Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Það sem af er þessu ári hefur Seðlabanki íslands fyrir hönd ríkissjóðs gengið frá fimm mismunandi lánasamningum á erlendum mörkuðum. Víða leitað fanga Seðlabanki íslands hefur á undanfömum árum farið um víðan völl í lánsfjáröflun fyr- ir ríkissjóð. Hanna Katrín Friðríksen fékk upplýsingar hjá Ólafi ísleifssyni, fram- kvæmdastjóra alþjóðasviðs Seðlabankans, um þá lánasamninga sem gerðir hafa verið á þessu ári. UM SÍÐUSTU mánaðamót skýrði Morgunblaðið frá því að Seðlabanki íslands hefði undirritað samning við Evrópska fjárfestingarbankann, EIB, í Lúxemborg um lán að fjárhæð 40 milljónir ekna, sem svarar tii um 3,4 milljarða íslenskra króna. Um var að ræða síðari hluta fjármögnun- ar í tengslum við framkvæmdir við Vestfjarðagöng og samgöngumann- virki á höfuðborgarsvæðinu. Við undirritun samningsins var ákveðið að fresta lokaákvörðun um vaxtakjör og útborgun lánsins og bíða færis .þar til kjör yrðu lántakanda hag- stæðari. Undir millibankavöxtum í síðustu viku var síðan gengið frá umræddum samningi, vaxtakjör ákveðin og lánið greitt út. Sam- kvæmt samningnum er lánið til 10 ára og ber fasta vexti 7,78% á ári sem samkvæmt sérstökum vaxta- skiptasamningi við Union Bank of Switzerland skipast yfir í millibanka- vexti í London, eða svonefnda líbor- vexti, að frádregnum 0,075%. Þetta mun vera fyrsti samningur um er- Ient langtímalán fyrir ríkissjóð Is- lands þar sem vaxtakjör frá upphafi lánstíma liggja undir millibank- avöxtum. Evrópski fjárfestingarbankinn var stofnaður í kjölfar undirritunar Rómarsáttmálans árið 1958 og veit- ir fjárfestingarlán í samræmi við markmið Evrópusambandsins, aðal- lega til verkefna sem varða byggða- þróun, samgöngur, fjarskipti, orku- flutninga, umhverfismál o.fl. Um- rætt lán er hið fyrsta sem bankinn lánar til verkefna hér á landi, en með samningnum um EES opnaðist sá möguleiki, enda byggir umrædd lántaka ríkissjóðs á sameiginlegri áætlun ESB og EFTA um aukningu hagvaxtar og atvinnu á Evrópska efnahagssvæðinu. Að sögn Olafs má gera ráð fyrir að lánasamningur ríkissjóðs marki upphafið að frekari ■viðskiptum Evrópska fjárfestingar- bankans hér á landi. Fimm ólíkir lánasamningar Það _sem af er árinu hefur Seðla- banki íslands, fyrir hönd ríkissjóðs, gengið frá fimm mismunandi lána- samningum. í júní sl. var samið við við Norræna fjárfestingarbankann, NIB, um lán að íjárhæð 36 milljónir ekna eða sem svarar til um 3 millj- arða íslenskra króna. Þar var um að ræða fyrri hluta hluta fjármögn- unar vegna framkvæmda við Vest- - fjarðagöng og samgöngumannvirki ' á höfuðborgarsvæðinu. Lán Nor- ræna fjárfestingarbankans er til 12 ára og greiðist í einu lagi að þeim tíma liðnum. Ríkissjóður á kost á að greiða lánið niður með jöfnum sex mánaða afborgunum á þremur árum þannig að heildarlánstími yrði 15 ár. Vextirnir eru breytilegir og i miðast við millibankavexti í London í ekum að viðbættu álagi upp á 0,07%. Vaxtakjör lánsins gilda fyrir fyrstu fimm ár lánstímans og verða þá endurskoðuð. „Hér er um að ræða eðlislík lán þar sem í báðum tilfellum er lánað til ákveðinna framkvæmda. Það er óhætt að telja kjör þessara lána rík- issjóði afar hagstæð," sagði Ólafur. Skammtímabréf í helstu viðskiptamyntum í ágústbyijun var undirritaður samningur um útgáfu á skammtíma- bréfum ríkissjóðs á _ alþjóðlegum markaði. Seðlabanki íslands hefur með höndum útgáfu slíkra víxla og annaðist undirbúning samningsins. Að sögn Ólafs er hér um að ræða endurnýjum á samningi sem var upphaflega gerður árið 1985, en þá varð ríkissjóður íslands fyrstur lán- taka sinnar tegundar til að gefa út skammtímabréf af. þessu tagi á al- þjóðlegum markaði. „Þessi samning- ur tekur mið af þeirri þróun sem hefur orðið á víxlamarkaði að undan- förnu,“ sagði Ólafur. „Til þessa hafa alþjóðlegir víxlar ríkissjóðs verið gefnir út í dölum, en eftirleiðis verð- ur heimilt að gefa út víxla í helstu viðskiptamyntum, t.d. þýskum mörkum, sterlingspundum og ekum.“ Ólafur sagði ennfremur að góð reynsla hefði fengist af víxlaútgáfu ríkissjóðs og hún hefði skapað færi á sveigjanlegri fjármögnun á hag- stæðum kjörum, en víxlar ríkissjóðs eru gefnir út á vöxtum sem eru nokkru lægri en millibankavextir í London. Um síðustu áramót nam fjárhæð útistandandi víxla ríkissjóðs 265 milljónum dala sem svarar til um 18 milljarða íslenskra króna miðað við gengi þess tíma. Nýi samningur- inn kveður á um hækkun á há- marksfjárhæð útgáfunnar úr 350 milljónum dala í 500 milljónir dala. „í þessum nýja samningi er um að ræða veigamikla breytingu þar sem eftirleiðis verður hægt að gefa út víxla í fleiri myntum en Bandaríkja- dal, en við höfum orðið varir við spurn fjárfesta eftir skammtíma- bréfum í Evrópumyntum," sagði Ólafur. Að sögn Ólafs er komin góð reynsla á útgáfu skammtímabréfa sem lánfjáröflun á alþjóðlegum markaði. Nú næmu samningar um slíka víxlaútgáfu 15% af erlendum skuldbindingum ríkissjóðs. „Þó svo að hámarksfjárhæð útgáfunnar sé orðin 500 milljónir dala er ekki þar- með sagt að ríkissjóður nýti sér það. Hins vegar er gott að vita af þessum möguleika til að geta mætt tíma- bundinni fjárþörf. Þá er hér um að ræða góð kjör þar sem ávöxtun bréf- anna er 0,07-0,08% undir millibank- avöxtum.“ Öflugt öryggisnet Samhliða samningnum um víx- laútgáfuna var undirritaður samn- ingur um fjölþjóðlegt bankalán til Morgunblaðið/ NÝLEGA var undirritaður samningur um fjölþjóðlegt bankalán til ríkissjóðs að fjárhæð um 13 milljarðar íslenskra króna. Láns- vextir samsvara millibankavöxtum að viðbættu 0,07% álagi og er hér um hagstæðari kjör að ræða en áður á sambærilegum lánasamningum ríkissjóðs. Olafur Isleifsson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Seðlabanka íslands, segir samninginn endurspegla stöðu ríkissjóðs sem virts lántakanda á alþjóðlegum markaði. Morgunblaðið/ ÞESSI mynd birtist með frétt í hinu virta fjármálariti Internat- ional Financing Review um lántöku ríkissjóðs sem nefnd er í myndatextanum hér að ofan. Vægi mynta í erlendum lánum 1986-94 r- Aðrar myntir ’ -ECU Japönsk jen Svissn. frankar Þýsk mörk Sterlingspund Bandaríkja- dollar Afborganir af langtímalánum ríkissjóðs Staðan 31. desember 1994 20 15milljarðar kr. 10 □ '96 '97 '98 '99 '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 2016 fimm ára að fjárhæð 200 milljónir dala, eða um 13 milljarðar íslenskra króna. Þar er um að ræða svokallað veltilán sem má nota ogjgreiða inn á eftir þörfum. Að sögn Olafs er að öðru jöfnu ekki gert ráð fyrir að lánsféð verði greitt út til ráðstöfunar fyrir ríkissjóð, heldur myndi lánið varasjóð fyrir lántaka sem grípa megi til þegar þörf krefji'. Lánið leys- ir af hólmi tvö eldri alþjóðleg bankal- án ríkissjóðs frá 1986 og 1992. Samkvæmt lánasamningnum er ríkissjóði heimilt að nota lánsféð þijá, sex eða tólf mánuði í senn og fæst lánsíjárhæð greidd út í dölum eða öðrum helstu viðskiptamyntum að vali lántaka. Á lánstímanum greiðir ríkissjóður fasta þóknun ár- lega sem nemur 0,07% af samings- fjárhæð. Lánsvextir samsvara milli- bankavöxtum að viðbættu 0,07% álagi og er hér um hagstæðari kjör að ræða en áður getur á sambærileg- um lánasamningum ríkissjóðs. Er- lend Ijármálarit flölluðu nokkuð um þennan fjölþjóðlega lánasamning ís- lenska ríkisins_ og þar var það sam- hljóða álit að íslendingar hefðu náð góðum kjörum, enda væru markaðs- skilyrði hagstæð lántakendum um þessar mundir. Að sögn Ólafs felur þessi samn- ingur í sér reiðufjáitryggingu fyrir ríkissjóð, enda standi öll samnings- fjárhæðin til reiðu með dags fyrir- vara ef þörf skapist á lánsfé um skamman tíma. Hluti lánsfjárhæðar er til reiðu samdægurs ef þörf kref- ur. „Með þessum samningi hefur verið strengt öflugt öryggisnet undir erlenda fjármögnun ríkissjóðs og segja má að samningurinn endur- spegli stöðu ríkissjóðs sem virts lán- takanda á alþjóðlegum markaði. Ólafur sagði að hér væri um að ræða stærsta samning af þessu tagi sem ríkissjóður hefði gert. „Lánið var boðið út á alþjóðlegum banka- markaði 22. júní sl. og var upphaf- lega leitað eftir áskriftum _ banka fyrir 175 milljónum dala. Útboðið hlaut góðar viðtökur á markaði og við lok þess 7. júlí sl. höfðu 24 bank- ar frá 8 löndum skráð sig fyrir sam- tals 260 milljónum dala. í kjölfar þeirrar niðurstöðu var ákveðið að hækka samningsíjárhæðina í 200 milljónir dala,“ sagði Ólafur. Citibank í London var í forsvari við lántökuna og hafði þar til aðstoð- ar bankana Enskilda og J.P. Morg- an. Þessir þrír bankar höfðu einnig forystu í bankalánunum tveimur sem þetta lán leysir af hólmi. „Það er mikill fengur fyrir ríkissjóð að vera í viðskiptasambandi við hinar traustu bankastofnanir sem eiga aðild að þessum sanmingi," sagði Ólafur. Lánastýring í þessari umfjöljun um lánasamn- inga Seðlabanka íslands fyrir hönd ríkissjóðs á alþjóðlegum mörkuðum það sem af er þessu ári, er ótalin skuldabréfaútgáfa á Evrópumarkaði í janúar sl. Þá voru gefin út bréf að fjárhæð 15 milljarðar japanskra jena sem svarar tii 10,2 milljarða króna. Bréfin bera 4,90% fasta árs- vexti og greiðast upp í einu lagi í lok lánstímans sem er 10 ár. Láns- fénu var varið til almennrar ráðstöf- unar fyrir ríkissjóð á grundvelli lánsfjárlaga fyrir árið 1995. „í tengslum við iántökuna var ákveðið að gerður yrði gjaldmiðla- skiptasamningur með það að mark- miði að draga úr gengisáhættu rík- issjóðs. Með tveimur gjaldmiðla- skiptasamningum var hluta af eldri lánaskuldbindingum í japönskum jenum skipt yfir í svissneska franka á 4,84-4,88% föstum vöxtum," sagði Ólafur. Stýring á erlendum lánum ríkis- sjóðs felur í sér að samsetning er- lendra lána sé með hagkvæmum hætti, m.a. með tilliti til vaxtakjara, lánstíma og gjaldmiðlasamsetning- ar. Þannig hafa til dæmis verið not- uð uppsagnarákvæði lánasamninga til að endurijármagna lánsfé með hagkvæmari kjörum en áður giltu auk þess sem Seðiabankinn notar vaxta- og gjaldmiðlaskipti og aðrar fjármálalegar aðferðir til að ná markmiðum á sviði lánastýringar. Á meðfylgjandi myndum má ann- ars vegar sjá vægi mynta í erlendum lánum ríkissjóðs í árslok 1986 til 1994. Lánasamningar ríkissjóðs á þessu ári sem fjaliað hefur vecið um hér að framan eru því ekki með í myndinni. Hins vegar má sjá afborg- anir erlendra lána ríkissjóðs miðað við stöðu í árslok 1994 þar sem sést að þorri afborgana dreifist á næstu 10 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.