Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ > s* xf-- t *■- *£wí' „Fráleitt að rányrkja Norámanna komi þeim tií góða" SVO SEM kunnugt er, hefír norsk-íslenzki síldarstofninn farið ört vaxandi síðustu árin og er hrygningarstofninn nú talinn vera um þijár milljónir tonna eða fimm til sex sinnum stærri en hrygningarstofn íslenzku sumar- gotssíldarinnar, en sá stofn hefír einn borið uppi sfldveiðar hér við land eftir hrunið mikla á norsk- íslenzka stofninum seint á sjöunda áratugnum. Góðir og mjög góðir árgangar munu bætast við hrygn- ingarstofn norsk-íslenzku síldarinn- ar á næstu árum, þannig að ef ekki kemur til óvæntra áfalla af völdum náttúrunnar eða af öðrum ástæðum, má búast við mikilli aukningu á stofnstærðinni, sem hlýtur að leiða til stóraukinna veiðiheimilda. Eftir að stofninn fór aftur að stækka verulega, hefir síld úr honum gengið að sumrinu æ lengra út frá norsku ströndinni í fæðuleit og hafa rússnesk og norsk rannsóknaskip síðustu sex árin fundið hana hvað eftir annað skammt fyrir utan ís- lenzku fískveiðilögsöguna norðaust- ur af landinu og jafnvel innan ís- lenzku lögsögunnar, skv. upplýsing- um, sem fengust frá Noregi árið 1992. Ástæðan fyrir hruni stofnsins Morgunblaðið ræddi þessa þróun mála við Gunnar Flóvenz, formann stjómar Síldarútvegsnefndar. Hann hefur manna mest barizt fyrir rétt- indum okkar hvað varðar norsk- íslenzka síldarstofninn. „Ég hef oft haldið því fram að hrun norsk-íslenzka síldarstofnsins sé eitt af mestu efnahagslegu áföll- unum, sem ísland hefir orðið fyrir á öldinni," segir Gunnar. „En hver var ástæðan fyrir svo til algjöru hruni þessa fyrrum stærsta síldarstofns heims? Og hvers vegna tók það heil- an aldarfjórðung að byggja hann upp á ný? Svör við báðum þessum spurning- um hafa legið nokkuð ljós fyrir þótt þeir aðilar, sem höfuðábyrgðina bera, eigi stundum erfítt með að viðurkenna mistök sín. „Ég hygg þó að flestir, sem til þessara mála þekkja,“ segir Gunnar Flóvenz, formaður stjómar Síldarútvegsnefndar, í viðtali við Hjört Gíslason, „viðurkenni að helzta ástæðan fyrír hmni stofnsins hafí verið hinar geffndarlausu veiðar Norðmanna á ungsíldinni á uppeldisstöðvunum við Norður- Noreg þannig að um eðlilega endumýjun stofnsins gat ekki orðið að ræða.“ Ég hygg þó að flestir, sem til þessara mála þekkja, viðurkenni að helzta ástæðan fyrir hruni stofnsins hafí verið hinar gengdarlausu veiðar Norðmanna á ungsíldinni á uppeldis- stöðvunum við Norður-Noreg þannig að um eðliíega endurnýjun stofnsins gat ekki orðið að ræða. Eftir að ljóst varð að í óefni var komið í lok sjöunda áratugarins, leyfðu norsk stjórnvöld veiðiflota sínum að eltast við leifar hrygning- arstofnsins, sem leiddi til þess, að hann komst í slíkt lágmark, að vafa- samt var talið að hann myndi ná að rétta við. Veiðar leyfðar þvert ofan í vðvaranir fiskifræðinga Norskir fískifræðingar virtust lengi að átta sig á hættunni og þeg- ar þeir loksins gerðu sér hana ljósa og hvöttu til algjörrar veiðistöðvun- ar, brugðust norsk stjórnvöld og leyfðu áfram veiðar þvert ofan í við- varanir fiskifræðinga. Fyrir hrunið mikla í.lok sjöunda áratugarins hélt hrygningarstofn norsk-íslensku síldarinnar sig í 7-8 mánuði af árinu á hafsvæðunum norður og austur af íslandi, en var aðeins í um 2 mánuði við Noreg. Uppsetning Gunnars Flóvenz Gunnar Flóvenz Á árinu 1978 voru allir fiskifræð- ingar sammála um að stöðva yrði veiðarnar með öllu, ef koma ætti í veg fyrir algjöra útrýmingu stofns- ins, en norsk stjórnvöld létu áfram undan þrýstingi útvegsmanna, sjó- manna og fleiri hagsmunaaðila og heimiluðu veiðar en þó að vísu á takmörkuðu magni. í því sambandi er rétt að geta þess að reynslan hafði þegar sýnt á árunum á undan, að kvótamörkin höfðu ekki verið virt, samanber „svörtu síldina" svo- nefndu, sem hvergi kom fram á afia- skýrslum. Málið rætt við sj ávarútvegsráðherra Snemma á þessu sama ári ræddi ég mál þessi við þáverandi sjávarút- vegsráðherra, Matthías Bjarnason, og benti á að nauðsynlegt væri að íslenzk stjórnvöld og Hafrannsókna- stofnunin gerðu sitt ýtrasta til þess að reyna að koma í veg fyrir að norsk stjórnvöld létu áfram undan þrýstingi norsku hagsmunahópanna meðan stofninn væri að komast í eðlilegt ástand. Sjávarútvegsráðherra brást skjótt og vel við og hafði samband við þáverandi norskan starfsbróður sinn, Eyvind Bolle. Tjáði Matthías mér að Bolle hefði lofað sér því að taka ekki ákvarðanir í málinu nema að höfðu samráði við hann. Svikið loforð Þetta loforð var ekki efnt og stað- festi Matthías það í skorinorðri grein, er hann ritaði í Morgunblaðið tveim árum síðar í tilefni greinar um sama efni, sem ég hafði skömmu áður birt í sama blaði. Eftir miklar deilur bönnuðu norsk stjórnvöld með öllu veiðar úr norsk- íslenzka stofninum 1979 en létu svo aftur undan þrýstingi hagsmuna- hópanna og leyfðu veiðar á ný árið 1980, þrátt fyrir að síldarstofninn væri í sama hættuástandinu og árið áður og þrátt fyrir alvarlegar aðvar- anir Alþjóða hafrannsóknaráðsins. I áðurnefndri grein er ég að gefnu tilefni ritaði um mál þessi í Morgun- blaðið sumarið 1980, vakti ég m.a. athygli á því, að sú skoðun væri almennt ríkjandi 1 Noregi, að næði stofninn ákveðinni stærð á ný, myndi hann halda á haf út, og þá sennilega á íslandsmið, í ætisleit að lokinni hrygningu, eins og ætíð fyrir hrunið mikla í lok sjöunda áratugarins. Benti ég jafnframt á að ýmsir hags- munahópar í Noregi hefðu ekki farið dult með þá skoðun, að því væri æskilegast fyrir Norðmenn að koma í veg fyrir þetta með það háum veið- ikvótum, að stofninn nái ekki að verða aftur það stór að hann tæki upp fyrri ætisgöngur til íslandsmiða. Norðmenn höfðu þá skipt um nafn á stofninum og nefndu hann norska vorgotssíld og sagði Bolle þá að stofninn væri orðinn séreign Norð- manna, enda hentaði þeim ekki leng- ur að nefna síldina „Atlanto-skand- iska síld“ eins og þeir höfðu áður gert eða Íslandssíld eins og þeir nefndu hana að sumrinu og haust- inu,“ segir Gunnar. Hátíðlegur samningur frændþjóða Gunnar hefur tekið saman helztu ákvæði samkomulags íslands og Noregs um fiskveiði og landgrunns- mál sem var undirritað vorið 1980: í upphafi samkomulagsins var því m.a. lýst yfir að ríkisstjórnir beggja landanna „viðurkenni nauðsyn á raunhæfum ráðstöfunum til vernd- unar, skynsamlegrar nýtingar og endurnýjunar lifandi auðæfa hafs- ins ...“ (1. málsgrein) „viðurkenni að samkvæmt þjóð- arrétti bera löndin tvö sem strand- ríki höfuðábyrgð á raunhæfri verndun og skynsamlegri nýtingu þessara auðlinda" (2., málsgr.) „viðurkenni mikilvægi sam- ræmds, náins og vinsamlegs sam- starfs milli landanna tveggja..." (3. málsgr.) „viðurkenni hversu mjög efnahag- ur íslands sé háður fiskveið- um .. .“ (4. málsgr.) í 1. grein samkomulagsins segir svo: „Aðilar skulu hafa samstarf um framkvæmdaatriði á sviði físk- veiða og skal sérstök áhersla lögð á ráðstafanir vegna verndunar, i € i I i £ i € i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.