Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 22
22 B FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
f
Morgunblaðið/Sverrir
SUÐURHLIÐ fjölbýlishússins Skúlagötu 64-80 eftir fyrstu viðhaldsviðgerðir á húsinu allt frá því að húsið var byggt fyrir 1950. Við
haldsaðgerðir þessar fóru fram sumarið 1992. Húsið er látið halda upphaflegri áferð og liturinn sá sami og í upphafi.
Góóur iiudii'bíiniiigiii'
forsenda fyrir góðnm
árangri i viólialili húsa
Okkur íslendingum hættir til að fara út í verk-
framkvæmdir án nægilegrar fyrirhyggju,
segir Magnús Sædal Svavarsson, byggingar-
fulltrúi Reylqavíkurborgar. Stundum eiga sér stað
dýrkeypt mistök af þessum sökum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MAGNÚS Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur-
borgar. Magnús er hússmíðameistari, en lærði síðan byggingar-
tæknifræði i Tækniskóla íslands og útskrifaðist þaðan 1973.
Frá 1974 hefur hann verið starfsmaður Reykjavíkurborgar,
fyrst í rúm 10 ár hjá Rafmagnsveitum Reykjavíkur og frá 1984
í byggingardeild borgarverkfræðings. Hann tók við embætti
byggingarfulltrúa Reykjavíkur 1993.
MEÐ hækkandi sól eykst fram-
kvæmdahugur fólks. En hvort sem
um nýbyggingar er að ræða eða
breytingar og viðhaldsframkvæmd-
ir á eldri húsum, þá er nauðsynleg-
ur undirbúningur forsenda fyrir
góðum árangri. í upphafi skyldi
endinn skoða, segir máltækið. Okk-
ur íslendingum hættir hins vegar
til þess að fara út í verkfram-
kvæmdir án nægilegrar fyrir-
hyggju. Framkvæmdirnar taka af
þeim sökum gjarnan lengri tíma en
þyrfti og verða um leið dýrari en
ella. Stundum eiga sér stað dýr-
keypt mistök af þessum sökum.
Þetta kom fram í viðtali við
Magnús Sædal Svavarsson,
byggingarfulltrúa Reykj avíkurborg-
ar. — í hinu flókna samfélagi nútím-
ans er nauðsynlegt að undirbúa all-
ar verklegar fram-
kvæmdir vel, fá til-
skilin leyfí, gera
kostnaðaráætlanir
og leita hagkvæ-
mustu leiða, segir
Magnús. —- Margir
flaska á því, að
leita ekki eftir
byggingarleyfi.
Samkvæmt byggingarreglugerðinni
þarf að sækja um byggingarleyfí
fyrir öllum breytingum á húsum.
Sama máli gegnir um viðgerðir á
öllum meiri háttar steypuskemmd-
um og ef klæða á hús að utan.
Atriðin eru mörg og margvísleg.
Það þarf meira að segja að sækja
um leyfi til þess að fella tré, sem
er orðið fjögurra metra hátt eða 40
ára gamalt. Sama máli gegnir, ef
breyta þarf innra skipulagi í húsum.
Þar er fyrst og fremst verið að
gæta öryggis fólks. Það verður að
taka tillit til brunahættu og jarð-
skjálftahættu við allar breytingar
og tryggja, að efnisval sé rétt og
flóttaleiðir séu til staðar, ef voða
ber að höndum.
Með kröfunni um byggingar-
nefndarleyfí er jafnframt verið að
tryggja, að skráning húsanna sé
rétt, að það liggi fyrir réttar teikn-
ingar og ljóst sé, hvað hverri eign
tilheyrir. Breytingar á húsum geta
snert hagsmuni annarra. Það þarf
samþykki meðeigenda að húseign,
ef gera á bílastæði inni á lóð henn-
ar eða breyta einhverju, sem snertir
sameignina. Það verður því ekki
brýnt nógsamlega, að til þess að
standa löglega að breytingum, þarf
að fá leyfi hjá byggingarnefnd.
Góður undirbúningur eykur líkur
á því, að framkvæmdirnar verði sem
kostnaðarminnstar. Þá veit fólk ná-
kvæmlega, hvað á að gera og á þá
auðveldar um vik með með að leita
eftir hagstæðum tilboðum, bæði að
því er varðar hönnun, efni og fram-
kvæmd verksins sjálfs.
Stofnað 1904
Embætti byggingarfulltrúa
Reykjavíkur á sér mikla hefð, en
það var stofnað árið 1904. Nú skipt-
ist starfsemi þess nokkurn veginn
í þrennt. Byggingarfulltrúinn er í
fyrsta lagi framkvæmdastjóri bygg-
ingarnefndar borgarinnar og annast
undirbúning undir fundi nefndarinn-
ar. í öðru lagi stjórnar hann bygg-
ingarúttektum. í þriðja lagi annast
embættið skrifstofuhald fyrir bygg-
ingarnefnd, sem felur í sér af-
greiðslu á fjölda mála að ógleymdri
vörzlu á gífurlegum fjölda af skjöl-
um og teikningum, sem varða bygg-
ingár í borginni.
Byggingarnefndin heldur fundi
tvisvar í mánuði, það er annan og
síðasta fimmtudag í mánuðinum.
Mál, sem eiga að fara fyrir bygging-
arnefnd, þurfa að berast henni fyrir
lokun á miðvikudegi viku fyrir fund
til þess að komast þar inn á dagskrá.
Hjá embætti byggingarfulltrúa
starfa nú fímmtán manns, arkitekt-
ar, verkfræðingar, tæknifræðingar
og skrifstofufólk. — Mikill hluti af
okkar starfi fer í að undirbúa fundi
byggingarnefndar, segir Magnús. —
Á síðasta ári fjallaði byggingar-
nefnd um ca 2.000 mál og það ár
var samt ekkert metár, því að það
hefur verið samdráttur í byggingar-
starfseminni.
Við þurfum að fara yfír allar
byggingarleyfisumsóknir og sjá til
þess, að þær séu í samræmi við
gildandi skipulag og byggingar-
reglugerð. Síðan höfum við þá
skyldu að taka út allar framkvæmd-
ir í borginni. Fólk ruglar reyndar
oft saman úttektum og byggingar-
eftirliti. Á þessu tvennu vil ég samt
gera greinarmun. Eftirlit er fólgið
í því, að fylgzt er með verki, á
meðan það er unnið. Við komum
aftur á móti á vettvang í eitt skipti,
eftir að einstökum verkþáttum er
lokið, til þess að ganga úr skugga
um, að þeir séu í samræmi við teikn-
ingar, byggingarreglugerð og önnur
fyrirmæli.
— Við hér reynum nú að fram-
fylgja betur ákvæðum byggingar-
reglugerðarinnar, hvað varðar við-
hald húsa, segir Magnús. Það er
tiltölulega stutt síðan farið var að
gera kröfur um byggingarnefnd-
arleyfi fyrir klæðningum og fyrir
meiri háttar steypuviðgerðum á
húsum, en þessi regla var tekin upp
1992. Áf þeim sökum er enn nokkur
brestur á, að fólk geri sér grein
fyrir þessu.
Við höfum t. d. undantekningar-
laust óskað eftir skýrslu um ástand
steypu, sem á að klæða, því að það
getur verið beinlínis hættulegt að
klæða yfir burðarvirki, sem bytjað
er að skenimast. Það verður að vera
fyrir hendi vitneskja um, hvers eðlis
steypuskemmdirnar eru. Mörgum
fínnst þetta skrítið, þar sem þeir
eftir Mognús
Sigurðsson
halda, að búið sé að binda endi á
allar steypuskemmdir, þegar búið
er að klæða hús að utan. En svo
þarf alls ekki að vera.
Ósamræmi í Fellahverfi
— Þar sem margar blokkir hafa
verið byggðar eftir sömu teikning-
um, höfum við reynt að fá fólk til
þess að samræma viðgerðir á þann
veg, að notaðar séu sömu lausnir
og sömu efni, heldur Magnús áfram.
— Þetta hefur verið vissum erfiðleik-
um bundið, þar sem fólk tekur sig
of sjaldan saman um lausnir. Gott
dæmi um þetta er Fellahverfið í
Breiðholti. Þar er þegar búið að
klæða mörg hús með mismunandi
klæðingum.
Að mati Magnúsar er mjög erfitt
að hafa stjórn á þessu, en þetta
getur haft í för með sér mikið ósam-
ræmi. — Þetta gæti gengið svo
langt, að heilu hverfunum sé umt-
urnað og húsin þar fái nýtt og fram-
andi yfirbragð og kannski sitt á
hvað, segir hann. — í sumum tilfell-
um er kannski klætt yfír öll helztu
einkenni hússins. Einhveijar innfell-
ingar kunna að hafa verið á húshlið-
um og göflum í kringum glugga til
þess að gefa húsunum ákveðið yfír-
bragð. Þegar búið er að slétta yfir
þessi sérkenni, eru þau horfín og
þar með missa húsin visst gildi, sem
þau höfðu, þegar þau voru sam-
þykkt í byggingarnefnd.
— Það er fyrir hendi ákveðina
reynslu af bárujárnsklæðningum
hér á landi, heldur Magnús áfram.
— Við vitum, að járnið ryðgar og
að það þarf að endurnýja það með
vissu millibili. En það er engin
reynsla komin á ýmsar plötuklæðn-
ingar, sem nú er verið að auglýsa
hér og þá gjarnan sem einstaklega
endingargóðar. Oft hafa þær samt
ekki að baki sér nema nokkurra ára
reynslu hér á landi. Þó að slíkar
plötuklæðningar líti vel út í byijun,
þá efast ég um, að þær muni Itta
eins vel út eftir 10-15 ár. Þess eru
líka mörg dæmi, að plötur fjúki úr
þessum klæðningum í þeim hvas-
sviðrum, sem hér koma af og til,
Þegar nýjar plötur eru settar í stað
þeirra, sem fuku burt, þá eru þær
í allt öðrum lit.
Ósamræmið er samt hvað hróp-
legast, þegar einn gafl á fjölbýlis-
húsi er klæddur með plötum, en
aðrar hliðar hússins svo málaðar í
allt öðrum lit. Það er einmitt oft
byijað að plötuklæða gluggalausa
gafla, af því þeir eru auðveldastir
viðureignar. Þegar að því kemur að
klæða aðra hluta og fara fyrir horn
og í kringum glugga og svalir, byija
vandræðin.
Það er því nauðsynlegt, að fólk
athugi sinn gang, þegar ráðist er í
framkvæmdir af þessu tagi. Bygg-
ingarnefnd Reykjavíkur vill fá fram
heildarlausnir á slíkum viðgerðum.
Það þarf að gera sér grein fyrir því
fyrirfram, hvort klæða á allt húsið
eða bara einn gafl og þá þarf, bæði
í efnisvali og útfærslum, að miða
framkvæmdir við það.
Steiningin hefur reynzt vel
Magnús segir, að til séu innlend-
ar klæðningar, sem mjög góð
reynsla hafi fengizt af og það á
löngum tíma. í Reykjavík og víðar
er til mikill fjöldi húsa, sem eru
steinuð að utan eins og kallað er,
það er marmarasalli eða skelja-
sandur hefur verið notaður sem
yzta lag múrhúðunarinnar. Mörg
þessara húsa eru orðin um hálfrar
aldar gömul. — Þessi hús hafa yfir-
leitt þurft á litlu og ódýru viðhaldi
að utan að halda, en þegar að því
kom, hefur allt of mikið verið gert
af því að múrviðgera þau og síðan
látið nægja að mála þau, segir
Magnús. — Þess í stað ætti að
mínu mati að líta til þess, hve
reynslan af steiningunni er góð og
steina þessi hús að nýju með sama
hætti og fá þannig aftur á þau
fimmtíu ára viðhaldslausa eða við-
haldslitla endingu að utan.
Þjóðleikhúsið var eitt fyrsta hús-
ið, sem steinað var með hrafntinnu
í kringura 1930 og þess má geta,
að það var ekki ómerkari maður en
Guðjón Samúelsson, þáverandi hú-
sameistari ríkisins, sem var upp-
hafsmaður þessarar aðferðar, en
hann hannaði Ijóðleikhúsið. Þessi
klæðning á Þjóðleikhúsinu hefur
dugað mjög vel og síðan ruddi þess