Morgunblaðið - 11.03.1995, Page 4
4 E LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
NÝIR GEISLADISKAR MED TÓNUST
EFTIR PÁL PAMPICHLER
Póll Pampichler Pálsson
Til stendur að austur-
rískt fyrirtæki gefi Ot
geisladisk með tónlist
eftir Pál Pampichler
Pálsson og nýlega
kom út diskur með tón-
list Páls sem Kammer-
sveit Reykjavíkur gaf
út. Guðrún Guðlaugs-
dóttir ræddi við Pál
Pampichler um þetta
efni og fleira
E* G ER BÚINN að fá grænt ljós
hjá stjóm Sinfóníuhljómsveitar
íslands um að gefa út geisladisk
með verki sem ég samdi fyrir tveim-
ur árum. Ljáðu mér vængi, heitir
verkið, það er samið fyrir mezzo-
sopran, Rannveigu Príðu Braga-
dóttur, og hljómsveit,“ sagði Páll í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins. Verk Páls hefst og endar
á ljóði eftir Huldu. Einnig notar
Páll ljóðið Vorsól eftir Stefán frá
Hvítadal, tvö kvæði eftir Kristján
Morgenstern og kvæði eftir austur-
ríska skáldið George Trakl og þýska
skáldið Hermann Hesse. „Þetta eru
góð kvæði allt saman. Eg samdi
tónlistina við þau af því að mig
hefur lengi langað að skrifa tónlist
fyrir Rannveigu Fríðu Bragadóttur
og hljómsveit. Ég var að leita að
góðum textum og tókst loksins að
fínna texta sem ég var ánægður
með,“ sagði Páll.
Páll Pampichler kom til íslands
árið 1949 þegar hann fékk ársleyfi
í hljómsveit sem hann var Jaá fast-
ráðinn í heima í Graz,. „Eg gekk
til starfa hjá Sinfónínuhljómsveit
íslands þegar hún var stoftiuð árið
1950 og blés með á trompet þegar
fyrstu tónleikar hennar voru haldn-
ir í Austurbæjarbíói undir stjóm
Róberts Abrahams Ottósonar. Ég
hef víða komið við í tónlist hér,
enda langaði mig að ílendast hér
og hjálpa til við að byggja upp ís-
lenskt tónlistarlíf sem var í bemsku
á þessum árum.“ Páll kvaðst þó
hafa verið á heimaslóðum undan-
farið. „Ég fæddist í Graz í Austur-
ríki og þar á ég gott með að skrifa,
þar er meira næði en hér heima á
Islandi. í Graz er líka gott að ganga
úti og gaman að hitta gamla vini,
þá fáu sem eftir eru,“ segir hann
og hlær við.
Verkið, sem Lotus fyrirtækið í
Salzburg í Austurríki, ætlar að gefa
út á hinum fyrirhugaða geisladiski
var fmmflutt í maí 1993. „Markus
Schirner, sem hefur komið hingað
tvisvar sem píanóeinleikari með
Sinfóníuhljómsveit íslands, fékk
þetta verk hjá mér á snældu. Fram-
kvæmdastjóri Lotus heyrði verkið
hjá honum og hringdi eftir það í
mig og kvaðst endilega vilja gefa
það út. Ég var mjög ánægður, þetta
er maður sem ég þekki ekki neitt,“
sagði Páll.
Lotus er tiltölulega nýr útgáfuað-
ili sígildrar tónlistar. Nýlega kom
út geisladiskur frá fyrirtækinu með
leik Markusar Schirner á verkum
eftir Schubert. „Fyrir skömmu var
Markus Schirner svo valinn bestur
úr hópi tíu afbragðs píanóleikara
af þýskum hljómplötugagnrýnend-
um. Það er mikil viðurkenning,"
sagði Páll Pampichler. „Fram-
kvæmdastjóri Lótus sagðist líka
vilja fá á geisladiskinn Konsert fyr-
ir klarinett og hljómsveit sem Sig-
urður í. Snorrason var einleikari í
þegar konsertinn var frumfluttur
árið 1983. Eitt verk enn verður á
diskinum, það er Conserto di Giub-
ileo. Það var samið árið 1990 fýrir
Sinfóníuhljómsveit Islands, sem þá
átti 40 ára afmæli."
Ennfremur kvaðst Páll vera að
leita eftir íjárstuðningi við þetta
verkefni hjá nokkrum aðilum. „Ég
vona að þeir sem ég hef leitað til
sjái sér fært að styðja útgáfu á
þessum fýrirhugaða geisladiski með
verkum mínum. Það kostar mikið
fé að fá hingað til landsins stjórn-
anda og einsöngvara, sem verður
Rannveig Fríða Bragadóttir,“ sagði
Páll.
Um daginn kom út ný geisladisk-
ur með verkum eftir Pál Pampichler
Pálsson. Kammsveit Reykjavíkur
gefur diskinn út og kallar hann
Kristalla. Á honum eru verk sem
Páll samdi á árunum 1970 til 1991.
Þetta eru ljóðræn verk sem flutt
eru af mismunandi kammermúsik-
hópum. Söngvarar á diskinum eru
Rannveig Fríða Bragadóttir og
Signý Sæmundsdóttir. Meðal verka
á þessum nýja geisladiski eru
Lantao sem Páll kvaðst hafa samið
undir áhrifum kínverskrar náttúru
þegar hann fór til Kína með Karla-
kór Reykjavíkur árið 1979. Einnig
eru á diskinum Sex íhugulir söngv-
ar við ljóð eftir George Trakl.
Páll kvaðst hafa samið mikið af
tónlist undanfarið. „Ég er að mestu
hættur sem stjómandi Sinfóníu-
hljómsveitar íslands. Ég dró mig í
hlé til að geta helgað mig tónsmíð-
um,“ sagði hann. „Þetta er oft
skemmtilegt verkefni en ekki alltaf.
Stundum reynir mikið á mann. Ég
er með stórt verk í smíðum fyrir
sinfóníuhljómsveit og blandaðan
kór. Ef illa gengur hristir maður
bara hausinn og fer út,“ sagði Páll
og hló.
Hann kvaðst ætla að helga sig
tónsmíðum hér eftir. „Ég verð til
skiptis hér og í Graz, þar sem mér
tókst nýlega að festa kaup á lítilli
íbúð sem foreldra mínir áttu og ég
ólst upp í. Ég á systur í Graz sem
rekur þar dansskóla, sem margir
íslendingar hafa heimsótt. Geisla-
diskurinn sem Lotus fyrirtækið ráð-
gerir að gefa út mun hafa mikla
þýðingu fyrir mig. Hann verður víða
kynntur. Nú þegar hefur stórt þýskt
fyrirtæki sýnt á huga á að gefa út
á nótum Ljáðu mér vængi, þegar
verkið kemur út á diski verður vafa-
laust enn meiri áhugi á því. Ég
vona bara að þeir sem ég hef leitað
til um íjárstuðning verði mér hlið-
hollir," sagði Páll Pampichler Páls-
son tónskáld að lokum.
Listin
tileinkuð
mann-
réttindum
Listaklúbbur
Leikhúskjallarans
KÍNA, Spánn, Suður-Ameríka,
Rússland. Menn ferðast um
allan heim til að skynja og skilja
ólíka menningarheima. Á mánu-
dagskvöldið er nóg að fara í Lista-
klúbb Leikhúskjallarans. Dagskrá-
in að þessu sinni er helguð 20 ára
starfi íslandsdeildar Amnesty
Intemational. Flutt verða verk tón-
listarmanna, skálda og rithöfunda
sem gert hafa mannlega þjáningu
að viðfangsefni verka sinna og
fært í form bókmennta og lista.
„Kannski verður listin aldrei
meira virði en einmitt þegar hún
segir eitthvað sem virkilega kemur
við fólk,“ segir Sigríður Margrét
Guðmundsdóttir framkvæmda-
stjóri Listaklúbbsins. „Dagskráin
er fyrst og fremst af listrænum
toga. Ólíkir listamenn nota þarna
list sína til að koma merkilegu
málefni á framfæri. Þetta er vett-
vangur til að spyija sig spurninga
um menn og málefni, vettvangur
til að halda vöku sinni.“
Af dagskrárliðum nefnir Sigríð-
ur upplestur Hjörleifs Sveinbjörns-
sonar úr þýðingu sinni á bók Jung
Chang Villtum svönum. „Verkið
varpar ljósi á heilt samfélag sem
er svo ólíkt okkar vestræna menn-
ingarheimi. Samfélag sem reynist
allt öðruvísi en margir höfðu gert
sér í hugarlund. Á undan upplestri
Hjörleifs talar Ágúst Þór Árnason
um mannréttindabrot í Asiu-
löndunum.“ Meðal annarra atriða
eru gítarleikur Péturs Jónassonar,
Ijóðaupplestur leikaranna Hinriks
Ölafssonar og Vigdísar Gunnars-
KVIKMYNDIR
&LIST
Kvikmyndasýningar í Norræna húsinu
um listamenn frá Norðurlöndum
KVIKMYNDIR og list nefnist
dagskrá í Norræna húsinu
dagana 13. til 17. mars í tilefni
norrænu menningarhátíðarinnar
Sólstafa. Sýndar verða kvikmyndir
sem flestar fjalla um listamenn frá
Norðurlöndum. Forstjóri Nor-
ræna hússins, Torben Rasmussen,
á hugmyndina að þessari dagskrá
og valdi hann myndirnar sem sýnd-
ar verða.
Myndimar eru fengnar fyrir
milligöngu fínnska kvikmyndafyrir-
tækisins Walhalla. Walhalla hefur
starfað í tuttugu ár við að kynna
kvikmyndir frá Norðurlöndum og
hafa þeir af því tilefni sett saman
sérstaka dagskrá um norræna list
og listamenn sem sýnd verður á
öllum Norðurlöndunum. Þessar
myndir sem nú verða sýndar eru
hluti af þeirri dagskrá.
Flestar eru kvikmyndirnar frá
því eftir 1980, en sú elsta, Thor-
valdsen, er frá árinu 1949.
Dagskráin er sem hér segir:
13. mars: Það fallega er svo erf-
itt. Kvikmynd um sænska listmálar-
ann Carl Fredrik Hill.
14. mars: Linnea í tijágarði mál-
arans. Teiknimynd um sænska
telpu og málarann Claude Monet.
Hnefafylli af mold — hvað erum
við annað? Kvikmynd um „Döder-
hultam".
15. mars: Toipilaan Omakuva.
Kvikmynd um finnsku listakonuna
Helene Schjerfbeck. Á sunnudaginn
kemur skaí ég mála svartan blett
betur. Stuttmynd um Helene
Schjerfbeck. „Jos tahtoo ...“ Stutt-
mynd um Akseli Gallen-Kallela.
16. mars: COBRA og eftir ...
Kvikmynd um danska listamanninn
Asger Jom og aðra sem tilheyra
COBRA-hópnum, frá Kaupmanna-
höfn, Brussel og Amsterdam. Eitt
ár með Henry. Stuttmynd um
Henry Heerup frá Danmörku.
17. mars: Thorvaldsen. Stutt-
mynd um myndhöggvarann Bertil
Thorvaldsen. Þessir kollóttu stein-
ar. Stuttmynd um Siguijón Ólafs-
son.
Sýningarnar eru eins og fyrr seg-
ir í Norræna húsinu og hefjast
klukkan 17.
S.A.
ELOKUVA & TAIÐE
Finnski kórinn
Akademen syngur
á islandi
6, ÞÚSUND
VATNA UÚFA
LAND
FINNSKI kórinn Akademen eða
Akademiska sángföreningen
fullu nafni kemur til íslands mið-
vikudaginn 15. mars og heldur tón-
leika í Reykjavík og á Selfossi. Kór-
inn er elsti kór Finnlands og á sér
merka sögu.
Kórinn var stofnaður 1838 af
Fredrik Paeius sem var lektor í tón-
list við keisaralega Alexanderhá-
skólann í Helsingfors. Pacius var í
fararbroddi og mikill áhrifamaður
tónlistarlífs höfuðborgarinnar á
þessum árum og var markmið hans
karlakór sem tekist gæti á við
vandasöm og viðamikil kórverk.
Frumflutti þjódsönginn
Árið 1848 þegar Finnland laut
enn Rússum frumflutti Akademen
tjóðsöng Finna, Várt Land, við texta
Johans Ludvigs Runebergs og
stjórnaði Pacius sjálfur. í þýðingu
Matthíasar Jochumssonar er upp-
hafserindið þannig:
Vort föðurland, vort fósturland,
ó, fagra veldis-orð,
ei Iækkar foid við lagarsand,
ei lyftist frón við sólarbrand
meir elskað en vor óðalsstorð,
vor allra lífsins-borð.
Síðar í söngnum er Finnland kall-
að „þúsund vatna ljúfa land“.
Finnsk þjóðernisvakning var hafin
og varð söngurinn strax að þjóðsöng
í huga Finna. Akademen flutti einn-
ig Suomis sáng fyrstur kóra og tók
þátt í uppsetningu fyrstu finnsku
óperunnar, Kung Karls jakt eftir
Pacius við texta Zakarias Topelius-
ar.