Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 8
8 C FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Nýr erfðaprins valinn hjá Sony * Oþekktur út á við og hefur enga menntun í raungreinum NÝR erfðaprins hefur verið valinn hjá Sony-fyrirtækinu í Japan og hefur vakið nokkra furðu þar í landi. Heitir hann Nobuyuki Idei og það er ekki aðeins, að hann hafi aðeins verið 15. í röðinni yfir valdamestu menn hjá fyrirtækinu, heldur er þetta í fyrsta sinn í sögu þess, að manni, sem hefur enga menntun í verkfræði- eða raunvís- indagreinum, er ætlað að taka við stjómartaumunum. Idei mun taka við forsetaemb- ætti hjá Sony en Norio Ohga, nú- verandi stjómandi fyrirtækisins, verður stjómarformaður og heldur sem fyrr starfsheitinu „aðalfram- kvæmdastjóri". Lýsir Ohga þessu fyrirkomulagi sem nánu samstarfi en margir telja, að það, sem fyrir honum vaki, sé að hafa áfram alla þræði í sinni hendi. Ólíkur bakgrunnur Ohga stóð einu sinni í svipuðum sporum gagnvart Akio Morita, stofnanda Sony, sem settist í helg- an stein á síðasta ári, en bak- grunnurinn er ólíkur. Á blaða- mannafundinum þegar Ohga skýrði frá skyndilegum frama Ideis lagði hann mikla áherslu á tækni- þekkingu hans en hann hefur þó enga menntun í þeim efnum. Hann var yfirmaður þeirrar deildar, sem sér um samskiptin við önnur fyrir- tæki. Sony var skipt upp í átta hálf- sjálfstæðar einingar á síðasta ári og meðal annars í þeirri von, að samkeppnin milli þeirra myndi leiða í ljós hver væri hæfastur til að taka við yfirstjórninni. Það virð- ist þó ekki hafa gengið eftir. Ohga ber ábyrgð á ýmsum mis- tökum, sem Sony hafa orðið á, og má af þeim nefna fjárfestinguna í Hollywood, sem kostað hefur fyrir- tækið hátt í 400 milljarða ísl. kr., og tilraun til að búa til eigin mynd- diskastaðal í stað þess að hafa samstarf um þann, sem Matsushita hefur unnið að. Þeir, sem efast um heilindi Ohgas í valinu á Idei, segja, að hinn sjálfsagði erfðaprins hjá Sony, Minoru Morio, varaforseti fyrir- tækisins, hafi ekki komið til greina eftir að slúðurblöð birtu frásagnir af kvennamálum hans og þá hafi Ohga notað tækifærið til að velja Idei, viðráðanlegan mann, sem hann þarf ekki að óttast. Hæfileikaflótti Masami Fujino, starfsmaður svissneskrar bankasamsteypu í Japan, segir, að erfiðleikarnir með að fínna hæfa menn til að taka við stóru rafeindarisunum megi rekja til þess, að eftir 1960 hafi mesta hæfíleikafólkið farið til starfa fyrir bankana og ríkið. Þar áður dróst það að rafeindaiðnaðin- um, sem var talinn framtíðin, oh nú er það að hverfa að vettvangi. Uppsagnir hjá Burmeister & Wain Fyrirtækið á heljarþröm Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKA skipasmíðastöðin Bur- meister & Wain sagði í vikunni 300 af 1.600 starfsmönnum upp, þar sem ekki eru næg verkefni í sjón- máli. Tapreksturinn heldur áfram og ef svo fer sem horfir mun eigin- fjárstaða fyrirtækisins í árslok að- eins verða 300 milljónir danskra króna, eða um 3,3 milljarðar ís- lenskra króna. Frá því í ársbyijun 1994 hefur þá um milljarður danskra króna streymt út úr fyrir- tækinu. Með svo nauma eiginfjár- stöðu er vandséð að hægt sé að halda rekstrinum áfram. Fyrr í vetur stefndi í að B&W tæki upp nána samvinnu við Kock- ums í Málmey, en í desember síð- astliðnum rann sú áætlun út í sandinn. Fyrirtækin munu samt vinna saman að smíði hraðskreiðra flutningafeija og stálbita í Eyrar- sundsbrúna, en Kockums leggur ekki fé í B&W. Ástæðan fyrir slæmri stöðu B&W er meðal ann- ars skortur á góðum pöntunum og slæm leiguviðskipti undanfarin ár. Fyrirtækið hefur ekki fengið sinn skerf af uppsveiflu í skipasmíðum, sem að sögn forsvarsmanna fyrir- tækisins hefur fyrst og fremst gagnast skipasmíðastöðvum í Kóreu og Japan. Strax í nóvember blasti við að ef ekki bættust við góðar pantanir yrði að segja upp fólki í mars. Uppsagnimar bitna á 200 manns á skrifstofum fyrirtækisins og 100 manns, sem vinna á tímakaupi. Alls unnu 1.600 Tnanns hjá fyrir- tækinu fyrir uppsagnirnar. Ef ekki kemur til róttæk breyting á rekstri B&W er vandséð hvemig fyrirtæk- ið getur haldið sér á floti næsta ár. Gullaldartími smá- söluverslunarinnar LENGST af á þessari öld naut smásöluverslunin fremur lítillar virðingar og það breytti engu þótt hún væri og sé enn stærsta at- vinnugreinin í hinum iðnvæddu löndum með 7-12% vinnuaflsins á launaskrá. Almennt var litið á smásöluna sem einfalt og ófijótt starf, sem krefðist lítilla stjómun- arhæfíleika. Á þessu hefur orðið mikil breyting. Á síðustu 15 áram hefur átt sér stað bylting í smásöluversluninni og nú hefur hún tekið forystuna hvað varðar nýsköpun og stjómun. Það era engir viðvaningar, sem stýra stærstu smásölufyrirtækjun- um, enda hafa þeir ómæld völd og áhrif, jafnt yfir framleiðendum sem neytendum. Smásölufyrirtæki era nú meðal stærstu fyrirtækja í heimi og um- svif þeirra á alþjóðamarkaði eru oft miklu meiri en stóra fram- leiðslufyrirtækjanna. Bandaríska afsláttar-keðjan Wal-Mart, stærsta smásölufyrirtæki í heimi, er stærra en nokkurt þeirra fram- leiðslufyrirtækja, sem hún kaupir af, en ársveltan fram til janúarloka á síðasta ári var 67 milljarðar dollara. Wal-Mart er fjórða stærsta fyrirtæki í Bandaríkjunum og það segir sína sögu um umsvif- in, að verslunin kaupir jafn mikið af stórfyrirtækinu Procter & Gamble og það selur til Japans. Ævintýralegur vöxtur Vöxtur og viðgangur Wal-Marts frá því fyrsta verslunin var opnuð 1962 hefur verið ævintýralegur. Fyrstu 25 árin jukust sala og hagnaður fyrirtækisins um 25% á ári og nú er ársvöxturinn um 18%. Búist er við, að salan verði um 100 milljarðar dollara á þessu ári og um 200 milljarðar um aldamót- in. Þá verður Wal-Mart líklega orðið stærsta fyrirtæki í heimi. Það er einkum tvennt, sem veld- ur þessum uppgangi smásöluversl- Uppgangur smásölufyr- irtækja hefur verið með ólíkindum á síðustu ára- tugum og þau hafa öðl- ast mikið vald, jafnt yfír framleiðendum sem neytendum. Breytingar á samfélaginu valda því hins vegar að nú eru blikur á lofti. unarinnar. í fyrsta lagi er það aukinn kaupmáttur eftir stríð, til að byija með í iðnríkjunum og nú á síðustu áram í sumum Asíu- og Suður-Ameríkuríkjum, og í öðra lagi bylting í dreifingunni. Áður vora kaupmenn upþ á náð og mis- kunn framleiðenda og heildsala komnir en nú er þessu alveg öfugt farið. Nú eru það smásalarnir og neytendur, sem segja framleiðend- um fyrir verkum og heildsalastig- inu er oftar en ekki sleppt. Áður fyrr gátu framleiðendur ákveðið á hvaða verði varan var seld út úr búð en nú er verðlagn- ingin aðeins í höndum smásölunn- ar sjálfrar. Hefur það styrkt hana veralega en auk þessa hafa fyrir- tækin stækkað mikið og hág- kvæmnin aukist. Hagkvæmni stærðarinnar skilar sér í innkaup- um. Stærðin er þó ekki allt. Frönsku risamarkaðimir, sem era jafnt í matvælum sem annarri vöra, hafa til dæmis ekki náð fótfestu í Bandaríkjunum og yfír lagerversl- ununum svokölluðu, sem selja í stóram einingum gegn félags- gjaldi, hefur dofnað miklu fyrr en búist var við. Um allan heim er Kauphallir 4 stórirafskrá sigí Tókýó Tokyo. Reuter. FJÖGUR bandarísk stórfyrirtæki hafa ákveðið að hætta að skrásetja hlutabréf sín á lista kauphallarinnar í Tókýó, sem verður þar með fyrir enn einum álitshnekki. Fyrirtækin Ford Motor, General Electric, AlliedSignal og Ámerican Express segjast hafa ákveðið þetta vegna þess að í Tókýó á síðari áram hafí eigendum hlutabréfa í fyrir- tækjunum fækkað svo mjög og við- skipti með hlutabréf í þeim dregizt svo mjög saman að skrásetning á kauphallarlistann í Tókýó borgi sig ekki lengur. Mörg önnur erlend fyrirtæki hafa snúið baki við kauphöllinni í Tókýó á síðari áram. Eftir síðustu afskrán- ingu era 85 erlend fyrirtæki skrá- sett á kauphallarlistann á Tókýó samanborið við 125 þegar þau voru flest, 1991. Skrásetning á kauphallarlistann kosta erlend fyrirtæki um 10-15 milljónir jena eða 110-165.000 doll- ara á ári. Ósamkeppnishæfir Nikkei-kauphallarvísitalan hefur lækkað um 20% frá áramótum. Magn viðskipta hefur staðið í stað og verið um 300 milljónir hluta- bréfa á dag samanborið við rúmlega tvo milljarða í lok síðasta áratugar. Sérfræðingar segja að kauphöllin í Tókýó hafí ekki getað keppt við fjármálamarkaði í New York, Lond- on og Hong Kong og veiti ekki er- lendum fyrirtækjum eins góða að- stöðu. „Kauphöllin í Tókýó er ekki eins virk og aðrar kauphallir og gera strangari kröfur til erlendra fyrir- tækja,“ segir japanskur kaupsýslu- maður. „Mér er það hulin ráðgáta hvers vegna erlend fyrirtækja skrá- setja hlutabréf sín á kauphallarlist- ann hér.“ þó þróunin í átt til stærri verslana með færra starfsfólki en áður var. Upplýsingatæknin Stærri og hagkvæmari verslanir era aðeins önnur hliðin á smásölu- byltingunni. Hin er tilkoma tölvu- eða uppiýsingatækninnar. Háþró- uð tölvukerfí geta nú sýnt á stund- inni hvað verið er að selja í ein- hverri af hundraðum verslana, hver hagnaðurinn er og jafnvel hveijir viðskiptavinirnir era. Það er ekki lengur hætta á, að verslan- ir sitji uppi með birgðir, sem ekki seljast, eða verði uppiskroppa með það, sem neytendur vilja. Birgða- vandamálið hefur færst yfir til framleiðandans. Stærðin og upplýsingatæknin hafa fært smásöluversluninni meira vald í hendur en hún hefur áður haft en úti við sjóndeildar- hringinn era þó ýmsar blikur á lofti. I mörgum löndum hefur hagnaður smásölunnar verið að minnka, meðal annars vegna markaðsmettunar og þrýstings frá neytendum, og hlutabréf í smá- sölufyrirtækjum era ekki lengur jafn eftirsótt á verðbréfamark- aðinum í Bandaríkjunum og áður. Talið er, að hagnaður smásölu- verslunarinnar þar í landi háfi minnkað um 10% á síðustu 15 áram. Breytt samfélag í Norður-Ameríku og Evrópu kyntu stóra árgangamir eftir stríð undir uppgangi smásöluverslunar- innar milli 1960 og ’90 en nú er það ekki barnafjöldinn, sem ein- kennir nútímafjölskylduna. Meiri- hluti bandarískra neytenda er nú yfir 35 ára að aldri og íjárhags- legt öryggi neytenda hefur minnk- að. Á einum áratug hafa skuldir bandarískra heimila miðað við tekjur farið úr 70% í 90%. I efnahagssamdrætti síðustu jókst verðskyn neytenda mikið og það hefur ekkert slaknað á því þótt efnahagslífíð hafi tekið við sér á ný. Ef þeim líkar ekki verð- lagið, þá halda þeir að sér höndum og mörg dæmi eru um, að þannig hafí þeir neytt verslunina til að lækka verðið. Lítil verðbólga veld- ur því einnig, að smásalinn hagn- ast ekki á þeim tíma, sem líður frá því hann selur vörana og þar til hann greiðir framleiðandanum, og mikil útivinna kvenna þýðir, að innkaupin eru ekki lengur hluti af félagslegu samneyti við annað fólk, heldur oft og tíðum ill nauð- syn. Allt hefur þetta þau áhrif, að smásalinn verður að leggja enn harðar að sér en áður. (Heimild: The Economist)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.