Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ NAMSRAÐGJOF 4 Niðurstöður könnunar á störfum bók- menntafræðinga kynntar um helgina Gottaðgeta bent á raun- veruleg stnif Upplýsingar um störf að loknu námi koma sér vel fyrir nemendur sem eru að íhuga óstarfstengt nám. Þær gera fólk sem er í slíku námi öruggara með sig, því alltaf er betra að vinna að verkefni með raunveruleg markmið fyrir augum, í þessu tilviki störf í þjóðfélaginu sem hægt er að benda á. Á vegum skorar í bókmenntafræði og Náms- ráðgjafar Háskóla íslands er verið að athuga hvað bókmenntafræðingar hafa tekið sér fyrir hendur að loknu námi. NEMENDUR spyrja gjarnan um atvinnumöguleika að loknu námi þegar þeir eru að afla sér uppiýsinga um námsgreinar. í starfstengdum greinum, eins og til dæmis lögfræði og læknisfræði, á að vera hægt að veita slíkar upplýsingar þó mat manna á atvinnumöguleikum geti verið misjafnt. I óstarfstengdum námsgreinum getur það verið erfítt enda hafa náms- og nemendaráð- gjafar stundum ekki einu sinni upp- lýsingar um störf fólks sem lokið hefur námi. Mikilvægt að vita um störfin Ásdís Guðmundsdóttir námsráð- gjafi telur mikilvægt að kanna verk- efni þeirra sem lokið hafa óstarfs- tengdu námi. Lokaritgerð hennar í námsráðgjöf við Háskólann tengist þessu. Ásdís og Sigrún Sigurðardóttir athuguðu í hvaða störf fólk sem lauk prófi í félagsvísindadeild á árunum 1987-89 hefði farið, hvort það hefði farið í framhaldsnám og hvernig námið í Háskólanum hefði nýst því við nám og störf. Ásdís segir að fólk dreifist í mörg mismunandi störf. Áberandi sé hve margir hafi farið í vinnu hjá hinu opinbera, eða 65%. Hún segir að enginn hafi verið atvinnulaus og fólk virðist ánægt í starfi. 68% hópsins höfðu farið í framhaldsnám eftir BA-próf, flestir í uppeldis- og kennslufræði eða fé- lagsráðgjöf hér á landi. Segir Ásdís að fólk hafi almennt verið mjög ánægt með það hvemig námið í fé- lagsvísindadeild nýttist því í starfi og framhaldsnámi hér og erlendis. „Upplýsingar eins og þessar nýt- ast okkur við námsráðgjöf í Háskól- , FRÁ FÓSTURSKÓLA ÍSLANDS Framhaldsnám í stjórnun Næsta skólaár verður starfandi við Fósturskóla íslands framhaldsnám fyrir leikskólakennara með starfsreynslu. Megin viðfangsefni námsins verður stjórnun. Námið verður fullt nám í einn vetur og helstí september 1995. Umsóknarfrestur rennur út 28. apríl nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans Frá fósturskóla ÍSLANDS í byrjun ágúst nk. verður tekið inn að nýju í fjarnám Fóstur- skóla íslands. Námið og inntökuskilyrði er sambærilegt við hefðbundið leikskólakennaranám. Áætlað er að kennsla í fjarnámi fari að töluverðu leyti fram í tölvusamskiptum. Umsóknarfrestur er til 12. maí nk. Nánari upplýsingar veittar í síma 91-581 3866. Skólastjóri. UPPLÝSINGAR um störf að loknu námi gera nemendur í óstarfstengdu námi öruggari með sig. anum, einnig námsráðgjöfum í fram- haldsskólum. Mikilvægt er að geta sagt nemerrdum sem eru að hugsa um að fara í nám hvaða störf bíði, eða að minnsta kosti hvað fólk sem lokið hefur námi á ákveðnum tíma hefur farið að gera. Þá staðfestu niðurstöður könnunar okkar að fiest- ir fara í framhaldsnám enda er nám- ið ekki starfstengt og er mikilvægt að það liggi fyrir þegar fólk velur þessa leið. Nemendur verða fyrir miklum þrýstingi frá umhverfinu. Hver kannast ekki við spurninguna: Hvað ætlar þú að verða? Stundum verður lítið um svör hjá fólki sem stundar þetta nám. Það hefur sín markmið án þess að geta bent á ákveðið starf sem það vilji vinna við. Söfnun upplýsinga um störf að loknu námi getur því hjálpað fólki, gert það öruggara, því það er alltaf betra að vinna að verkefni með raun- veruleg markmið fyrir augum, í þessu tilviki störf í þjóðfélaginu sem hægt er að benda á,“ segir Ásdís. Svifu í Iausu lofti Gunnar Melsteð sem lýkur al- mennri bókmenntafræði í vor að- stoðaði nemendaráðgjafa deildarinn- ar við að kynna bókmenntafræðina á Námskynningu fyrir réttu ári. „Við urðum vör við að þeir sem ætluðu í bókmenntafræði svifu í lausu lofti með það hvað þeir gætu gert með prófgráðuna eftir þriggja ára nám. Við höfðum lítið til að styðj- ast við í svörum okkar, sögðum að- eins að það skipti miklu máli hvað viðkomandi einstakl- ingur gæti látið sér detta í hug að gera með þessa menntun. Það kom til tals hjá okkur að hafa samband við bókmenntafræðinga til að sjá hvað þeir væru að gera, safna starfs- heitalista, en ekkert varð úr því þá. Þegar ég tók að mér að verða nemendaráðgjafi hér í vetur ákvað ég að gera eitthvað í þessu,“ segir Gunnar. Könnunin sem Gunn- ar vinnur að varð síðan samstarfsverkefni skorar í bókmenntafræði og Náms- ráðgjafar Háskólans og vinnur Ás- dís Guðmundsdóttir að henni með honum. Spurt er um störf og fram- haldsnám að loknu námi og hvernig bókmenntafræðinámið hefur nýst viðkomandi. Gunnar segist vonast til að geta sýnt fólki, sem er að velta fyrir sér að fara í bókmennta- fræði, svart á hvítu hvað orðið hefur um bókmenntafræðinga. Vonast hann til að geta haft fyrstu niður- stöður við hendina á Námskynningu á morgun. Geta leitað til eldri nemenda Nemendaráðgjöfin í Háskólanum byggist á þeirri grunnhugsun að yngri nemar og þeir sem eru að íhuga að hefja nám í viðkomandi grein geti leitað til eldri nemenda um upplýsingar og ráð. Þessi þjónusta hefur þróast mishratt innan deildanna. Gunnar Mel- steð segir að hann hafi lítið þurft að hafa fyrir starfinu í bókmennta- fræðinni. Nokkuð hafi verið um fyrirspurnir eftir námskynninguna í fyrra en lítið verið að gera í vetur. Nemendaráðgjafar í sálarfræði hafa hins vegar næg verkefni. Þeir eru með viðtals- tíma tvisvar í viku og kemur alltaf einhver og á annatímum vor og haust er oft fullbókað, að sögn Atla Freys Magnússonar némendaráð- gjafa. Hann segir að starfið felist aðallega í ráðgjöf við lestur, sérstak- lega hjá 1. árs nemum. Nemendaráð- gjafarnir bendi fólki á það hvernig best sé að haga námi, hvetji það áfram og aðstoði stundum við val á kúrsum. Atli Freyr segir að framhalds- skólanemar ættu skilyrðislaust að fara á Námskynningu. Gott sé að ræða við fulltrúa úr námsgreinunum sem þar eru til aðstoðar og síðan ætti fólk ekki að hika við að koma upp í Háskóla til að ræða við náms- og nemendaráðgjafa. „Það getur komið sér vel að ræða málin við fólk sem þekkir til í Háskólanum og engin ástæða er til að vera hræddur við að koma,“ segir Atli Freyr. Ásdís Guðmundsdóttir TÆKIFÆRUM til endurmenntunar og náms eftir algengasta aldur skólafólks fjölgar sífellt. Mynd- in er tekin við kennslu meðferðar- og uppeldisfulltrúa í Farskóla Norðurlands vestra. 5.500 manns sækja námskeið Endurmenntunarstofnunar Aukning í lengri námsgreinum „VIÐ getum ekki annað eftirspurn- inni. Þörfin fyrir endurmenntun eykst ört vegna stöðugra breytinga í atvinnulífínu sem ekki er hægt að fylgja jafnóðum eftir með breyting- um á grunnnámi háskóla," segir Guðrún B. Yngvadóttir endur- menntunarstjóri Háskóla Islands. Starfsemi Endurmenntunarstofn- unar, áður endurmenntunarnefndar Háskólans, hefur vaxið hratt. Þegar námskeiðahald hófst, árið 1983, voru haldin fimm námskeið sem 64 einstaklingar sóttu. í vetur eru hald- in 250 námskeið sem 5.500 einstakl- ingar sækja. Nýtist í atvinnulífinu Meginhluti námskeiða Endur- menntunarstofnunar er starfstengd- ur og einkum hugsaður fyrir há- skólamenntað fólk. Nefnir Guðrún námskeið á sviði heilbrigðis- og fé- lagsmála og í hönnun og fram- kvæmdum. Haldin eru mörg hug- búnaðar- og tölvunámskeið. Þá er fjöldi þverfaglegra námskeiða, eins og til dæmis í stjórnun og rekstri, sem nýtist fólki með ólíka menntun og bakgrunn. Nokkuð er um nám- skeið af öðrum toga, námskeið um ýmis áhugamál, til dæmis menning- arnámskeið sem haldin eru á kvöld- in. __ Á hveiju ári bætast við náms- brautir sem fólk úr atvinnulífinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.