Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 C 7 DAGLEGT LÍF iMKi * ■ . SKATTAR REIKNAÐIR BB Laun og skattar á ÍSLANDI7 Heildarlaun Tekjuskattur % Hrein laun % Gjaldkeri 80.500 kr 9.210 kr 11,5% 71.290 kr 88,5% Ritari 96.500.- 15.918,- 16,5% 80.582 83,5% Símavörður 82.600 .- 10.090 .- 12% 72.510.- 88% Verkamaður 73.600.- 6.316.- 8,5% 67.284.- 91,5% Sorphirðir *2 100.728 .- 17.691 .- 17,5% 83.037.- 82,5% Trésmiður 106.300.- 20.028.- 19% 86.272.- 81% Bifvélavirki 111.100,- 22.040.- 20% 89.060.- 80% 1) Greidd meðallaun áIslandi skv: upplýsingum kjararannsóknanefndar Taxtar eru lægri hjá öllum nema gjald- kerum. Hjá sorphirði er innifalinn bónus, 1.100 kr. á dag, og yfirvinna, enda ekki tekin ðll matar og kaffihlé. ‘8) Miðað er við 21 árs starfsmann, en laun hækka með lífaldri. Á ÍSLANDI er hlutfall skatta 41,93% af tekjum, en frá reikn- uðum sköttum dregst persónu- afsláttur sem er 24.544 kr. á mánuöi. Víöast annars staðar er miðað við skattleysismörk, sem eru 58.536 krónur hér á mánuði. Er það töluvert hærra í nágrannalöndum okkar og er útsvar innheimt með sköttum til ríkissjóðs. Þess má geta að skattar eru dregnir af orlofi á yfirvinnu á Islandi og að sögn Ásgeirs Valdimarssonar, hag- fræðings, leiðir þetta til skatt- greiðslu fyrirfi-am af orlofs- fénu. Danmörk 5% skattur er dreginn af heild- arlaunum og er fénu m.a. varið til styrktar atvinnulífs 1 landinu. Skattur þessi var tekinn upp á síðasta ári og olli almennrí óánægju. Á móti voru aðrir skattar ýmist lækkaðir eða lagðir niður og er nú unnið að breyting- um á skattkerfinu sem miða aö því að lækka skatta hjá þeim sem lægst hafa launin. Skatt- leysismörk eru 28.531 ís. kr. á mánuði og af tekjum á bilinu 28.531-257.141 eru alls innheimt 43% í skatta, tekjuskatta, hér- aðsskatta, útsvar og kirkjuskatta. 4,5% tekju- skattur er innheimtur af launum á bilinu 126.533- 318.351 kr. og 5% tekju- skattur af launum á bilinu 168.484-318.335 kr. Hátekju- skattur, 12,5% er innheimtur af launum á bilinu 228.636-318.351 kr. Sitthvað er frádráttarbært í Danmörku, t.d. helmingur vaxta vegna húsnæðiskaupa. Holland Skattleysismörk í Hollandi eru 20.479 krónur á mánuði og eru skattþrepin þrjú. 38,25 % skattur er innheimtur af mánaðartekjum upp að 162.019 kr. Skatthlutfall hækkar í 50% fyrir tekjur á bilinu 162.020-269.560 og í 60% fyrir mánaðartekjur umfram 269.561 krónu. Barnabætur eru ekki skattlagðar, vaxtagjöld eru frá- dráttarbær og sömuleiðis ýmis kostnaður sem á einn eða annan hátt má tengja vinnu eða viðhaldi á húsnæði. England f * Englandi eru skattleysis- mörk 29.504 krónur á mánuði. Af næstu 26.784 krónum eru inn- heimt 20% í skatta og hækkar hlutfall þeirra í 25% af tekjum á bilinu 56.289-203.391 kr. Af öllum tekjum þar íyrir ofan þarf að greiða 40% skatt. Skattleysis- mörk hækka um tæplega 14.400 kr. á mánuði hjá giftum og þeim sem hafa barn á framfæri. Ovígð sambúð er ekki tekin gild þegar talið er fram til skatts. Um 10% af heildartekj- um eru innheimt með sköttum í lífeyrissjóð, en það hlutfall lækkar ef laun eru mjög lág. Spánn Á Spáni eru skattleys- ismörk 19.782 krónur á mánuöi. Skattþrep eru alls 18 og hækkar hlutfall skatta með hærri tekjum. Þó eru aldrei innheimt meira en 56% í skatta, en það er gert af þeim hluta mán- aðartekna sem fer yfir 470 þús- und krónur. Til að reikna út skatta á Spáni var stuðst við töflu, sem skattstjóraembættiö í Madrid gefur út á hverju ári. Vextir af lánum vegna húsnæðis- kaupa eru frádráttarbærir frá skatti og sömuleiðis 15% af af- borgunum af húsnæði. Ástralía Skattleysismörk í Ástralíu eni 20.817 krónur á mánuði og eru fimm skattþrep þar. Af mánaðar- tekjum á bilinu 20.818-79.798 kr. þarf að borga 20% skatta og af tekjum á bilinu 79.799-146.490 kr. eru innheimt 34%. Skatthlutfall hækkar í 43% af tekjum á bilinu 146.491-192.750 kr. og fer hæst í 47% af þeim hluta mánaöartekna sem fer yfir 192.750 krónur. Dóminfkana Bifvélavirki er sá eini í þessari könnun, sem þyrfti að greiða tekjuskatt í dóminíkanska lýð- veldinu. Skattar hans teljast að vísu ekki háir á okkar mæli- kvarða, en það eru launin ekki heldur. Skattkerfi lýðveldisins er einfalt, skattleysismörk eru 22.650 krónur á mánuði og af tekjum umfram það eru greiddir 5% skattar. Félagsleg aðstoð er lítil og margir á sultarmörkum í þessu stéttskipta þjóðfélagi. Jórdanía Mikið tillit er tekið til fjöl- skyldna í skattkerfi Jórdana. Skattleysismörk eru ekki ýkja há, 300 kr. á mánuði hjá ógiftum, en helmingi hærri hjá giftum. Skattleysismörk hækka einnig um 1.500 ki’. á mánuði fyrir hvert bam sem er á framfæri og veittur er sérstakur skattafrádráttur ef aðrir en maki eða böm eru á framfæri. Háskólanemar njóta skattaívilnana og einnig foreldr- ar bama sem ganga í skóla. Skattleysismörk þeirra hækka um 45 þúsund krónur á ári fyrir hvert barn sem gengur í skóla. Hæsta hlutfall skatta er 55%, sem greitt er af þeim hluta mán- aðartekna sem fer yfir 270 þús- und krónur. Heildarskattar mega, samkvæmt lögum, aldrei nema meira en 45% af tekjum. í meðfylgjandi töflum, þar sem reiknað hefm’ verið út hversu lengi fólk er að vinna fyrir hinu og þessu í ýmsum löndum, er miðað við hreinar tekjur, þ.e. laun eftir skatt. Miðaö er við ein- hleypan, bamlausan starfsmann, sem greiðir fulla skatta og nýtir engan frádrátt annan en per- sónuafslátt. Persónuaf- sláttur er hæstur hér á landi SPÁNN Q Laun og skattar á SPÁNI Heildarlaun Tekjuskattur % Hrein laun % Gjaldkeri 142.729 kr 29.335 kr 20,5% 113.394 kr 79,5% Ritari 120.770.- 23.122.- 19,1% 97.648.- 80,9% Símavörður 65.875 .- 9.567 .- 14,5% 56.308.- 85,5% Verkamaður 87.833.- 14.663.- 16,6% 73.170.- 83,4% Sorphirðir 92.225 .- 15.739 .- 17,0% 76.486.- 83,0% Trésmiður 76.854.- 11.982.- 15,5% 64.872.- 84,5% Bifvélavirki 87.833 .- 14.663 .- 16,6% 73.170.- 83,4% Háværar umræður um laun og skatta LAUN á N-Spáni em að öllu jöfnu hærri en í suðurhluta lands- ins og sömuleiðis er verðlag lægi-a í fátækari hémðum fyrir sunnan. Ragnar Bragason, sem búsettur er í Madrid, kannaði laun og verðlag í höfuðborginni, en gera má ráö fyr- ir að niðurstöð- ur yrðu aðrar í Andalúsíu á S- Spáni. Hann segir marga N- Spánverja og þá sérstaklega Katalóníu- menn, ósátta við að mikið af þeim tekjum sem verða til þar, skuli renna til S-Spánar. „Spánverjar ræða talsvert um laun og geta um- ræður orðið háværar við matar- borðið, sérstaklega ef verið er að ræða um hvernig skattfé er varið.“ Vinnuveitandi býður í mat Ragnar segir nokkuð algengt að vinnuveitendur borgi hádegismat á veitingastað fyrir starfsfólk, enda fári Spánverjar mikið út, bæði á kaffi- og veitingahús. „Segja má aö þetta sé launaupp-. bót, en mönnum finnst þetta svo sjálfsagt að ég held að enginn velti því fyrir sér.“ Húsnæðiskostnaður í Madrid getur orðið mjög hár, enda er hann með þeim hæsta í Evrópu. „Samt reynir fólk að kaupa sér húsnæði fi-ekar en að leigja, enda er hægt að draga 15% afborgana frá skatti og allan vaxtakostnað. Leigubæt- ur er hægt að fá, en eftir hlykkjótt- um og torfæram leiðum gegnum spænska skriffínnsku. Tekjur þur- fa að vera á sultarmörkum til aö menn eigi rétt á leigubótum og satt aö segja held ég að mjög fáir leggi á sig að reyna að fá þær.“ Vinnutími á Spáni er mjög ólíkur þeim íslenska. Flestir vinna til kl. 20, en taka þriggja klukkutíma hlé um miðjan dag, fyrir hádegisverð og síestu-lúr. Kvöldmat borða Spánverjar yfirleitt ekki fyrr en um kl. 22 og fara gjarnan eitthvað út á eftir. Allur gangur er á því hvenær fólk byrjar að vinna á morgnana, en verslanir eru yfir- leitt opnaöar um kl. 10. Gaman í fríi „Samkvæmt könnunum, em fleiri frídagar á Spáni en öðmm Evrópulöndum. Ef frídag ber t.d. upp á fimmtudag er algengt að gef- ið sé frí í vinnu á föstudegi, svo helgin lengist. Hið sama á við ef fri'dag ber upp á þriöjudag, en þá er búinn til frídagur á mánudegi. Hver borg og hvert hérað hefur vemdardýrlinga og er þeim sýnd virðing einu sinni á ári, m.a. með því að leggja niður vinnu. Þá eru ótaldar hinar ýmsu hátíðir, ferias, sem haldnar em víða um Spán af hinum ýmsu tilefnum. Frægar em til dæmis Sevilla-hátíðin og Sérrí- hátíðin á S-Spáni. Ríkir þar jafnan mikil gleði og er vinna látin mæta afgangi þá daga sem hátíðin varir. Með þessu móti hefur Spánverj- um tekist að fjölga frídögum sínum umfram það sem tíðkast í ná- grannalöndunum. Ef bornir væru saman raunverulegir vinnudagar í löndum, er líklegt að þeir yrðu því öllu færri á Spáni en annars stað- ar.“ Frídagar fleiri en annars- staðar ‘t Q Æf K V S| m i 5'; * Ifc' £ á-i i r , ‘ - R 1 L'IHI \ Jte m , 9fl|P[ W N Wf'M - Æ 0 ® WKr J FERIA, hátíð í Algeciras á S-Spáni. . Morgunblaðið/BT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.