Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 30
30 B FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR1995
MORGUNBLAÐIÐ
FASTEIGNASALA.il
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 38A
29077
Fax: 29078
Opið virka daga kl. 9-18
og laugardaga kl. 11-15.
Einbýlis- og raðhús
Birkihiíð. Glæsil. endaraðh., kj. og tvær
hæðir ásamt bílsk. um 280 fm. Séríb. í kj.
5 svefnherb. Vönduð eign á góðum stað.
Verð 17,4 millj.
Sæbólsbraut. Vandað 310 fm raðh.
ásamt bílsk. 4 svefnherb. í risi. 2 stofur.
Séríb. í kj. Verð 15 millj.
Olduslóð - Hf. Fallegt 260 fm einb.
ásamt 30 fm bílsk. Tvær stofur með arni,
gestasnyrting og baöherb., 3 góð svefn-
herb. Stórt íbherb. í kj. Glæsil. útsýni yfir
höfnina. Verð 17,5 millj.
Melaheiði — Kóp. Glæsil. einb. á
tveimur hæðum, 280 fm, ásamt 33 fm bílsk.
4 svefnherb., fallegar stofur með arni.
Möguleiki á vinnuaðst. á jarðh. Fráb. stað-
setn. Verð 16,9 millj.
Foldasmári. Glæsil. par hús á 2
hæðum, 185 fm. 4 svefnherb., stofa og
boröstofa. Innb. bílskúr. Fallegt opið svæði
sunnan v. húsið. Áhv. 6 millj. húsbr.
Aflagrandi. Stórglæsilegt endaraðh.
á tveimur hæðum, 214 fm. Vandaðar innr.
4 rúmg. herb., öll með skápum. Innb. bílsk.
Gestasnyrting. Flísal. bað. Skipti mögul. á
sérh. í nágr. eða í austurbæ. Áhv. 7,8 millj.
Verð 17,3 millj.
Birkigrund - Kóp. Fallegt einbhús
á tveimur hæðum m. innb. bílsk., alls um
260 fm. Á efri hæð eru stofur, eldhús, 3-4
svefnh. og baö. Á jaröh. eru 2 stór herb.,
hentug sem vinnuaöstaða eða íb. Skipti
mögul. á 4ra herb. íb. Verð 16,9 millj.
Urðarstígur - Hf.
Fallegt steinh. um 110 fm. Á neðri hæð
stofa meö flísum og parketi, þvottaherb.,
eldh. í risi 4 herb. Töluvert endurn. eign.
Áhv. húsbr. 4 millj. Verð 7,5 millj.
Laugalækur. Raðh. m. 4-5 svefnh.
og rúmg. bílsk. í Laugarneshv., í skiptum
f. 3ja-4ra herb. íb., helst m. bílsk. Verð
13,5 millj.
Kambasel. 170 fm fallegt raðh. á
tveimur hæðum. Innb. bílskúr. Verð 12,5 m.
I smíðum
Birkihvammur - Kóp. iso fm
parh. á tveimur hæðum ásamt bílsk. Til afh.
nú þegar fullfrág. utan, fokh. innan. Áhv.
6,0 millj. húsbréf. Verð 8,9 millj.
Laufrimi. Vel skipul. 3 raðh., hæð og
ris 182 fm með innb. bílsk. Mögul. á 4 svefn-
herb. auk fjölskherb. Verð fokh. 7,9-8,4 m.
Foldasmári. Glæsileg efri sérhæð í
tvíbhúsi á frábærum útsýnisstað. 140 fm
auk 28 fm bílskúrs. íb. afh. tilb. u. trérverk
innan, fullb. utan. Verð 9,6 millj.
Hæðir og sérhæðir
Hlíðarhjalli
Glæsil. 154 fm sérh. ásamt 28 fm bílsk. 3-4
stór svefnherb., rúmg. stofa. Stórar suð-
ursv. Vandaðar innr. og góður garður. Verð
12,8 millj.
Þinghólsbraut - Kóp. Efri sérh.
162 fm ásamt 25 fm bílsk. 2 stofur, 4 svefn-
herb., rúmg. eldh. Glæsil. sjávarútsýni. Verð
12,5 millj.
Grænahli'ð. Efri sérh. 143 fm ásamt
26 fm bílsk. 2 stofur með arni, fallegt eldh.
með borðkrók, 4 svefnherb. Þrennar svalir.
Áhv. 4,7 millj. húsbr. Verð 12,9 millj.
Stóragerði. Falleg 130 fm hæö í þríb.
m. 3 svefnh., tveimur stofum. Sérþvottah.
á hæð. 25 fm bílsk.
Sogavegur. Stór sérh. í þríb. 160 fm.
5 svefnh., rúmg. stofa. Sérþvhús. Gestasn-
yrting. Baöh. Bílskúr. Verð 13,2 mlllj.
Njörvasund
steinh. 92 fm sem skiptist í 2 stofur og 2
svefnh., fallegt eldh. Gott geymsluris yfir íb.
Fráb. staös. Verð 8,2 millj.
4-5 herb. íbúðir
Sólheimar — lyftuh. Glæsil.
5 herb. endaíb. á 4. hæð 124 fm
ásamt 25 fm bílsk. 3 svefnherb. með
parketi, 2 rúmg. stofur, endurn. bað-
herb. Húsvörður sem sér um þrif á
sameign. Verð 10,7 millj.
Arnarsmári. Glæsil. 4ra herb. endaíb.
á 2. hæð í nýju húsi tilb. til innr. með fullfrág.
sameign. Til afh. nú þegar. Lyklar á skrifst.
Fífusel. 4ra herb. íb. á 2. hæð ásamt
íbherb. í kj. 3 svefnherb. á hæðinni. Sér-
þvottah., rúmg. eldh., endurn. bað. Búið að
klæða húsið. Áhv. 3,5 millj. húsbr. Verð
7,2 millj.
Flókagata - á móti Kjarvals-
stöðum. Vinaleg 4ra-5 herb. rish. á
fráb. stað beint á móti Kjarvalsstöðum með
fallegu útsýni yfir Miklatún. Suðursv. Verð
7,1 millj.
Seljaland. Nýkomin í sölu stórgl. 4ra
herb. íb. á 1. hæð ásamt bílsk. Parket á
gólfum. Húsið allt nýviðg. og málað. Verð
9,9 millj.
Eyjabakki. Falleg 4ra herb. íb. á 2.
hæð. 3 rúmg. svefnh., sérþvottaaðst. í íb.,
eldh. m. góðum borðkr. Laus. Verð 6,9 millj.
Álfatún - Kóp. Mjög góð 4ra herb.
íb. á 1. hæð ásamt bílsk. 126 fm. 3 svefn-
herb. Parket. Góð suðurverönd. Verð 11,0
millj. Áhv. 2,8 millj. byggsj.
Blikahólar. Falleg 4ra herb. íb. á 2.
hæð ca 90 fm í lítilli blokk m. innb. 25 fm
bílsk. 3 rúmg. svefnherb. Suðursv. Tengt f.
þvottavél í íb. Parket á gólfum. V. 8,3 m.
Fyrir eldri borgara - Hfj. 3ja-
4ra herb. stórgl. ca 110 fm fullb. íb. Sér-
þvhús. Bílskýli. Laus strax.
Stóragerði. 4ra herb. endaíb. á 3.
hæð 102 fm. 2 skiptanl. stofur, 2 svefnh.
Endurn. bað. Tengt f. þvottav. í íb. 20 fm
bílsk. Verð 8,7 millj.
Vesturbær. Glæsil. 4ra herb. íb. 93
fm á 3. hæö. 3 svefnh., sjónvhol, borðst.
og stofa. Eikarinnr í eldhúsi. Bílastæði und-
ir skyggni. Gufubað í sameign o.fl. Laus
strax. Verð 7,8 millj.
3ja herb. íbúðir
Hátröð - Kóp. Glæsil. 3ja
herb. 81 fm risíb. ásamt bílsk. 2 rúmg.
svefnh. og vinnuh. Parket og flísar á
öllu. Áhv. 3,9 millj.
Austurberg. Falleg 3ja herb. íb. á
jarðh. m. sérgarði. Parket. Tengt f. þvottav.
á baði. Góðar innr. Skipti mögul. á stærri
íb. Verð 5,8 millj.
Rekagrandi. Falleg 3ja herb. íb. á 1.
hæð 85 fm ásamt stæði í bílskýli. 2 rúmg.
svefnherb. Parket. Áhv. 2,5 millj.
Skógarás. Falleg 85 fm 3ja herb. íb.
á 1. hæð með sérgarði. 2 góð svefnh., stofa
til suðurs m. parketi. Bílskúr. Endaíb. Áhv.
3,6 millj. byggsj.
Skólavörðustígur. Glæsil. 3ja
herb. íb. á neðri hæð í timburh. Öll uppg.
og til afh. fullg. eða tilb. u. trév. Lyklar á
skrifst. Hagst. langtl. geta fylgt.
Þjónustuíbúð. Vorum að fá í
sölu glæsil. 96 fm íb. ásamt bílsk. í
húsi fyrir eldri borgara við Sléttuveg.
Vandaðar innr. og fallegt útsýni. Verð
12,9 millj.
Framnesvegur. Rúmg. 3ja-4ra
herb. íb. á efstu hæð. Tvö svefnherb. á
hæðinni og aukaherb. í kj. Nýl. gler. Verð
5,9 millj. Áhv. 3,5 millj. Skipti mögul. á
minni eign.
Vífilsgata - gott verð. 3ja herb.
íb. á efri hæð í tvíb. 56 fm. Vel skipul. eign
sem skiptist í 2 svefnh., ágæta stofu og
eldh. m. uppgerðri innr. Verð 5 millj.
Eiríksgata. 3ja herb. íb. á 1. hæð í
þríb. 80 fm. 2 rúmg. svefnh. Stofa m. park-
eti. Bílsk. m. rafm. Áhv. 4,2 m. Verð 6,5 m.
Efstihjalli - Kóp. Stór 3ja herb. íb.
á 1. hæð. 2 rúmg. svefnherb. Suðursv. Skóli
og öll þjón. í næsta nágr.
Berjarimi. Ný 100 fm íb. 3ja-4ra herb.
ásamt stæði í fullkomnu bílskýli. Til afh. nú
þegar, tilb. u. trév.
Vesturberg - gott verð. vorum
aö fá í sölu mjög góða 3ja herb. íb. á efstu
hæð. Þvottaherb. í íb. Glæsil. útsýni. Verð
aðeins 5.750 þús. Lyklar á skrifst.
2ja herb. íbúðir
Hringbraut. Nýl. 2ja herb. íb. á 3. hæð
60 fm ásamt bílskýli. Fallegar innr. Parket.
Áhv. 2,5 millj. Byggsj. + 600 þús. húsbr.
Verð 6,2 millj.
Þverholt. Glæsil. nýendurn. íb. á 2.
hæö 75 fm. Vandaöar innr. Áhv. 6 millj.
þar af 5,2 millj. húsbr. Verð 7,7 millj.
Grænahlíð. 2ja-3ja herb. íb. í kj. um
70 fm. Sérinng. Sérhiti. Verð 5,6 millj.
Kárastigur. 2ja-3ja herb. 50 fm íb. á
1. hæð í steinh. Sérínng. Verð 4,7 mlllj.
Hamraborg. 2ja herb. ib. á 2. hæð
60 fm. Stórar svalir i suöur. Áhv. 2,7 mlllj.
húsbr. o.fl. Verð 5,1 millj.
Vesturberg. Glæsil. 2ja herb. íb. á
5. hæð í lyftuh. Fallegar innr. Svalir til vest-
urs með glæsil. útsýni. Þvottah. á hæð.
Efsta hæð í fallegu Áhv. húsbr. 2,6 millj.
Viðar Friðriksson,
löggiltur fasteignasali.
LAGNAFRÉTTIR
ELDURINN gerir ekki boð á undan sér.
Er landlægt kæru-
leysi aó ríkja?
HVAÐ skyldu þeir vera margir vinnustaðirnir, þar sem unnið
er með eldfim efni, en engar brunavarnir eru ?
Brunavömum er víða
ábótavant, bæði á heim-
ilum o g á vinnustöðum,
segir Sigurður Grétar
Guðmundsson. Vatns-
úðakerfin em ein
öruggasta vömin.
SVARTASTA skammdeginu fylg-
ir mikil ljósadýrð. Hver krókur og
kimi er upplýstur, hvort sem er
utan dyra eða innan. Raforkan úr
fallvötnunum gerir okkur þetta
kleift.
En þó nóg sé af raflýsingu
finnst .okkur það ekki full-
nægjandi; hvað væru jól ef
ekki væru lifandi kertaljós. Þau
eru ómissandi hluti hátíðanna.
En þessu fylgir
hætta og tæpast
höldum við svo jól
að ekki verði
óhöpp vegna
ógætilegrar með-
ferðar kertaljósa,
að ekki sé talað
um brennur og
flugelda áramóta.
En þetta leiðir hugann að öðru.
Hvemig erum við í stakk búin til
að mæta eldsvoðum á heimilum
og í fyrirtækjum?
Mikill áróður hefur verið rekinn
undanfarin ár fyrir bættum eld-
vömum. Margir hafa komið sér
upp brunaboðum og slökkvitækj-
um. í fjölmiðlum hefur verið sýnt
hvernig bregðast skal við ef eldur
kemur upp; fyrstu viðbrögð geta
skipt sköpum.
Ótrúlegt kæruleysi
En þó ástand brunavarna á
heimilum sé ekki alls staðar upp
á það besta er það í fyrirtækjum
og vinnustöðum sem andvaraleys-
ið er víða yfirþyrmandi. Það þarf
ekki annað en að rifja upp nokkra
hrikalega bruna á undanfömum
árum til að það sé ljóst. Það er
tæpast ofsagt að heilu bygging-
amar hafi fuðrað upp þrátt fyrir
ötula baráttu slökkviliðs.
Það virðist víða ríkja sú skoðun
að það kemur ekkert fyrir mig.
Sama hugarfar og sést greinilega
í umferðinni dags daglega.
Árlega sjáum við á eftir gífur-
legum fjármunum í gin eldsins.
Víðtækt tryggingakerfi sér um að
bæta tjónið að talsverðu leyti. En
einhver hlýtur að borga. Auðvitað
tryggingafélögin, er svarið. En
það er alls ekki rétt. Það era ekki
tryggingafélögin. Það er þjóðfé-
lagið í heild; það er almenningur
sem borgar brúsann. Allir þurfa á
tryggingum að halda, því færri
tjón því lægri iðgjöld.
Vatnsúðakerfin ein
öruggasta vörnin
Hvað er vatnsúðakerfi? Það er
lagnakerfi sem lagt er neðan í loft
viðkomandi byggingar. Með
ákveðnu millibili eru sérsmíðaðir
stútar sem opnast við hækkandi
hita og gefa þá frá sér vatnsúða.
Eldur og hiti opna þetta öryggis-
kerfi þó enginn sé á staðnum. Það
hefur slökkvistarfíð fljótt og ör-
ugglega.
En ef satt skal segja hefur það
gengið alltof hægt að slík kerfi
nái almennri útbreiðslu hérlendis
og fái þá viðurkenningu sem þau
eiga skilda. Það er nú fyrst, á allra
síðustu árum, sem augu manna
era að opnast.
En þessi lagnakerfi hafa mikla
sérstöðu miðað við önnur lagna-
kerfi. Hitakerfí í húsi er ætlað að
vera sífellt í gangi til að færa
okkur yl. Hérlendis, á okkar norð-
lægu breiddargráðu, notum við
hitakerfið allt árið þegar þau fá
hvíld yfir sumarið víðast hvar í
nágrannalöndum.
Vatnsúðakerfið hins vegar þarf
vonandi aldrei að nota. Það er til
staðar eins og öryggisnet fyrir
loftfimleikamanninn. Vonandi
dettur hann aldrei en ef það gerist
heldur hann lífi og limum ef netið
er til staðar og í lagi.
Þama komum við að mikilvæg-
um punkti; kerfí sem aldrei er
notað þarf í raun meira eftirlit en
kerfí sem er í stöðugri notkun.
Vatnsúðakerfið er ekki þæginda-
kerfí eins og hitakerfið. Það er
öryggiskerfi sem getur ekki aðeins
bjargað miklum verðmætum held-
ur jafnvel mannslífum.
Þess vegna er ekki nóg að láta
leggja þetta öryggiskerfi. Það
verður að fylgjast með því með
jöfnu millibili af sérfróðum pípu-
lagningameisturum. Kerfið verður
að vera tilbúið til orrustu hvenær
sem er. Enginn veit hvenær kallið
kemur.
Vonandi kemur það aldrei en
svo virðist sem sinnuleysi húseig-
enda og eigenda fyrirtækja sé á
undanhaldi og augu þeirra að opn-
ast fyrir nauðsyn eldvarna.
Það er ekki vafi að þar er vatns-
úðakerfið það öryggisnet sem
treyst verður á í framtíðinni.
Landlægt kæmleysi í eldvarnar-
málum verður að víkja.
eftir SigurJur Grétor
Guðmundsson