Morgunblaðið - 22.08.1995, Page 4
4 B ÞRIÐJUDAGÚR 22. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Góður andi
í blendnu
veðri
ÆT
Islandsbankamót Dreyra er nú
haldið í þriðja sinn og virðist
vera búið að festa sig í sessi. Opin
síðsumarsmót eiga vel upp á pall-
borðið hjá hestamönnum. Hrossin
komin í gríðarlega
vmma^ &óða ÞJalfun eftir
Kristinsson styttn eða lengn
skrifar ferðalög og aðra
sumarþjálfun.
Mótið stóð yfir í tvo daga sem
virðist hæfilegur tími, forkeppni
fer fram á laugardegi, hestamenn
hitttast og gera sér glaðan dag
að kveldi og úrslit og verðlauna-
afhending fer fram á sunnudegi.
Allt gekk þetta vel fyrir sig hjá
Dreyramönnum enda orðnir nokk-
uð vanir. Gott veður var á laugar-
deginum en ekki var útlitið gott
út á sunnudeginum þegar byrjað
var í hávaðaroki og rigningu, en
fór sem betur fer batnandi þegar
á daginn leið og hann hékk þurr
megnið af deginum meðan dag-
skrá stóð yfir þótt blési hlýjum
suðaustan vindi.
Framkvæmd mótsins gekk
þokkalega fyrir sig, að vísu ekki
búið fyrr en á tíunda tímanum á
laugardagskvöldið sem er kannski
fullmikið. A sunnudag var þetta
á klassískum hraða, tímabært er
að hestamenns setji meiri rögg í
framkvæmd úrslita. Til dæmis
þegar einum úrslitum er lokið
mætti kalla inn á keppendur sem
taka þátt í næstu úrslitum og
hafa meiri stíganda þannig að
hægt væri að hefja næstu keppni
strax að lokinni verðlaunaafhend-
ingu og spara með því tíma.
Ekki var mikið lagt í móts-
skrána sem er í sjálfu sér í góðu
lagi ef allar nauðsynlegar upplýs-
ingar eru til staðar. Ekki var því
til að dreifa að þessu sinni. Ekki
var getið um hvaða félagi hver
keppandi tilheyrði og annað sem
var öllu verra, að ekki var getið
fæðingarstaðar hrossa sem er af-
leitt. Mótið fór vel fram, góður
andi ríkjandi og þegar svo er fara
menn glaðir heim og tilgangnum
er náð.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
SIGURBJÖRN Bárðarson og Gordon skiluðu góðu dagsverki
báöa daga mótsins og ber hæst þar frábær árangur í gæð-
ingaskeiði en hér tryggja þeir sér sigur í fimmgangi.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
HIIMN grái „Svarti“ Svanur vann sig ásamt knapanum Lárusi
Hannessyni upp um sæti í úrslitum fimmgangs. Nafnið hlaut
hann við fæðingu, en þá var hann svartur.
Sigurbjörn með sann-
kallaða kennslustund
Sigurbjörn Bárðarson fór
sannkallaða sigurför á
Skagann um helgina þegar hann
vann í öllum greinum fullorðins-
flokks og það með miklum yfir-
burðum. Sömuleiðis
Vaidimar var hann langefstur
Kristinsson í íslenskri tvíkeppni,
sknfar skeiðtvíkeppni og
samanlögðu. Má segja að sá
gamli hafi tekið ungu strákana
sem öttu kappi við hann í
kennslustund.
Sigurbjörn vann þessi afrek á
tveimur hestum, í tölti og fjór-
gangi á hinum landskunna gæð-
ingi Oddi frá Blönduósi sem virt-
ist mjög frískur, væntanlega eftir
góða hvíld frá íslandsmóti, og í
fimmgangsgreinunum á Gordon
frá Stóru- Ásgeirsá. Ekki hefur
gengið vel hjá Sigurbirni í fimm-
gangi á þessu ári en nú virðist
hann kominn með hest sem
vænta má mikils af á þessum
vettvangi. Athyglisverður er
árangur þeirra í gæðingaskeiði
þar sem þeir skiluðu 112,5 stig-
um með tveimur frábærum
sprettum og verður ekki betur
séð en Sigurbjörn sé í algjörum
sérflokki í þjálfun og útfærslu
gæðingaskeiðs.
Keppnin í fullorðinsflokki stóð
því um annað sætið þar sem þeir
börðust bróðurlega ungu menn-
irnir Adolf Snæbjörnsson, Páll
Bragi Hólmarsson, Snorri Dal,
Lárus Hannesson, Sigurður Sig-
urðarson og Orri Snorrason svo
einhveijir séu nefndir. Orri vann
sig upp úr fimmta sæti í fjór-
gangi í það þriðja og Lárus vann
sig upp í þriðja sæti úr fjórða í
fimmgangi.
Magnea Rós fékk
fimm gullverðlaun
Árlegur lokasprettur í Varmadal
KEPPNISTÍMABIL hestamanna styttist nú óðum í annan endann
á laugradag verða harðarmenn í Kjósarsýslu með sinn árlega
lokasprett sem nú er haldinn öðru sinni í Varmadal á Kjalar-
nesi. Verður þar keppt í tölti, skeiði víðavangshlaupi og stökki.
Sömu helgi verða Þytsmenn í Vestur Húnavatnssýslu með sitt
árlega íþróttamót á Króksstaðamelum. í hestaalmanaki sem gef-
ið er út af L.H. og H.Í.S. segir að mótið verði 28. og 29. ágúst sem
er mánudagur og þriðjudagur en hið rétta er að mótið verður
um helgina 26. og 27. ágúst. Suðurlandsmóti sem halda átti þessa
helgi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ekki fengust upplýs-
ingar um hvort eða hvenær mótið yrði haldið en verður væntan-
lega kynnt.
Ekki var Sigurbjörn einn um að
sækja gull í greipar á Skagann
því Magnea Rós Axelsdóttir sem
keppti í ungiingaflokki sat ein að
gullinu þar, vann í tölti og fjór-
gangi á Vafa sínum
Valdimar auk þess að vinna í
Kristinsson fimmgangi ungmenna
skrifar 0g var þrj5ja f gæð-
ingaskeiði í sama flokki á Frey;
góður árangur hjá prúðum knapa.
Karen L. Marteinsdóttir og
Sylvía Sigurbjörnsdóttir skiptu gull-
unum með sér í barnaflokki en
Sylvía varð stigahæst. I ungmenna-
flokki börðust Edda Rún Ragnars-
dóttir á Litla Leisti og Sigurbjörn
Viktorsson á Hrefnu um sigurinn í
tölti og fjórgangi og hlutu sitt gull-
ið hvort, en Edda Rún vann í ís-
lenskri tvíkeppni en Sigurbjörn aft-
ur stigahæstur í samanlögðu. Þarna
eru á ferðinni efniiegir knapar með
talsverða keppnisreynslu sem nýta
sér ungmennaflokkinn áður en þau
hefja keppni í flokki fullorðinna.
Það er annars umhugsunarvert
hvers vegna þátttaka í þessum ald-
ursflokki er svo lítil sem raun ber
vitni. Mætti ætla að tiltölulega fáir
á aldrinum 17 til 19 ára stundi
hestamennsku en fróðlegt væri ef
gerð yrði könnun á þvi hvað verður
um alla krakkana sem keppa í
barna- og unglingaflokkum en skila
sér svo ekki upp í eldri flokkana.
Stunda þau hestamennsku áfram
en hætta að keppa eða hætta þau
í hestamennsku tímabundið eða al-
farið? >.
Þótt þátttaka í yngri flokkunum
hafi verið í dræmara lagi var keppni
þar talsvert spennandi. Krakkarnir
eru í stöðugri framför og má greina
mun á þeim frá því í vor eða fyrr
í sumar og að sama skapi eru hross-
in hvað best síðsumar og eiginlega
synd og skömm að keppnistímabil-
inu skuli ljúka svo snemma þegar
hrossin eru á toppnum. Hætta ber
leik þá hæst hann stendur, segir
máltækið, og má segja að hesta-
menn geri það í orðsins fyllstu
merkingu.
EITT af fimm gullum í höfn hjá Magneu og Vafa lengst til vinstri eftir úrslit ENGIN breyting frá forkeppni í fjórgangi barna frá vinstri talið Sigríður á
í fjórgangi, næst henni eru Benedikt á Hoffmann, Ásta á Nökkva, Sigurður á Glampa, Berglind á Fjöður, Viðar á Gormi, Sylvía á Galsa og sigurvegarinn
Frey og Guðrún á Galsa. Karen á Manna.