Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 C 15 FERÐALÖG GEIMAUGLYSINGAR Auglýsendum býöst nú að fara meö herferöir út í geiminn — fyrir eina milljón dollara eöa 65 milljónir króna geta þeir auglýst utan á búk eldflaugar í fimmtán mínútna flugi þar sem hraöi flaugarinnar veröur 3,5 km á sekúndu. Geimfarinu sem fjármagnað er af evrópsku gei mferöarstof nu ni nni veröur skotið á loft frá Kiruna í Svíþjóð í nóvember og verður dýrasta auglýsingaskilti /J sögunnar. Nýr staður á Flórida, Lissabon 09 Marokkó ££ MEÐAL nýrra ferðaleiða hjá mm ferðaskrifstofunni Úrval-Útsýn í vetur verða reglulegar ferðir fld til Marokkó sem hefjast í jan- MJ úar, reglulegar ferðir til Lissa- bon, ferðir til Tenerife auk Gran ■J Canary, til thailensku eyjarinn- ar Phuket, Fort Myers á Flórída flC og enn fleiri skíðastaða en áður. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðaskrifstofan gefur út vetr- arbækling sem er sambærilegur venjulegum sumarbæklingi. Bækl- ingurinn er um 50 bls. að stærð. Edinborg vinsælust borga Gerð er grein fyrir haustferðum til ýmissa Evrópuborga Glasgow, Lon- don, Amsterdam, Lissabon sem varð mjög vinsæl í fyrra> Baltimore í Bandaríkjunum og Edinborgar. Ed- inborgarferðir hafa fengið sérlega góðar undirtektir hjá viðskiptavinum. Goði Sveinsson, markaðsstjóri Úr- vals-Útsýnar, sagði að undanfarið hefði sala verið geysilega góð og sýni- legt að fólk ætlaði sér að stytta skammdegið, ýmist með borgarferð- um eða sólarferðum og væri einnig farið að velta fyrir sér skíðaferðum. Hann sagðist vænta að, Fort My- ers, mundi mælast vel fyrir enda væri það „hreinasta ævintýraland." Siglfngar og ferðir í austur- og vesturátt Skemmtisiglingar eru sá ferðamáti sem einna hraðast hefur vaxið innan ferðaþjónustunnar víða um heim. í bæklingnum má sjá að boðnar eru siglingar um Karíbahafið með skipum NCL-fyrirtækisins. Skemmtisiglingin tekur viku og er hægt að velja um ýmsar eyjar og áfangastaði. Þá verða Arúbaferðir á dagskránni en byrjað var með þær í fyrra og gekk vel. Nýr staður í austurátt er svo eyjan Phuket undan ströndum Thailands. Á skíði í þremur löndum Fyrir kylfinga eru ferðir bæði til ýmissa þekktra golfstaða í Algarve og Lissabon, til Bretlands, Agadir í Marokkó og til Fort Myers. Loks má svo geta að skíðaferðir verða til Austurríkis, Ítalíu og Frakk- lands í vetur. ■ KODÁLY BARTOK Ljósmyndir/Trausti Steinson. bylgja um salinn þegar mæðginin hurfu í ána. í lokin er konungurinn kominn heim og kemst að því að drottning hans hefur verið myrt. Bánk bán játar á sig verknaðinn og segir kon- ungi ástæðuna: drottningin hafi ver- ið að léggja efnahag ríkisins í rúst með bruðli og útlendingadekri. Bregða nú bröndum, kóngur og jarl. Þá er komið inn á sviðið með lík Melindu og drengsins. Allt frýs. Ljós- in slokkna. Tjaldið fellur. Þessi ópera hefur lengi verið vin- sæl hér. Hún virðist hafa höfðað til Ungverja á valdatíma Kádárs. Þá var útlendi óvinurinn Sovétvaldið. Og hún virðist höfða til fólks hér enn. Kannski er óvinurinn nú um stundir Evrópubandalagið eða Vest- rið og allir þess ríku vesturheimsku lausnarar sem streyma hingað til að kenna nútímalegan kapítalisma, sem engum efnahagsbata þó skilar. Fá of^ár fyrir og virka sem hreinar afætur hér, eins og ónytjungahirð Geirþrúðar drottningar á löngu lið- inni öld. Enn skal hogglnn Hunyadl Hin ópera Erkels, Hunyadi László, fjallar um eldri son Hunya- dis Jánosar, hetjunnar sem 1456 stöðvaði framrás Tyrkja vestur á bóginn þar sem nú er Belgrað í Serbíu. Til minningar um þessa hetjudáð er klukkum víða um hinn kristna heim hringt á hádegi enn þann dag í dag. Seinna þetta sama ár dó Hunyadi János. Vildu þá marg- ir að eldri sonur hans Hunyadi László, tæki við krúnu rikisins og yrði konungur. En til þess hefði þurft að velta sitjandi konungi, sem einnig hét László, úr sessi. Atburðarásin er að stuðningsmenn Hunyadis Lászlós drepa frænda kon- ungs sem setið hafði um líf hins unga herforingjasonar. Hunyadi László tekur á sig sökina af þessu vígi en konungurinn gefur honum samt upp sakir og vill með því baka sér vinsældir. En þegar það kemur í ljós að báðir Lászlóarnir eru ást- Morgunblaðið/JK FRÁ PETRA- “hinni rósrauðu borg jafngömul tímanum." Kostakjör hjá Royal Jordanian FLUGFÉLAG Jórdaníu Royal Jordanian Airline býður nú farþeg- um sem ætla að fljúga áfram með félaginu frá Amman að dvelja í borginni fyrir aðeins 10 þúsund kr. fyrir tvær nætur. Innifalið auk gistingar, morgunverðar og há- degismáltíðar er dagsferð til Petra og val um hálfsdags ferð um Amman, til Dauðahafsins eða Jer- ash. Farþegar sem fljúga á almennu farrými búa á flugvallarhótelinu Alia sem er 4 stjörnu hótel. Far- þegar á viðskiptamannafarrými og á því fyrsta fá ókeypis gistingu á 5 stjörnu hóteli inni í bænum og fá skoðunarferðir á mjög góðu verði. Talsmenn flugfélagsins segja að undirbúningur þessarar við- dvalaráætlunar hafi staðið yfir um hríð og vonast til að hún mælist velfyrirhjáfarþegumRJ. ■ Hvaðeru margir uml p sjónvarp ?4<2« f onii íbúar um hvert LUnO sjónvarpstæki Bandaríkin 1,2 Kanada 1,6 Japan 1,6 Þýskaland 1,8 Ástralia 2,1 Nýja Sjáland 2,3 Bretland 2,3 Sviss /1 2’5 Singapore / A 2,6 Rússland / / f 2,7 Taiwan f 3,1 Brasilia /// C 4,8 Tyrkland / 7 Æ \5,7 Mexikó 6,8 Thailand 8,8 Suður Afrika 10,2 Filippseyjar 20,8 Vietnam 24,4 Indland 28,6 Pakistan 55,6 Kenya 100 Kambódía 125 Búrma 500 Nepal 500 fangnir af sömu konunni, Göru Mar- íu, og hún tekur hershöfðingjasoninn fram yfir konunginn ákveður sá síð- arnefndi að svíkja brúðgumann verð- andi, lætur setja hann í dýflissu og hálshöggva. Böðullinn heggur þrisv- ar, án árangurs. Þá á sakborningur- inn, öllum hefðum og reglum sam- kvæmt, rétt á sakaruppgjöf. En kon- ungurinn gaf böðlinum merki sem táknaði: Enn skal höggva! Og af fór höfuðið. Nú er ekki alltaf auðvelt að átta sig á því hvemig hjarta þjóðar slær. En víst er að ópera Erkels, Hunyadi László, höfðar ekki síður til ungver- skrar þjóðarsálar en Bánk bán. Kannski rifjast uppreisnin ’56 upp, uppreisnin sem bæld var niður og drekkt i blóði. Eða síðari heimsstyij- öldin og framganga Örvarkross- manna, ungverskrá fasista sem voru grimmari en þýskir nasistar og drápu eigin landsmenn, gyðinga, með köldu blóði. Bræður berjast og að bönum verðast, gömul saga og ný, hér og víðar. Árið eftir að Hunyadi László var hálshöggvinn eða 1458, varð yngri bróðir hans, Mátyás, konungur og ríkti i aldarþriðjung og varð ástæl- asti konungur Ungverja fyrr og síðar og mikill menningarfrömuður. Eru margar þjóðsögur um hann, hvernig hann brá sér í dulargervi og fór út á meðal gegna sinna. Er ég ekki frá því að núverandi forseti Ungverjalands, Göncz Árpád, geri stundum þetta sama. Hann galt djöflinum sitt á sínum tíma og sat í fangelsi í sex ár fýrir þátttöku í uppreisninni ’56 og lærði ensku í fangelsinu og hefur þýtt Faulkner, Hemingway og fleiri höfuðsnillinga bókmenntanna á ungversku, auk þess að skrifa sínar eigin ágætu sög- ur. Hann nýtur fádæma vinsælda og er hugsa ég eini núlifandi ungverski stjórnmálamaðurinn sem segja má um að sé ástsæll meðal alþýðu. ■ Trausti Steinsson. Höfundur er rithöfundur. Mao-skildir á tvæi milljónir NÚ ÞEGAR Kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna er að hefjast í Peking er greinilegt að Kínveijar hafa verið önnum kafnir að gera alls konar minjagripi sem þeir reikna með að erlendu gestirnir verði sólgnir í að kaupa. Meðal þess sem þeir hafa talið að áhugi yrði á eru myndir, barmmerki og skildir prýddir myndum af Mao formanni sáluga. Annríki í mlnjagripagerð Talið er að slíkir gripir verði seldir á okurverði og einnig hefur framleiðsla á Mao-húfum verið mikil upp á síðkastið. Hefðbundnir kínverskir minjagripir eins og silkiskermar, flíkur, myndverk og ljósker m.m. verða þó væntanlega á boðstólum líka. Á meðfylgjandi mynd er Wu Sujuun, forstöðumaður Bo Yi, af- þreyingarfyrirtækis í Xiamen, með gríðarstóran skjöld af Mao for-. manni. Hann vegur 50 kíló og er nokkurra áratuga gamall. Nú hef- ur hann verið settur í fjöldafram- leiðslu og er því spáð að verðið muni vera um 30 þúsund dollarar eða um tvær milljónir íslenskra króna. Forsvarsmenn fyrirtækis- ins gera sér góðar vonir um dijúga sölu þrátt fyrir verðið. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.