Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 C 3 VIÐSKIPTI Skipasmíði Morgunblaðið/Árni SKIPAVÍK hf. í Stykkishólmi. Forstjóri Landsbréfa um þróun verðbréfaviðskipta Markaðurinn vex um 15% á ári VERÐBRÉFAMARKAÐURINN á íslandi mun vaxa um 15% á ári vel fram yfir aldamót, meðal ann- ars vegna stækkunar lífeyrissjóð- anna, að því að Gunnar Helgi Hálfdanarson, forstjóri Landsbréfa sagði í ræðu á fimm ára afmæli fyrirtækisins. Önnur atriði sem munu stuðla að vexti verðbréfamarkaðarins eru stóraukið hlutverk hans við fjár- mögnun ijármálastofnana og opin- berra stofnana og við einkavæð- ingu. Auk þess leiddi aukin sam- keppni að jafnaði til stækkunar markaðar, sagði Gunnar Helgi. Samkeppnin á verðbréfa- markaðinum mun stóraukast á næstu árum, nú þegar flestum lagalegum hindrunum hefur verið rutt úr vegi. Þannig væri fyrirsjá- anlegt að tryggingafélög myndu sjá sér hag af verðbréfaviðskiptum og lífeyrissjóðir, bankar og lána- stofnanir kæmu í ríkari mæli inn á markaðinn, bæði beint og í gegn- um sín fyrirtæki. Síðast en ekki síst myndu erlend verðbréfafyrir- tæki sækja fastar fram í leit að viðskiptavinum, eins og ásókn þeirra í að fá íslensku lífeyrissjóð- ina í viðskipti bæri vott um. Þessi nýja samkeppni myndi einnig leiða til samvinnu á ýmsum sviðum, til dæmis á milli verðbréfafyrirtækja og tryggingafélaga. Gunnar Helgi sagði að ekki þýddi að bregðast við samkeppni morgun- dagsins með aðferðum gærdagsins. Landsbréf hefðu lagt töluverða vinnu í að endurskipuleggja fyrir- tækið til að mæta harðnandi sam- keppni og hefðu nýverið skerpt lín- ur í stefnu fyrirtækisins og endur- gert skipurit þess. Af'koma Skipavíkur íjárnum Stykkishólmi. Morgunblaðið. REKSTRARAFKOMA Skipavíkur hf. í Stykkishólmi var lakari á sl. ári en árið á undan og var hagnað- ur ársins um 700 þúsund kr. Velta fyrirtækisins á síðasta ári var yfir 107 milljónir og hafði aukist um 19% á milli ára. Þetta kom fram á aðalfundi skipasmíðastöðvarinn- ar sem var haldinn 17. mars sl. Erfiðasti þátturinn í rekstri fyrirtækisins er eins og svo oft áður óvissan um verkefni. Mikil vinna hefur verið lögð í að gera tilboð í verk til að afla verkefna. Hins vegar ríkir mikil samkeppni á markaðinum og hafa öll tilboðs- verkin því ekki skilað hagnaði. Eiginfjárstaða Skipavíkur hf. er sterk og gerir það gæfumuninn í rekstri fyrirtækisins. Fjárfestingar á síðasta ári voru miklar og mun- ar þar mest um breytingar sem gerðar voru á verslunarhúsi Skipa- víkur, en Afengis- og tóbaksversl- un ríkisins opnaði verslun í hluta húsnæðisins á síðasta ári. í skýrslu stjórnar félagsins kom fram að það er ekki einfalt mál að stýra svona rekstri í dag og hefur verið afar erfitt síðustu ár. En með þessa stöðu félagsins ætti að vera hægt að halda áfram með þrautseigju og aðhaldi í rekstri svo og útsjónarsemi í verkum og verk- efnavali. Ákvéðið var á aðalfundinum að greiða hluthöfum 4% arð. Hjá fé- laginu starfa nú 20-30 manns og eru verkefni næg næstu vikurnar. Stjórnarformaður Skipavíkur hf. er Ólafur Kristjánsson og fram- kvæmdastjóri Ólafur Sigurðsson. Fólk Friðbertfor- maður SÍB Friðbert Traustason var kjörinn formaður Sambands íslenskra bankamanna á þingi samtakanna sem haldið var í fyrri viku á Kirkjubæjarklaustri. Friðbert er kerfisfræðingur hjá Reiknistofu bankanna og var áður fyrsti vara- formaður samtak- anna. Hann hefur starfað hjá Reiknistofnuninni síðan 1978 og hefur átt sæti í stjóm og samn- inganefnd SÍB nær óslitið frá 1983. Fyrsti varaformaður SÍB var kosin Helga Jónsdóttir, fyrr- verandi formaður Félags starfs- manna Landsbanka íslands og varaformaður var kosinn Sigurjón Gunnarsson, starfsmaður Lands- bankans. Skjáborðið er hannað til að líkja eftir venjulegu skrifborði. Þú dregur skjal að bréfsímanum, sleppir því og tölvan sendír símbréf! qtÆ—- .f ElSrjlM Einhver bestu forrit til Internet-tenginga sem völ er á. Fjölbreyttur hugbúnaður fyrir margmiðlun fylgir OS/2 Warp. Þú getur unnið með hljóð, tölvugrafík og lifandi myndir á skjánum - samtímis. Skotpallurinn veitir greiðan aðgang að forrítum og gögnum. *iú GETOR "ÚVIAStÞAi, ÖNDINH' tETfAU » OS/2 Warp er alvöru 32 bita stýrikerfi. OS/2 Warp hefur alvöru fjölvinnslu, þannig ad tölvan getur unnið að mörgum verkefnum samtimis. ÞÚ KEMUR MEIRU í VERK OS/2 Warp er nýja 32 bita stýrikerfið frá IBM, fyrir einmenningstölvur byggdar á 386 og öflugri Intel örgjörvum. Það lætur alla 32 bitana í tölvunni vinna þannig að þú kemur meiru í verk. Það keyrir DOS og Windows forrit jafnvel betur en þau keyra í venjulegri DOS/Windows tölvu. IBM OS/2 Warp er búið alvöru fjölvinnslueiginleikum sem einnig nýtast DOS og Windows forritum. Forritavillur trufla tölvuna ekki lengur, þökk sé „frostvörninni" í OS/2 sem kemur í veg fyrir að eitt forrit geti truflað annað. „Frostvörn“ kemur í veg fyrir að kerfið hrynji þó eitt forrit „frjósi". “HWff kostar aðeins frá kr. 10.900 OS/2 Warp fylgir bónuspakki með 10 frábærum forritum. OS/2 Warp keyrir DOS og Windows forrit jafnvel betur en DOS og Windows. OS/2 Warp er búið stórlega endur bættum notenda- skilum með OS/2 skjáborðinu. OS/2 WARP NAMSKEIÐ Tölvuskóli Stjórnunarféiags íslands og Nýherja stendur fyrir OS/2 Warp námskeiði dagana 3. og 4. apríl nk. Kennt verður frá kl. 13:00-16:00. Skráning og nánari upplýsingar í símum 569 7769 og 569 7770. OS/2 WARP OG INTERNET KYNNINGAR Við kynnum OS/2 Warp og Internet í dag og næsta laugardag sem hér segin / dag fimmtudag: OS/2 Warp ki. 13:00 og Internet ki. 14:00 Laugardaginn 26. mars: Intemet kynning ki. 11:10 og 13:10 og OS/2 Warp kl. 12:10. Kynningarnar fara fram í Skaftahlíð 24. <o> NÝHERJI ÖLL LJÓSRITUN Á HM‘95 NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 569 7700 NETFANG: nyherji@ibm.is Alltaf skrefi á undan KYNNIÐ YKKUR HEIMASIÐUR NÝHERJA: http://www.ibm.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.