Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN hafa tekið til sýningar myndina The Specialist, Sér- fræöinginn. í aðalhlutverkum eru Sylvester Stallone og Sharon Stone ásamt James Woods, Rod Steiger og Eric Roberts. Tvær stjöraur og þrír stórleikarar STALLONE og Stone eru stjörnur The Specialist. SÉRFRÆÐINGURINN er mynd um hefnd, morð, svik, ástir tveggja stærstu kvikmyndastjama nútím- ans og gríðarlegar sprengingar sem þeim fylgja. Ray Quick (Stall- one) og Ned Trent (Woods) voru félagar og samstarfsmenn; ein- hvers konar sprengjusérfræðingar hjá CIA sem voru sendir hingað og þangað til að ráða illmenni af dögum. En þeim lenti saman og eru nú svamir óvinir. Síðan era liðin 10 ár. Ray býr nú í Miami og er hættur hjá CIA en er ennþá í sprengjubransanum; hann er nokkurs konar málaliði sem aug- lýsir þjónustu sína á tölvunetinu en tekur ekki að sér að vinna verk af þessu tagi nema þegar nauðsyn krefur til að hann nái endum sam- an og aðeins ef málstaðurinn er góður. May Munro (Sharon Stone) vill ráða Ray Quick í þjónustu sína til þess að hefna fýrir dauða for- eldra sinna sem kúbverskir mafíós- ar myrtu fyrir framan augun á henni þegar hún var lítil. í fyrstu vill Ray ekkert hafa með málið að gera og því tekur May málið í eigin hendur og fer að gera sér dælt við mafíósana, foringjann Joe Leon (Rod Steiger) en þó eink- um son hans og erfingja Tomas (Eric Roberts). Hún heldur hins vegar sambandi gegnum síma og smám saman dregst Ray að at- burðarásinni og May. En það er óvænt ljón í veginum, því á launa- skrá mafíósanna er enginn annar en höfuðandstæðingur Rays, gamli félaginn Ned Trent. Hinir svömu andstæðingar ætla nú að gera út um gamlar sakir um leið og þeir vinna verkin sem þeir hafa tekið að sér og sprengjurnar taka að springa og bófamir að falla. The Specialist var frumsýnd fyr- ir nokkrum vikum vestanhafs og hlaut í mikla aðsókn og var á toppnum yfir mest sóttu myndirnar þar í nokkrar vikur. Hjá flestum gagnrýnendum vestanhafs hlaut hún rúmlega miðlungsdóma en nokkrir voru afar hrifnir. Helsti kostur myndarinnar var talinn sá að hún var í anda stórsljömu- mynda fjórða og fimmta ára- tugarins byggð upp alfarið í kringum það aðdráttarafl sem ímynd stjamanna tveggja, Stall- one og Stone, hefur. Hvað sem mönnum kann að fínnast um leikhæfí- leika Stallone og Stone þá eru þau réttnefnd- ar kvikmynda- stjömur og áhorfendur flykkjast á myndir þeirra — varla þó til að sjá leiktil- þrif heldur til að sjá Stallone hegða sér eins og Stallone og Stone hegða sér eins og Stone. Aðdráttarafl The Spec- ialist felst því í því að sjá Stallone og Stone vera þau sjálf hvort með öðm. Þess vegna lögðu aðstandendur myndarinnar, framleiðandinn Jerry Weintraub, handritshöfundurinn Alexandra Seros og perúski leik- stjórinn Luis Llosa, allt í sölurnar til þess að halda í og undirstrika í myndinni þá ímynd sem stjömum- ar höfðu þegar skapað sér. ímynd Sharon Stone er sú sem hún skóp í hlutverk lífshættulegu léttúðardrósarinnar í myndinni Basic Instinct og til þeirrar ímynd- ar er höfðað um leið og henni bregður fyrir á tjaldinu í The Spec- ialist, reykjandi sígarettu og klædd í níðþröngt mini-pils. Sylvester Stallone er hins vegar holdgervingur hasarhetjunnar sem berst ekki aðeins ótrauður fyrir réttlæti hvar og hvenær sem er, hversu mikið sem ofureflið kann að virðast, heldur lætur sér einnig annt um þá sem em minnimáttar og eiga undir högg að sækja. Hetj- an góða, sem sprengir aðeins upp illmenni, hatar Ned Trent fyrir að láta sér standa á sama þótt einn og einn saklaus falli í valinn með. Hetjan er sannur séntilmaður heima fyrir, tekur að sér flækings- ketti og tekur í lurginn á óknytta- strákum sem ekki standa upp fyrir ófrískum konum í strætó. Aðstandendur The Specialist leyfa hvorri stórstjörnunni að sveima í eigin ímynd framan af myndinni án þess að annað varpi skugga á hitt. Þau Stallone og Stone deila því ekki atriði í mynd- inni fyrr en nokkuð er á liðið en þá hefur verið byggð upp spenna milli þeirra með nokkmm tælandi símtölum þeirra á milli sem gera að verkum að um leið og þau birt- ast saman á tjaldinu liggur ástar- samband í loftinu. Það samband gefur svo af sér umtalaðasta ástar- atriði ársins í Hollywood; atriði sem sumir gagnrýnendur hafa haft á orði að sé þó meiri vitnisburður um ROD Steiger leikur illmennið sem hér hefur læst klónum í Sharon Stone með aðstoð James Woods. STALLONE önnum kafinn við að útbúa sprengju. aðdáunarvert líkamsástand og vöðvabyggingu stjarnanna en leik- hæfileika þeirra. En þrátt fyrir að myndin skarti tveimur að stærstu Hollywood- stjörnum samtímans og sé byggð upp í kringum þær eru flestir sem um myndina hafa fjallað á því að það sé ekki frammmistaða þeirra sem sé eftirminnilegust. Aukaleik- ararnir James Woods, Rod Steiger og Eric Roberts, fari heim með gull, silfur og brons. Samtals hafa þessir gæðaleikarar hlotið sex ósk- arsverðlaunatilnefningar. Steiger var ein af stjörnum sjöunda áratug- arins þegar hann hlaut óskarsverð- laun besta karlleikara fyrir' hlut- verk lögreglustjórans í In The Heat of The Night, og þykir standa sig afbragðs vel í hlutverki kúbversks Don Corleone. Eric Roberts, bróðir Júlíu, er eftirminnilegur úr Star 80, Runaway Train og Coca Cola Kid, og þykir hér ná sér upp úr lægð sem eiturlyf og andleg vandamál hafa valdið honum undanfarin ár. James Woods þykir hér sýna einhvern besta leik á sínum brokk- genga feríi og virðast flestir á einu máli um að slíkur sprengikraftur einkenni leik hans hér að í hvert skipti sem hann birtist á tjaldinu varpi hann skugga á stjömumar sem honum er ætlað að styðja. Eitt besta illmennið íbransanum JAMES Woods fer á kostum sem illmennið, erkióvinur Stallone. UNDANFARIN misseri hafa verið James Wo- ods erfið. Ekki nóg með að hann ætti erf- itt með að fá almennileg hlut- verk heldur hefur hann stöðugt verið á milli tannanna á slúður- pressunni vestanhafs í kjölfar hatramms hjónaskilnaðar. Woods hefur undir rós í tímaritsviðtali sakað fyrrum konu sína að fara með hat,- ursherferð á hendur honum, Ijúga upp á hann fáránlegum sökum og selja lygina tímaritum sem ekki eru vönd að virðingu sinni. Á þeim vettvangi mátti fyrir rúmu ári m.a. lesa hryllingssögur um hvernig leikarinn hefði gert sér Ieik að því að gera erfiða bana- legu tengdamóður sinnar enn erfiðari með því að ganga um og skella hurðum og framleiða hvers kyns hávaða sem mest hann mátti einmitt þegar dauð- veik manneskjan þurfti mest á ró og næði að halda. Allt er þetta auðvitað argasti rógur og lygi, segir Woods og þótt hann taki sér ekki nafn fyrr- um konu sinnar, Sarah Owen, í munn dylst engum að við hana er átt þegar James Wo- ods segist nýlega hafa uppgötvað að hann hafi talið sig þekkja mann- eskju sem hafi reynst svo gjörspillt og vond að hann hefði að óreyndu aldrei trúað að slík illska væri til í heiminum. Fyr- irlitlegast sé að undirrót óhróð- ursherferðarinnar sé einhver lægsta hvöt mannlegs eðlis: græðgi. „En þessu er lokið og ég hef þurrkað viðkomandi út úr mínu lífi eins og skítinn und- an skósólanum," segir Woods. Erfiðleikarnir virðast vissulega að baki, lof hefur verið borið á frammistöðu hans í The Special- ist og næstu verkefni eru í mynd Martins Scorseses, Casino, og í mynd Olivers Stones, Killer. James Woods er liðlega fer- tugur og fæddur í Utah-fylki í Bandaríkjunum. Faðir hans var hermaður að atvinnu og strákur- inn ólst upp á herstöðvum víðs vegar um landið og á eyjunni Guam. Þetta var greindarpiltur og stundaði nám við einhveijar bestu menntastofnanir Banda- ríkjanna, MIT og Harvard. Þar hófst leikferillinn og á skólaárunum tróð Woods upp í 36 leikritum með skólfélögunum og einnig með leikfélagi í Bos- ton. Þaðan hélt hann til New York þar sem leiðin inn í leikhús- in við Broadway var greið og fljótlega hafði hann hlotið Obie- verðlaun, Óskarsverðlaun sviðs- leikara þar í borg. Frumraunina á hvíta tjaldinu þreytti hann undir stjórn Elia Kazan í The Visitors, en vakti fyrst athygli fyrir leik á móti John Savage í The Onion Field. Framan af hlaut hann gjaman hlutverk manna sem börðust gegn ofurefli fyrir réttlæti, svo sem aðalhlutverkið í Salvador eftir Oliver Stone, en það hlut- verk færði honum Óskarsverð- launatilnefningu. Undanfarin ár hefur hann þó verið við það að festast í hlutverkum illmenna og um tima mátti halda að hann hefði einkarétt á hlutverkum leigumorðingja. Einn hápunkturinn er á ferli Wodds er á hinn bóginn frammi- staða hans í titilhlutverki hinnar margverðlaunuðu sjónvarps- myndar, Citizen Cohn, þar sem hann lék smásálarlega og hroka- fulla hægri hönd McCarthy’s, bandaríska öldungadeildarþing- mannsins, sem stóð fyrir ofsókn- um á hendur meintum vinstri mönnum í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum. Aðrar heistu myndir James Woods eru: Bestseller, endurgerð The Getaway, The Way We Were, The Hard Way, Straight Talk, Immediate Family, Diggstown, True Believer, The Boost, Jos- hua, Then and Now, The Cho- irboys, Cop, Eyewitness, Against All Ödds, Videodrome, Ónce Upon a Time in America, Night Moves og síðast kvikmynd eftir leikriti Sams Shepards, Curse of The Starving Class, þar sem hann lék á móti Kathy Bates. Einkarétt á leigu- morðingjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.