Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR1995 B 25 Arkitektúr ---——- SI LJIIADI K - Glerhús meö garði í mióju EKKI er óalgengt að árekstrar verði fyrir framan hús Judiths Kennedys og Bennets Greenwalds í La Jolla í Kaliforníu, því bílstjórar geta ekki haft augun af óvenjulegu húsi þeirra. Flestir halda að þessi sérkennilega bygging sé listasafn eða rannsóknarstofnun, fæstum dettur í hug að hér sé um íbúðar- hús að ræða. Ungur arkitekt, Wallace Cunn- ingham, teiknaði húsið eftir for- skrift og óskum eiganda, sem báðir eru hönnuðir að atvinnu. Húsið er byggt í kringum garð sem er í jap- önskum stíl. Gler þekur um 80% af veggjum hússins,_ en því er skipt upp í þijú svæði. Á einu svæðinu eru eldhús, borðstofa, svefnher- bergi og vinnuaðstaða, á öðru svæð- inu dagstofur og á þriðja svæðinu gestaherbergi. ■ SOLUUMBOÐ - Áður en fasteignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að hafa sérstakt söluumboð frá eiganda og skal það vera á stöðluðu formi sem dómsmálaráðuneytið staðfestir. Eigandi eignar og fasteignasali staðfesta ákvæði soluumboðsins með undirritun sinni á það. Allar breytingar á söluumboði skulu vera skrifleg- ar. í söluumboði skal eftirfar- andi koma fram: ■ TILHOGUN SOLU - Koma skal fram, hvort eignin sé í einkasölu eða almennri sölu, svo og hver söluþóknun sé. í maka- skiptum ber að athuga að sé eign sem er í einkasölu tekin upp í aðra eign sem er á sölu hjá öðrum fasteignasala þá skal hvor fasteignasali annast sölu þeirrar eignar sem hann hefur söluumboð fyrir. ■ AUGLÝSINGAR - Aðilar skulu semja um hvort og hvern- ig eign sé auglýst, þ.e. á venju- legan hátt í eindálki eða með sérauglýsingu. Fyrsta venjulega auglýsing í eindálki er á kostnað fasteignasalans en auglýsinga- kostnaður skal síðan greiddur mánaðarlega skv. gjaldskrá dagblaðs. 011 þjónusta fast- eignasala þ.m.t. auglýsing er virðisaukaskattsskyld. ■ GILDISTÍMI - Tilgreina skal hve lengi söluumboðið gild- ir. Umboðið er uppseigjanlegt af beggja hálfu með 30 daga fyrirvara. Sé einkaumboði breytt í almennt umboð gildir 30 daga fresturinn einnig. ■ GREIÐSLUSTAÐUR KAUPVERÐS - Algengast er að kaupandi greiði afborganir skv. kaupsamningi inn á banka- reikning seljanda og skal hann tilgreindur í söluumboði. ■ OFLUN GAGNA/SOLU- YFIRLIT - Áður eii eignin er boðin til sölu, verður að útbúa söluyfírlit yfír hana. Seljandi skal leggja fram upplýsingar um eignina, en í mörgum tilvik- um getur fasteignasali veitt aðstoð við útvegun þeirra skjala sem nauðsynleg eru. Fyrir þá þjónustu þarf að greiða, auk beins útlagðs kostnaðar fast- eignasalans við útvegun skjal- anna. í þessum tilgangi þarf eftirfarandi skjöl: ■ VEÐBÓKARVOTTORÐ - Þau kostar nú 800 kr. og fást hjá sýslumannsembættum. Opnunartíminn er yfírleitt milli kl. 10.00 og 15.00. Á veðbókar- vottorði sést hvaða skuldir (veð- bönd) hvíla á eigninni og hvaða þinglýstar kvaðir eru á henni. ■ GREIÐSLUR — Hér er átt við kvittanir allra áhvílandi lána, jafnt þeirra sem eiga að fylgja eigninni og þeirra, sem á að aflýsa. ■ FASTEIGNAMAT - Hér er um að ræða matsseðil, sem Fasteignamat ríkisins sendir öll- um fasteignaeigendum í upp- hafí árs og menn nota m.a. við gerð skattframtals. Fasteigna- mat ríkisins er til húsa að Borg- artúni 21, Reykjavík sími 614211. ■ FASTEIGNAGJÖLD - Sveitarfélög eða gjaldheimtur senda seðil með álagningu fast- eignagjalda í upphafi árs og er hann yfirleitt jafnframt greiðsluseðill fyrir fyrsta gjald- daga fasteignagjalda ár hvert. Kvittanir þarf vegna greiðslu fasteignagjaldanna. ■ BRUNABÓTAMATS- VOTTORÐ - í Reykjavík fást vottorðin hjá Húsatryggingum Reykjavíkur, Skúlatúni 2, II. hæð, en annars staðar á skrif- stofu þess tryggingarfélags, sem annast brunatryggingar í viðkomandi sveitarfélagi. Vott- orðin eru ókeypis. Einnigþarf 700-1000 fm atvhúsn. óskast Traust fyrirtæki í iðnaði og þjónustu óskar eftir 700-1000 fm atvinnuhúsnæði til kaups á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Nauðsynlegt er að 600 fm húsnæði sé með góðri lofthæð og hluti undir skrifstofu. Æskilegt að umhverfi sé aðlaðandi og góð aðkoma. Húsnæðið þyrfti að vera til afh. sem fyrst og eigi síðar en í apríl-júní nk. Fasteignamarkaðurinn hf., , Óðinsgötu 4, símar 11540 og 21700.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.