Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ BJÖRTUHLÍÐ 20 í Mofellsbæ auglýsir fasteignasalan Berg nú til sölu nýbyggt 146 ferm einbýlishús á einni hæð með inn- byggðum 30 ferm bílskúr, en þetta hús er byggt af byggingafyr- irtækinu Álmi hf. Á þessa eign eru settar 8 millj. kr., en á henni hvíla 7,3 millj. kr. það er húsbréf upp á 6,3 millj. kr. og 1 millj. kr. lán til fjögurra ára. Húsið er fullfrágengið að utan, fokhelt að innan og með einangrun í útveggjum. ÍVlikil eftir- spnmeftir lilliun ibúónm Markaðurinn Greið§lnbyrði húsnæóislána Húsbréfakerfíð hefur að stærstum hluta staðið undir væntingum, segir Grétar J. Guðmundsson. Það lá alltaf ljóst fyrir, að kerfið eitt og sér myndi ekki útrýma öllum greiðsluerfíðleikum íbúðareigenda. MIÐAÐ við aðstæður í þjóðfé- laginu og árstíðina virðist fasteignamarkaðurinn hafa tekið vel við sér eftir áramótin. Það er mikið um fyrirspumir og margir í fast- eignahugleiðingum. Hreyfingin er samt mest í minni eignum, það er 2ja og 3ja herb íbúðum. Sala á stærri eignum er hins vegar þyngri. Þannig komst Sæberg Þórðarson, fasteigna- sali í Fasteignasölunni Berg að orði, þegar hann var spurður álits á fast- eignamarkaðnum nú í byijun árs. Sæberg kvaðst verða var við nokk- um ugg hjá fólki út af því, að kjara- samningar væm lausir. — Því er ekki að neita, að margir em uggandi um, að þeim stöðugleika, sem verið hefur, verði fórnað fyrir óraunhæfar kauphækkanir, sagði hann. — Þar af leiðir, að fólk, sem hefur áhuga á að kaupa dýrari eignir, heldur frekar að sér höndum til þess að sjá, hver framvindan verður í þjóðfélaginu. Það fer samt fjarri að einbýlishúsa- markaðurin sé dauður. Þannig er ég þegar búinn að selja eitt einbýlishús eftir áramótin. — Framboð á minni eignum virð- ist hins vegar vera frekar takmarkað heldur en hitt og það liggur við, að það sé umframeftispurn eftir þeim, sagði Sæberg ennfremur. — Ef um sæmilegar íbúðir er að ræða, þá seljast þær strax, sérstaklega ef þær eru með gömlu byggingarsjóðslán- unum. Það ýtir undir þá skoðun, að lánstími húsbréfa sé of stuttur og BÚSETI-Reykjavík tók á síðasta ári í notkun 29 nýjar íbúðir og á nú og rekur 250 íbúðir á Reykjavík- ursvæðinu. Þessar íbúðir em allar í útleigu og rekstur þeirra gengur vel. Kom þetta fram í viðtali við Þórarin Magnússon, framkvæmdastjóra Bú- seta-Reykjavík, sem nær yfír búseta- samtökin á öllu höfuðborgarsvæðinu nema í Garðabæ og Mosfellsbæ. Eftir- spum eftir búsetaíbúðum minnkaði samt nokkuð á síðasta ári, en fer nú aftur vaxandi. Nú er Búseti Reykja- vík með 33 íbúðir í byggingu, en beðið er eftir úthlutun framkvæmda- lána hjá Húsnæðisstofnun ríkisins og ráðast frekari framkvæmdir af nið- urstöðum hennar. Nýju íbúðirnar, sem teknar vom í notkun á nýliðnu ári, skiptast þann- ig, að tuttugu íbúðir em við Arnar- smára 4-6 í Kópavogi, þrjár við Birki- hlið 4B í Hafnarfirði, þijár að Sól- að hann þyrfti að vera 35-40 ár. Sæberg hefur ávallt lagt mikla áherzlu á fasteignamarkaðinn í Mos- fellsbæ, þar sem hann er búsettur og að undanförnu auglýst þar marg- ar eignir til sölu. Við Björtuhlíð 20 þar í bæ auglýsir hann nú tii sölu nýbyggt 146 ferm einbýlishús á einni hæð með innbyggðum 30 ferm bíl- skúr, en þetta hús er byggt af bygg- ingafyrirtækinu Álmi hf. Á þessa eign em settar kr. 8 millj. kr. en á henni hvíla 7,3 millj. kr. það er hús- bréf upp á 6,3 millj. kr. og 1 millj. kr. lán til fjögurra ára. Húsið er fullfrágengið að utan, fokhelt að inn- an og með einangmn í útveggjum. — Þetta hús á ekki að þurfa mik- ið viðhald, þar sem það er klætt með stoneflex, sem em viðhaldsfríar plöt- ur og aluzinki í þaki, sem er inn- brenndur málmur, sagði Sæberg. — Húsið stendur á 600 fermetra lóð í nýja hverfinu í vesturhluta bæjarins í grennd við Huldahóla, sem er mjög góður og eftirsóttur staður. Sæberg sagði, að alltaf væri tölu- verð ásókn í fasteignir í Mosfellsbæ, en mest væri eftirspurnin eftir rað- húsum á bilinu 80-100 ferm á einni hæð og með sérgarði. — Útivistar- möguleikarnir í Mosfellsbæ freista margra, sagði hann að lokum. — Þarna er mjög góð aðstaða til hesta- mennsku, margar skemmtilegar gönguleiðir, stutt í góða skíðastaði og útsýnið til fjallanna og út á sund- in víða frábært. vangsvegi 1 í Hafnarfirði og þijár að Tindaseli 1 í Reykjavík. Ibúðirn- ar, sem Búseti-Reykjavík er með í byggingu, skiptast þannig, að sjö íbúðir eru við Skólatún 1 í Bessa- staðahreppi, tíu við Laufengi 5 í Reykjavík, fimm við Engjahlíð 3A í Hafnarfirði, sjö við Sólvangsveg 3 í Hafnarfirði og fjórar að Tindaseli 1 í Reykjavík. Búseturéttarkerfið byggist á því, að með því að ganga ; Búseta er hægt að öðlast búseturétt, það er afnotarétt svo lengi sem vill af því húsnæði, sem félagsmaður fær. Við inngöngu fær hver félagsmaður númer og eftir því er farið við kaup hans á búseturétti, hvar það er í röðinni. Verð á búseturétti er ákvarð- að í upphafi og er yfírleitt um 10% af byggingarkostnaði. Síðan má selja búseturétt, hvenær sem er og hefur félagið þá forkaupsrétt. Sá sem selur IBÚÐARKAUP og húsbygging ræðst að stærstum hluta af lána- möguleikum, launum og eigin fjár- magni.' Utanaðkomandi aðstæður, sem geta haft áhrif á greiðslugetu, vega einnig þungt. Verði breytingar á einhveijum þessara þátta, eftir að teknar hafa verið ákvarðanir um kaup eða byggingu, verður viðkomandi að taka málið til endurskoðunar. Margir hafa þurft að selja íbúðir sínar á undanförnum árum og minnka við sig vegna breyttra forsendna. Þá hefur reynst vel hve afgreiðsla í húsbréfakerfinu gengur hratt fyrir sig að öllu jöfnu. Það er auðvelt að fá húsbréfalán til íbúðarkaupa eða húsbygginga, ef greiðslugetan er nægjanleg til að standa undir þeim viðskiptum eða framkvæmdum. Helstu framfarir Það eru aðallega tveir þættir hús- bréfakerfisins sem fela í sér veruleg- ar framfarir varðandi almenn hús- næðislán hér á landi frá því sem áður var. í fyrsta lagi gengur af- greiðsla margfalt hraðar fyrir sig en áður. í öðru lagi er greiðslumat for- senda fyrir lánaafgreiðslu. Stuttur afgreiðslutimi minnkar líkur á því að kuapendur og byggjendur verði fyrir aukakostnaði vegna biðar eftir afgreiðslu lána, eins og nánast und- antekningarlaust var áður en hús- bréfakerfið kom til sögunnar. Greiðslumat stuðlar að því að gera íbúðarkaup og húsbyggingar örugg- ari. Greiðslumatið í húsbréfakerfínu er fyrst og fremst leiðbeinandi, það er ráðgefandi um hve dýra íbúð við- komandi umsækjandi er talinn hafa getu til að festa kaup á eða byggja. Greiðslumatið leysir kaupendur og byggjendur hins vegar engan veginn undan því að fylgjast með hugsanleg- fær þá borgað til baka, það sem hann greiddi í upphafi, hækkað til samræmis við þær hækkanir, sem orðið hafa á Iánskjaravísitölu. Við fráfall færist búseturétturinn til maka og barna. Búsetugjaldið (leigan) er svo greitt mánaðarlega og sundurliðast þannig, að 2/3 af því fara í afborganir af lánum til Húsnæðisstofnunar ríkis- um breytingum sem geta átt sér stað á þeim forsendum er gengið var út frá í upphafi, áður en kaup eða bygg- ing voru ákveðin. Væntingar til húsbréfa- kerfisins í umræðum um húsnæðismál hafa heyrst raddir sem segja að fátt hafi farið eins illa með fjárhag heimilanna í lándinu og húsbréfakerfið. Þá er bent á að lánstími sé styttri en var í því húsnæðislánakerfi sem húsbréfa- kerfíð leysti af hólmi, vextir séu hærri og þar með sé greiðslubyrði jafnframt hærri. Þá heyrist stundum, að hús- bréfakerfið hafí ekki staðið undir þeim væntingum sem til þess voni gerðar í upphafí. Ef þetta er skoðað nánar kemur annað í ljós ef sanngimi er gætt og raunsæi kemst að. Afborgun og vextir af einnar millj- ón króna húsbréfaláni, sem nú ber 5,1% vexti, er um 6.000 krónur á mánuði. Greiðslubyrði sama láns með 6,0% vöxtum er hins végar um 6.500 krónur á mánuði. Flest þeirra hús- bréfalána sem veitt hafa verið hingað til bera 6,0% vexti. Meðallán í hús- bréfakerfinu er um 3 milljónir króna. Greiðslubyrðin á föstu verðlagi er þá um 18.000 krónur á mánuði af meðalláni, sem veitt er í dag, en um 19.500 krónur af lánum sem bera 6,0% vexti. Lánstími húsnæðislána sem veitt voru í lánakerfinu er hóf göngu sína á árinu 1986, og oft er kallað 86-kerf- ið, er 40 ár. Vextir af þeim lánum eru 4,9%. Afborgun og vextir af einn- ar milljón króna láni úr því kerfí er um 4.850 krónur á mánuði, og af þriggja milljóna króna láni er afborg- unin því um 14.500 krónur á mánuði. Mismunurinn á greiðslubyrði meðalláns (3 millj. kr.) í húsbréfa- kerfinu nú og 86-kerfínu er um 3.500 krónur á mánuði á föstu verðlagi, en mismunurinn er um 5.000 krónur á mánuði, ef miðað er við húsbréfalán með 6,0% vöxtum. Það verður varla Það er engin eða mjög stutt bið eftir stærri íbúðunum en lengri eftir því sem þær eru minni og lengst eftir 2ja herb íbúðunum, sagði hann. — Biðin fer algerlega eftir því, hve framboðið er mikið og hver eftirpurn- in-er, þegar íbúðir eru auglýstar, en eftirspurnin getur verið mjög mis- munandi. Það dró talsvert úr henni á tímabili í fyrra, en nú er greini- legt, að hún fer-aftur vaxandi. sagt með sanngimi, að þessi mismun- ur á greiðslubyrði teljist megin orsök greiðsluerfíðleika heimilanna í land- inu að undanfömu, eins og haldið hefur verið fram. Þessar fjárhæðir gera ekki gæfumuninn. Að segja það er að taka hlutina úr samhengi. Að standa undir væntingum Greiðslubyrði húsbréfalána er sú sem ráð var fyrir gert í upphafi, með hliðsjón af þeim vöxtum sem eru í kerfínu á hveijum tíma. Lánstíminn er 25 ár eins og lagt var af stað með og afgreiðslutíminn er oftast skammur, eða í kringum tvær vikur, nema í þeim tilvikum er skipt er um húsbréfaflokka. Þá koma of oft fyrir tímabil er húsbréf em ekki til, sem getur valdið óþægindum og kostnað- arauka fyrir suma. Fleiri og fleiri em farnir að skilja hvemig kerfíð gengur fyrir sig og em famir að taka ákvarð- anir um íbúðarkaup, íbúðarsölu eða húsbyggingu með hliðsjón af aðstæð- um á fjármagnsmarkaði á hveijum tíma. En það er megin hugsunin með húsbréfakerfinu, að fólk láti aðstæð- ur á fjármagnsmarkaði hafa áhrif á hvenær ráðist er í kaup eða bygg- ingu. Þegar vextir hækka dragi úr viðskiptum, en þau geti aukist þegar vextir fara lækkandi. Húsbréfakerfið hefur að stærstum hluta staðið undir þeim raunhæfu væntingum sem til þess vom gerðar. Það lá alltaf ljóst fyrir, að kerfið eitt og sér myndi ekki útrýma öllum greiðsluerfiðleikum fbúðareigenda um ókomna framtíð. Miklu fleira kemur þar auðvitað til. Fast- eigna- solur Agnar Gústafsson 4 Ás 18 Ásbyrgi 6 Berg 32 Borgareign 6 Borgir 15 Eignaborg 31 Eignamiðlunin 7 Eignasalan 23 Fasteignamark. 3 og 20 Fasteignamiðstöðin 12 Fasteignamiðlun 21 Fasteignaþjónustan 31 Fjárfesting 4 Fold 5 Framtíðin 20 Garður 11 Gimli 10- -1 1 Hátún 6 Hóll 16- -17 Hraunhamar 13 Húsakaup 24 Húsvangur 19 íbúð 31 Kjörbýli 32 Kjöreign 14 Laufás 17 Lyngvík 27 Óðal 26 SEF hf. 15 Séreign 30 Setrið 20 Skeifan 28 Stakfell 4 Valhús 15 Þingholt 9 Bnsetl-Reykjavík nú meó 33 nýjar íbúóir ■ smíónm rm s m r _» / . . / --------—------------1 ins, en 1/3 fer í fasteigna- Tok í notkun 29 íbuóir i fvrra ^ c aöld °g, —Mtw1....I mgu, rekstur og viðhald. Algengt búsetugjald fyrir 2ja herb. íbúð er nú 21.000- 27.000 kr. á mánuði, fyrir 3ja herb. fbúð 30.000- 34.000 kr, fyrir 4ra herb. íbúð 36.000-40.000 kr. og fyrir 4-5 herb. raðhús 34.000-45.000 kr. Morgunblaðið/Sverrir Að sögn Þórarins Magn- VIÐ SKÓLATÚN 2-6 í Bessastaða- ússonar er biðin nú eftir hreppi á Búseti-Reylgavík þrjú fjórbýl- fbúðum hjá Búseta-Reykja- ishús með tólf íbúðum. vfk mjög mismunandi. eftir Grétor J. GuSmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.