruggugt vatn. Vatnavextir eru hins vegar ekki teljandi.
Þjórsár-
kvíslar
vaxa lítt
„ÉG LENTI í erfíðleikum með að
komast áfram upp á jöklinum vegna
sprungna fyrir rúmri einni eða
tveimur vikum. Mér varð svo ljóst
eftir að hafa fengið þyrlu til að
komast að mælipunktum hvers
kyns var,“ segir Oddur Sigurðsson
jarðfræðingur hjá Orkustofnun.
Hann var við mælingar á Þjórsár-
jökli þegar hann varð var við að
jökullinn var farinn að hlaupa.
Oddur líkir hlaupinu við hlaup í
Síðujökli í vor. Hvorki sé þó um
jafnáberandi né jafnstórt hlaup að
ræða. „Jökullinn er að hluta til far-
inn að skríða fram í jaðarinn. Skrið-
ið heldur væntanlega áfram næsta
mánuð eða tvo,“ sagði Oddur. Hann
sagði að hlaupinu fylgdi gruggugt
rennsli og einhverjir vatnavextir.
Þeir væru áhugaverðir til dæmis í
tengslum við virkjunarmöguleika
og gætu orðið allt að 10% á löngum
tíma. Hann bjóst við að hlaupið
næði hámarki einhvern tíma á
næstu vikum. Ekki sagði Oddur að
hætta stafaði af hlaupinu. En jök-
ullinn sjálfur væri gjörsamlega
ófær.
Smáflugrélar þjón-
ustaðar í Keflavík
NÝ þjónustumiðstöð fyrir smáflug-
vélar í innanlands- og feijuflugi er
í byggingu á Keflavíkurflugvelli á
vegum Suðurflugs hf. Fyrsti hluti
miðstöðvarinnar verður að öllum lík-
indum tekinn í notkun næsta vor en
skv. áætlun er gert ráð fyrir að
byggingin taki hálft annað ár. Full-
gerð verður þjónustumiðstöðin 2.200
fm og hljóðar kostnaðaráætlun upp
á 75 milljónir króna.
Nýja þjónustumiðstöðin verður við
hliðina á flugskýli Flugleiða, norð-
vestur af Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Þar verður boðið upp á alla almenna
þjónustu í innanlandsflugi og milli-
landaflugi smærri flugvéla auk við-
gerðarþjónustu og varahlutaþjón-
ustu fyrir vélarnar.
Að sögn Erics A. Kinchins, stjórn-
arformanns Suðurflugs, sem rekur
bæði leiguflug og kennsluflug, er
ekki ætlunin að ná viðskiptum af
öðrum með byggingu þjónustumið-
stöðvarinnar. Tilgangurinn sé að
bæta úr aðstöðuleysi og bjóða þjón-
ustu sem ekki hefur verið til staðar
til þessa. Þannig vildu forráðamenn
Suðurflugs taka þátt í því að auka
millilendingar á Keflavíkurflugvelli.
■ Þjónustumiðstöð/16
Morgunblaðið/Ásgeir Haraldsson
Isjaki á
Skallanum
Aukin bjartsýni um hagnað hjá Flugleiðum
Afkoma batnaði iim
nær 400 milljónir
TAP Flugleiða af reglulegri starf-
semi nam alls 76 milljónum fyrstu
sjö mánuði ársins en var 468 milljón-
ir á sama tíma í fyrra. Er því alls
um að ræða 392 milljóna bata í
reglulegri starfsemi hjá félaginu
sem fyrst og fremst er rakinn til
verulegrar fjölgunar farþega, sparn-
aðar í rekstri og hagstæðra vaxta-
kjara.
Óreglulegir Iiðir rekstrarins voru
félaginu hins vegar mun óhagstæð-
ari fyrstu sjö mánuði ársins en í
fyrra. Flugflotinn var endurmetinn
miðað við gengi dollars og var bók-
fært verð hans lækkað um 239 millj-
ónir umfram gengishagnað af lán-
um í uppgjörinu. Þá naut félagið
ekki lækkunar tekjuskattsskuld-
bindingar sem nam 180 milljónum
í fyrra. Að öllu þessu samanlögðu
nam heildartap Flugleiða því um 93
milljónum fyrstu sjö mánuðina sam-
anborið við 79 milljóna tap árið áður.
Miklar sveiflur
innan ársins
Miklar sveiflur hafa verið á af-
komu Flugleiða innan ársins eins
og jafnan áður. Þannig var heild-
artap fyrst.u þijá mánuði ársins 963
milljónir. A öðrum ársfjórðungi var
231 milljónar hagnaður og í lok júní
vartapið því 732 milljónir. í júlímán-
uði einum var hagnaður að fjárhæð
639 milljónir en einnig er gert ráð
fyrir verulegum hagnaði í ágúst og
september.
Rekstraráætlun Flugleiða gerir
ráð fyrir að hagnaður verði af starf-
seminni á þessu ári.
■ Tapið um 93 milljónir/17
■ Jákvæð þróun í rekstri/26
ÞESSI borgarísjaki varð á vegi
skipverja á rækjutogaranum
Nökkva HU 15 frá Blönduósi sem
komu heim úr tveggja vikna túr
nú um mánaðamótin. Jakann sáu
þeir á reki er togarinn var stadd-
ur 60 mílur úti af Húnaflóa, á
Skallamiðum svokölluðum. Þór
Jakobsson veðurfræðingur, sem
hefur yfirumsjón með hafísrann-
sóknum hjá Veðurstofunni, segir
borgarísjaka jafnan áberandi á
þessum slóðum um þetta leyti
ársins en þeir eiga uppruna sinn
í skriðjöklum Grænlands. Segir
Þór að hæð borgarísjaka geti far-
ið allt að 70 metra yfir sjávarmál
og séu þeir jafnan um 8-9 sinnum
stærri undir yfirborði, en nafn-
giftin sé sennilega rakin til þess
hve þeim svipi til hamraborga.
Innbrot í
ljósmyndaver
Tækjum
fyrir rúm-
lega millj-
ón stolið
BROTIST var inn í ljósmyndaver í
Síðumúla 27 í fyrrinótt og stolið
ljósmyndatækjum fyrir á aðra millj-
ón króna.
Að sögn Lárusar Karls Ingason-
ar, sem á ljósmyndaverið ásamt
Brynjólfi Jónssyni, var gluggi á
gafli hússins spenntur upp og farið
inn um hann. Lárus segir að inn-
brotsþjófurinn eða -þjófarnir hljóti
að vera mjög smávaxnir því að
glugginn sé mjög þröngur.
Að sögn Lárusar voru verðmæt-
ustu og léttustu tækin tekin og
ekkert skemmt. Mestu verðmætin
liggi í tveimur Hasselblad-ljós-
myndavélum og fjórum eða fimm
linsum. Auk þess saknar Lárus síma
og símsvara.
Lárus segir að töluverðan kjark
þurfi til að bijótast inn í húsið, því
það sé beint á móti Síðumúlafang-
elsinu auk þess sem öryggisfyrir-
tækið Securitas hafí aðsetur í því.
Öll tækin skráð
Lárus segir að tækin séu öll skráð
og þess vegna muni reynast erfitt
að koma þeim í verð hérlendis.
Hann segir að þeir Brynjólfur séu
þokkalega tryggðir og muni líkleg-
ast ekki verða fyrir miklu fjárhags-
tjóni vegna innbrotsins, en í augna-
blikinu séu þeir svo að segja mynda-
vélalausir.