Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994 11 LJÓSMYND Magnús Ólafsson. - Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar. IÐNAÐARMENN, verkamenn og vinnufólk framan við Korpúlfsstaði sumarið 1930. Þeir voru framlag Thors til Alþingishátíðarinnar. Vafalítið er Guðmundur að vísa til þess að þótt Thor hefði rekið bú- skap í áratugi var hann fyrst og fremst þekktur sem öflugasti út- gerðarmaður landsins. í því ljósi er auðvitað furðulegt að hann sé sá bóndinn í landinu sem mestar vonir veki. . Óhætt er að fullyrða að land- læknir var ekki einn um að skilja þýðingu Korpúlfsstaða fyrir búskap í landinu. Ýmsir forystumenn land- búnaðarmála sáu að mörgu leyti sinn eigin draum um framþróun landbúnaðarins vera að rætast á Korpúlfsstöðum, þeirra á meðal Sigurður Sigurðsson búnaðarmála- stjóri og Halldór Vilhjálmsson skólastjóri Bændaskólans á Hvann- eyri og áreiðanlega margir fleiri sem lengdi eftir nýrri tíð í búskapar- háttum. Það jók áhuga þessara manna að bóndinn á Korpúlfsstöð- um var opinn fyrir nýjungum. Að því leyti var hann eins og ungur maður í broddi lífsins. Þessar framkvæmdir voru svo stórar í sniðum að þær hlutu að vekja öfund. En flestir dáðust að búskapnum á Korpúlfsstöðum: „Hvar sem þeir stóðu í flokki, litu unnendur jarðræktar svo á, að það væri mikils virði fyrir traust manna á jarðrækt, að svo hagsýnn maður sem Thor' Jensen skyldi trúa ís- lenzkri gróðrarmold fyrir því fé, sem honum hafði græðzt á útgerð og verzlun og vissulega var nægi- legt til þess að hann gat horft áhyggjulaust fram til elliáranna, þótt hann hefðist ekkert að ... Menn sögðu sem svo, að ekki gæti farið hjá því, að fleiri, sem hefðu rúman fjárhag, fylgdu dæmi hans. Og for- dæmið gæti orðið efnaminni bænd- um, sem ekki höfðu aðstöðu til stór- felldra tilrauna, lærdómsríkur skóli.“ Veikindi Thors héldu áfram. „Þótt ekki gæti ég kallazt sárþjáð- ur, var ég magnlaus og ófær til allra stórræða," segir hann. í febr- úar árið 1927 leitaði hann sér lækn- inga í Danmörku og annaðist Hauk- ur sonur hans uppbygginguna á Korpúlfsstöðum á meðan. En þótt Thor væri þreklítill vék ætlunarverk hans ekki úr huganum, vakinn og sofinn, heilbrigður og sjúkur hélt þessi ástríðufulli athafnamaður áfram að auka þekkingu sína á búskap og bústörfum til þess að verða fær um að ráða fram úr öllu sem Korpúlfsstaði varðaði: „Á þess- um árum sökkti ég mér niður í öll þau búfræðirit, sem ég taldi að mér gætu komið að gagni. Einkum las ég allt sem snerti grasrækt og aðra ræktun, er átt gæti við íslenzka staðhætti, svo og mjólkurmeðferð. Meðan ég var í Höfn heimsótti ég Kobenhavns Mælkeforsyning. Ég hafði bréfaviðskipti við fræræktar- menn í Svalöf á Skáni, og mjólkur- sérfræðinginn Orla Jensen, prófess- or við landbúnaðarháskólann í Höfn, er gaf mér leiðbeiningar um mjólkurmeðferð og mjólkuráhöld." Thor fékk ekki bata í Danmörku og hélt heim til íslands. En er leið að hausti leitaði hann sér enn lækn- inga erlendis og fór nú til Miðjarðar- hafsstrandar Italíu og var þar um veturinn 5 umsjá lækna. Virðist hann þá hafa fengið nokkra heilsu- bót og kom heim um vorið. Byijaði hann þá strax að sinna búum sínum en fyrst og fremst Korpúlfsstöðum. Ekki tókst betur til en svo að hann ofkældist og fékk hastarlega lungnabólgu með miklum sótthita. Það dró mjög. af honum um tíma og taldi læknir hans, Halldór Han- sen, miklar líkur á að þetta yrði banalega hans. En sótthitinn bráði af honum um síðir. Þá kom læknir- inn sjaldan svo í sjúkravitjun að ráðsmaðurinn á Korpúlfsstöðum eða þeir sem önnuðust byggingar- framkvæmdir væru ekki hjá sjúkl- ingnum að ráðgast við hann um störf sín. Hugur hans var altekinn af Korpúlfsstöðum. Fátt eða ekkert annað komst að: „Ég má ekki hverfa frá þessu. Ég verð að koma Korpúlfsstaðabúinu í það horf sem ég hefí ætlað mér. Þetta verður síð- asti kapítulinn minn. Ég þarf að geta gengið frá honum. Þegar hon- um er lokið, þá get ég farið, en ekki fyrr.“ Nú verður gripið niður í bókina á heyskapardegi árið 1934 en þá var búið í miklum blóma Vinnufólkið raðar í sig. Orðið sársvangt. Þetta er fýrsta máltíð dagsins. Kaffí, mjólk og brauð. Brauðin hennar Sigríðar. Áleggið er smjör, ostur, rúllupylsa og kálfa- kjöt sem hefur verið skorið í þunn- ar flísar. Borðstofustúlkan hefur auga á hveijum fingri. Fullir diskar koma í stað þeirra tæmdu. Eftir máltíðina situr sumt af vinnufólkinu um stund í borðstofunni, drekkur kaffi, reykir, spjallar saman. Konur og karlar. Ungt fólk. Glaðvært. Á heyskapardegi verða jafnvel mestu fýlupokar glaðværir. Kannski er enginn fýlupoki á búinu. Glaðværð- in er eitt af því sem Korpúlfsstaða- menn minnast. Hillingar? Ef til vill að einhveiju leyti. En samkomulag- ið var ótnílega gott. Thor Jensen hafði lag á að velja sér gott starfs- fólk. En það er ekki hann sem hef- ur ráðið allt þetta fólk. Hann réð Sigríði árið 1924, Stefán árið 1931 og án vafa einhveija fleiri sem matast í borðstofunni þennan dag. En Lorentz Thors ræður flesta starfsmenn búsins. Hefur hann sama auga fyrir góðum starfskröft- um og faðir hans? Það virðist vera. En hann hafði ekki mörg orð þegar hann réð Harald að búinu sama sumarið og Stefán kom til starfa. Haraldur hringdi í hann, sagði deili á sér, var búfræðingur frá Hvann- eyri en átti ekki endilega von á að verða ráðinn því störf á Korpúlfs- stöðum voru umsetin. Þetta varð stutt samtal. Bústjórinn hlustaði á hann nokkur andartök, sagði síðan: „Komdu bara.“ — Þar með var það klappað og klárt. Tvær konur rogast með bala á milli sín eftir kjallaraganginum. Við sáum þær úti snemma í morgun. Þær hengdu rúmfatnað á snúrur. Nú er balinn fullur af nýþvegnum mislitum þvotti. Þær eru búnar að fá sér morgunkaffíð með stúlkunum í eldhúsinu. Þegar þær eru komnar á móts við borðstofuna kemur kaupamaður fram á ganginn. Hann gefur félaga sínum í borðstofunni merki, sá stendur upp og þeir taka við balanum af stúlkunum. Bros á báða bóga. Þeir bera balann upp stigann. Þvotturinn er blautur og sígur í. Þeir ganga upp á vinnu- fólksloftið og stúlkurnar í humátt á eftir þeim. Rétt fyrir framan her- bergi Sigríðar eru dyr upp á stórt þurrkloft. Þangað fara þeir með balann. Kærar þakkir og stúlkurnar byija að hengja upp þvottinn. Innst í ijáfrinu á þessu þurrklofti eru litl- ar dyr sem opnast inn í hlöðuna vestan megin. Þær eru læstar enda eins gott því ef menn skelltu sér gegnum þær lentu þeir á steingólf- inu í hlöðunni eða súrheysgryíju- kanti sex til sjö metrum neðar. Ekki gott að segja til hvers þessar dyr eru, ef til vill hefur ætlunin verið að hafa geymsluioft uppi á efstu bitum í burstinni. Konur hafa miklu lægri laun en karlmenn og þykir ekki tiltökumál, hvorki hér né annars staðar. Störf þjónustustúlknanna eru með þeim erfíðustu á búinu, einkum á sumrin þegar fólkið,er flest. Þar við bætist að konur við innistörf njóta sjaldan sólarstunda. Þær eru ekki dökk- brúnar af sól eins og útistúlkurnar. Á þvottadögum fá þær aðstoð, tvær til þijár stúlkur sem annars eru við útistörf koma til liðs við þær. Þenn- an dag hafa þær tvær hjálparstúlk- ur. Útiráðsmaðurinn sér eftir þeim í þvottinn vegna þess hve mikið hey er undir. En hann hefur engin orð þar um. Hann veit að þvotturinn er þjónustustúlkunum einum ofviða. Aukastúlkurnar standa við bala í þvottahúsinu íklæddar gúmmí- svuntum og skrúbba grútskítuga samfestinga á þvottabrettum. Fjósagallar í bleyti í tréstampi á gólfínu, sokkaplögg í öðrum. Önnur stúlknanna ýtir galla ofan í grænsápulöginn í balanum. Hún þerrar ennið á handlegg sér, bætir spýtum í eldinn undir suðupottinum, lyftir potthlemminum af sjóðándi vatninu og gufa flögrar heitum vængjum út um galopna gluggana. Hún dýfír þvottapriki í pottinn, fisk- ar upp sængurver, snýr prikinu, vefur verinu upp á það, skellir því í bala og lætur kalt vatn renna í balann. Þegar balinn er orðinn full- ur hvolfir hún úr blámadós í vatnið. Skærblár litur sveimar um balann. Hún krakar meiri sængurfatnað upp úr suðupottinum, þrýstir síðan óhreinum sængurfatnaði niður í hann. Verin þijóskast við að sökkva, full af lífslofti. Hún potar prikinu í þau, drekkir þeim, setur hlemminn á pottinn. Hin stúlkan heldur áfram að hamast á þvottabrettinu, svita- storkið hár klesst niður á ennið. Síðar um daginn fara þær út í gamla bæinn og rulla sængurfatnað í stærðar rullu. Þar eru tvö góð herbergi sem þjónustustúlkurnar hafa til umráða. Én baka til er stór stofa og sérinngangur í hana. Þar sofa sex vinnumenn á sumrin. Þær hafa búið um rúmin þeirra. En stúlkurnar á þurrkloftinu hafa búið um rúmin í öllu húsinu. Það var fyrsta verk þeirra um morguninn. Þeirra er líka að þvo gólfin og bæta og gera við flíkur, stoppa sokka. En ekki í dag, það er þvottadagur. í herbergjunum eru tvö trérúm, þrjú í þeim stærstu, lítið borð í hveiju herbergi, hengi í einu horn- inu. Kiukkan tíu er útifólkið aftur komið til starfa. Stefán hefur gripið hrífu og rakar dreif með stúlkunum á sjávartúninu. Hundurinn hendist til og frá, rekur nefið í töðuna, hnerrar, kann sér ekki læti fyrir lífsgleði. Hann skellir sér á mag- ann, spyrnir afturfótum í grassvörð- inn og mjakar sér áfram, hans að- ferð við að klóra sér. Gráni dregur stærðarhlass á gafflinum, blæs og stynur. Sjórinn skín á Sundunum, golan styrkist. Sæluþrunginn hey- skapardagur. Samlíf manns ogjarð- ar. Allífið undir og ofan á. Brúni bíllinn að koma niður túnið, það glampar á hann, kemst helmingi meira hey á hann en gömlu bílana. Lorentz stígur út úr honum far- þegamegin, gengur til Stefáns. Hann hættir að raka. Þeir ræða saman. Lorentz í jakkafötum, hefur hendur í vösum, myndarlegur mað- ur. Við heyrum ekki orðaskil. Þögul kvikmynd. Stefán litast um, pírir augun. Jú, hann er byijaður að blika, á því er enginn vafi. Hann veit ekki að það er röndóttu stúlk- unni að kenna. Rakstrarvélarnar lyfta greiðum, þijár í röð en búið að spenna Mósa frá snúningsvélinni. Hún stendur tómlát hjá girðingunni við afleggj- arann. Það verður ekki slegið meira að sinni, kentárarnir tveir þagnaðir. En þriðji kentárinn dregur snún- ingsvél. Fjórði kentárinn er bilaður, vélamennirnir á kafi í honum í véla- kjallaranum. Kentárinn með snún- ingsvélina er mjósleginn aftan fyr- ir, á þunnum járnhjólum. Hvenær sem er má skilja kentár í tvennt, taka frá afturhlutann með sláttu- greiðunni og setja þessi mjóu hjól í staðinn. Snúningsvélin sem kent- árinn dregur er mun stærri og þyngri en sú sem hestarnir draga. Fálmararnir sem velta við heyinu ganga út úr fjórum stórum skjöld- um er snúast hring eftir hring. Heybílarnir kjaga háhlaðnir heim og upp brúna að vestanverðu, hverfa inn i hlöðuna, koma tómir út austan megin. Allt er knúið til hins ýtrasta. Greinilega búist við vætu. Vont að fá ofan í þessa ið- grænu töðu. Ef til vill verður unnin eftirvinna. Stefán gætir þess að reglur um vinnutíma séu haldnar, hætt á slaginu fimm. Sé unnið leng- ur fær vinnufólkið frí daginn eftir sem því nemur. — Það er byijað að taka saman drýli á Kinninni. Þar dregur Mósi heygaffalinn. Græni bíllinn er á leiðinni þangað, fjórir menn á pallinum með kvíslar, tvær stúlkur með hrífur. Bílnum er ekið eftir gamla veginum, hossast í hol- um og ójöfnum. Fólkið heldur sér í heygrindurnar, önnur stúlkan með lokuð augu, hallar aftur höfði og snýr við sól. Sól hækkar á lofti, nálgast há- suðrið. Bæjarburstirnar að sunnan- verðu skjannabjartar. Fólksbíll beygir út af þjóðveginum og kemur heim afleggjarann, staðnæmist yst í hlaðvarpanum. Maður stígur út úr bílnum. Hann er í jakkafötum og vesti, roskinn, virðulegur, „heil- mikil kempa“ eins og Haraldur Jónatansson sagði um hann. Hann horfir niður á sjávartúnið þar se_m allt er á flugi við heyskapinn. Út úr portinu bak við hann kemur hávaxin og hvítklædd kona. Hárið ljóst með dökkum tónum. Hún held- ur á íláti og hefur breitt yfir það hveitipoka. Um það bil sem hún sveigir fyrir brúarsporðinn og held- ur vestur veginn í átt að gamla fjós- inu verður maðurinn á hlaðinu var við hana, lyftir hattinum og býður góðan dag. Hún svarar kveðju hans. Þegar hún opnar dyrnar á fjósinu byijar naut að baula eins og það sé með pípuorgel í hausnum, bassi með votti af diskanti. Maðurinn á hlaðinu horfir á eftir henni hverfa inn í fjósið, svolítið kíminn á svip. Hann veit hvað hún er að gera. Hún er að færa villi- ketti fískafganga. Kötturinn hefur notað sér að gamla fjósið er tómt yfir sumarið - að undanskildum bolanum - og gotið í jötu. Á þessum bæ sveltur enginn villiköttur. Ráðs- konan sér um það. Kannski hverfa kettlingarnir einn daginn svo lítið ber á. Þetta er eilíft stríð. Hún fóðr- ar kettina. Útiráðsmaðurinn reynir að halda fjölgun þeirra í skefjum. Á þessum árum kemur Thor Jen- sen að minnsta kosti einu sinni í viku og fylgist með bústörfunum, ráðgast við bústjórann. Hann er kominn á áttræðisaldur en lætur ekki bilbug á sér finna. Hann horfír niður á sjávartúnin, brosir með sjálfum sér, hefur enn miklar áætlanir á pijónunum. • Korpúdfsstaðir — saga glæsileg- asta stórbýlis á íslandi er gefin út af Forlaginu og Reykjavíkurborg. Bókin er 168 blaðsíður í stóru bmti, piýdd mörgum myndum sem maig- ar hveijar hafa aldrei birsti áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.