Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 10
10 C FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 FERÐALÖG Flugbreytan er minni ef líkams- klukkan er blekkt YMISLEGT bendir til að ef svokölluð innri líkamsklukka okkar er blekkt nokkrum dögum áður en haldið er í langt ferðalag sé hægt að minnka þá trufl- un sem verður á dægursveiflu líkam- ans þegar flogið er þvert á tímabelti. Þetta er gert með því að byrgja fyrir augu í dags- birtu eða lýsa upp í myrkri allt eftir því hvort haldið er í vestur eða austur. 20. aldar glerlist í Metropolitan GLERLIST 20. aldar hefur verið til sýnis í Metropolitan listasafninu í New York frá 20. júní síðastliðnum og verður til 29. október. A sýningunni eru 100 gler- listamunir. Bæði eru sýndir hlutir sem eru framleiddir í einhveiju magni og einstakir glerlistamunir. Meðal þeirra fyrirtækja sem sýna muni sína á sýn- ingunni eru Tiffany, Orre- fors, Lalique, Galle, Steuben og Iitatala. Nokkrir lista- menn eiga einnig muni á sýningunni eins og fínnsku listamennimir Sarpaneva, Wirkkala, Aalto og Still. Áætlað er að önnur sýning á 20. aldar glerlist verði haldin bráð lega. ■ Frá þessu er greint í The New York Times fyrir nokkru og vitnað í nýja bók sem heitir Hvernig á að sigrast á flugþreytu. Bókinni fylgja einnig dökk sólgleraugu og svefnleppar. Erfiðara að flytja í austurátt Talið er að tímamunurinn fari verr með ferðalanga sem leggja leið sína austur á bóginn. Ástæðan er sú að þá er líkamanum sagt að sofna miklu fyrr en hann á að venjast. Þessu er síðan öfugt farið með þá sem fara vestur um haf. Engu að síður er ljóst að hvort sem ferðast er austur eða vestur tmflar tímamunurinn ekki aðeins svefnmynstur heldur einnig lík- amshita, snerpu og framleiðslu vissra hormóna sem stjóma efna- skiptum líkamans. Kannanir hafa leitt í ljós að farþegar frá Banda- ríkjunum sem ferðast til Evrópu em um það bil 12 daga að ná áttum þótt helstu einkenni hverfi fyrr. Er melatonln lausnin? Þá hafa rannsóknir sýnt að birta og myrkur hafa áhrif á líkamsklukk- una því í birtu dregst framleiðsla horm- ónsins melatonins saman en í myrkri eykst hún. Banda- ríkjamaðurinn Dr. Richard Wurt- man hefur í meira en þrjátíu ár rannsakað melatonin. Hann hefur m.a. komist að .þeirri niðurstöðu að í raun sé hægt að gefa melaton- in sem svefnlyf ef það er tekið í sömu skömmtum og líkaminn framleiðir. Þá hefur einnig verið gerð um- fangsmikil könnun á notkun mela- tonins við að breyta líkamsklukk- unni við Surrey háskólann í Eng- landi. Hluta þátttakenda var gef- inn hormóninn melatonin á meðan aðrir fengu lyfleysu. Um 60% þeirra sem gefin var hormóninn fundu fyrir minni flugþreytu þegar þau flugu austur á bóginn og 40% þeirra sem héldu í vestur. í Bandaríkjunum er nú hægt að kaupa sérstakan flugþreytu- pakka sem inniheldur tilbú- inn melatonin-hormón, bækur og fleira. ■ Misjöfn umfjfillun um ís- land í erlendum bloðum ÞAÐ GETUR verið gaman af því að fylgjast með hvað er sagt um ísland í erlendum blöðum og hvaða álit útlendingar hafa á okkur. Sú umljöllun sem ísland fær í Colors, tímariti sem tískufyrirtækið Benet- ton gefur út er ekki af verri endan- um. Þar er fjallað um ódýr orkumál landsins, efnahag íslendinga, bóka- ást okkar, líkamlegan styrkleika og fegurð, nafnavenjur, veðrið og kvennastjómmál. í blaðinu segir að hér spretti upp ódýr og umhverfisvæn orka úr jörð- inni, úr þeim 200 eldfjöllum sem eyjuna prýða. Veðráttan er sögð ekki svo slæm og að sami meðal- hiti sé hér og í Mílanó á veturna. Einnig er haldið fram að eyjar- skeggjar séu meðal efnuðustu þjóða í heimi, eða í öðru’sæti á eftir Sviss- lendingum. Tekið er mið af því að fleiri búi svo vel að eiga mynd- bandsupptökuvélar miðað við höfðatölu og við erum næst á eftir Bandaríkjamönnum í bílaeign. Gefa út fleiri bækur íslendingar gefa út fleiri bækur en nokkur önnur þjóð; árlega er ein bók gefin út á hveija 5000 íbúa. Einnig er sagt að 1 af hveijum 10 íslendingum gefí út bók einhvem tímann á ævinni. Það kemur líklega fæstum á óvart að hér búa fallegustu konurn- ar og sterkustu karlanir, en árang- ur íslenskra fegurðardrottninga og kraftajötna á alþjóða vettvangi er tíundaður. Við státum einnig * af Nóbelsskáldi og fleiri stór- OG EINU sinni sem oftar: mynd úr Bláa lóninu fylgdi með meistumm í skák miðað við mann- fjölda en nokkur önnur þjóð. Greinahöfundurinn ályktar að landinu sé stjómað af konum og nefnir máli sínu til stuðnings að þijú æðstu embætti landsins voru til skamms tíma í höndum kvenna, en það em forsetaembættið, forseti Hvala og náttúru- skoðunarferð frá Höfn Ferðaújonusta í Egyptalandi að braggast FYRRI helming þessa árs heimsóttu Egyptaland alls 1,3 milljónir ferða- manna, sem er 23,8% aukning frá árinu áður. Þjóðveijar em í fyrsta sæti sem erlendir ferðamenn því 139.153 þarlendir heimsóttu Egyptaland fyrstu sex mánuði þessa árs. Þá koma ítalir með 103.786 ferðalanga og af araba- þjóðum em það Líbýumenn sem tíð- ast sækja Egypta heim. Ferða- mönnum fækkaði frá Saudi-Arabíu um 4,89% en aukning ferðamanna þaðan í ágúst bendir til að sú minnkun skili sér kannski aftur. Undanfarin tvö ár hafa Egyptar verið með umfangsmikla kynn- ingarherferð á landinu fyrir ferða- menn bæði í arabalöndum og Evr- ópu. Ástæðan er sú að eftir harð- snúnar árásir múslima á ferðamenn í Egyptalandi árin 1992 og 1993 sígu tekjur af ferðamannaiþjónustu. Þær vora 2,2 milljarðar dollara árið 1992 en féllu niður í 1,3 milljarða dollara árið eftir. Á síðasta ári námu tekjumar 1,5 milljörðum dollara og vonast er til að þær nemi 2 milljörð- um dollara nú í ár. ■ Accra 28°C Acapulco 31 °C Algeirsborg ^ 2TC Bangkok //|7 31 °C Buenos Aires 4 18°C Búkarest ffJf 26°C Casablanca m 26°C Dhaka m 32°C Dubai jmí 36°C Gautaborg j§f 16°C Goa fmf 29°C Harare lm 26°C Istanbúl llS 25°C Jakarta m 31 °C Kaíró /Jf 33°C Malta íM 28°C Muscat jff 35°C Niamey (13/ 34°C Rio de Janeiro 25°C Sanaa 28°C Shanghai 2TC Teheran 29°C Tel Aviv 31 °C Mumm executim Travei UNDANFARIN tvö ár hef ég orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að fylgja hvalaskoðunarhópum frá Englandi til Hafnar í Homafírði. Mig langar að lýsa í stuttu máli hvað hér er um að vera. Ferðaskrifstofa í Englandi Discover The World hefur gefíð Eng- lendingum kost á að komast í ferðir til Hafnar í Homafirði í þeim til- gangi að skoða hvali og kynnast að eigin raun stórkostlegri náttúm Suð- austurlands. Ferðaskrifstofan er dótturfyrirtæki Artic Exeperience sem hefur sent fjölda Englendinga hingað og staðið fyrir mikilli land- kynningu í Bretlandi. Má ætla að á 3. þúsund breskra ferðamanna komi í ár og dvelja þeir hér í allt að þrjár vikur og ferðast víðsvegar um landið. Hvala- og náttúruskoðunar- ferAlr Dlscover the World Hvalaskoðunarferðir standa frá ágústlokum fram í október, þ.e. þeg- ar ferðamannatímanum er að ljúka hér. Gestir skoða Perluna og Ráðhús- ið og borða á Hótel Borg. Síðan fljúga þeir til Hafnar í Homafírði. Þar taka starfsmenn Jöklaferða og Hótels Hafnar á móti þeim. HvalaskoAunarferA! Að morgni Iaugardags er farið niður að bryggju þar sem m/b Sig- urður Ólafsson bíður ferðalanganna. Nú skal háldið út um straumþungan Hafnarósinn til að skoða hvali sem halda sig víðsvegar á svæðinu frá Höfn að Hrollaugseyjum og Tvískeij- um. í fyrra var mest um hrefnu á svæðinu en hnísur og höfrungar (hnýðingur og stökkull) léku sér í bárunni. I fyrri ferðum hafa einnig sést hnúfubakar og háhyrningar úr hvala- skoðunarbátnum. Vonandi fá menn að sjá hnúfubak hreinsa sig eins og það er kallað þegar hvalurinn stekk- ur allur upp úr sjónum og lætur sig falla með svakalegum gusugangi. Eftir siglingu að Hrollaugseyjum og Tvískeijum í ijómablíðu sl.haust var siglt upp að jökullóni Breiða- merkuijökuls þar sem tvær hrefnur léku sér í brimgarðinum. Ferðamenn á ströndinni horfðu hissa á þennan stóra bát vera kominn nánast upp í land eltandi hvali. Hlaðborð með kaffí og samlokum sem var gerð góð skil fyrr um dag- inn hvarf í skuggann af humarveislu um borð í mb. Sigurði Ólafssyni. Kokkurinn var eiginkona skipstjór- ans, hún kunni svo sannarlega að kitla bragðlaukana þrátt fyrir svo- litla ógleði hjá stöku ferðalanga eftir 5 tíma siglingu. Eftir hrefnudans í brimgarðinum var haldið af stað til Hafnar. Veðrið og útsýnið var frábært og myndavél- amar óspart notaðar til að festa í minni þessa stórkostlegu náttúm, Jökulsárlónið og Öræfajökul sem blasti við í öllu sínu veldi, hreinn og tignarlegur. Á heimleiðinni sáust enn fleiri hrefnur, stundum mjög nálægt bátn- um. Þegar komið var til Hafnar var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.