Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ HVERSU MIKIÐ BER FOLK UR BYTUM FYRIR VINNUNA? - -i -* J Östnt i ymsum löndum FLESTUM löndum greiða þeir sem hafa börn á fram- færi lægri skatta en barnlausir, en misjafnt er hvort greiddar eru barnabætur eða hvort tekið er tillit til bama í skattaframtali einu sinni á ári. Húsnæðiskaup era einnig frá- dráttarbær að ákveðnu marki í flestum löndum, en í mismiklum mæli. Hlutfall skatta er afar misjafnt eftir löndum og sömu- h^HHH leiðis persónuafsláttur, en hafa verður í huga hversu ólík samfélags- þjónusta er. í Dan- mörku telst hún t.d. mikil, meðan hún er nánast engin í Dóminík- anska lýðveldinu. Svona samanburður gefur ekki nákvæma mynd af lífsgæðum, heldur vís- bendingu um kaupmátt. Ólíkir skattar í Danmörku er dreginn 5% skattur af öllum launþegum og er því fé m.a. varið til aö draga úr at- vinnuleysi og efla atvinnulíf í land- inu. Ásgeir Valdimarsson, hag- fræðingur, sem hefur stundað sam- anburð á sköttum, segir að líkja megi þessari skattheimtu í Dan- mörku við 6% tryggingagjald sem hér er innheimt af launagreiðend- um. í Danmörku er 5% skatturinn talinn til launa og dreginn frá áður en venjulegir tekjuskattar eru reiknaöif en hér kemur trygginga- gjaldið ekki fram á launaseðli. Til að ná samræmi milli íslenska kerf- isins og þess danska þarf að draga 5% skattinn í Danmörku frá laun- um áður en samanburður hefst. Þá væri farið með hann eins og trygg- ingagjaldió hér enda mun ráðstöf- un þessa fjár vera til svipaðra mála, þ.e. til atvinnuleysistrygg- inga og atvinnuþróunar. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um hve margt er ólíkt milli landa varð- andi skattkerfi og hvað telst til lau- na. En frávikin era þó mikið til varðandi margs konar aukaskatta sem leggjast á launþega eöa launa- greiðendur og hvernig farið er með lífeyrissjóðsgreiðslur. Frádráttar- liðir og bótagreiðslur eru mismun- andi milli landa og hafa áhrif á end- anlega skattbyrði. í Danmörku er vægi frádráttarliða nálægt 20% af heildarlaunum miðaö við heildar- launagreióslur til allra danskra launþega. í Danmörku er innheimtur sér- stakur héraðsskattur, sem nemur 9,9% og í Sviss byggjast sameigin- legar tekjur þjóðarbúsins aðallega á kantónusköttum. í Englandi eru um 10% innheimtar með sköttum í lífeyrissjóð, en hér á landi skiptast greiðslur í lífeyrissjóð milli laun- Svona könnun gefur bara vísbendingu um kaupmátt þega og atvinnurekanda. Á Spáni greiða allir launþegar 6,4% skatt, sem að miklu leyti fer í lífeyrissjóð, en að hluta til er fénu variö til heil- brigöis- og atvinnumála. Vinnudagur er mislangur eftir löndum og er lengstur í Sviss, 8,4 klst. að meðaltali. Vinnutími getur einnig verið misjafn eftir starfs- stéttum og vinnur sorphirðir á Spáni t.d. frá miðnætti til kl. 3 að ^HHHHi nóttu. Verður tíma- kaup hans (1.419 kr.) því að teljast allgott miðað við aðrar starf- stéttir á Spáni. Eigi að síður segir Ragnar Bragason, sem búsett- ur er í Madrid, að fáir vilji vinna í „öskunni" og t.d. sé nánast ómögulegt að ímynda sér að háskólanemi aflaði sér tekna með námi í þessu starfi. í mat og kaffi Vinnudagur hefst kl. 7 að morgni hjá reykvískum sorphirðum, sem tekið er mið af í þessari könnun. Ef tekist hefur að tæma sorptunnur borgarinnar kl. 10 á föstudögum, er vinnudegi þeirra lokið. Pétur Kr. Pétursson, starfsmannastjóri hjá Borgarverkfræðingi, segir að kaupaukakerfi sé hluti af kjörum reykvískra sorphirða og era ónýtt kaffi- og matarhlé metin sem yfir- vinna. Þess vegna reiknast vinnu- tími sorphiröa hér 9 klst. á dag. Sum verkalýðsfélög gera ráð fyr- ir matar- og kaffihléum í vinnu- tíma, en hér er ekki tekið tillit til þess. Því má gera ráð fyrir ein- hverjum frávikum í útreikningum á raunverulegum vinnutíma. Börn og barnabætur Á íslandi, í Danmörku og Hollandi era bamabætur greiddar út fjóram sinnum á ári. Eru þær um 6.500 á mánuði með hverju barni í Danmörku og frá 3.800 upp í 5.400 kr. í Hollandi, eftir aldri barns. Hæstar barnabætur eru greiddar með 12-17 ára þar. í Jórdaníu er heimilt að draga um 1.500 kr. frá mánaðartekjum fyrir hvert barn og er persónuafsláttur giftra mun hærri en einhleypra. Á það reyndar við um fleiri lönd, en í Jórdaníu njóta námsmenn einnig sérstakra skattaívilnana og sömu- leiðis foreldrar bama sem stunda nám. Heimilt er að draga tæplega 4.000 krónur frá mánaðartekjum vegna bams í námi. í Lúxemborg er sérlega vel hlúð að bamafólki og hvetur skattakerfi til að annað for- eldra sé heimavinnandi. Dregið frá skatti Vaxtagjöld vegna húsnæóis- kaupa eru víðast frádráttarbær og LAUNAMUNUR Hæsta og lægsta tíma- kaup sem fram kom í löndunum íkönnuninni. Ástralía Danmörk Sviss ísland Holland HÆSTA tímakaup LÆGSTA tímakaup Hlutfallslegur launamunur Trésmiður 695 kr. Verkamaður 1.510,- Trésmiður 1.435,- Bifvélavirki 641,- Gjaldkeri 1.181,- Gjaldkeri 619 kr. Gjaldkeri 1.148,- Verkamaður 1.057,- Verkamaður 425,- Símavörður 743,- tEf- 12,3% 31,5% 35,7% 50,8% 52,2% Lúxemborg Ritari / Símav. 858,- Sorph./ Bifvélav. 555.- 54,9% Þýskaland Verkamaður 1.107,- Símavörður 634,- 74,6% England Trésm./ Bifvéiav. 1.005,- Sorphirðir 379.- 165,2% Spánn Sorphirðir 1.419,- Símavörður 380,- 273,4% Jórdanía Gjaldkeri 182,- Sorphirðir 42,- 333,3% Dóminíkana Bifvélavirki 157,- Sorphirðir 27.- 481,5% Launamunur eftir skatta Hæsta og lægsta tímakaup, eftur skatta, sem fram kom í löndunum í könnuninni. _ HÆSTA LÆGSTA Hlutfallslegur tímakaup tímakaup launamunur Sviss n Trésmiður 1.252 kr. Verkamaður 995 kr. 25,8% Danmörk Verkamaður 863,- Gjaldkeri 683.- 26,3% Þýskaland Verkamaður 862,- Símavörður 548.- 57,2% England Trésm./ Bifvélav. 804,- Sorphirðir 337,- 138,5% Holland Gjaldkeri 746,- Símavörður 506,- 47,4% Luxemborg Rit./ Gjk./ Sím.Tr.sm./ So.h./ Bv.v. 684,- 479,- 42,7% Ástralía Trésmiður 559.- Gjaldkeri 496,- 12,7% ísland : Bifvélavirki 514,- . Verkamaður 388.- 32,4% Spánn 1 Sorphirðir 1.176,- Símavörður 325.- 262% Jórdanía S (/) Gjaldkeri 161.- Sorphirðir 39,- 312% Dóminíkana o h Bifvélavirki 155,- Sorphirðir 27,- 474% Þeir sem eru meö hæstu iaunin í einu landi gætu talist til fátæklinga annars staðar. á Spáni er heimilt að draga 15% af afborgunum frá skatti auk alls vaxtakostnaðar. í Hollandi er fólki auðveldað að eignast eigið húsnæði með lánakjöram, enda auðvelt að fá lán fyrir heildarverði fasteignar, svo fremi afborganir séu ekki meira en 33% af tekjum. Þar líta skattar í fljótu bragði út fyrir að vera mjög háir, enda er ekki gert ráð fyrir neinum bótum eða skatta- frádrætti í þessum samanburði. í Hollandi má t.d. draga allan vaxta- kostnað frá sköttum, hvort sem hann er vegna kaupa á ísskáp eða íbúð. Viðhaldskostnað má að hluta til draga frá sköttum og einnig fer- ða- og símakostnað ef hann tengist vinnu á einhvern hátt. Hollending- ar huga mikið að umhverfisvernd og kristallast það í skattakerfí þeirra. Lagðir eru sérstakir um- hverfisskattar, um 25% á verð bfla og eldsneyti er sérstaklega skatt- lagt með tilliti til umhverfisvernd- ar. Greiða þarf skatta af bílastyrk sem fer yfir ákveðna upphæð, en launþegar geta fengið býsn af strætisvagna- og lestamiðum sem launauppbót, án þess að þeir séu skattlagðir. Er þetta dæmi um leið- ir hollenskra yfirvalda til að hvetja til minni bílanotkunar. Jóla- og orlofsuppbót er hluti af kjöram ýmissa starfsstétta og t.d. fá Spánverjar gjarnan uppbót fyrir jól og sumarfrí og íslenskir banka- starfsmenn 13. mánuð greiddan í kringum jól. Ekki er tekið tillit til uppbóta af því tagi í þessari könnun. Takmarkaðar upplýsingar I útreikningum þessum er miðað við barnlausan, einhleypan starfs- mann, skuld- og eignarlausan, með 5 ára starfsreynslu. Af ofangreindu má ljóst vera að niðurstöður gætu breyst verulega ef tekin yrðu dæmi um hjón með börn á framfæri, eða tekið tillit til kostnaöar, t.d. vegna húsnæðiskaupa. Þá er vert að ítreka að hinir ýmsu þættir samfé- lagsþjónustu eru gjörólíkir frá einu landi til annars og ógerlegt að taka tillit til þeirra í könnun af þessum toga. Leitað var til verkalýðsfélaga og skattayfirvalda í hverju landi og önnuðust starfsmenn skattstjóra- embætta útreikninga í Þýskalandi, Lúxemborg og Sviss. Laun á ís- landi, hjá öðram en bankastarfs- mönnum og sorphirðum, eru í sam- ræmi við nýjar niðurstöður kjara- rannsóknarnefndar og eru meðal- laun skv. þeim talsvert hærri en launataxtar viðkomandi starfs- stétta segja til um. Þar sem ekki voru fyrirliggjandi opinberar skýrslur um raunveruleg meðal- laun er stuðst við taxta verkalýðs- félaga. Á það t.d. við um Lúxem- borg og Spán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.