Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR1. NÓVEMBER 1994 B 9
HANDKNATTLEIKUR
A-riðiH:
Svíþjóð
Sviss
Frakkland
Noregur
'2m
B-riðill:
ísland
Spánn
Danmörk
ítc
Italía
2.-5.
|KI. 18.30: Svíþjóð-Noregur
Hafnarfjörbur
Kaplakriki
2. nóvember 1994
Kl. 18.30: Svlss-Frakkland
4. nóvember 1994
|ki, 18.30: Danmörk-Ílalía
I Kl. 20.30: tsland-Spánn ~
—ú
Kópavogur .........--
Vígsluleikur UBK-húss,
3. nóvember 1994______
Kl. 20.30: Ísland-Danmörk
Reykjavík -=7
Laugardalshöll
2. nóvember 1994
, I Kl. 18.30: Spánn-PanmörÍT
|ki. 20.30: ísland-ítalla
3. nóvember 1994
Kl.16.30: Spánn-Ítalía
4 Kl. 18.30: Svíþjóð-Frakkland
[~Kl7~20.30: Noregur Sviss
4. nóvember 1994
Úrslit, leikið um sæti i
Laugardalshöll
5. nóvember 1994
7.- 8. sæti
Ki. 18.30: Frakkland-NoregöiT
Kl. 20.30: Svíþjóð-Sviss
KI.13.M:
5.- 6. sæti
Kl. 16.00
3.- 4. sæti
Kl. 18.00:
2. sæti
Fimm úrEM
úrvalsliðinu
FIMM af þeim leikmönnum sem
voru valdir í úrvalslið Evrópu,
eftir EM í Portúgal, leika á
Reykjavíkurmótinu. Svíarnir
Thomas Svensson, Eric Hajas,
Magnús Andersson og Pierre
Thorsson og Daninn Jan Eiberg-
Jörgensen.
Spánverjar urðu í fimmta sæti
í EM, með því að leggja Frakka
að velli 28:25.
Erik Hajas varð næst marka-
hæsti leikmaður EM, með 40
mörk, en markahæstur var Rúss-
inn Wasilij Kudinow skoraði
mest, 50 mörk.
Norðmenn
fá ráðgjöf
NORÐMENN hafa á undanförn-
um árum leitað í smiðju Svía og
voru þeir með sænskan landsliðs-
þjálfara. Nú hafa þeir leitað í
smiðju Dana og fengið Leif Mik-
kelsen, fyrrum landsliðsþjálfara
Dana, í herbúðir sínar. Leif er
klókur þjálfari, sem er ákveðinn
og fastur fyrir og hefur sálfræði-
leg tök á þeim liðum sem hann
hefur stjórnað.
Svíar ætla sér
ÓL-gull
Bengt Johansson, þjálfari Svia,
kemur með sitt sterkasta lið
hingað til lands — ákveðinn að
fagna sigri og um leið að vinna
hylli íslenskra handknattleiks-
unnenda fryir HM. Johansson
hefur verið sigursæll þjálfari —
fagnað heims- og Evrópumeist-
aratitli. „Það eina sem við eigum
eftir að fá, er Ólympíugullið."
Svíar geta náð því á ÓL í Atlanta
1996.
Tap og sigur
gegn Rússum
Svíar léku tvo upphitunarleiki
fyrir Reykjavíkurmótið gegn
Rússum um helgina — töpuðu
fyrri leiknum, 13:20, í Stokk-
hólmi. Magnús Anderson, Per
Carlén, Magnús Wislander,
Thomas Svensson og Staffan
Olson léku ekki leikinn. Svíar
lögðu Rússa að velli, 22:19, í
Malmö, í seinni leiknum og lék
Staffan Olsen þá með — og mun-
aði mikið um hann. Rússar voru
ekki með sitt sterkasta lið í Sví-
þjóð.
Norðmenn hituðu upp gegn
Egyptum — unnu 28:19.
Magnús Wislander, lelkstjómandl sœnska liðsins, stjórnaði
sænska ilóinu frábærlega í úrslltaleik EM gegn Rússum f Port-
úgal, sem Svíar unnu 34:21.
á Evrópumeistaramótinu í Portúgal
— töpuðu þar 23:24 fyrir Króatíu.
Danir eru með sænska þjálfarann
Ulf Schefvert, sem hefur verið að
gera góða hluti og komið aga í leik
þeirra. Danir hafa alltaf leikið
skemmtilegan handknattleik og verið
með mjög léttleikandi leikmenn, en
það sem hefur vantað er styrkur og
úthald. Sterkasti leikmaður liðsins
er Jan E. Jörgensen, vinstrihandar-
skytta, sem leikur með þýska liðinu
Flensburg-Handewitt."
ítalir óþekkt stærð
„ítalir hafa aldrei verið hátt skrif-
aðir í handknattleik og ég veit lítið
um ítalska liðið. Með því koma tveir
leikmenn frá Júgóslavíu — leikmenn
sem ég hef aldrei séð leika,“ sagði
Jóhann Ingi Gunnarsson.
Alþjóðlega Reykjavíkurmótið
hefst á morgun með fjórum leikjum.
íslenska liðið leikur fyrst gegn Ítalíu,
en annars má sjá leikdaga á kortinu
hér fyrir neðan.
Alþjóða Reykjavíkurmótið hefst í Reykja-
vík, Hafnarfirði og á Akureyri á morgun
EVRÓPUMEISTARAR Svía koma með alla sína sterkustu leik-
menn á alþjóðlega Reykjavíkurmótið, sem hefst á morgun. Mót-
ið er það sterkasta hér á landi síðan Flugleiðamótið fór fram
1988, með þátttöku Tékka, Svisslendinga, Spánverja og Sovét-
manna. „Það er Ijóst að íslendingar og Danir koma til með að
berjast um fyrsta sætið í B-riðlinum, Sviar ættu að vara öryggir
sigurvegarar í A-riðlinum,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrrum
landsliðsþjálfari.
Islendingar leika í riðli með Dönum,
ítölum og Spánveijum, í hinum
riðlinum leika Svíar, Svisslendingar,
Norðmenn og Frakkar. „Þetta er
sterkt mót og handknattleiksunnend-
ur eru hugraðir í að sjá landsleiki,
þannig að það getur orðið góð
skemmtun á mótinu. Þetta mót er
góður undirbúningur fyrir heims-
meistarakeppnina sem fer fram hér
á næsta ári. Menn sjá þá hvernig
skipulagning mótsins gengur og
hvað þarf að lagfæra og gera betur
þegar að heimsmeistarakeppninni
kemur,“ sagði Jóhann Ingi, sem spá-
ir í spilin og segir sitt álit á landslið-
um, sem taka þátt í Reykjavíkurmót-
inu.
Svíar öflugir
„Svíar koma með alla sína bestu
leikmenn, þannig að áhorfendum er
boðið upp á veislu. Svíar eiga frá-
bært landslið, sem er eitt af tveimur
sterkustu landsliðum heims ásamt
landsliði Rússlands. Leikmenn
sænska liðsins, sem eru nokkuð við
aldur, hafa náð frábærum árangri á
undanfömum árum — heimsmeistar-
ar 1990 í Tékkóslóvakíu, fengu silfur
á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992
og urðu Evrópumeistarar í Portúgal
í sumar. Svíar leika fábæran vamar-
leik og þeir eiga tvo af bestu mark-
vörðum heims, sem geta lokað mark-
inu þegar þeir eru í essinu sínu, eins
og Thomas Svensson gerði gegn
Rússum í úrslitaleik EM. Leikmenn
sænska liðsins eru líkamlega og and-
lega mjög sterkir — sjálfstraust leik-
mannanna er í góðu lagi, enda geta
þeir vel staðið undir því að vera
ánægðir með sig. Magnús Wislander,
sem hefur verið við stýrið hjá meist-
araliði Kiel, er frábær leikstjómandi.
Svíar eru með sterkan línumann, sem
vinstrihandarmaðurinn Per Carlén
er. Þá eru homamenn þeirra Ola
Lindgren og Magnús Andersson
geysilega öflugir og Staffan „Faxi“
Ölsson er óstöðvandi, þegar hann
kemst á ferðina — skytta góð og
mjög öflugur vamarmaður. Svíar eru
þekktir fyrir mjög vel útfærð hrað-
aupphlaup og þeir leika agaðan sókn-
arleik, sem er erfítt að eiga við.“
Frakkar misjafnlr
„Frakkar koma hingað með lið
sem er skipað reyndum og ungum
leikmönnum. Það gætir áhrifa frá
Júgóslavíu í leik þeirra — þeir hafa
yfir góðri tækni að ráða. Kunnastir
þeirra eru skyttumar Philippe Gard-
ent og Thierry Perreux, ásamt Jack-
son Richardson, sem hefur verið ís-
lendingum erfiður, eins og í heims-
meistarakeppninni í Tékkóslóvakíu,
þar sem hann stal knettinum hvað
eftir annað frá íslensku leikmönnun-
um, þegar hann lék í stöðu indíána.
Richardson er mjög klókur að ná
knettinum frá mótheijum án þess
að brjóta á þeim. Frakkar leika vörn
sína framarlega, eða 3-2-1, og eru
fljótir fram í hraðaupphlaup þegar
þeir ná knettinum."
Thomas Svensson, markvörð-
urinn snjalll, fagnar Evrópu-
meistaratltlinum í Portúgal.
Svisslendingar eru ekkl
skemmtilegir
„Svisslendingar bjóða ekki upp á
mjög skemmtilegan handknattleik.
Þeir hanga lengi á knettinum og
reyna að svæfa andstæðingana. Þeir
eru með góða skyttu sem Marc
Baumgartner er, leikmaður með
Lemgo. Vöm Svisslendinga er sterk
og það verður fróðlegt að sjá hvem-
ig þeira leika eftir þjálfaraskipti, sem
var hjá þeim fyrir stuttu. Svisslend-
ingar létu sænska þjálfara sinn fara.
Urs Miihletaler, þekktasti þjálfarinn
í Sviss, tók við liðinu, en hann hafði
þjálfað 21árs lið Svisslendinga.“
Bakslag hjá Norðmönnum
„Norðmenn áttu geysilega sterkt
lið fyrir tveimur ámm, sem var skip-
að lykilmönnum sem léku með þýsk-
um liðum, eins og Rune Erland, sem
nú er hættur með norska liðinu.
Norðmenn unnu B-keppnina í Aust-
urríki 1992, síðan kom bakslag hjá
þeim í heimsmeistarakeppninni í Sví-
þjóð 1993. Úthald Norðmanna hefur
verið lélegt og landslið þeirra brot-
hætt — hefur ekki þolað mótlæti.
Það em kynslóðaskipti hjá Norð-
mönnum og þeir spurningamerki."
Spánverjar I tilraunaferð
„Spánveijar koma ekki með sitt
sterkasta lið til íslands, heldur hefur
þjálfari þeirra José Diaz ákveðið að
nota ferðina hingað sem tilraunaferð
— gefa yngri leikmönnum sínum
tækifæri. Spánveijar hafa alltaf mik-
inn metnað og þeir leika hraðan
handknattleik. Spánveijar em með
líkamlega sterka leikmenn, enda
leggja þeir mikið upp úr lyftinga-
þjálfun. Það hefur lengi loðað við
Spánveija, að þeir em ekki nægilega
hugmyndaríkir í leik sínum og vilja
margir kenna því um að þeir séu
ekki með nægilega góða þjálfara hjá
félagsliðunum á Spáni.“
Danir á uppleið
„Danskur handknattleikur er á
mikilli uppleið eftir öldudal. 21 árs
landslið Dana gerði góða hluti í
heimsmeistarakeppninni í Egypta-
landi, þar sem það náði öðru sæti
og þá náði danska liðið fjórða sæti
Svíar koma
með alla
sína sterk-
ustu menn