Morgunblaðið - 22.08.1995, Page 2

Morgunblaðið - 22.08.1995, Page 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR MMIjarðan fyrir Olympiuleika i sjonvarpi Greiðslur bandarísku sjónvarpsstöðvanna fyrir sjónvarpsréttinn á Ólympíuleikum, milljónir ísl. kr. SUMAR- LEIKAR 14.850 S 5.742 'C3 1.650 99 g 47.190 Uj 26.466 Qj § 5= Oj 19.800 VETRAR LEIKAR n G NBC greiðir rúma 47 milijarða króna fyrir sjónvarpsréttinn í Sydney. 36.630 24.750 19.800 165 422 660 ■53K5S* ‘Tssssswfef ÚÁ# ■ OLGA Færesth, landsliðskona í körfuknattleik og knattspyrnu, mun ekki leika með íslandsmeisturam Breiðabliks í körfuknattleik í vet- ,ur. Olga er á förum til náms í Bandaríkjunum. Blikarnir hafa fengið Ingu Dóru Magnúsdóttir, sem lék með Tindastóli, til liðs við 'sig. ■ EYDÍS Konráðsdóttir sund- kona úr Keflavík fór utan á laugar- daginn ásamt þjálfara sínum Mart- in Radermacher til keppni á Evr- opumeistaramótinu í sundi sem haidið er í Vínarborg. ■ EYDÍS er eini íslenski sund- maðurinn sem náði lágmörkum á 'mótið. Hún keppir í 200 m skrið- Isundi, 100 og 200 m baksundi og 100 m flugsundi. ■ GUÐMUNDUR Albertsson handknattleiksmaður hefur afþakk- að boð bandaríska handknattleik- sambandsins um að leika með bandaríska landsliðinu á Ólympíu- leikunum í Atlanta á næsta ári. Mm FOLK Guðmundur hafði fengið boð þess efnis, en eftir nokkra umhugsun ákvað hann að vísa boðinu frá sér. ■ GUÐMUNDUR hefur þess í stað verið ráðinn aðstoðarmaður Will- ums Þórs Þórsson þjálfara 1. deild- ar liðs karla hjá KR auk þess sem hann mun þjálfa 2. flokk karla. Guðmundur mun jafnframt leika með liðinu eins og í fyrra. ■ MONICA Seles tenniskona keppti um helgina á fyrsta opinbera móti sínu í 28 mánuði þegar hún tók þátt í Opna kanadíska meist- aramótinu. Seles gerði sér lítið fyr- ir og sigraði í mótinu. Hún sigraði Amanda Coetzer 6-0, 6-1 í úrslit- leik sem einungis stóð yfir í 51 mínútur. I undanúrslitum sigraði Seles, Cabrielu Sabatini einnig í tveimur lotum, 6-1, 6-0 í leik sem stóð yfir í 48 mínútur. ■ SELES sem ekki tapaði lotu í mótinu undirbýr sig nú af kost- gæfni fyrir Opna bandaríska meistaramótið sem hefst í byijun september. ■ ANDREAS Zickler hefur verið á reynslusamningi hjá Bayern Miinchen síðustu vikur, en hann lék áður með Dynamo Dresden. En eftir að hann skoraði tvö mörk með Bayern gegn Karlsruhe um helg- ina undirritaði hann þriggja ára samning við félagið. ■ ÞÓRÐUR Guðjónsson og félag- ar í Bochum töpuðu um helgina fyrir Liibeck 3:0. Þórður kom inn á 78. mínútu, en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Liibeck kom upp úr 3. deild í vor og hefur hafið keppni 12. deild af krafti. GOLFMÓT Landsmótið í golfí er nýafstað- ið eins og kunnugt er, en mótið fór fram á Strandarvelli við Hellu að þessu sinni í mjög leiðinlegu veðri. Aldrei hafa fleiri kylfingar tekið þátt í landsmótinu og kemur það ekki á óvart því mikill uppgangur hefur verið í golfíþróttinni undanfarin ár — og er enn. Það er því eðiileg þróun að þátttakendum fjölgi sífellt í landsmót- um, en það vekur hins vegar menn til umhugs- unar hvort það fyrirkomulag sem verið hefur á mótinu undanfarin ár sé ekki úr sér gengið. Það er nokkuð ljóst að vegna þessa mikla fjölda keppenda þarf að ijölga þeim dögum sem leikið er á landsmóti og vænlegasti kosturinn virðist vera að hefja leik á laugardegi og Ijúka síðan leik næsta föstudag, byrja sem sagt deginum fyrr en undanfarin ár. Þetta virðist eina leiðin ef forsvarsmenn íþróttarinnar vilja halda fast í þá hefð að ljúka landsmótinu á föstudegi fyrir verslunarmannahelgi eins og ver- ið hefur. Ef hins vegar menn vilja breyta þá væri vel við hæfi að flýta mótinu um eina til tvær vikur og þá er að sjálfsögðu best að Ijúka mótinu á laugardegi, eða jafnvel á sunnudegi. Neðri flokk- arnir myndu þá leika fram á fímmtudag eða föstudag en meistaraflokkarnir kláruðu á laugardegi. Með þessu móti gætu keppendur fylgst með síðasta hring þeirra bestu, og jafnvel tveimur síðustu dögunum meist- aranna. Það vekur alltaf jafn mikla furðu í sambandi við landsmót að Golfsamband íslands (GSÍ) skuli ekki sjá um framkvæmd mótsins. Landsmótið á jú að vera hápunktur keppnistímabilsins og það þarf að vera ákveðin reisn yfir mótinu og það þarf að vera í ákveðnum og fóstum skorðum. Menn hafa sagt að þekkingin til að halda mót sé í klúbbunum og á það er vel hægt að fallast. En á móti kemur að klúbbarnir mynda sérsambandið og því ætti það að vera leikur einn fyrir GSÍ að sjá um eitt mót á ári. Hvernig ætli íslandsmótið í knattspyrnu væri ef félögin skiptust á um að sjá um það? Næsta landsmót verður vænt- anlega haldið í Vestmannaeyjum og þá ætti að koma smá reynsla á að halda mótið viku fyrr en venjulega því ekki getur það tal- ist gáfulegt að ljúka mótinu dag- inn eftir að hið landsfræga Húkk- araball er í Eyjum og fólk farið að fjölmenna í Heijólfsdalinn, en golfvöllurinn er við hliðina á daln- um. Skúli Unnar Sveinsson Landsmótid þarf að vera fyrr og það þarf að fjölga dögunum Hvernig fannst GUÐRÚNU SÆMUMPSDÓTTUR að skora sigurmarkið? Tek stundum til minna ráða GUÐRÚN SÆMUNDSDÓTTIR skoraði sigurmark Vals gegn KR í úrslitum bikarkeppni KSÍ á sunnudaginn og sagði hún markið það mikilvægasta á sínum ferli. Sá ferill spannar um 13 ár og 149 leiki, sem er nærri tvöfalt meira en næsti leikmað- ur og alltaf með Val, fyrir utan eitt keppnistímabil á Ítalíu. Hún er án efa einn besti varnarmaður í kvennaknattspyrn- unni hér á landi. Guðrún er lyfjafræðingur, útskrifaðist fyrir tveimur árum, vinnur í Breiðholtsapóteki og er aðeins 28 ára. Guðrún hefur ekki notað skot- skóna mikið til að skora, enda aftasti varnarmaður, þó að hún bregði sér oft fram á völlinn þegar mikið liggur við. Hvað segirðu Stefán Guðrún, !á mikið við Stefánsson þarna. „Já, ég gat ekki séð að hinar ætluðu að klára þetta sjálfar. Þó að ég skori yfirleitt ekki, verð ég stundum að taka mig til þegar hinar eru að klikka.“ Var þetta stór stund fyrir þig? „Markið var það mikilvægasta á ferlinum og hef ég þó verið að síðan 1983. Þetta var stór stund fyrir félagið og sigur fyrir liðið því sjö af þeim sem voru í bytjun- arliðinu í fyrra voru ekki með í þessum ieik og það voru mikil umskipti." Á hvetju vannst þessi sigur? „Hann vannst fj4st og fremst á samheldni og svo Jóhanni Inga [Gunnarssynij sálfræðingi." Af hveiju honum? „Hann talaði við okkur í klukku- tíma fyrir tveimur dögum og það gekk vel, var mjög skemmtilegt og gerði ekkert nema gott.“ Er hugarþjálfun það sem koma skal? „Já, knattspyrna snýst meira um vit en krafta þó að það þurfi auðvitað hæfileika. Það er farið að hugsa mun vísindalegar um þetta, ekki bara að skella sér í skó og hlaupa út á völl.“ En hefur þú bara verið í fót- bolta? „Nei ég var í badminton og handbolta um tíma en þegar ég var fimmtán eða sextán ára sneri ég mér alfarið að fótboltanum." Af hverju fótbolta? „Eg var bara svo hrikalega léleg í handboltanum og var þar aðal- lega með vegna félagsskaparins. I sambandi við badmintonið var það spurning um tíma.“ Nú er kvenfólk að þjálfa kvennaliðin sem standa sig best, Val og Breiðablik, hefur það eitt- hvað að scgja? „Ég veit ekki um það, held Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson GUDRÚN Sæmundsdóttir með bikarinn og skotskóna, sæl, glöð og örþreytt að ioknum bikarúrslitaleik á sunnudaginn. raunar að það skipti litlu máli hvort þar sé karl eða kona en það munar öllu að þær hafa báðar, Ragnheiður Víkingsdóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir, spilað sjálfar." Fær kvennaknattspyrnan næga athygli? „Hún mætti vera meiri. Ef það er eitthvað spennandi að gerast, er það tekið fram yfír og það þarf meira að segja ekkert að vera mikið spennandi. En er kvennaknattspyrnunni að fara fram? „Þetta er orðið allt öðruvísi en áður, þeir sem standa á bak við kvennaknattspyrnuna sinna henni mun betur en áður og umstangið í kringum bikarúrslitaleikurinn var gott dæmi.“ Ert þú ánægð með fyrstu deild kvenna? „Hjá sumum liðum er allt í lagi en það þarf að breyta fyrirkomu- laginu. Til dæmis með því að fækka liðunum og spila þá oftar hvor við aðra. Eins og þetta er núna má ekki tapa stigi, þá er deildin farin.“ Fylgist þú með karlaboltanum? „Já, en það er ekkert gaman þegar eitt lið er búið að stinga af þó það sé engin tilviljun að Skaga- menn séu efstir. Það er heldur ekkert gaman að því þegar KR til dæmis hefur að engu að keppa í deildinni og notar varaliðið þar til að spara menn fyrir úrslitaleikinn í bikarnum. Það ætti að banna það.“ Og þá lokaspurning, hvað ætlnr þú að vera lengi í boltanum? „Engar svona spurningar. Jæja, að vísu hef ég stunduð spáð í að leggja skónum en gef engar yfir- lýsingar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.