Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Húsfélagahandbókin Lögfræðibók nni nýjn fjölelgnartaúsalögin j%| Ú er komin út bók ætluð hús- félögum og fasteignareig- endum sem ber heitið Húsfélaga- handbókin. I bókinni er fjallað um hin nyju fjöleignarhúsalög með al- mennum hætti. Aðalatriði laganna eru skýrð og dæmi tekin.Sérstök áhersla er lögð á réttarstöðu eig- enda við eigendaskipti en sérstakir kaflar um önnur réttarsvið sem tengjast fjöleignar- húsalögunum. I bókinni er fjallað um gerð verk- samninga og hvað húsfélögum ber að varast í því sambandi. Kafli er um nábýlisrétt, en hann nær til þeirra réttarreglna sem takmarka athafnafrelsi manna vegna tillits til annarra nágranna. Má eigandi klippa tré á lóðarmörkum? er ein þeirra spurninga sem tekin er til umfjöllunar. Fjallað er um algengstu trygg- ingarform húseiganda svo sem brunatryggingu, húseigandatrygg- ingu og verktakatryggingu. Að lokum er fjallað um upplýsinga- skyldu seljanda og löggilts fast- eignasala og skoðunarskyldu kaupanda í fasteignakaupum. Þessi þijú svið, gerð verksamn- inga, nábýlisréttur og réttarstaða kaupanda og seljanda í fasteigna- kaupum eiga það sammerkt að löggjöf um þau er mjög ófúllkom- in. Leitast er við að skýra þær reglur sem gilda ólögfestar og fjall- að er um dómaframkvæmd. I bók- inni er ítarleg efnis- og atriðisorða- skrá sem auðveldar notendum að fínna fljótt svar við spurningum sem upp kunna að koma. Bókin er 216 síður og kostar 2.995 kr. Höfundur bókarinnar er Magnús I. Erlingsson lögfræðingur. Hann hefur unnið á fasteignasölu síðustu þijú ár og kynnt sér sérstaklega fjöleignarhúsalögin og haldið fyrir- lestra um þau á vegum lánastofn- ana fyrir gjaldkera húsfélaga. Hann er nú sjálfstætt starfandi Iögfræðingur. ítarleg löggjöf — Lögin um fjöleignarhús eru ítarleg og svara flestum spuming- um sem upp koma í fjöleignarhúsi en nokkur ákvæði laganna vekja samt spumingar, sagði Magnús I. Erlingsson. — En það verður fróð- legt að sjá hvernig til tekst hjá þinglýsingaryfirvöldum að fara eftir því ákvæði sem skyldar eig- endur að leggja fram eignaskipta- yfirlýsingu sé hún ekki fyrir hendi í fjöleignarhúsi. Yfirvöld hafa heimild til að vísa kaupsamningi frá þinglýsingu sé þetta skilyrði ekki uppfyllt. Víða í húsum sem byggð eru fyrir 1976 er ekki að fínna neina eignaskipta- Breyting er gerð á þeirri reglu að eigandi geti neitað í öllum tilvik- um að greiða fyrir sameiginlega framkvæmd hafi hann ekki verið boðaður réttilega á fund. Þannig er það metið eftir fundarsókn og atkvæðagreiðslu og eðli fram- kvæmda hvort eigandi geti neitað greiðslu. Eldri löggjöf leiddi stund- um til mjög óréttlátrar niðurstöðu varðandi þetta atriði gagnvart hús- félaginu t.d. þegar verðmætaaukn- ing varð á eign viðkomandi við endurbætur. — Ákvæði fjöleignarhúsalag- anna um bann við kattahaldi nema að allir eigendur samþykki er að mínu mati ekki afturvirkt nema gagnvart þeim aðilum sem haldnir eru sérstöku ofnæmi fyrir köttum, sagði Magnús. — Enda þótt ekki sé nú ákvæði í stjómarskránni um bann við afturvirkni laga þá ættu sjónarmið nábýlisréttarins að leiða til sömu niðurstöðu, þ.e. að eigend- ur verði að sætta sig við þá hagnýt- ingu sem er í fjöleignarhúsinu við gildistöku laganna. Það sem mælir einnig með þeirri skýringu er sú ólýðræðislega að- ferð sem beitt var við lagasetning- una. Það var í raun einn minni- hlutahópur sem fékk þetta í gegn með stuttum fyrirvara á síðustu starfsdögum Alþingis síðasta vor. Allir hinir voru ekki spurðir álits á þessari breytingu. Ekki gafst heldur tími til að taka á þeim fjölda álitamála varðandi túlkun ákvæð- isins með lagasetningu sem hafa komið upp nú við gildistöku lag- anna. Löggjöf um fasteigna- viðskipti vantar — Eitt vekur athygli mína nú þegar húseigendur hafa fengið skýra og ítarlega löggjöf um fjöl- eignarhús, en það er í þriðja sinn sem sett er heildarlöggjöf um rétt- arstöðu sameigenda að fasteign- um, sagði Magnús ennfremur. — Það er ekki til iöggjöf um fasteign- ir og fasteignaviðskipti. — Við höfum í löggjöfinni ítar- lega og stranga löggjöf um starf- semi verðbréfasjóða, um verðbréf- amiðlun og verðbréfaviðskipti, Engin heildstæð löggjöf er aftur á móti til um fasteignir og fasteigna- viðskipti þrátt fyrir að enn þá séu kaup á fasteign algengasta form fjárfestingar og flestir binda að kalla allar sínar eigur í fasteignum, sagði Magnús I. Erlingsson að lok- um. — Það eru t. d. engin ákvæði í lögum um, hvenær hús telst gall- að og verður að byggja á fræði- kenningum og dómafordæmum um þau atriði. Magnús I. Bi'lingsson lögfrœðlngur Hús félaga handbokin Lögfræðihandbók fyrir húsfélög og almenning Höfundur bókarinnar er Magnús I. Erlingsson lögfræðingur. Hann hefur unnið á fasteignasölu undanfarin þrjú ár en kynnt sér sérstaklega fjöleignarhúsalögin og haldið fyrirlestra um þau á vegum lánastofnana fyrir gjaldkera húsfélaga. Hann er nú sjálfstætt starfandi lögfræðingur. yfirlýsingu eða eignaskiptasamn- ing. Ákvæði laganna gera ráð fyrir að seljandi tilkynni húsfélaginu selji hann eign sína með formleg- um hætti. Hér er um að ræða ákvæði sem fasteignasalar verða að skoða þegar þeir ganga frá kaupsamningum. Fjöleignarhúsalögin herða öll skilyrði fyrir atvinnustarfsemi í íbúðarhúsum sé hún ekki til staðar við gildistöku laganna. Fleiri ákvæði laganna auka rétt eiganda gagnvart nágrönnum sínum og öfugt svo sem þau sem banna sölu einstakra herbergja eða séreignar- hluta nema allir eigendur sam- þykki og bann við sölu bílskúrs frá íbúðarhúsi. Ennfremur er húsfé- laginu heimilað að koma óþolandi eiganda út úr fjöleignarhúsi með þeim ráðum sem til eru í löggjöf- inni t.d. með nauðungarsölu eignar ef ekki vill betur. Eigendur minni eigna greiða meira Grundvallarbreyting er gerð á reglum um sameiginlegan kostnað. Þannig eru algengustu kostnaðarl- iðir hjá húsfélagi jafnskiptir sem áður voru hlutfallsskiptir. Þetta leiðir til þess að eigendur minni eigna greiða meira en eigendur stærri eigna minna. — Lögin gera ráð fyrir að nú þegar hafi húsfélög gert ráðstafanir vegna breytinga á kostnaðarskiptingu og hafa bank- arnir leitast við að kynna þessar breytingar fyrir viðskiptamönnum sínum en þessi breyting hefur mjög brunnið á gjaldkerum húsfélaga, sagði Magnús. Ákvæði fjöleignarhúsalaganna um ákvörðunartöku og skipun stjómar húsfélags gera það auð- veldara fyrir húsfélagið að reka það og láta framkvæma nauðsyn- legar og eðlilegar ráðstafanir t.d. að fara út í endurbætur eitt sér eða í félagi með öðrum stiga- göngum eða fjöleignarhúsum. Japanir ætla a<> byggja til himna HÆSTA bygging heims, Sears- skýjaklúfurinn í Chicago, sem er 443 metrar að hæð, á eftir að sýnast lítill í samanburði við nýja byggingu, sem fyrirhugað er að reisa í Japan og á að verða 1.000 metra há. Þar eiga að verða íbúðir, skrifstofur, verzlanir, skólar, hótel, veitingastaðir, sjúkrahús, lögreglu- stöð og brunaliðsstöð. Það sem meira er, þessari byggingu er ætlað að standa í þúsund ár. Undirbúningur er þegar í fullum gangi í Japan. í ágúst sl. setti bygg- ingamálaráðuneytið þar í Iandi á fót vinnuhóp, sem á að skipuleggja framkvæmdina og á nýjársdag var tilkynnt, að 90 fyrirtæki hygðust taka þátt í þessari risavöxnu bygg- ingaframkvæmd. Öll stærstu fyrirtæki landsins í stáliðnaði og öðrum þungaiðnaði, byggingariðnaði og á rafeindasvið- inu ætla að taka þátt í framkvæmd- inni. Þeirra á meðal eru Nippon Steel, Kajima, Taisei, Kawasaki, Matsushita og Toshiba. Ráðgert er, að tæknilegar lausnir liggi fyrir til- búnar vorið 1999, en framkvæmd- inni verði samt ekki endanlega lok- ið fyrr en 2010 eða 2015. Talsmenn þessarar miklu fram- kvæmdar halda því fram, að með byggingu af þessu tagi megi skapa meira rými fyrir borgarbúa í hinu yfírfulla þéttbýli Japans. En þeir viðurkenna jafnframt, að þetta verkefni verði síður en svo auðvelt viðureignar. Það verði að leita að nýjum byggingarefnum, bygging- araðferðum og tækni til þess að það megi takast. Hvernig á t. d. að veita öllum hlutum skýjakljúfsins aðgang að vatni, rafmagni og sorp- hreinsun. Það er ljóst, að leita þarf nýrra aðferða, sem kreíj'ast mikilla undir- búningsrannsókna. Þar að auki á enn eftir að vinna almenningsálitið í landinu á sveif með þessu risa- vaxna verkefni. En það eru ekki bara japönsk stjórnvöld, sem hugsa svona stórt. Flest stóru japönsku byggingafyrir- tækin voru farin að láta sig dreyma um risavaxna byggingu af þessu tagi þegar í byijun þessa áratugar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.