Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER1994 27 MINNINGAR ANNA RAGNHEIÐUR SVEINSDOTTIR + Anna Ragnheiður Sveins- dóttir fæddist á Kolsstöðum í Miðdölum í Dalasýslu 16. jan- úar 1901. Hún lést á Borgar- spítalanum 3. nóvember síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 14. nóvem- ber. - Ég minnist þín löngum, heimur hverfulla mynda, í hópnum, sem kemur og fer í völduðum borgum, með óma, sem líða í öræfi hverfandi vinda, með andlit, sem rísa og sökkva á streym- andi torgum. (E. Ben.) Mér komu í hug þessar ljóðlínur þegar ég heyrði lát Önnu frænku minnar, en hún hafði dvalið í nokk- ur ár á elliheimilinu Grund við van- heilsu síðustu árin enda orðin göm- ul kona. Anna Ragnheiður ólst upp í stór- um systkinahópi til tvítugsaldurs er hún fór að heiman og dvaldi erlendis næstu ár í Svíþjóð og svo í Danmörku þar sem hún m.a. kynnti sér sælgætisgerð. Sú kunn- átta varð síðar upphafið að hennar ævistarfi hér heima en hún var fjölda ára starfandi í sælgætisgerð- inni Víkingi, lengst af sem verk- stjóri. Mér er minnisstætt á mínum bernsku- og unglingsárum er hún kom í heimsókn á Flóðatanga, heimili foreldra minna, þegar vitn- aðist að Anna væri væntanleg þá var það aðeins ein Anna í hugum okkar. Hún kom með sinn sérstaka andblæ, sem var svo hress og nota- legur, inn á heimilið þá daga sem hún stóð við og hinn grái hversdags- leiki hvarf eins og dögg fyrir sólu. Eins og fyrr segir vann Anna í sælgætisgerðinni Víkingi sem var til hlusa á Vatnsstíg 11 og átti hún þar sitt heimili á efstu hæð á með- an hún starfaði þar, ásamt Þórdísi systur sinni sem átti heima hjá henni síðustu ár. Það má segja að í þessari litlu íbúð hafi verið annað heimili skyldfólks hennar, bæði ut- anbæjar og innan. Þangað vorum við öll velkomin og nánast var, þeg- ar maður kom í hvert skipti, eins og maður hefði aldrei farið neitt burt, svo sjálfsögð var sú fyrirhöfn. Mig undraði oft, er hún kom þreytt heim eftir langan vinnudag upp í íbúðina sína hvað hún átti Minningarsjóður Skjóls Síml 688500 IIM Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tilkl. 22,- einnig umhelgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. létt með að taka þátt í samræðum yngra fólks, oft með kankvíslegu brosi eða léttum hlátri. Hún átti ákaflega auðvelt með að umgang- ast ungt fólk enda það stór þáttur í lífi hennar og starfi þar sem hún var verkstjóri á stórum vinnustað og að jafnaði mikið af ungu fólki þar við vinnu. Illt umtal var henni fjarlægt og hafði því góð áhrif á þetta unga fólk. Anna hafði yndi af listum í hvaða formi sem þær voru og bar íbúðin þess glöggt vitni eftir því sem hús- rúm leyfði. í upphafí minntist ég nokkurra ljóðlína eftir Einar Bene- diktsson. Hinn þungi, voldugi hljómur ljóða hans var Önnu mjög hugstæður. Með þeim og þessum fáu línum vil ég færa innilegt þakk- læti systkinanna á Flóðatanga til hinnar látnu frænku minnar fyrir tryggð og umhyggjusemi og óska henni allrar blessunar. Sveinn Jóhannesson. Hlý birtan féll í mjóum lengjum á hvíta veggina, og leið eftir þeim hraðar en ég hélt. Himinninn var blár i gluggunum uppi í hvelfing- unni. Mig langaði til að syngja en ég gat ekki hlustað. Var það þá sem hún gekk inn? Ljóshærð og grönn í hvítum kjól eftir gulum stráum í bláum himni. Hún brosti og var glöð með prakkaraglampa í augun- um. Lét hún sig þá líka dreyma áður en lífið umlukti hana? Ég veit það ekki en eitthvað nýtt hefur kviknað í huga mínum. Ég sit á bekk með þöglu fólki og hugsa um konuna sem ég sagði einu sinni sögu. Söguna sem týndist. Ingibjörg. Ný sending Úlpur með og án hettu Mikið úrval, stœrðir: 34-50 \oÚ HM5IÐ Laugavegi 21, s. 25580 Opiö í tíag, Póstsendum sunnudag kl. 13.00 -17.00 Barnamyndataka og 2 stœkkanir / Wm. aðeinskr. 11.500 Laugavegi 24, 2.h., sími 20624. I I 1 1 I I i I I I I I G LÆSILEG HUSGOGN | Vomm að fá míkíð urvai af vönduðum sænskum húsgögnum; 1 i 1 i stakir sófar, homsófar, stólar o.fl. - einnig ítölsk leðursófasett í úrvali. Vönduð húsgögn ó góðu verði. Vandaður homsófi með leðri á slitflötum. Sérstakt opnunartilboð: 99.900 Verð aðe/’ns /" stgr. I I Sýning um helgina! Op/ð laugarclag og sunnudag ll~ló

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.