Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ sameinaðs Alþingis og forseti Hæstaréttar. Greininni fylgir mynd af íslensk- um fegurðardrottningum í hinum sívinsæla stað Bláa lóninu. Bláa lónið virðist vera orðið eitt eftir- sóknarverðasta myndefni erlendra fjölmiðla og sést það ósjaldan í út- lenskum tímaritum. í síðasta hefti tímaritsins Cosmo- politian, má einnig sjá Bláa lónið í bakgrunni þar sem verið er að kynna nýja vetrartísku. í fáeinum orðum í Cosmopolitian er svogetið um Flugleiðir og nokkr- um Islendingum þakkað sem greiddu götu ljósmyndarans og fyr- irsætanna meðan hópurinn dvaldi hér. íslendingar sínnulausir og þunglyndir Nýlega var umfjöllun í bresku blaði um viðhorf til útlitslýta ferða- manna hér og þar í heiminum og hvar sé einna erfiðast að vera feitur eða ófríður. Sem dæmi var nefnt ákvörðun ítalska borgarstjórans Andrea Guglieri í bænum Diano Marina, um að meina feitu fólki aðgang að baðströnd bæjarins. Ferðamenn sem leggja leið sína til íslands þurfa ekki að mati breska greinahöfundarsins, að skammast sín fyrir útlitið þar sem íslendingar séu svo langt leiddir af skammdeg- isþunglyndi og sinnuleysi að þeir taki ekki eftir útliti fólks. ■ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 C 11 FERÐALOG „Makrobíotískt“ fæði á Ritz- Charlton hðtelum ÆTLI lesendur að gista á Ritz- Charlton hóteli á næstunni verður þeim líklega boðinn sá valkostur að snæða „makróbíótískt“ fæði. Hótel- in, sem eru nú 31 talsins, hafa öll bætt sérstökum matseðlum við hina hefðbundnu þar sem boðið er upp á slíka fæðu. Orðið er komið úr grísku, makrobiotos, en Hippokrates notaði það um langlífa og heiibrigða ein- staklinga. Nú til dags er orðið notað um mataræði sem miðar að því að bæta heilsu manna og lengja líf með því að losa líkamann við ýmis eitur- efni og óþarfa fitu. Fæðan er því lít- ið unnin og án aukaefna og uppistað- an er korn, baunir, grænmeti, ávext- ir og gjarnan fiskur ef viðkomandi er ekki grænmetisæta. Til að þjálfa matreiðslumeistara hótelanna var fenginn einn fremsti sérfræðingur heims í þessum fræðum frá Kushi-skólanum í Massachusetts en það er ein þekktasta stofnunin þar í landi sem kennir þessi fræði. Markaður í Fredrikstad Á HVERJUM laugardegi í sumar hefur verið haldinn markaður á torg- inu í gamla bænum í Fredriksstad í Noregi. Þar kennir margra grasa en flest er dótið þó komið til ára sinna. Koparvarningur, borðbúnaður, göm- ul blöð, bækur, dúkkur og margt fleira er á boðstólum. Göturnar í gamla bænum eru skemmtilega hellulagðar og minna á gamla tíma. Húsin eru mörg hver frá sautjándu öld og það er vel þess virði að ganga um þessar götur og virða fyrir sér hlýlegar byggingamar, þ.e.a.s. ef lesendur eiga á annað borð erindi á þessar slóðir. ■ FÍFLDJARFIR áhættuleikarar sýna listir sínar. Morgunblaðið/vþj Skemmtiferð í kvikmyndaver o í BABELSBERG kvikmynda- verinu í Potsdam í Þýskalandi iU gefst almenningi kostur á að fiQ skyggnast bak við tjöldin og kynnast ýmsum leyndardómum kvikmyndalistarinnar. Á 450 SS ferkílómetra svæði kennir S ýmissa grasa, m.a. safn sem 2 hefur að geyma yfir milljón gripi og búninga sem tengjast kvikmyndasögunni. Samkvæmt heimsmetabók Guinness er safnið stærst sinnar tegundar í heiminum. Gestir geta fylgst með tækni- brögðum klipparans, horfið á vit fantasíunnar með dulúðugum fyrir- bærum úr Sögunni endalausu, heils- að upp á King Kong og komist í návígi við ófreskjur úr kvikmyndun- um Alien og Terminator. Sérstakur bás er tileinkaður tæknibrellumeist- aranum og Oskarsverðlaunahafanum Ray Harryhausen. Þar getur að líta mikið safn af óvenjulegum grímum, líkönum af risaeðlum og ævintýra- legum verum og forynjum. Tæknibrellur og áhættuleikur Þegar búið er að kaupa að- göngumiðana er komið í austurlenskt umhverfi. Höll soldánsins, sem reist var til minningar um eina vinsælustu kvikmynd DEFA kvikmyndafélags- ins „Die Geschichte vom kleinen Muck“, blasir við, jafnglæsileg að utan sem innan. Á svæðinu skapast ævintýralegt andrúmsloft. Starfs- fólk, klæðist margvíslegum skrúða jafnt úr fortíð sem nútíð. Gestir geta líka klætt sig upp á og farðað að vild og notið leiðsagnar förðunar- meistara. Ekki var annað að sjá en jafnt ungir sem aldnir nýttu sér möguleikann, ^*enda ekki amalegt að geta búið sig upp á eins og eftirlætiskvikmyndahetj an. Hægt er að taka sér far með „Studio-hraðlestinni" og kynna sér í aðalatriðum hvað Babelsberg hefur upp á að bjóða, áður en einstök svæði eru skoðuð nánar. Fólk þarf ekki að hafa sérstakan áhuga á kvikmyndum til að gera sér glaðan dag í Babels- berg, sem er ævintýralegur skemmti- garður með dýragarði, tæknibrell- ustúdíói, veitingahúsi, söfnum, sýn- ingum og uppákomum. Daglega er boðið upp á sýningu þar sem áhættuleikarar sýna fífl- djarfar listir sínir í 30 mínútur. Sögu- sviðið er bandarískt fátækrahverfi þar sem tvö unglingaglæpagengi beijast um völdin. Þrátt fyrir ótrúleg- ar hremmingar; sprengingar, byssu- skot, heiftariega bardaga, fall úr mikilli hæð, pústra og stimpingar, sér aldrei á áhættuleikurunum, sem voru fráir á fæti, liprir og stæltir. Gaman var að fylgjast með tækni- brellum og hvemig tónlistin var not- uð til að magna áhrifin. Eitt elsta kvikmyndaver í heimi Babelsberg er eitt elsta og stærsta kvikmyndaver í heimi, stofnað árið 1912. Fyrsta kvikmyndin sem tekin var upp í verinu var kvikmynd Astu Nielsen „Der Totentanz". Trúlega hefur Astu og kollegum hennar * þótt mikill fengur í þessu full- komna kvikmyndaveri. Þar fengu leikstjórar langþráð tæki- færi til að skapa eigin stíl og þróa ýmsar tæknibrellur. Þjóð- veijar stóðu í þá daga framarlega á sviði kvikmyndagerðar og innan nokkurra ára varð Babelsberg mið- stöð evrópskrar kvikmyndalistar; breskir, franskir og rússneskir leik- sjórar framleiddu þar margar af sín- um bestu og frægustu myndum. Mörg hundruð kvikmyndir hafa verið teknar upp í Babelsberg. Árið • 1929 hófst nýr kafli í kvikmyndasög- unni þegar fyrsta myndin með tali var framleidd í verinu. í kjölfarið fylgdi „The Blue AngeT' með Mar- lene Dietrich og fleiri sígildar myndir. Forráðamenn Babelsberg hyggj- ast auka umsvifín á næstunni og bjóða gestum upp á bætta þjónustu, ijölbreyttari skemmtun og ýmsar nýjungar. í ráði er að reisa hótel á svæðinu og betrumbæta umhverfið. Frá miðborg Berlínar tekur um hálftíma að keyra til Babelsbergs- kvikmyndaversins, sem opið er dag- lega frá 10-18. Gestir geta ráfað um að vild eða farið í fylgd leiðsögu- manns um svæðið. ■ vþj sundlaugin opnuð fyrir ferðafólkið sem, að lokinni 8 tíma siglingu, gat látið þreytuna líða úr sér í heitum pottum undir berum himni. Það vakti ekki minni hrifningu ,en sjóferðin. Eftir kvöldmáltið á Hótel Höfn var stutt í að ferðamennirnir færu sælir og þreyttir í bólið og sofnuðu með jökulsýn, sindrandi haf og hvali fyrir augunum. Ævintýraferð á Vatnajökul og Jökulsárlón! Á sunnudagsmorgni var haldið af stað upp á Vatnajökul. Eftir ferð um heldur tæpar og æsandi götur með- fram gljúfrum og yfir jökulruðninga var komið í Jöklasel sem er stór og immmmmmm^mmmmm t* HREFNA sýnir sig nærri bátnum. velbúinn skáli. Mætti nefna hann fyrsta flokks jöklaveitingahús með fallegasta útsýni sem um getur. Eftir að hafa horft í jökulrisann Vatnajökul af sjó daginn áður kunni ferðafólkið sér ekki læti yfir að vera nú komið alla leið upp í kjöltu hans og geta notið útsýninsins frá öðru sjónarhorni. Sérfróðir leiðsögumenn fara með hópinn í kennslustund í akstri snjó- sleða og síðan er þotið af stað upp jökulbreiðuna og stoppað við klettadrang og jökulraðning í u.þ.b. 1200 m hæð. Þar má finna allt að 18 mismunandi plöntur og þegar rýnt er í berangrið er líf á milli stein- ana, ótrúlegt en satt. En ævintýrinu var ekki lokið, haldi var af stað í áttina að Jökulsárlóni og í siglingu innan um himinháa ísjaka með kynjamyndir á öllum hlið- um og litum sem ekki er hægt að lýsa. Vel valinn 5 kg ísmoli barst. okkur úr höndum eftirlitsmannsins sem ávallt siglir með ferðalöngum á lóninu. Undrun fólksins er mikil þeg- ar það sér hvað ísinn er tær og finn- ur hvað hann er bragðgóður, enda er molinn tekinn með og brotinn nið- ur á Hótel Höfn og settur í lítið glas með gullnum vökva. 2000 ára klaki! Hverjir koma í Hvalaskoðun? Það fólk sem sækir í hvalaskoðun á Islandi hefur flest mikinn áhuga á náttúrvernd þ.á.m. hvalafriðun. Ég Ljósmynd/Mark Carwardine SPORÐUR á hnúfubaki sem stingur sér. } get þó ekki sagt að í hópnum séu svokallaðir hvalfriðunaröfgamenn eins og landinn kallar þá. Ferðamenn- irnir viija fræðast um sögu hvalveiða og hvert stefnir og veit ég að fólkið fór héðan betur meðvitað um ástæðu þess að við höfum til langs tíma nýtt hvali okkur til viðurværis. Fólkinu veittist þó erfitt að skilja að við vildum drepa hvali til að selja kjötið til erlendra þjóða. Því þótti æskilegra að afla gjaldeyristekna með því að selja erlendum þjóðum ferðir hingað þar sem hægt væri að sameina hvala- og náttúrskoðun í fegursta og hreinasta landi sem nokkur þeirra hafði séð. Ég er ekki í nokkrum vafa að bresku ferðalng- amar hrósa landi og þjóð í eyru kunn- ingjana þegar heim er komið. Flestir virtust vilja koma aftur í nánustu framtíð. Ég tel mikilvægt að heimsóknir þessara ferðamanna verði nýttar til að fræða fólkið um sögu okkar og hefðir. Jafnframt tel ég að yfirvöld ættu að koma á framfæri skoðunum sínum og röksemdum til að þátttak- endur geti íhugað hvalveiðar og far- ið heim fróðara en áður. Væntanlega er fólk þá ekki jafn ginnkeypt fyrir áróðri sem tíðkast hjá óvönduðum mönnum erlendis. ■ Ásbjörn Björgvinsson Höfundur er áhugamaður um hvalaskoðun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.