Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR1995 B 23 Morgunblaðið/Sverrir MYND þess sýnir vel heppnaða utanhúsklæðningu á fjölbýlishúsi. Sums staðar annars staðar hefur slík klæðning ekki tekizt jafn vel. aðferð sér mjög til rúms og heilu hverfin voru steinuð að utan. Til þess að fyrirbyggja misskilning er rétt að geta þess hér, að hin dýra viðgerð á Þjóðleikhúsinu hefur fyrst og fremst beinzt að áhorfendasaln- um og öðru innanhúss en ekki að ytra byrði hússins. Magnús kveðst álíta, að hús veiji sig mjög vel með þessum hætti. Eina viðhaldið, sem þau þurfa, er að mála gluggana. — Þessi aðferð á því fullan rétt á sér enn í dag, segir hann. — Þannig var Þjóðminja- safnið endursteinað i fyrra og lítur nú út eins og það gerði um 1950, þegar það var tekið í notkun. í hitt- eðfyrra var gert við suðurhlið fjöl- býlishússins Skúlagötu 64-80 með sömu aðferð, en þetta hús er í eigu borgarinnar. Þessi hlið er eins og ný og lítur út eins og í upphafi. Þar hefur engu verið breytt. Þessi aðferð kann að vera eitt- hvað dýrari en ýmis þau efni, sem nú er skellt utan á hús og með því á allur vandi að vera leystur. En eftir því sem fleiri nota þessa að- ferð, eru meiri líkur á framförum í tækni og kunnáttu við hana og með aukinni samkeppni um viðhaldsverk af þessu tagi, ættu þau að verða ódýrari. Byggingariðnaðurinn hefur lent í miklum hremmingum eins og steypuæfintýrin sýna, en við skulum vona, að þau tilheyri sögunni. Það þarf samt að vera á varðbergi og eftir að steypan hefur verið end- urbætt, eins og nú er, þarf að huga að endurbótum í meðferð ferskrar steypu á byggingarstað, á meðan hún er að ná hörku. Mjög mikil breyting og þróun hefur orðið í byggingarefnum. í Noregi er talið, að þar hafi verið um 50 byggingarnefni í notkun um síðustu aldamót, en nú eru þau talin vera um 50.000. Þetta er ótrú- legur fjöldi, en hann er sennilega svipaður hér á landi, enda þessi þjóðfélög mjög svipuð að mörgu leyti. En með þessum mikla fjölda byggingarefna eykst einnig hættan á mistökum í meðferð þeirra, eins og dæmin sanna. Byggingarmenn þurfa að vera afar vel að sér í efna- og eðlisfræði til þess að velja réttu efnin saman, ekki sízt með tilliti til þess, að við búum við afar erfiða veðráttu í þessu landi, þar sem skipzt geta á brunafrost og slagregn á sama sólarhring. Það má sjá hér mörg mistök, ekki hvað sízt í við- haldi húsa, sem stafa af því, að röng efni hafa verið valin eða efni notuð á rangan hátt, jafnvel þó að rétt efni hafi verið valin. Þörf á gæðastýringu Að mati Magnúsar Sædals er þörf á meiri gæðum í byggingariðn- aðinum og þau náist ekki fyrr en komin sé á altæk gæðastjórnun í allri byggingarstarfsemi, það er bæði í arkitekta- og tæknihönnun og síðan í verkframkvæmdinni. — Hér vantar þessa gæðastjórnun, segir hann. — Það á ekki alltaf að stóla á opinbert eftirlit. Þetta ger- ist með því að byggingarfyrirtækin koma á eftirliti með öllu byggingar- ferlinu, frá byijun til loka og það eru starfsmennimir sjálfir, sem annast það. Til þess að staðreyna það að þessu eftirliti sé fullnægt, má síðan fá utanaðkomandi aðila, sem tekur stikkprufur og gengur úr skugga um, að þessu innra eftir- liti sé fullnægt. Danir hafa gert þetta með mjög góðum árangri og þetta eigum við að geta gert líka. Með því má lækka byggingarkostn- að en tryggja um leið betri vinnu- brögð. En gæðastýring kemst ekki á á einni nóttu og það þarf úthald til þess að tileinka sér hana. Engu að síður verðum við að tileinka okkur hana, ef við ætlum ekki að dragast enn lengra aftur úr. Við erum nú þegar orðnir langt á eftir, jafnvel áratugum á eftir nágrannaþjóðum okkar á þessu sviði. Uttektir bygg- ingafulltrúa, hvar sem er, geta ekki komið í staðinn fyrir slíka gæðastýr- ingu. — Gæðastýring af þessu tagi á alveg eins við stofnun eins og emb- ætti byggingarfulltrúans í Reykja- vík, segir Magnús Sædal Svavars- son að lokum. — Það er sífellt verið að gera auknar kröfur til okkar og málafjöldinn eykst stöðugt. Á næstu misserum verður það því eitt af megin verkefnum okkar að koma á fót innri gæðastýringu við embætt- ið, til þess geta veitt borgurunum betri þjónustu. Leigumidlarar hafi ábyrgdartryggingn Félagsmálaráóuneytid setur rcglugeró um leigumiólun PRÓF sem staðfestir, að viðkomandi hafi góða þekkingu á húsaleigulög- um, lögum um húsaleigubætur og um fjöleignarhús, kunnáttu í bók- haldi ásamt hagnýtum atriðum, sem reynt getur á við leigu húsnæðis svo sem gerð umboða, þinglýsingu og um skuldbindingargildi samn- inga, er skilyrði fyrir veitingu leyfís til leigumiðlunar samkvæmt reglu- gerð frá félagsmálaráðuneytinu, sem tók gildi 1. janúar sl. Samkvæmt reglugerðinni er gert ráð fyrir því, að leigumiðlari kaupi sér ábyrgðartryggingu, sem sé vátrygging gegn skaðabóta- ábyrgð, sem leigumiðlarinn kann að baka sér gagnvart tjónþola vegna atvika, sem hafa tjón í för með sér og hann ber ábyrgð á. Tekið er fram, að tjónþoli njóti ekki góðs af þessari ábyrgðartryggingu, nema hann eigi skaðabótakröfu á hendur vátryggð- um. Leyfi til leigumiðlunar er háð því skilyrði, að fullnægjandi tryggingar séu í gildi samkvæmt húsaleigulög- um. Til þess að fullnægja trygging- arskyldu sinni skal leigumiðlari kaupa vátryggingu hjá vátrygging- arfélagi eða afla sér bankatrygging- ar hjá viðskiptabanka eða spari- sjóði. Falli slík trygging niður, telst leyfi til leigumiðlunar úr gildi fallið, nema önnur fullnægjandi trygging 'hafi verið sett. Allt að 500.000 kr. bætur Trygging leigumiðlara skal vera ábyrgðartrygging gegn skaðabóta- kröfum, sem stofnast þegar við- skiptamaður hans verður fyrir skaðabótaskyldu fjártjóni vegna starfsemi leigumiðlarans og valdið er af gáleysi. Ekki greiðast bætur vegna tjónsatburðar, sem valdið er af stórkostlegu gáleysi eða ásetn- ingi. Með tryggingunni skal greiða bætur allt að 500.000 kr. vegna hvers einstaks tjónstilviks, sem verð- ur á hveiju 12 mánaða tímabili. Heildarfjárhæð tryggingarbóta inn- an hvers 12 mánaða tímabils getur þó ekki orðið hærri en 1.500.000 kr. Lögfræðingar eru undanþegnir skilyrðum um próf samkvæmt reglu- gerðinni. Sé leigumiðlari starfandi lögmaður, löggiltur fasteignasali eða starfsmaður sveitarfélags, sem hef- ur starfstryggingu, er uppfyllir skil- yrði tryggingarskyldu þeirrar, sem greint er frá hér að framan, þá er viðkomandi undanþeginn trygging- arskyldu. Þeir sem við gildistöku þessarar reglugerðar stunda leigumiðlun samkvæmt hinum nýju húsaleigu- lögum og hafa ekki fengið til þess löggildingu samkvæmt hinum gömlu lögum um húsaleigusamninga frá 1979, skulu sækja um leyfi til félags- málaráðherra innan þriggja mánaða frá gildistöku nýju húsaleigulag- anna, sem var 1. janúar sl. Að sex mánuðum liðnum er með öllu óheim- ilt að stunda leigumiðlun án leyfis þar að lútandi. Eldri borgarar ath.! Tij sölu glæsileg og rúmgóð 3ja herb. íbúð á 11. hæð í Árskógum. Frábært útsýni. Parket á gólfum og falleg- ar innréttingar. Allar nánari upplýsingar er að fá hjá Magnúsi Pálssyni í síma 872939 og Jónínu Pálsdóttur í síma 680069. Til sölu Eyrarholt 1 Hf. Frábært útsýni Til sýnis sunnud. 15. jan. kl. 16-18, s. 650825 3ja herbergja íbúð á efstu hæð til hægri íþessu nýlega fjölbýli, 101 fm. Góðar innréttingar í eldhúsi, baði og þvottahúsi/ geymslu, skápar í herbergjum. Áhv. byggingar- sj.lán ca. 5,2 m. Verð 8,9 m. EIGIMASALAM Símar 19540 - 19191 - 619191 jf! INGÓLFSSTRÆTI 12-101 REYKJAVÍK. Yfir 35 ára reynsla tryggir öryggi þjónustunnar. Magnús Einarsson, löggiltur fasteignasali. Sölum. Svavar Jónsson, hs. 33363 og Bjarni Sigurðsson, hs. 12821. SAMTENGD SÖLUSKRÁ ÁSBVRGI EIGMASALAM Opið laugardag frá kl. 11-14 Einbýli/raðhús ÁsbÚð — Gbæ. Endaraðh. á tveimur hæðum. Húsið skiptist I rúmg. stofur með parketi, stórt eldh. með borðkrók, 4 góð svefn- herb. og sjónvarpsskála. Tvöf. bilsk. Óvenjugott útsýni. Skipti á minna. Verð aðeins 13,9 millj. Áhv. 3.5 millj. Miðborgin. um ao fm hús- næðí sem geetl hvort tveggja nýst sem íb. eða atvhúsn. Ib. sem er á gððum stað þarfnast standsetn. Ymsir mögul. fyrir hendi. Ljósheimar - háhýsi. Enda- íb. á 5. hæð í lyftuh. Sérinng. af svölum. Glæsil. útsýni. Mikil sameign. íb. nýmál. og ný teppalögð. Laus nú þegar. Ásett verð 6,9 millj. 2ja og 3ja herbergja Þangbakki - 2ja. Mjög rúmg. fb. á 3. hæð I snyrtii. fjölb. Nýtt parket. Góðar innr. í eldh., nýl. eldavél. Stórar austursv. Góð semeign. Verð 5,8 mlllj. Áhv. 3,3 millj. Byggsj. Breiðholt - raðh. 200 fm raðh. á þremur hæðum. Tvennar suöursv. 5 svefnherb., rúmg. stofa með parketi. Við- arinr. á eldh. og mikið geymslupláss und- ir súð. Stæði í bílskýli. Áhv. 4 millj. Vesturhólar. 220 fm hús á tveim- ur hæöum meö glæsil. útsýni yfir borg- ina. 4 svefnherb., mjög stórt tómstunda- herb. á neðri hæð. Mögul. á séríb. Góður bílsk. Ásgarður - raðhús. Húsið er tvær hæðir og kj. Á 1. hæð eru stofur og eldh. Á efri hæð 2 herb. og bað. í kj. er 1 herb., þvhús, geymsla og snyrting. Húsiö er í mjög góðu ástandi alls um 130 fm. VERÐ AÐEINS 8,3 millj. Miðhús - einbýli. Vandað 225 fm einbhús á þremur pöllum. Húsið að mestu frág., óvenju glæsil. útsýni. 4-6 herbergja Álfheimar. Nýinnr. 80 fm 4ra herb. íb. á jarðh. í snyrtil. fjölb. Hjónaherb., fata- herb., 2 rúmg. bðrnaherb. Nýjar flísar á baði. Nýtt parket svo og innr. Stórt tóm- stundaherb. í kj. getur fylgt. Krummahólar. Goa 4ra herb. 93 fm mikiö endurn. íb. í nýviðg. fjölb. Gott fjallaútsýni. Áhv. 4 millj. hagst. lán. Álfaskeið - Hf. 120 fm ib. á 1. hæö. 4 svefnherb., rúmg. stofa, stórt eldh. Bilskúrsr. fylgir. Verð 8,9 millj. Álfaskeið - 5 herb.i20fmib, á góðum stað. 4 svefnherb. Stór stofa m. suöursvölum. Baðherb. m. sturtu og kari. Lagt f. þvottav. á baði. Parket og teppi á gólfum. Verð 8,9 millj. Starrahólar. Giæsii. 300 fm ib. með 6 svefnherb. í tvíbhúsi á góðum út- sýnisst. Innb. bílsk. á jarðhæð. Allt í mjög góðu ástandi. Hagst. verð. Til afh. strax. Laugateigur - 5 herb. um 140 fm íbhæð ásamt bílsk. Ásett verð kr. 9,4 millj. Mögul. að taka minni íb. uppí kaupin. Eiðistorg - 3ja. 95 tm ib. á 3. hæð með góðu útsýni yfir Flóann. íb. með beikiparketi á gólfum. Austursv. Góöar innr. í eldh. Stæöi í bílag. getur fylgt. Miðbær - 2ja. Notaleg 2ja herb. (b. á besta stað. 40 róm- antiskir fm. Verð 3,7 millj. Áhv. um 1,9 mlllj. I hagst. lánum. Grettisgata. 75 fm 3ja herb. íb. á l. hæð í eldra steinh. Nýtt þak. Góð sam- eign. Hraunbær. 3ja herb. ib. á 3. hæð 76 fm i góðu ástandi. Verð 6.3 millj. Áhv. 4,9 millj. hagst. lán. Asparfell. Rúmg. 66 fm íb. á 4. hæð með nýl. parketi. Nýtt gler. Stórar aust- ursv. Rúmg. svefnherb. með fataherb. Þvhús og geymsla á hæðinni. Verð 5,5 millj. Áhv. 2,4 millj. byggsj. Eskihlíð. 65 fm íb. á 3. hæð í ný- standsettu fjölbhúsi. Rúmg. svefnherb. með miklu skápaplássi. Vestursv. útfrá stofu. Herb. í risi sem leigt hefur verið út. Snyrtil. sameign. Verð 5,7 millj. Áhv. 3,8 millj. Baldursgata - 3ja herb. Um 90 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð í steinh. (tvíb.). Stór útigeymsla fylgir. V. 5,7 m. Freyjugata - 3ja herb. rís- hæð í tvíb. íb. er mikið endurn. Parket á gólfum. Reynimelur. 3ja herb. íb. 72 fm m. parketi á gólfum. Suðursvalir. Fallegt útsýni. Dalsel - 2ja herb. jaröhæð i fjölbhúsi. Snyrtil. íb. Parket á gólfum. [b. laus fljótl. Njálsgata - 2ja herb. utu mjög snyrtil. jaröhæð. Nýir gluggar, nýtt gler. Verð aðeins 3,2 millj. Kríuhólar - 2ja herb. Mjög snyrtil. íb. á 7, hæð í háhýsi. Öll sameign mikið endurn. Glæsil. útsýni. Höfum fjársterkan kaupanda að sérh. með bílsk. I Vesturbæ. SKIPTIÐ VIÐ FAGMANN íf Félag Fasteignasala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.