Morgunblaðið - 01.11.1994, Page 4

Morgunblaðið - 01.11.1994, Page 4
v_ 4 B ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA „Yfirspilaðir af meisturunum" sungu stuðningsmenn United er lið þeirra lagði topplið Newcastle Rafmagnað andmmsloft - á glæsilegu leiksviði Old Traffords Reuter Ray Glggs fagnar Gary Pallister, sem kom United á bragðld. Stemmningin á leikjum í ensku knattspymunni er oftast óvið- jafnanleg, og andrúmsloftið var sannarlega rafmagnað á Old Trafford í Manchester á laugardag. Skapti Hallgríms- son var á meðal um 44 þús- und áhorfenda þegar Manc- hester United sigraði Newc- astle 2:0 og kom þar með í veg fyrir að „spútniklið“ Ke- vins Keegans næði afgerandi forystu í deildinni Það verður ekki frá enskum knattspymumönnum tekið að þeir halda áhorfendum við efnið í 90 mínútur. Hæfileikar margra þeirra hafa oft verið dregnir í efa, sagt að þeir séu upp til hópa stórir og sterkir og þeirra aðal se að hlaupa hratt og sparka langt, en það er ekki mikið um rólega kafla í leikjunum. Og bestu liðin á Eng- landi geta í það minnsta leikið frá- bæra knattspymu hvað sem öðm líður, eins og lið Manchester United og Newcastle sýndu á Old Trafford í Manchester á laugardag. Hér var allt á fullu, nánast frá þtjú til kort- er í fimm — nema hvað menn fengu sér auðvitað tesopa í leikhléinu. Heimamenn sigmðu 2:0 með mörk- um Garys Pallisters og Keiths Gil- lespies og sigurinn var mjög svo sanngjarn; leikmenn United sýndu að þeir láta.meistaratitilinn ekki svo glatt af hendi. Newcastle er þó enn á toppnum og Kevin Keegan, fram- kvæmdastjóri liðsins, sagði á eftir: „Þetta verður engin smá keppni um meistaratitilinn í vetur. Engin smá keppni! Ekkert eitt lið kemur til með að stinga af.“ Lið Keegans auk meistara United, Blackbum, Nott- ingham Forest og jafnvel Liverpool gætu öll komið til greina; hafa öll verið að spila snilldarlega upp á síðkastið. Að fara „á völlinn" í Englandi er alltaf sérstök upplifun og áhang- endur þeirra tveggja liða sem áttu í hlut á Old Trafford em taldir með þeim allra hörðustu. Fólk mætir snemma að vellinum; fjöldi var kominn vel fyrir hádegi, þó hiiðin að áhorfendapöllunum væm ekki opnuð fyrr en löngu seinna. Menn voru að næra sig, fjárfesta í marg- víslegum minjagripum sem boðið er upp á. Sama handritlð „Tjaldið lyftist. Stólar bekkir borð, til beggja handa, dyr og gluggi á stafni" segir í kvæði eftir Davíð. Tjaldið lyftist líka á Old Trafford og þó sviðsmyndin sé önn- ur en í kvæðinu er þetta glæsilegt leikhús, þar sem uppselt er á nán- ast hverja einustu sýningu — stuðn- Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stuðningsmenn Manchester United mœta ð Old Trafford löngu áður en sýnlngar hefjast og nota tækifærlð tll að kaupa sér minja- grlpl. Hér er einn af ungu sölumönnunum, sem hafa komlð upp sölutjaldl fyrlr utan hinn glæsilega völl. var mikill strax frá byijun, sótt af krafti á báða bóga en heimamenn komu sér vissulega í þægilega stöðu með því að skora svo snemma. Ryan Giggs var í byrjunarliði Un- ited öllum að óvörum; Ferguson framkvæmdastjóri liðsins hafði sagt daginn fyrir leik að Giggs yrði ekki með, en á laugardag kom í ljós að strákur hafði æft á föstudag og ekki kennt sér meins. „Ég ætla að spjalla við Giggs á eftir, og ef hann telur sig tilbúinn getur vel verið að hann spili. Hann verður að minnsta kosti á bekknum," sagði Ferguson í hádeginu. Giggs var svo á sínum stað á vinstri kantinum þegar flaut- að var til leiks og það var eftir glæsilega sendingu frá honum úr aukaspymu sem Gary Pallister skallaði boltann í netið. Newcastle byijaði reyndar ágætlega og ógnaði United markinu nokkrum sinnum á fyrstu mínútunum, en eftir markið var engin spuming hvort liðið hefði undirtökin. „Maður óskar svo sem ekkert sér- staklega eftir því að lenda í þessari stöðu; að Ienda 1:0 undir gegn Manchester United eftir ellefu mín- útur á Old Trafford!" sagði Kevin Keegan á eftir. „Þeim fínnst þægi- legast að vera í svona stöðu; að andstæðingurinn þurfí að sækja að þeim, því þá gefst þeim alltaf tæki- færi á að beita skyndisóknum, sem þeir eru mjög góðir í.“ Keegan viðurkenndi fúslega að hans menn hefðu ekki átt mikla möguleika. „Við vomm eins og tannlaust tígrisdýr í dag,“ sagði hann. Markakóngurinn Andy Cole sem hefur spilað meiddur undan- famar vikur getur ekki meir í bili og Keegan segist ætla að hvíla hann. Paul Kitson, framheijinn sem Keegan keypti frá Derby fyrir stuttu er einnig meiddur, þannig að fremsta víglínan hjá Newcastle var hálf máttlaus gegn United. Báðir stjórarnir hrósuðu liðunum fyrir á hvern hátt þau koma fram, sækja og leika til sigurs. „Leikurinn var frábær; glæsileg auglýsing fyr- ir enska knattspyrnu," sagði Keeg- an. Skemmtun Ferguson og Keegan hafa báðir peninga og vilja til að stilla upp góðum knattspyrnuliðum; skemmti- legum liðum, sem leika til sigurs hvar sem er og hvenær sem er. „Við erum vanir því að andstæðing- ar okkar komi hingað og troði fimm mönnum á miðsvæðið til að skemma fyrir okkur og reyna að halda í eitt stig. Þess vegna er gaman þegar móthetjamir koma til að reyna að sigra eins og Newcastle gerði í dag,“ sagði Ferguson á eftir. Hann var auðvitað ánægður með sína menn: „Margt af því sem við gerð- um í dag var frábært. Seinni hálf- leikurinn er líklega það besta sem liðið hefur sýnt í vetur.“ Þegar gengið var út í Manchest- ermyrkrið á laugardag var enn tals- vert af fólki fyrir utan völlinn. Fólki sem beið enn eftir hetjunum sínum. Þar beið líka Range Roverinn hans Hughes, og þarna kom hann sjálfur ásamt konu- sinni, en — því miður — hann gat ómögulega gefið eigin- handaráritanir að þessu sinni. Það hittist nefnilega þannig á að hann hélt á ungri dóttur sinni í fanginu. Þó var ekki annað að sjá en fólkið fyrirgæfí þessum frábæra knatt- spymumanni það að geta ekki skrif- að; hann gæti það eflaust næst. Því þó búið væri að fella tjaldið að þessu sinni, verður það fljótlega dregið upp aftur á þessu stórglæsi- lega leiksviði. Og það verður upp- selt eins og venjulega. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hann er ánaegöur meö sjálfan slg ungl maöurlnn, þegar hann horfir f spegil og sér að búiö er aö mðla hann f réttu lltunum — rauð/hvftum lltum Manchester United. ingsmenn Manchester United láta sig ekki vanta, þegar þeirra menn leika. Það er það sama með stuðnings- menn Newcastle — þúsundir fylgja liðinu í alla leiki á útiveili og engin breyting varð þar á að þessu sinni. Og stuðningurinn var ekki dónaleg- ur; gestirnir yfírgnæfðu heima- menn, sem þó voru i miklum meiri- hluta, framan af leiknum en eftir að meistararnir komust í 1:0 eftir aðeins ellefu mínútur varð breyting þar á. Þá tóku þeir rauðu og hvítu á áhorfendapöllunum vel við sér, og létu þá svart-hvítu vinsamlega vita hveijir væru bestir; hveijir væru meistarar og yrðu það áfram! Gestimir virtust fljótlega gera sér grein fyrir því þeirra menn ættu ekki. mikla möguleika og höfðu óvenju hljótt um sig. Búist var við miklu af liðunum tveimur og ekki að ósekju. Hraðinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.