Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 C 13
FERÐALÖG
Morgunblaðið/ÞHY
HÚSIN í Vigur. Gula húsið til
vinstri er Viktoríuhús, en það
var reist sem ástarjátning til
einnar heimasætunnar í Vig-
ur árið 1860.
inga á haustin. Áður var hann
notaður til hákarlaveiða á Strönd-
um.
Hús með rómantíska sögu
Viktoríuhús var endurbyggt árið
1992 í samvinnu Vigurbænda og
Húsfriðunamefndar. Húsið var
reist í rómantískum tilgangi. Sum-
arliði Sumarliðssön gullsmiður lét
reisa húsið árið 1860 sem ástar-
játningu til unnustu sinnar, Mörtu
Ragnheiðar Kristjánsdóttur, þá-
verandi heimasætu í Vigur.
í gamalli stássstofunni hafa
Hugrún Magnúsdóttir og Ingunn
Osk Sturludóttir húsfreyjur útbúið
kaffi og með því fyrir gestina. Það
er ekki amalegt að njóta gamal-
dags gestrisni í notalegri stofunni
í Viktoríuhúsi, fá kaffi, kleinur og
súkkulaðiköku eftir að hafa rölt
um og skoðað eyjuna.
Eftir kaffið er haldið niður á
bryggju þar sem Eyjalín bíður.
Ámátlegt baul tuddans í fjósinu
kveður okkur og þegar litið er til
baka sést myllan veifa okkur í
kveðjuskyni. Mótorinn rótar upp
sjónum og báturinn brunar sína
leið til Isafjarðar. ■
ÞHY
VIGUR er stór eyja. Hún er
um tveir kílómetrar á lengd
og tæpir fjögur hundruð
metrar á breidd.
HELSINKI er gróðurrík borg.
sem þar er girnilegur ávaxtamarkað-
ur. Hinn er einskonar finnskt Kolap-
ort, þar sem finna má ótrúlegustu
muni; allt frá saumnálum upp í bíla
og á góðviðrisdögum er lifandi tón-
list daginn langan úti undir berum
himni. Þar troða uppi hljómsveitir
af öllum gerðum og stærðum; leika
jass, blús, klassík, þjóðlagatónlist,
rokk, pönk og hvaðeina.
Það sem einkennir verslanir í Hels-
inki er fyrst og fremst hin rómaða
finnska hönnun. Leir- og glerlist
Finna er svo fjölbreytt að hún verður
ekki tekin inn á stuttum tíma. Einn-
ig er textíl- og pijónalist þeirra hreint
konfekt fyrir augað og víða eru litlar
verslanir þar sem pijónahönnuðir
selja aðeins sín handunnu verk. Það
skal þó tekið fram að verðið er varla
fyrir venjulegar íslenskar buddur.
Álgengasta verð á handpijónuðum
peysum er um 40.000 krónur. Verð-
lag er reyndar mjög hátt - en það
kostar ekki neitt að skoða og dást
að hönnuninni. Hún er hrífandi.
Og það er óhætt að segja að Hels-
inki iði af lífi, jafnt daga sem næt-
ur. Á sumrin er mannlífið að mestum
hluta til utandyra. Tónleikar, götu-
leikhús og dansleikir; eða hvar ann-
ars staðar er boðið upp á tangóböll
úti undir beru lofti á hlýjum sumar-
kvöldum? Tangóböll þar sem liundr-
uð mæta og svífa um í draumkenndu
ástandi klukkustundum saman. Ann-
ars staðar er fjöldi klúbba-innandyra,
þar sem leikinn er jass og blús fram
á nætur. Og hver tegund tónlistar á
sína samastaði. Rétt eins og leikhús-
in, með finnska þjóðleikhúsið í farar-
broddi og Lilla teatern, sem er
sænska leikhúsið - að ekki sé minnst
á öll listasöfnin og galleríin, sem
sýna innlenda jafnt sem erlenda list.
Að öðrum söfnum ólöstuðum er At-
eneum í hjarta borgarinnar eitt for-
vitnilegasta safnið.
Farii um vegi og
vegleysur í reiðhjólaralli
UNGMENNASAMBAND Skaga-
fjarðar stendur fyrir nýstárlegri
keppni nú í haust, en ætlunin er
að efna til hjólreiðakeppni sem
stendur daganga 1.-3. september
næstkomandi. Sú leið sem farin
verður er alls 210 kílómetrar, og
er allt frá því að vera á vegum
með bundnu slitlagi og til götuslóða
utan byggðar og jafnvel hugsanlegt
að keppendur verði að bera farar-
skjóta sína á einstaka stað.
Á fyrsta degi er gert ráð fyrir
að lagðir verði að baki eitt hundrað
kílómetrar og hefst keppnin klukk-
an 13 við Ketilás í Fljótum. Þaðan
verður hjólað inn Fljót og um
Höfðaströnd inn Hjaltadal að aust-
anverðu og um hlaðið á Hólum, að
laxeldisstöðinni og niður dalinn
vestanverðan, inn Viðvíkursveit og
Blönduhlíð og Héðinsminni við
þjóðveg 1. Að morgni annars dags
verður lagt af stað kl. 10 árdegis
og farið frá Héðinsminni inn
Blönduhlíð og fram Kjálka að
Merkigili, þar sem fararskjótar
verða annaðhvort teymdir eða lagð-
ir á bakið og bornir yfir gilið, farið
Stríðsminjar og dúkkusafn
Suomenlinnaeyju
Eyjan Suomenlinna er steinsnar
frá borginni. Ferðin þangað tekur
aðeins 20 mínútur með feiju og auð-
velt er að eyða öllum deginum þar.
Norræna listamiðstöðin er á eyjunni,
þar eru stöðugt sýningar í sölum
miðstöðvarinnar og listamenn eru
þar að verki árið um kring og halda
þar vinnustofusýningar. Á eyjunni
er líka stríðsminjasafn og bamasöfn,
m.a dularfulla „Dúkkusafnið," sem
er stundum opið, stundum ekki -
aðallega vegna þess að stofnandi
þess og eigandi er á lífi, sér um safn-
ið og hefur einhvers konar geðþótta-
stefnu í sambandi við opnunartíma.
Undir kvöldið er síðan hægt að
taka feijuna til baka að markaðs-
torginu, virða fyrir sér listmuni
þeirra sem koma með verk sín til
sýnis og sölu á kvöldin, lötra sér yfir
í Kappeli veitingahúsið, fyrstu bjór-
verksmiðju Finna og bragða á bjóm-
um sem er bruggaður á staðnum,
sitja á veröndinni og hlýða á lifandi
tónlist. Hún er alls staðar.
Og enginn þarf að fara að sofa á
tóman maga, því í Helsinki er Ijöldi
veitingahúsa. Og matreiðsla og réttir
eru frá Finnlandi, Frakklandi, Ung-
veijalandi, Ítalíu, Spáni, Grikklandi,
Tælandi, Japan og Kína að ógleymdu
rússnesku veitingahúsunum ekki síst
Alexander Nevski veitingahúsið.
„Menn telja borgir því fegurri sem
í þeim eru stærri garðar, svo manna-
bústaðir hverfi milli apaldra og rósa-
runna og spegli sig í kyrrum vötn-
um,“ segir organistinn í Atómstöð-
inni. Ef sú kenning er rétt, hlýtur
Helsinki að vera einhver fegursta
borg sem um getur. Þúsund vötn og
þúsund garðar. Vötnin kyrr og í
andvaranum iða laufgræn tréin í
sama tangótaktinum og mannlífið
maí öðrum garði. Allt ein rómantík
fyrir auga og eyra. ■
Súsanna Svavarsdóttir
um hlaðið á bænum Merkigili, yfir
brúna á Eystri Jökulsá og áfram
yfir í Vesturdal, um Goðadali og
út Lýtingsstaðahrepp að Varma-
hlíð. Alls er þessi leið 85 kílómetr-
ar og þar af eru um 7 kílómetrar
farnir eftir götuslóða.
Á þriðja degi verður síðan lagt
af stað kl 10 árdegis frá Varma-
hlíð og hjólað sem leið liggur út á
Sauðárkrók og er það um 25 kíló-
metra leið.
Hann sagði að hér væri bryddað
upp á nýjung sem hann taldi að
gæti orðið vinsæl þar sem bæði
væri að keppnin væri býsna löng
og nokkuð erfið, en hinsvegar væri
leiðin fjölbreytt og skemmtileg og
reyndi nokkuð á keppendur.
Þá sagði Viggó að stefnt væri
að því að þetta yrði árlegur viðburð-
ur þar sem keppt væri um glæsi-
lega farandbikara bæði í kvenna-
og karlaflokki, en einnig peninga-
verðlaun, 50 þúsund krónur í fyrstu
verðlaun, 30 þúsund og 15 þúsund
í önnur og þriðju verðlaun í karla
og kvennaflokki. Skráningargjald
er kr. 2.000. ■
Veltuaukning
á Kastrup
VELTA Kastrupflugstöðvarinnar
hefur aukist töluvert á þessu ári að
því er kemur fram í skýrslu um fyrri
sex mánuði ársins. Hluti skýringar-
innar er talinn vera aukin umferð
um flugvöllinn en á hinn bóginn má
rekja tekjuaukninguna til sölu á sér-
leyfum um flugvöllinn.
Þó verðtaxtar hafi haldist óbreytt-
ir á flugvellinum sl. fjögur ár hefur
farþegum fjölgað um 6,5% frá síð-
asta ári eða í alls 7,1 milljón. Um
40% farþega sem um flugvöllinn fara
eru eingöngu að skipta um flugvélar
á leið sinni til ákvörðunarstaðar. ■
Mesta farbega-
íjölgunin um Kimpn
í S-Kúreu ’94
UMFERÐ flugfarþega í heiminum
1994 jókst mest á Kimpo-alþjóða-
flugvellinum við Seul í Suður Kóreu
að því er kemur fram í könnun á
400 stórum flugvöllum víðs vegar í
heiminum. Það voru Alþjóðasamtök
flugvalla sem birtu þessa niðurstöðu
nýverið.
Þar má sjá að 27,3 milljón farþega
fóru um Kimpo og er það 19,6%
aukning miðað við árið á undan.
Næstur kom Las Vegas með 19,2%
fjölgun og St. Louis-flugvöllur með
17,3%. ■
Morgunblaðið/RAX
REIÐHJOLARALL verður í Skagafirði dagana 1.-3. september.