Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 16
16 C FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG ÚT er komið kort af Holtamanna- afrétti. Er það að öllum líkindum fyrsta ferðamannakortið sem er gefið út af afrétti. Útgefend ur eru Ása- og Djúpár- hreppur í Rangár- vallasýslu. Kortið SPRENGISANDUR HOLTAMANNA- AFRÉTTUR var unnið í Kostum hf. í Reykjavík og sá Elín Erlings- dóttir um vinnslu og það sem því heyrði til. í fréttatil- kynningu segir að ánægja hafi verið með útgáfuna og kortið hafi komið mörgum að góðum notum í sum- ar. Stangaveiðimenn hafa getað betur áttað sig á aðstæðum. Þar sem gæsaveiðitími fer nú að hefj- ast gæti það einnig komið veið- mönnum í góðar þarfir. ■ Stefnumótun og samstarf vantar nýjungar. Má nefna sérstaka upplýs- ingamiðstöð um söfn í borginni sem opna á innan skamms fyrir ofan Upplýsingamið- stöð ferðamála. Einnig er í bígerð „safna rúta“ í áætlunar- ferðum milli helstu safna og ferða- mannastaðanna. „Br átt verður farið í stórt- Kort al Nolta- mannaafrétti iviuigunuiciuiu//inn<i inguiisaotur ÁNÆGÐIR gestir á tjaldstæði í sumarblíðunni á Egilsstöðum. Fjölgun feröamanna á tjaldstæúi á Egilsstööum Egilsstaðir. Morgunblaðið. FJÖLMARGIR ferðamenn hafa nýtt sér þjónustu á tjaldstæði KHB á Egilsstöðum í sumar og hafa á sjötta þúsund gestir gist þar. í júní og júlí voru gistinætur 3.817 og er það um 15% fjölgun frá því í fyrra. Mest hefur borið á Þjóðveijum og íslendingar hafa verið sérlega margir í sumar. Algengast er að erlendir ferðamenn gisti í 1-2 næt- ur en íslendingar lengur, eða 2-3 nætur, sumir lengur og dæmi eru um að ferðafólk hefur dvalið á tjaldstæðinu í tvær vikur enda veðurblíða með eindæmum nú í sumar. Á tjaldstæðinu er Gestastofa sem er timburhús með torfþaki og innréttuð í gömlum baðstofustíl. Þó nokkur áhugi útlendinga hefur verið á stofunni og er gistinýting hennar þokkaleg. Verslunar- mannahelgin var erilsöm en þá voru um 300 gestir á svæðinu, en helgin var engu að síður róleg og friðsæl eins og reyndar sumarið í heild. ■ er nú ríkir algert stefnuleysi í þessum málum. Nú starfa t.d. þrír ferðamálafulltrúar á Norðurlandi vestra en enginn á Vestfjörðum, svo dæmi sé tekið. Það gefur augaleið að markviss uppbygging ferðaþjón- ustu er iangtímaverkefni og þeir sem starfa að því verða að geta verið öruggir um stöðu sína, að minnsta kosti í nokkur ár. Ella verður engin framþróun." Fyrirmynda leitað á írlandi Anna Margrét telur_ að stefnumótun í ferðamálum á íslandi Morgunblaðið/Golli ANNA Margrét Guðjónsdóttir. í ferðamálum ANNA Margrét Guðjónsdóttir, ferðamálafulltrúi Reykjavíkur, tók formlega til starfa 1. júlí sl. í öðrum landshlutum og á mörgum þéttbýlis- stöðum hafa ferðamálafulltrúar ver- ið starfandi í nokkur ár en það er ekki fyrr en nú að höfuðborgin fær sinn fulltrúa. Anna Margrét er landfræðingur að mennt. Hún sinnti í þijú ár starfi ferðamálafulltrúa á Vestfjörðum. Hún var fyrst til að gegna þeirri stöðu, eins og nú í Reykjavík, en aðstæður eru ólíkar. „Fyrir vestan kom ég nokkurn veginn að ónumdu iandi. Ferðaþjónusta var skammt á veg komin en fyrir komu mína hafði verið gerð áætlun sem ég starfaði eftir. Ég held að á Vestfjörðum hafi menn verið fyrstir til að gera slíka heildaráætlun í ferðamálum og starfa eftir henni. Árangurinn varð líka góður, að mínu mati, en margir lögðu hönd á plóginn. í Reykjavík er löng hefð í ferðamálum og margir sem starfa á þessu sviði. Hins vegar hefur vantað samræm- ingu og samstarf. Því verður mitt fyrsta verk að vinna að stefnumót- un, í samvinnu við fyrirtæki, stofn- anir og einstaklinga í ferðaþjón- ustunni." Byggðastofnun styðji við ferðamálin Anna Margrét segir að ferðamálafulltrúar á landinu séu nú tólf talsins og hafi þeir með sér nokkurt samstarf. „Mér finnst að Byggðastofnun ætti að ráða, eða styðja við ráðningu, ferðamála- fulltrúa í hveiju kjördæmi. Þeir ættu að vinna í nánu samstarfi við atvinnuráðgjafa enda er höfuð- markmið beggja það sama, að ljölga atvinnutækifærum. Síðan væri það ákvörðun hvers sveitarfélags hvort það vildi ráða til sín sérstakan ferðamálafulltrúa. Eins og staðan Morgunblaðið/Árni Sæberg FERÐAMENN eru atvinnuskapandi. hafí yfirleitt verið ábótavant, ekki síst hafi vantað frumkvæði frá Ferðamálaráði. „Fyrir skömmu var ég á írlandi að kynna mér skipulagningu ferðamála þar. Ferðamálaráðið írska leggur línur fyrir landið í heild en ferðamálaráð einstakra héraða, sem eru eins konar hlutafélög, móta hvert sína stefnu. Ég tel að við getum lært margt af írum og vonandi eigum við eftir að vinna náið með þeim þegar stefnumótunarvinnan hefst.“ Heilsuborg og skemmtiferðaskip Aðalstarf verður fyrst um sinn að móta stefnu, auk þess sem unnið verður að öðrum verkefnum. En þegar hafa verið ákveðnar nokkrar markaðsverkefni tengt því að þúsund ár verða liðin frá því Leifur heppni fann_ Ameríku. Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Reykja- víkurhafnar, hefur unnið mjög gott starf í þessu sambandi. Reynt verður að fjölga komum skemmti- ferðaskipa til Reykja- víkurhafnar og nokk- urra hafna við norðan- vert Atlantshaf í tengslum við þessi tímamót. Skemmti- ferðaskip gefa miklar tekjur þótt þau staldri ekki lengi við hér.“ Mikill áhugi er á því að kynna Reykjavík sem heilsuborg og nokkrar skýrslur hafa verið unnar á síðustu árum um möguleika á þessu sviði. „Nú er starfandi hópur á vegum borgarinn- ar við að kanna þessi mál. Við höf- um ýmislegt að bjóða nú þegar. Einnig eru margar góðar hugmynd- i_r í farvatninu sem vert er að íhuga. Ég er sannfærð um að möguleikar okkar eru síst minni en annarra." Engir atvinnustyrkir til ferðamála Anna Margrét lítur á það sem aðalmarkmið sitt að auka atvinnu tengda ferðaþjónustunni, enda starfar hún á vegum Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkurborgar. Hún er ekki sátt við stefnu Atvinnu- leysistryggingarsjóðs varðandi ferðamál. „Ný sjóðsstjórn var skipuð fyrir skömmu og hún hefur þá stefnu að styrkja ekki störf tengd ferðaþjónustu og er ástæðan sögð sú að samkeppni ríki í greininni og því orki styrkir tvímælis. Þessi stefna er undarleg þar sem marg- feldisáhrif ferðaþjónustu eru augljós og miklar vonir, a.m.k. í hátíðarræð- um, bundnar við ijölgun starfa í greininni." ■ Helgi Þorsteinsson Nokia framleiðir GSM-síma í Kína FINNSKA fyrirtækið Nokia sem er aðallega þekkt hér á landi fyrir stígvélaframleiðslu hefur teygt anga sína til Kína. Þar kemur það til með að framleiða GSM-síma í sam- vinnu við annað kínverskt fyr- irtæki. Framleiðsla mun byija þegar á þessu ári ef allt geng- ur að óskum. Símaframleiðslufyrirtækið hefur þegar fengið nafnið Bejing Nokia Mobile Telecommuniations. ■ UM HELGINA UTiVIST SUNNUDAGINN 3. september verður farin valin leið úr Þórs- merkurgöngunni 1990, Selgil-Gíg- jökull. Gönguleiðin er fjölbreytt og skemmtileg, gii, fossar og falleg lit- brigði lyngsins á Langeyri og í Jökul- tungum. Gangan hefst við drangana í Selgili sem líkjast tröllum. Farið verður í Fremra-Grýtugil og gengið bak við foss sem þar er. Við Grýtutind er uppganga ef menn ætla svonefnda Skeijaleið yfir Eyja- fjallajökul. Yfir Smjörgiljunum er jökullinn að hrannast upp og hugs- anlegt er að þar sé að myndast nýr skriðjökull. Á leið að jökulgarðinum við Gígjökul þarf að fara yfír jökulá. Göngunni lýkur við jökullónið. Brott- för er frá BSÍ kl. 9 f.h. Helgarferð 1.-3. september og er þá gengið yfir Fimmvörðuháls.Full- bókað og miðar óskast sóttir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Kl. 8 f.h. 2. september Hafursey- Kötlujökull. Spennandi ferð í sam- vinnu við Hið íslenska náttúrufræði- félag. Gist í svefnpokaplássi. Önnur helgarferð er í Þórsmörk og gist í Skagfjörðsskála. Dagsferðir eru eftirfarandi. Á laugard. kl. 9 er Borgarfjörður- Grímsárfossar. Gengið upp með Grímsá og hinir fjölmörgu fossar í ánni skoðaðir. Þá er Hvala-og fuglaskoðunarferð og er siglt frá Grindavík að Eldey. Brottför með rútu kl. 10. Siglt með Fengsæl og tekur ferðin um 5 klst. Hún er í samvinnu við Fuglaverndarfélag Is- lands. Sunnud. 3 september kl. 10.30 Hofmannaflöt-Þjófahnjúkar- Tintron og kl. 13 Eldborgir í Þjófahrauni. Brottför frá Umferð- armiðstöðinni og Mörkinni 6. ■ Ferðaminningar í konfektöskju ÞEGAR farið er í ferðalög er oft gaman að eiga litla hluti sem minna á staðina sem komið var til. Börn hafa gaman af því að safna smá- hlutum og tíni þau skeljar eða kuð- unga eða kaupi eitthvað smálegt má vel geyma það í plasti undan konfektmolum til að halda öllu á sama stað. Plastið má auðvitað úða í skemmtilegum lit áður en raðað er í það. Merkið konfektkassann með landshluta eða staðnum sem komið var á, jafnvel öðru landi en íslandi ef farið var út fyrir landsteinana í fríinu. Inni í lokinu er hægt að koma fyrir nokkrum línum um ferðalagið og síðan er hægt að opna kassann af ogtil, handfjatla munina og láta hugann reika. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.